Færslur: Fuglar

Fjöldi tilkynninga á dag um dauða fugla á víðavangi
Enn berst fjöldi tilkynninga á dag til Matvælastofnunar um dauða fugla á víðavangi. Sérgreinadýralæknir segir tilkynningarnar áberandi fleiri nú en í venjulegu árferði, ekki síst vegna aukinnar meðvitundar í samfélaginu um fuglaflensuna.
09.05.2022 - 19:49
Kríur og fleiri farfuglar flykkjast til landsins
Ýmsar tegfundir farfuglar flykkjast nú til landsins á sumar varpstöðvar, eins og iðulega á vorin. Þeirra á meðal er Krían, sem er nýlega komin til landsins.
07.05.2022 - 05:38
Gæs féll af himni og magalenti á umferðargötu
Vegfarendum á Suðurgötu í Reykjavík brá í brún í gær þegar grágæs féll af himnum og lenti á götunni. Talið er að hún sé með fuglaflensu. Dýraþjónustu Reykjavíkur hafa borist margar tilkynningar um veika fugla, einkum súlur. Grágæsin hefur væntanlega fallið niður á töluverðum hraða enda er fuglinn með stærri fuglum hér við land. Grágæsir eru yfirleitt um 3,5 kg.
Fyrstu heiðlóurnar komnar til landsins
Fyrstu heiðlóur vorsins sáust á landinu sunnanverðu í gær. Björn Gísli Arnarsson, fuglaáhugamaður hjá fuglaathugunarstöð Suðausturlands, segir fuglana virðast í góðu ásigkomulagi eftir ferðina norður á bóginn.
21.03.2022 - 09:08
Innlent · Náttúra · Fuglar · Náttúra · Vor · Heiðlóa
Martraðakennd aðkoma eftir olíuleka á Suðureyri
Súgfirðingar hafa staðið í ströngu við að bjarga æðarfugli eftir að um níu þúsund lítrar af olíu fóru þar í sjóinn úr olíutanki Orkubús Vestfjarða. Orkubússtjóri segir augljóslega hafa verið pottur brotinn hjá fyrirtækinu.
09.03.2022 - 19:57
Fuglaflensu vart í Færeyjum öðru sinni
Fuglaflensu hefur orðið vart í Færeyjum öðru sinni. Greint var frá fyrstu tilfellum sjúkdómsins í desember.
23.02.2022 - 02:25
Tjalds varð vart í Breiðdalsvík
Tjaldurinn er kominn til Breiðdaldsvíkur. Stefán Eðvald Stefánsson íbúi þar segist hafa séð tvo rauðgoggaða, svarthvíta fugla í Selnesbót í gærkvöldi. Stefán segist ekki muna eftir að hafa séð tjald svo snemma en hann hefur búið á Breiðdaldsvík síðan 1981.
17.02.2022 - 22:15
Spegillinn
„Afleit hugmynd“ að fylla fjöruna í Skerjafirði
Áform borgaryfirvalda um landfyllingu í Grófavík í Skerjafirði, í öðrum áfanga nýrrar byggðar þar, hafa fallið í grýttan jarðveg hjá mörgum sem sent hafa inn umsagnir í skipulagsferli málsins.
Stöðvuðu þjófa með 26 stolnar bréfadúfur
Lögregla í Hollandi greindi frá því í gær að hún hefði handtekið þrjá grunaða dúfnaþjófa, sem gripnir voru glóðvolgir með fiðraðan feng sinn: 26 belgískar bréfadúfur.
08.02.2022 - 05:58
Varpfuglum í ESB hefur fækkað um hundruð milljóna
Fuglum hefur fækkað um allt að 19 prósent í löndum Evrópusambandinu á síðustu 40 árum. Þetta er niðurstaða viðamikillar rannsóknar sem birt er á vef tímaritsins Ecology and Evolution. Mat rannsakenda er að stofnar varpfugla í ríkjum Evrópusambandsins hafi minnkað um 17 - 19 prósent frá árinu 1980, sem svarar til þess að fuglum hafi fækkað um 560 - 620 milljónir einstaklinga á þessum 40 árum. Mest er fækkunin - jafnt hlutfallslega sem tölulega - meðal tegunda sem helst verpa á landbúnaðarsvæðum.
28.11.2021 - 05:51
Landinn
Hreiður rænd þrátt fyrir varnartilburði foreldranna
„Hér hafði sem sagt verið eitt egg sem nú hefur verið étið,“ segir Lilja Jóhannesdóttir, fuglafræðingur hjá Náttúrustofu Suðausturlands. Við erum á ferð með Lilju á Breiðamerkurssandi þar sem hún fylgist með því varpárangri skúma.
16.11.2021 - 07:50
Sjónvarpsfrétt
Hlúa að slasaðri branduglu í bílskúr á Akureyri
Tveir fuglaáhugamenn á Akureyri hafa undanfarna daga hlúð að veikri branduglu í bílskúr í bænum. Uglan hefur lítið vilja borða og en vonir standa til þess að hún braggist, fái hún lifandi mús.
27.10.2021 - 22:09
Innlent · Norðurland · Akureyri · Fuglar · Uglur
Gaukar rúsínum að fuglunum og undrast gáfur þeirra
Fuglaáhugamaður í Breiðholti hefur myndað einstök tengsl við hrafna, stara og skógarþresti í hverfinu og sér ekki eftir krónu sem hann ver í fóður handa þeim. Í Réttarholti telur starfsmaður Fuglaverndarfélagsins auðnutittlinga út um eldhúsgluggann og verður stundum vitni að örlagaríkum atburðum. Vetrarlöng garðfuglatalning Fuglaverndar hófst í dag.
