Færslur: Fuglar

Raddir haustins þagna: Dularfullur fugladauði vestra
Söngfuglar hafa fundist dauðir í stórum stíl í Nýju Mexíkó undanfarna daga.
17.09.2020 - 03:27
Myndskeið
Þrastarungar hertóku baðherbergi í Vesturbænum
Þrastarungar halda til í góðu yfirlæti á baðherbergi í vesturbæ Reykjavíkur, en þangað var þeim bjargað undan köttum sem biðu færis þegar þeir duttu úr hreiðrunum. Húsráðendur hafa takmörkuð not af baðherbergi sínu vegna unganna, en láta sér það í léttu rúmi liggja. Ungarnir voru fjórir þar til í morgun þegar einn þeirra náði tökum á fluglistinni og lét sig hverfa út um gluggann.
24.07.2020 - 21:01
Innlent · Dýralíf · Dýr · Fuglar · Þrestir
Með fugladellu frá barnæsku
Farfuglarnir eru komnir til landsins. Þeir syngja og sperra sig fyrir landsmenn og vekja víðast aðdáun. Fáir eru þó haldnir jafn mikilli fugladellu og Brynja Davíðsdóttir sem mótar fugla úr leir, stoppar þá upp og nýlega fór hún að búa til fuglabolla sem hún selur fuglelskum samlöndum sínum.
15.07.2020 - 15:28
Arnarunginn er ungur og óreyndur fálki
Fugl, sem lögreglan á Vestfjörðum handsamaði í gær og talinn var vera arnarungi er ungur fálki. Þetta segir Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur sem bar kennsl á tegundina af mynd á ruv.is.
04.07.2020 - 12:04
Lögregla handtók arnarunga
„Það eru ýmsir, sem hafa lent í löngum armi lögreglunnar. Þessi var handsamaður fyrr í kvöld eftir ábendingu um að eitthvað væri óeðlilegt í hegðun hans.“ Svona hefst facebook-færsla lögreglunnar á Vestfjörðum. Færslunni fylgir mynd af fugli sem að sögn lögreglu er arnarungi.
04.07.2020 - 09:05
Samfélagið
Þrastarfjölskylda í glugga mannanna
Þrastarhjón nýttu nótt eina fyrr í vor til að byggja sér hreiður. Það var í góðu tré og virtist vera í góðu skjóli. Þegar birti almennilega til horfðu þau í augun á furðu lostinni reykvískri mannafjölskyldu. Hreiðrið var alveg upp við gluggann á húsinu þeirra. Í stað þess að hætta við allt saman ákváðu þrestirnir að halda hreiðrinu. Kellann verpti eggjum sem svo klöktust. Innandyra naut fólkið þess að vera í návígi við fiðruðu fjölskylduna og fékk stórkostlega innsýn í líf og uppeldi unganna.
23.06.2020 - 16:25
Myndskeið
Er vinsælasti baðstaður landsins í Hraunborgum?
Spói nokkur baðar sig nú reglulega í fuglabaði við sumarbústað þeirra Óskars Einarssonar og Kötlu Magnúsdóttur í Hraunborgum. Hjónin komu fyrir tveimur fuglaböðum við bústað sinn fyrir nokkrum árum, sífellt fleiri fuglar hafa nú uppgötvað þau og baða sig þar bæði sjálfum sér og húsráðendum til yndis og ánægju.
14.06.2020 - 21:02
Innlent · Dýr · Sumar · Fuglar
Óendanleg uppspretta gleði og fegurðar
„Það er svolítið merkilegt að þessi fjöldi fugla komi til landsins. Mér finnst það alltaf jafn makalaust hvernig litlir fuglar eins og þúfutittlingurinn kemst alla þessa leið á hverju ári. Það er leyndardómur fyrir manni og heillandi,“ segir Árni Árnason kennari, höfundur og þýðandi sem opnaði ljósmyndasýninguna Sumargestir í Listhúsi Ófeigs á dögunum.
