Færslur: fullveldi

Forsetinn þakkaði heilbrigðisstarfsfólki í ávarpi
Þjóðin hefur sýnt þrautsegju og þolgæði í faraldrinum sem minnt hefur á að úrbóta sé þörf á sjúkrastofnunum og dvalarheimilum en heilbrigðisstarfsfólk staðið vaktina með prýði. Þetta sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti meðal annars í ávarpi á RÚV í kvöld í tilefni fullveldisdagsins.
01.12.2020 - 19:54
Sjálfstæðisbaráttusöngvar í nýjum hljóðritunum
Í tilefni af fullveldisafmælinu hafa verið gerðar nýjar upptökur af íslenskum sjálfstæðisbaráttusöngvum sem ekki hafa verið hljóðritaðir fyrr. Hljóðritanirnar verða frumfluttar 29. og 30. desember í þáttunum „Vökum, vökum! Vel er sofið“ sem fjalla um söngva í íslenskri sjálfstæðisbaráttu.
Vilja að 1. desember verði lögbundinn frídagur
Þorsteinn Sæmundsson og þingflokkur Miðflokksins ásamt þingmanni Flokks fólksins hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um að frá og hundrað ára afmæli fullveldisins verði fyrsti desember ár hvert lögbundinn frídagur.
Mótmæltu Piu með hvítum fána
Í fámennum áhorfendahópnum sem fylgdist með hátíðarþingfundi á Þingvöllum á miðvikudag, sem haldinn var til að minnast undirritun sambandslaganna um fullveldi íslands árið 1918, stóðu tvær konur og héldu uppi alhvítum fána sem svipar nokkuð til íslenska þjóðfánans. Þessi dularfulli gjörningur var mótmælastaða gegn veru Piu Kjærsgaard á fullveldishátíðinni.
21.07.2018 - 09:30
Hlusta
Fuglveldi
Hvað er það sem við tölum um þegar við tölum um íslenska myndlist? Starkaður Sigurðarson fjallar um mörkin milli íslenskrar myndlistar og erlendar.
29.04.2018 - 08:00
Fullveldið kallaði á menningu og fágun
Á laugardag kl. 17 hefst fyrsta þáttaröðin af fimm sem Rás 1 býður upp á árinu 2018 og fjallar um sögu Íslands á fullveldistímanum. 1. desember næstkomandi verða hundrað ár liðin frá því að Ísland varð fullvalda ríki.
Kosningabarátta hafin í Bretlandi
Kosningabarátta fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um úrsögn eða áframhaldandi veru Breta í Evrópusambandinu hófst formlega fyrir helgina. Skoðanakannanir benda til þess að ekki sé marktækur munur á milli stuðningsmanna úrsagnar og áframhaldandi veru í ESB.
17.04.2016 - 18:05