24.10.2021 - 19:08
Fundu skjannahvíta rjúpu um borð í togara
Skipverjar á frystitogaranum Blæng NK tóku eftir skjannahvítri rjúpu í skipinu norður af Langanesi á dögunum. Skipið var þá á leið frá Vestfjarðamiðum og austur fyrir land.
29.09.2021 - 12:19
Ungur hettumáfur litaður með sterku lakki
Máfur, sem að öllum líkindum hefur verið litaður með sterku lakki, fannst á Borgarfirði eystra í gær. Fuglinn er illa á sig kominn og svo virðist sem hann hafi verið hafður sem gæludýr.
18.08.2021 - 12:27
Holur lundans flestar plastmengaðar
Plast finnst í tveimur af hverjum þremur lundaholum, þetta sýnir ný rannsókn Háskóla í Inverness í Skotlandi.
07.08.2021 - 15:35
 · Innlent · Umhverfismál · Plastmengun · Lundi · Erlent · Rannsóknir · Fuglar · Sjófuglar
Óvarkárir ökumenn keyra á tugi kríuunga á dag
Tugir kríuunga hafa drepist á dag undanfarna viku vegna mikillar bílaumferðar við Rif á Snæfellsnesi. Hámarkshraði á svæðinu hefur nú þegar verið lækkaður og svæðið merkt sem varpland, en það virðist ekki duga til þess að hlífa varpinu.
22.07.2021 - 21:05
Innlent · Vesturland · Náttúra · Umhverfismál · Kría · Fuglar · Náttúra · umferð · Varp · Kríuvarp · Varpland · Vegagerðin · samgöngur · Bílar · Vesturland · Snæfellsnes
Viðtal
Lúxushótel fyrir lunda á Borgarfirði eystra
Markhópur hótelstýranna Elínar Elísabetar Einarsdóttur og Ránar Flygenring hefur ekki fengið mikla athygli í gegnum tíðina en listakonurnar hafa sett á fót hótel fyrir lunda á Borgarfirði eystra. Að þeirra sögn er hótelið rökrétt framhald af lundabúðinni sem þær standsettu á sömu slóðum í fyrra.
08.07.2021 - 17:31
Myndskeið
Telur að lengja megi veiðitímabil helsingja
Helsingjastofninn er í mikilli uppsveiflu. Flestir verpa þeir á Suðausturlandi og taka vel til matar síns í túnum bænda í Suðursveit. Starfandi þjóðgarðsvörður telur að lengja megi veiðitímabilið til jafns við lengd þess annars staðar á landinu.
Lundastofninn í hættu vegna hlýnunar sjávar
Hlýnun sjávar virðist hafa valdið verulegri fækkun í íslenska lundastofninum á síðustu áratugum.
Myndskeið
Leitin að Sæmundi, Stefaníu, Guðrúnu og Eivöru
Leitin að þeim Stefaníu, Eivöru, Guðrúnu og Sæmundi bar árangur í Skúmey en helsinginn Guðmundur er utan þjónustusvæðis. Dýravistfræðingur bíður þess að Guðmundur komist í símasamband og sendi ferðasögu sína af flakkinu um landið í vor og sumar. 
Myndskeið
Helsingi nemur land á áður hulinni eyju í Jökulsárlóni
Gæsategundin helsingi tekur hlýnun jarðar fagnandi og hefur numið land á eyju í Jökulsárlóni sem kom í ljós þegar jökullinn hopaði. Þar er stærsta helsingjavarp á landinu. Fréttamenn RÚV urðu fyrstir fjölmiðlamanna til að stíga fæti á eyjuna í vikunni. 
28.05.2021 - 19:31
Fuglar
„Ég er eiginlega bara fuglafræðingur“
„Ég ætla að verða fuglafræðingur þegar ég verð stór,“ segir Nói Hafsteinsson, fjögurra ára að verða fimm. - Hvað gera fuglafræðingar? „Þeir fræðast um fugla“ – Eins og þú ert alltaf að gera? „Þannig að ég er eiginlega bara fuglafræðingur,“ segir Nói.
22.04.2021 - 14:46
Barnaefni · Innlent · Náttúra · Mannlíf · Umhverfismál · Fuglar · Farfuglar · Rás 1 · Börn · Ungt fólk
Hafa ekki kannað áhrif gasmengunar á fugla
Grindvíkingar hafa velt því fyrir sér hvort fuglar hegði sér með öðrum hætti en venjulega, eftir að eldgosið á Reykjanesskaga hófst. Í umræðum íbúa á Facebook hefur meðal annars verið bent á að óvenjumikið sé um hrafna í og við bæinn, auk þess sem mikið hafi verið um að þrestir hafi flogið á glugga og jafnvel inn í hús og íbúðir. Fólk velti því fyrir sér hvort gasmengun hafi hugsanlega ruglað fuglana.
Lóan er komin
Lóan er komin. Alex Máni Guðríðarson, 24 ára gamall fuglaáhugamaður, kom auga á hana í fjörunni við Stokkseyri í dag og tók myndina hér að ofan. Og þetta er ekki í fyrsta sinn sem Alex er fyrstur til að láta vita af lóunni.
28.03.2021 - 17:44
Innlent · Lóan · Heiðlóa · Stokkseyri · Fuglar · Farfuglar