28.05.2020 - 14:15
Indverjar beðnir um að skila „njósnadúfu“
Pakistanskur dúfnaeigandi biðlar nú til Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, um að fá aftur eina af dúfum sínum, sem þessa dagana er í varðhaldi á Indlandi eftir að hafa verið ákærð fyrir njósnir.
27.05.2020 - 14:22
Erlent · Indland · Pakistan · Dýr · Fuglar
Lögreglu tilkynnt um skotna fugla á Geldinganesi
Dauðar súlur og hrafn sem virðast hafa verið skotin með riffli fundust nýverið í fjörunni við Geldinganes. Einnig fannst skotin súla við Ægissíðu. Það var Edda Björk Arnardóttir íbúi í Grafarvogi sem gekk fram á hræin.
Dauðir olíublautir fuglar fundust í Vestmannaeyjum
27 dauðir fuglar fundust í Stafnesi, á norðvestanverði Heimaey í gær og voru 14 þeirra olíublautir, líklega af svartolíu, að því er fram kemur í tilkynningu á Facebook-síðu Náttúrustofu Suðurlands í Vestmannaeyjum. Að sögn Erps Snæs Hansen, líffræðings hjá náttúrustofunni, er þetta mest megnis æðarfugl en líka ein langvía og ein álka. Hann segir að þeir olíublautu fuglar sem skili sér á land séu aðeins brotabrot þeirra fugla sem hljóta þau örlög við landið.
04.05.2020 - 15:36
Krían fyrr á ferðinni en venjulega
Vorboðinn hrjúfi, krían, er komin til landsins. Koman þykir í fyrra fallinu þó að ekki muni mörgum dögum, að sögn Brynjúlfs Brynjólfssonar, starfsmanns Fuglaathugunarstöðvar Suðausturlands. Hann sá í gærmorgun til tveggja kría í Óslandi á Höfn.
19.04.2020 - 17:37
Myndskeið
Forsetinn les fyrir fálkann Kríu
Grútarblautum og hröktum ungum fálka var bjargað úr klóm svangra hrafna á túninu á Bessastöðum á öðrum degi jóla. Fálkinn, sem hefur fengið nafnið Kría, dvelur í góðu yfirlæti og hefur fengið hreindýrshjarta og -lifur að gæða sér á. Þá les forsetinn fyrir fuglinn.
28.12.2019 - 18:26
Innlent · Náttúra · fálki · Fuglar · Fuglalíf
Nýr landnemi á Íslandi
Það þykir ekki ólíklegt að grátrönur setjist að á Íslandi. Þær hafa komið upp ungum hér. Í haust sáust fjórir fullorðnir fuglar á Austurlandi en þeir voru ekki með unga.
23.09.2019 - 17:00
 · Innlent · austurland · Fuglar · Náttúra
Sást til ormskríkju í fyrsta sinn síðan 1956
Sjaldgæfi flækingsfuglinn ormskríkja sást við Reykjanesvita á Suðvesturlandi í gær. Síðast sást fugl af þessari tegund á Íslandi í október 1956, eða fyrir rúmum sextíu árum.
09.09.2019 - 15:08
Viðtal
Ekki hægt að nota orðið „grimmur“ um fugla
„Mávarnir hegða sér oft svona. Þeir fljúga yfir og gagga og steypa sér að fólki ef það kemur í varpið,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson, fuglaáhugamaður og fyrrverandi formaður Fuglaverndar, um hestafólk sem varð fyrir árás máva á Suðurnesjum. Jóhann Óli segir að fuglarnir hafi verið verja afkvæmi sín.
31.07.2019 - 10:15
Myndskeið
Fugl í fjórum holum af fimm í Akurey
Hann notar nefið og klærnar sem eru býsna góðar fyrir gröft og eiginlega eins og skóflur. Þannig tekst lundanum að grafa sér djúpa holu til að verpa í. Árleg lundatalning hófst í Akurey á Kollafirði í dag. Álegan er góð þetta árið og enn betri en í fyrra. Fjórur holur af fimm í Akurey reyndust hafa að geyma lunda og egg.
