Færslur: Fuglar

Lögregla elti máv sem tók peningaveski
Lögreglumenn í almennu eftirliti á Suðurnesjum í gærkvöld tóku eftir mávi sem flaug fyrir ofan lögreglubílinn. Þeir héldu að hann væri með dýr í gogginum en þegar betur var að gáð kom í ljós að hann var með veski.
06.05.2019 - 10:05
Akurey friðlýst til að vernda fuglalíf
Akurey verður fyrsta friðlandið innan marka Reykjavíkurborgar. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, mun undirrita friðlýsingu eyjunnar í dag. Með friðlýsingu friðlands er verið að vernda tilteknar vistgerðir og búsvæði líffvera og Þórdís Vilhelmína Bragadóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að í þessu tilfelli sé verið að vernda mikilvægt varpsvæði lunda og búsvæði teistu og æðarfugls.
03.05.2019 - 06:01
Viðtal
Mikill fugladauði vegna árekstra við glerhýsi
Bandarískir vísindamenn áætla að á milli hundruð og þúsund milljónir fugla drepist árlega við það að fljúga á byggingar þar í landi. Vandinn er stærstur þar sem farfuglar fara um, meðal annars í Chicago og New York. Snorri Sigurðsson, líffræðingur hjá Reykjavíkurborg, segir þetta ekki koma á óvart þar sem stórum glerhýsum hafi fjölgað víða um heim. Borgin Toronto í Kanada er á farleið fugla og þar hafa verið settar reglur um glerhýsi.
09.04.2019 - 12:10
Viðtal
Lundinn fyrr á ferðinni
Lundinn kom til Grímseyjar fyrir nokkrum dögum síðan og kemur mun fyrr til landsins nú en á árum áður, að sögn Svafars Gylfasonar, sjómanns, sem haldið hefur skrá um komu lundans í 19 ár. Þar áður hélt faðir hans nákvæma skrá um komu lundans. Hann telur að fuglinum hafi fjölgað við Grímsey á undanförnum árum.
08.04.2019 - 15:14
Myndskeið
Pínulítill en flýgur 10.000 km til Perú
Vísindamenn hafa nú leyst ráðgátuna um það hvert óðinshanar fljúga þegar þeir yfirgefa varpstöðvar sínar á Íslandi á haustin. Þessi smái vaðfugl, sem aðeins vegur 40 grömm, flýgur tíu þúsund kílómetra leið til þess að geta gætt sér á ansjósum úti fyrir ströndum Perú yfir veturinn.
05.04.2019 - 19:39
Myndskeið
Álftinni bjargað - myndskeið
Starfsmönnum Náttúrufræðistofnunar tókst í morgun að bjarga álft sem var orðin hætt komin vegna þess að hún var með áldós fasta í skoltinum. Álftin gat ekki nærst og var særð eftir dósina. Fréttastofa fylgdist með þegar álftin var klófest á Urriðakotsvatni í morgun og flutt til aðhlynningar í Húsdýragarðinn í Reykjavík.
04.03.2019 - 21:35
Álftin í góðum holdum þrátt fyrir hremmingar
Álftin, sem bjargað var í dag við Urriðakotsvatn, er í góðum holdum þrátt fyrir að hafa verið með áldós fasta á neðri skoltinum í að minnsta kosti tvær vikur. Álftin er nú komin í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í Laugardal. Á vef garðsins segir að hún hafi átt erfitt með að nærast, verið orðin ræfilsleg og orðið fyrir aðkasti annarra álfta.
04.03.2019 - 16:51
Innlent · Fuglalíf · Fuglar · Álft · Garðabær
Plast í maga 70 prósenta fýla
Plast fannst í um 70 prósentum fýla og í 40-55 prósentum kræklings, sem krufðir voru í rannsóknum sem Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum og Náttúrustofa Norðausturlands gerðu samkvæmt samningi við Umhverfisstofnun.
14.01.2019 - 11:23
Sjaldséðir fuglar á ferðinni
Nokkuð er um sjaldgæfar erlendar fuglategundir á landinu þessa dagana. Í þeim hópi eru laufsöngvarar, fjallafinkur, glóbrystingar og rúkragar. Safaspæta heldur sig í birkitrjám við Apavatn.
12.09.2018 - 23:37
Innlent · Fuglar · Fuglalíf · Dýralíf · Náttúra · Dýr
Viðtal
Settu met í vigtun á pysjum
Pysjutímabilið stendur nú sem hæst í Vestmannaeyjum og ungir sem aldnir, Vestmanneyingar og ferðamenn hjálpast nú að við að koma áttavilltum pysjum á rétta leið. Pysjurnar eru vigtaðar og vængir þeirra mældir í Sæheimum, fiska- og náttúrugripasafni Vestmannaeyja, og var heimsmet í pysjuvigtun sett í gær þegar 472 pysjur voru settar á vigtina.
07.09.2018 - 10:59
Um 100 ungar á legg á einu besta ári fálkans
„Árið 2018 er eitt besta ár fálkans sem vitað er um frá því að rannsóknir á honum hófust árið 1981.“ Þetta segir Ólafur K. Níelsen, fuglafræðingur við Náttúrufræðistofnun Íslands.
15.08.2018 - 11:06
Innlent · Náttúra · Fuglar · Dýr
Vilja áhrif niðurrifs í matsáætlun
Umhverfisstofnun hefur gert athugasemdir við að ekki sé fjallað um þann kost að sleppa því að endurræsa kísilverksmiðjuna í Helguvík í drögum að tillögu að matsáætlun vegna nýs umhverfismats. Meðal annarra athugasemda stofnunarinnar er að kanna þurfi betur áhrif framkvæmda á fuglalíf.
