Færslur: Fukushima

Biðja Japani að endurskoða ákvörðun um Fukushima
Sú ákvörðun japanskra stjórnvalda að dæla geislamenguðu vatni í sjó sætir mikilli gagnrýni, bæði heima fyrir og í nágrannaríkjunum. Þúsund tankar hafa verið fylltir af vatni frá kjarnorkuverinu í Fukushima sem skemmdist í náttúruhamförum fyrir áratug.
14.04.2021 - 19:35
Erlent · Umhverfismál · Japan · Kína · Fukushima · kjarnorka · Asía · Náttúra
Vatni úr Fukushima verður dælt út í sjó
Japanska stjórnin samþykkti í morgun að hleypa rúmlega milljón tonnum af unnu vatni úr kjarnorkuverinu í Fukushima út í sjó. Vatninu verður þó ekki sleppt fyrr en eftir að minnsta kosti tvö ár. Sjómenn eru ósáttir og stjórnvöld í Peking og Seúl eru áhyggjufull vegna málsins.
13.04.2021 - 06:54
Vilja dæla geislamenguðu kælivatni Fukushima í sjóinn
Til stendur að losa rúmlega milljón tonn af geislamenguðu vatni úr kælikerfum Fukushima-kjarnorkuversins í hafið á næst árum og áratugum. Ætlunin er að hefjast handa við losunina árið 2022 og talið að það geti tekið áratugi að klára verkið. Fiskimenn í Fukushima og nágrenni óttast að aðgerðin muni hafa af þeim lífsviðurværið - enginn muni vilja leggja sér það til munns, sem þeir sækja í greipar geislamengaðs hafsins undan Fukushima.
16.10.2020 - 06:22
Íhuga að losa geislavirkt vatn í sjóinn
Lítið geymslupláss er til fyrir mengað vatn úr Fukushima-kjarnorkuverinu í Japan sem eyðilagðist í hamförum fyrir átta árum. Umhverfisráðherra Japans telur einu lausnina að losa það í sjóinn og þynna það þannig út.
11.09.2019 - 08:22
Erlent · Asía · Japan · Fukushima
Koizumi sakar Abe um lygar
Junichiro Koizumi, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, sakar Shinzo Abe, núverandi forsætisráðherra, um að hafa sagt ósatt þegar hann fullyrti árið 2013 að yfirvöld hefðu fulla stjórn á ástandinu í Fukushima-kjarnorkuverinu, sem eyðilagðist í hamförunum miklu 2011. 
07.09.2016 - 14:04
Hamfarir í Japan fyrir fimm árum - myndskeið
Fimm ár eru í dag frá því að hamfaraflóðbylgja gekk á land í Japan. 18 þúsund týndu lífi. Kjarnorkuverið í Fukushima laskaðist og kjarnorkumengun breiddist yfir stór svæði.
11.03.2016 - 14:16
Loka á tveimur kjarnaofnum
Dómstóll í Japan fyrirskipaði í dag að tveimur kjarnaofnum kjarnorkuvers skyldi lokað. Ástæðan er áhyggjur sem menn hafa af öryggi kjarnaofnanna. Einungis eru nokkrir dagar þar til þess verður minnst að fimm ár eru frá Fukushima kjarnorkuslysinu. Þetta er fyrsta fyrirskipun um lokun kjarnorkuofna eftir að hertar öryggisreglur voru settar um starfsemi kjarnorkuvera í Japan eftir kjarnorkuslysið í Fukushima 2011.
09.03.2016 - 08:22
Erlent · Asía · Japan · Fukushima
Átak gegn geislamengun nærri Fukushima
Um 20.000 Japanar í geislavarnarbúningum vinna við að hreinsa geislavirk efni af öllu föstu og lausu í þorpum og bæjum í nágrenni Fukushima í Japan. Ætlunin er að hreinsa geislamengun af mörg hundruð ferkílómetra svæði.
21.07.2015 - 12:42
Frá Fukushima til Vancouver
Geislavirkni sem rekja má til lekans úr Fukushima-kjarnorkuverinu japanska árið 2011 mældist í sýni sem tekið var úr sjó nálægt Vancouver-eyju við Kyrrahafsströnd Kanada á dögunum.
08.04.2015 - 06:38