02.06.2019 - 19:24
Þúsundir lunda drápust vegna aukins sjávarhita
Þúsundir lunda og annarra sjávarfugla drápust í Beringshafi veturinn 2016-2017 af völdum loftslagsbreytinga og hækkandi sjávarhita samkvæmt bandarískum vísindamönnum.
02.06.2019 - 14:34
Upptaka
Svartþröstur syngur með partítónlist
Ein óyggjandi vísbending þess að sumarið sé komið er áberandi söngur svartþrastar í mörgum húsagörðum landsins. Þessi alla jafna feimni og lítt áberandi fugl umhverfist á vorin. Þá hreykir karlfuglinn sér á trjátoppum, ljósastaurum og húsþökum og reynir að heilla kvenfugla með söng sínum. En það er ekki bara hitt kynið sem hvetur svartþröst til þess að syngja. Í garði í Reykjavík náðist á upptöku þegar svartþröstur hóf að syngja með partítónlist úr næsta húsi.
07.05.2019 - 16:02
Drottning lofthernaðar komin til landsins
Krían sem landsmenn ýmist dýrka og dá eða er hreinlega í nöp við, er komin til landsins. Hún er þekkt fyrir öflugan lofthernað í varplandi sínu og ver unga sína af hörku. Ólafur Nielsen fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun segir að krían hafi sést norður í Mývatnssveit 1. maí en hún hafi örugglega verið komin í lok apríl. Krían ferðast allra dýra lengst. Hver kría flýgur á ævinni vegalengd sem samsvarar þremur ferðum til tunglsins og til baka. 
06.05.2019 - 17:19
Lögregla elti máv sem tók peningaveski
Lögreglumenn í almennu eftirliti á Suðurnesjum í gærkvöld tóku eftir mávi sem flaug fyrir ofan lögreglubílinn. Þeir héldu að hann væri með dýr í gogginum en þegar betur var að gáð kom í ljós að hann var með veski.
06.05.2019 - 10:05
Akurey friðlýst til að vernda fuglalíf
Akurey verður fyrsta friðlandið innan marka Reykjavíkurborgar. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, mun undirrita friðlýsingu eyjunnar í dag. Með friðlýsingu friðlands er verið að vernda tilteknar vistgerðir og búsvæði líffvera og Þórdís Vilhelmína Bragadóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að í þessu tilfelli sé verið að vernda mikilvægt varpsvæði lunda og búsvæði teistu og æðarfugls.
03.05.2019 - 06:01
Viðtal
Mikill fugladauði vegna árekstra við glerhýsi
Bandarískir vísindamenn áætla að á milli hundruð og þúsund milljónir fugla drepist árlega við það að fljúga á byggingar þar í landi. Vandinn er stærstur þar sem farfuglar fara um, meðal annars í Chicago og New York. Snorri Sigurðsson, líffræðingur hjá Reykjavíkurborg, segir þetta ekki koma á óvart þar sem stórum glerhýsum hafi fjölgað víða um heim. Borgin Toronto í Kanada er á farleið fugla og þar hafa verið settar reglur um glerhýsi.
09.04.2019 - 12:10
Viðtal
Lundinn fyrr á ferðinni
Lundinn kom til Grímseyjar fyrir nokkrum dögum síðan og kemur mun fyrr til landsins nú en á árum áður, að sögn Svafars Gylfasonar, sjómanns, sem haldið hefur skrá um komu lundans í 19 ár. Þar áður hélt faðir hans nákvæma skrá um komu lundans. Hann telur að fuglinum hafi fjölgað við Grímsey á undanförnum árum.
08.04.2019 - 15:14
Myndskeið
Pínulítill en flýgur 10.000 km til Perú
Vísindamenn hafa nú leyst ráðgátuna um það hvert óðinshanar fljúga þegar þeir yfirgefa varpstöðvar sínar á Íslandi á haustin. Þessi smái vaðfugl, sem aðeins vegur 40 grömm, flýgur tíu þúsund kílómetra leið til þess að geta gætt sér á ansjósum úti fyrir ströndum Perú yfir veturinn.
05.04.2019 - 19:39