Færslur: Fuglalíf

Fundu skjannahvíta rjúpu um borð í togara
Skipverjar á frystitogaranum Blæng NK tóku eftir skjannahvítri rjúpu í skipinu norður af Langanesi á dögunum. Skipið var þá á leið frá Vestfjarðamiðum og austur fyrir land.
29.09.2021 - 12:19
Spegillinn
Einungis um 30 andarungar á Tjörninni í Reykjavík
Milli þrjátíu og fjörutíu andarungar komust á legg við Tjörnina í Reykjavík í sumar. Þetta sýna niðurstöður úr árlegri talningu. Fuglalífi við Tjörnina hefur hnignað á undanförnum árum, segir Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun
Spegillinn
Ungar í einungis 18 fálkahreiðrum á Norðausturlandi
Einungis 18 fálkapör komu upp ungum í ár á Norðausturlandi, þar sem Ólafur K, Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, hefur verið á hverju sumri síðastliðin fjörutíu ár við rannsóknir. Fimmtíu óðul voru í ábúð á svæðinu í sumar.
Fuglsungar falla úr brennandi heitum hreiðrum sínum
Fuglsungar hafa lent í vandræðum vegna mikilla hlýinda í Finnlandi undanfarið en hitabylgja hefur gengið yfir landið að undanförnu. Þar má sérstaklega nefna fugla af svölungaætt en fimm múrsvölungaungar hljóta nú umönnun í dýragarði í Helsinki, höfuðborg Finnlands.
13.07.2021 - 16:43
Árlegir vatnavextir í Ólafsfirði
Hlýindi síðustu viku á Norðurlandi hafa haft áhrif á flestar byggðir landshlutans. Í Ólafsfirði er Ólafsfjarðarvatn komið yfir öll mörk og íbúar hafa áhyggjur af varplandi fugla.
05.07.2021 - 12:59
Lundey í Kollafirði friðlýst
Friðlýsing Lundeyjar í Kollafirði var undirrituð í Viðey í dag af Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfis-og auðlindaráðherra. Lundey liggur í Kollafirði á milli Geldinganess og Brimness á Kjalarnesi. Hún er önnur eyjan í Kollafirði til þess að verða friðlýst á eftir Akurey sem var friðlýst í maí 2019.
08.06.2021 - 19:20
Sjónvarpsfrétt
Spyr hvort Álftnesingar þurfi golfvöll
Umhverfisverndarsamtök segja að með framkvæmdum við nýjan golfvöll á Álftanesi sé varpfuglum sýnt mikið tillitsleysi. Bæjarstjóri Garðabæjar segir að fuglar og menn geti þar lifað í sátt og samlyndi. 
04.06.2021 - 18:48
Vilja að Akureyringar haldi köttum sínum inni
Bæjaryfirvöld á Akureyri mælast til þess að kattaeigendur haldi köttum sínum inni um nætur á varptíma fugla. Þá er fólk hvatt til að skrá ketti sína. Aðeins lítið brot af köttum á Akureyri er formlega skráð.
04.06.2021 - 16:55
Albatrosinn Viska er heimsins elsta fuglamóðir
Albatrosakerlingin Wisdom, eða Viska, elsti, þekkti villifugl sem vitað er um, ungaði út afkvæmi á dögunum, sjötug að aldri hið minnsta. Engin þekkt dæmi eru um að svo gamall fugl hafi komið unga á legg úti í náttúrunni. Viska, sem er Laysan-albatrosi, verpti eggi sínu í stærstu albatrosabyggð í heimi, náttúruverndarsvæðinu á Midway-hringrifinu í Norður-Kyrrahafi, í nóvemberlok. Unginn skreið svo úr egginu fyrsta febrúar.
06.03.2021 - 05:44
Óttast að færsla hringvegar skaði fuglalíf
Félagið Fuglavernd óttast að verði af fyrirhugaðri færslu hringvegar um Mýrdal niður að Dyrhólaós, hafi það slæm áhrif á búsvæði fugla. Hagsmunasamtök og íbúar í Mýrdal hafa mótmælt framkvæmdinni sem er inni í samgönguáætlun. Í henni felst meðal annars að gera þarf göng í gegnum Reynisfjall. Fuglavernd segir að nýi vegurinn fari á köflum inn á friðland og óttast að það geti haft varanleg og skaðleg áhrif á Dyrhólaós og fuglalíf.
22.01.2021 - 14:09
Stórfelld kosningasvik valda fjaðrafoki á Nýja-Sjálandi
Ekki hefur tekist að finna nein sönnunargögn sem renna stoðum undir endurteknar fullyrðingar Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og hans fólks um víðtækt kosningasvindl í nýafstöðnum forsetakosningum vestra. Á Nýja-Sjálandi komst hins vegar upp um stórfellt kosningasvindl í vikunni.
12.11.2020 - 05:49
2020 gott ár fyrir íslenska örninn
Árið 2020 virðist ætla að verða eitt það hagfelldasta fyrir íslenska haförninn sem staðfestar sögur fara af. Frá því að byrjað var að fylgjast skipulega með afkomu arnarstofnsins árið 1959 hafa aðeins einusinni komist fleiri ungar á legg en nú. Það var í fyrra, þegar 56 ungar komust á legg. Í ár komst 51 á legg í 60 arnarbælum. Morgunblaðið greinir frá og hefur eftir Kristni Hauki Skarphéðinssyni, dýravistfræðingi hjá Náttúrufræðistofnun.