17.07.2018 - 08:39
Rjúpnastofninn stækkaði víðast hvar á landinu
Rjúpum hefur fjölgað alls staðar hér á landi í ár nema á Suðurlandi, Suðausturlandi og Austurlandi, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Náttúrufræðistofnun Íslands. Rjúpnatalningum á vegum stofnunarinnar í ár er lokið.
04.06.2018 - 07:04
Innlent · Fuglar · Náttúra · rjúpa
Vinsæl krummafjölskylda á Selfossi
Það er líf og fjör undir þakskeggi á byggingu Byko á Selfossi því þar eru fimm hrafnsungar í laupi. Þetta er fimmta árið í röð sem krummi gerir laup á þessum stað. Gunnar Bjarki Rúnarsson, verslunarstjóri, segir ekki alveg ljóst hvort sama hrafnaparið komi ár eftir ár eða hvort afkomendur eldri hrafna sem þar hafi verið venji komur sínar þangað.
30.05.2018 - 12:42
Myndskeið
Fagnaðarfundir þrastafjölskyldu
Líf þrastarunga getur átt sér skin og skúrir. Í gær féll ófleygur þrastarungi úr hreiðri sínu í austurbæ Reykjavíkur. Gæðakona varð hans vör í garðinum og sá líka til katta úr hverfinu sem sleiktu út um og sáu auðfengna bráð.
06.05.2018 - 13:48
Myndavélar til að hindra stuld á fálkaeggjum
Myndavélum hefur verið komið upp við nokkur fálkahreiður hér á landi þar sem grunur er um að undanfarin ár hafi eggjum verið stolið úr hreiðrum. Fuglavinur frá Austurríki hefur lánað nokkrar myndavélar til verkefnisins.
27.04.2018 - 08:58
Ekkert lát á komu farfugla
Þrátt fyrir smá kuldakast í lok páskahelgi er ekkert lát á komu farfuglanna sem streyma til landsins. Á páskadag voru komnar tæplega 6.000 álftir í Lónið fyrir austan, um 150 rauðhöfðaendur og um 50 grágæsir. Búist er við stórum hópum lóunnar til landsins í næstu viku.
03.04.2018 - 10:48
Lóan komin í Flóann
Vorboðinn ljúfi, lóan, er kominn til landsins. Fyrstu lóurnar sáust í Flóanum í dag. Lóur hafa aðeins tvisvar sinnum komið seinna en í dag, það var árin 1999 og 2001. Á tímabilinu 1998 til 2017 hefur „meðalkomudagur“ þeirra verið 23. mars, að því er segir í fréttatilkynningu frá Fuglavernd.
28.03.2018 - 16:26
Innlent · Fuglar · Náttúra · Lóan
Farfuglarnir streyma til varpstöðva
Farfuglarnir streyma til landsins. Hraðfleygar álftir taka nú kúrsinn frá vetrarstöðvunum í Skotlandi og Írlandi og setja stefnuna á varpstöðvarnar á Fróni. 2700 álftir og 16 rauðhöfðaendur voru komnar á Lón austur um helgina og 15 rauðhöfðaendur og 19 duggendur voru komnar á hið dularfulla vatn Þveit í Nesjum.
26.03.2018 - 13:38
Innlent · Náttúra · Fuglar · Dýr
Fuglum fækkar vegna skordýraeiturs
Sérfræðingar vara við mikilli fækkun hjá tugum fuglategunda á landsbyggðinni í Frakklandi. Fuglum af sumum tegundum hafi fækkað um tvo þriðju síðasta áratug.
21.03.2018 - 12:50
Allir fuglar úr eggi skríða
Eitt verkefnanna á nýafstöðnum HönnunarMars var sýningin Allir fuglar úr eggi skríða. Þar er fuglateikningum Ránar Flygenring og Benedikts Gröndal stefnt saman en fleiri hliðar eru á verkefninu, eins og öfugsnúin páskaegg og keramik-eggjabikarar Bjarna Sigurðssonar.
20.03.2018 - 15:20
Farfuglarnir tínast til landsins
Þó ekki hafi viðrað sérstaklega til farflugs síðustu daga þá halda nú álftir og aðrir íslenskir farfuglar frá vetrastöðvum sínum yfir úthafið heim um langan veg til varpstöðvanna.
12.03.2018 - 14:54
 · Fuglalíf · Fuglar
Krunk hrafna heldur vöku fyrir íbúum
Heilbrigðiseftirliti Austurlands hefur borist kvörtun vegna fólks sem hefur fóðrað hrafna í útjaðri Egilsstaða. Gögn sem heilbrigðiseftirlitið hefur undir höndum sýna að mikið magn matarafganga er borið út og allt að tugur hrafna hópast þar að. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Fljótsdalshéraðs.
03.02.2018 - 08:15
„Hann er mannvanur og óttast ekki“
„Hann er rólegur eins og hæna, það er að segja hann hreyfir sig lítið,“ segir Kristinn Haukur Skarphéðinsson, fuglafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, en hann hefur fylgst með haferninum sem var fluttur í Húsdýragarðinn fyrir rúmri viku. Kristinn ætlar að skoða hann aftur á næstu dögum.
18.12.2017 - 11:37
Fjöldi sjaldgæfra fugla á landinu
Sjaldgæfir erlendir fuglar gleðja nú náttúru unnendur víða um landið. Meðal þeirra eru 29 fjöruspóar í Skarðsfirði, nær Höfn í Hornafirði, þrjár rákatítur í Keflavík og dvergmávur í Grindavík.
19.09.2017 - 15:52