Færslur: Fuglavernd

Almenningur hvattur til að telja garðfugla
Um helgina er svokölluð garðfuglahelgi þar sem biðlað er til almennings að telja og skrásetja þá fugla sem sjást í görðum hjá fólki. Markmiðið er að safna upplýsingum um stærð fuglastofna en einnig að vekja áhuga almennings á umhverfi og náttúru.
27.01.2022 - 14:30
Gaukar rúsínum að fuglunum og undrast gáfur þeirra
Fuglaáhugamaður í Breiðholti hefur myndað einstök tengsl við hrafna, stara og skógarþresti í hverfinu og sér ekki eftir krónu sem hann ver í fóður handa þeim. Í Réttarholti telur starfsmaður Fuglaverndarfélagsins auðnutittlinga út um eldhúsgluggann og verður stundum vitni að örlagaríkum atburðum. Vetrarlöng garðfuglatalning Fuglaverndar hófst í dag.
24.10.2021 - 19:08
Óttast að færsla hringvegar skaði fuglalíf
Félagið Fuglavernd óttast að verði af fyrirhugaðri færslu hringvegar um Mýrdal niður að Dyrhólaós, hafi það slæm áhrif á búsvæði fugla. Hagsmunasamtök og íbúar í Mýrdal hafa mótmælt framkvæmdinni sem er inni í samgönguáætlun. Í henni felst meðal annars að gera þarf göng í gegnum Reynisfjall. Fuglavernd segir að nýi vegurinn fari á köflum inn á friðland og óttast að það geti haft varanleg og skaðleg áhrif á Dyrhólaós og fuglalíf.
22.01.2021 - 14:09