06.10.2020 - 04:48
Raddir haustins þagna: Dularfullur fugladauði vestra
Söngfuglar hafa fundist dauðir í stórum stíl í Nýju Mexíkó undanfarna daga.
17.09.2020 - 03:27
Fararsnið komið á lundann
Fararsnið er nú komið á lundann sem virðist ætla að fljúga af landi brott frá Eyjum á hefðbundnum tíma þetta árið, eftir að hafa verið seinna á ferðinni undanfarin ár.
18.08.2020 - 14:10
Vill framlengja lokun Gróttu
Umhverfisstofnun leggur til að lokun Gróttu verði framlengd  og landvarsla  á svæðinu verði bætt á meðan lokunin stendur yfir til að tryggja að hún verði virt. 
17.07.2020 - 17:29
Einungis 15 fálkapör komu upp ungum í ár
Afkoma og frjósemi fálka er mjög lítil í ár. Hún hefur einungis einu sinni áður verið minni frá því að farið var að fylgjast með fálkanum fyrir fjörutíu árum. Fimmtán af 55 pörum komu upp ungum á Norðausturlandi, segir Ólafur K Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. 
01.07.2020 - 13:00
Ætla að kanna áhrif túristabáta á lundavarp
Árlegt lundarall hófst í gær með ferð í Akurey og Lundey á Faxaflóa. Erpur Snær Hansen, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands og doktor í líffræði, segir að ábúð í Akurey sé nú 83 prósent, litlu minna en í fyrra þegar hún var 88 prósent. Erpur segir að ef ábúð sé undir 60 prósent þá sé eitthvað slæmt í gangi. Útlitið sé því gott í eyjunum.
08.06.2020 - 15:51
Kanna hvort olíumengun berist frá skipsflaki
Yfir eitt hundrað olíublautir fuglar hafa fundist undanfarnar vikur í fjörum í Vestmannaeyjum og við suðurströndina, aðallega milli Víkurfjöru vestur fyrir Dyrhólaey. Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun kemur fram að enn sé óljóst hver uppruni olíumengunarinnar sé. Kannað verður hvort olíumengunin komi frá skipsflaki við suðurströndina.
06.05.2020 - 13:19
Dauðir olíublautir fuglar fundust í Vestmannaeyjum
27 dauðir fuglar fundust í Stafnesi, á norðvestanverði Heimaey í gær og voru 14 þeirra olíublautir, líklega af svartolíu, að því er fram kemur í tilkynningu á Facebook-síðu Náttúrustofu Suðurlands í Vestmannaeyjum. Að sögn Erps Snæs Hansen, líffræðings hjá náttúrustofunni, er þetta mest megnis æðarfugl en líka ein langvía og ein álka. Hann segir að þeir olíublautu fuglar sem skili sér á land séu aðeins brotabrot þeirra fugla sem hljóta þau örlög við landið.
04.05.2020 - 15:36
Mynd með færslu
Í BEINNI
Svartþrastahreiður í beinni útsendingu
Landinn verður með beina útsendingu frá svartþrastahreiðri næstu vikurnar. Í hreiðrinu eru þrjú egg og ungar klekjast út á næstu dögum. Útsendingin er unnin í samvinnu við Magnús Magnússon kvikmyndagerðarmann og fuglaáhugamann.
03.05.2020 - 20:00
Staðfest að fuglarnir voru ataðir í svartolíu
Niðurstöður bárust í dag úr greiningu á fjöðrum olíublautra fugla sem fundust á Suðurlandi í febrúar. „Sýnin staðfesta að þetta er svartolía,“ segir Sigurrós Friðriksdóttir teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun. „Við erum því miður engu nær um hver er uppruni olíunnar.“
08.04.2020 - 22:50
Tíðarfarið erfitt fyrir margar tegundir farfugla
Hætt er við að óveðrið um helgina hafi reynst erfitt fyrir marga af þeim farfuglum sem komnir eru til landsins. Viðkvæmir spörfuglar geta drepist úr kulda og varp dregist á langinn.
06.04.2020 - 15:20
Segir engu líkt að fá fjölda snjótittlinga í garðinn
„Það er náttúrlega engu líkt að fá stóran hóp snjótittlinga til sín í fóðrun. Þeir eru bara svo fallegir og hvað þá þegar snjórinn er yfir öllu,“ segir Hólmfríður Arnardóttir, framkvæmdastjóri Fuglaverndar. Garðfuglatalning Fuglaverndar stendur nú sem hæst en þá er fólk hvatt til að fylgjast með ákveðnum stað í klukkustund og skrá hvaða fuglar hafa þar viðkomu.
26.01.2020 - 13:34
Telja fugla í görðum um helgina
Árleg garðfuglahelgi Fuglaverndar stendur nú sem hæst en hún er venjulega síðustu helgina í janúar. Þá er fólk hvatt til að taka sér klukkustund til að telja þá fugla og tegundir sem hafa viðkomu í garði þess í klukkustund daglega yfir helgina.
26.01.2020 - 09:59
Myndskeið
Forsetinn les fyrir fálkann Kríu
Grútarblautum og hröktum ungum fálka var bjargað úr klóm svangra hrafna á túninu á Bessastöðum á öðrum degi jóla. Fálkinn, sem hefur fengið nafnið Kría, dvelur í góðu yfirlæti og hefur fengið hreindýrshjarta og -lifur að gæða sér á. Þá les forsetinn fyrir fuglinn.
28.12.2019 - 18:26
Innlent · Náttúra · fálki · Fuglar · Fuglalíf