Færslur: Fuglalíf

Sjónvarpsfrétt
Margir dauðir fuglar finnast
Tilkynnt hefur verið um fjölda dauðra fugla til Matvælastofnunar allt frá Snæfellsnesi austur á Hornafjörð. Tvo dauða fugla mátti sjá á Garðskaga í dag. 
17.04.2022 - 19:00
Sjónvarpsfréttir
Suðurskautsfuglinn sem er að hverfa
Vísindamenn óttast að ísdrúði, fuglategund sem heldur til á Suðurskautslandinu, sé útdauð. Norskir vísindamenn uppgötvuðu þetta í rannsóknarleiðangri um svæðið.
31.03.2022 - 20:00
Martraðakennd aðkoma eftir olíuleka á Suðureyri
Súgfirðingar hafa staðið í ströngu við að bjarga æðarfugli eftir að um níu þúsund lítrar af olíu fóru þar í sjóinn úr olíutanki Orkubús Vestfjarða. Orkubússtjóri segir augljóslega hafa verið pottur brotinn hjá fyrirtækinu.
09.03.2022 - 19:57
Spegillinn
Án landfyllingar yrði hverfið ekki eins sjálfbært
Pawel Bartoszek formaður Skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir að verði horfið frá landfyllingu í Grófavík, eða Shell-vík, í Skerjafirði, þá yrði nýtt hverfi þar minna, fámennara og ekki eins sjálfbært.
Almenningur hvattur til að telja garðfugla
Um helgina er svokölluð garðfuglahelgi þar sem biðlað er til almennings að telja og skrásetja þá fugla sem sjást í görðum hjá fólki. Markmiðið er að safna upplýsingum um stærð fuglastofna en einnig að vekja áhuga almennings á umhverfi og náttúru.
27.01.2022 - 14:30
Engin merki um fuglaflensu í dauðum svartfuglum
Engin merki um fuglaflensu voru í sýnum sem tekin voru úr dauðum svartfuglum sem rekið hafði á land á Austfjörðum fyrr í mánuðinum. Þetta staðfestir Brigitte Brugger sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun.
19.01.2022 - 17:52
Dýralæknafélagið á móti banni á lausagöngu katta
Dýralæknafélag Íslands hefur ályktað um fyrirhugað bann Akureyrarbæjar á lausagöngu katta. Formaður félagsins segir að það geti haft mjög alvarleg áhrif á heilsu katta að vera lokaðir inni.
08.11.2021 - 08:19
Gaukar rúsínum að fuglunum og undrast gáfur þeirra
Fuglaáhugamaður í Breiðholti hefur myndað einstök tengsl við hrafna, stara og skógarþresti í hverfinu og sér ekki eftir krónu sem hann ver í fóður handa þeim. Í Réttarholti telur starfsmaður Fuglaverndarfélagsins auðnutittlinga út um eldhúsgluggann og verður stundum vitni að örlagaríkum atburðum. Vetrarlöng garðfuglatalning Fuglaverndar hófst í dag.
24.10.2021 - 19:08
Fundu skjannahvíta rjúpu um borð í togara
Skipverjar á frystitogaranum Blæng NK tóku eftir skjannahvítri rjúpu í skipinu norður af Langanesi á dögunum. Skipið var þá á leið frá Vestfjarðamiðum og austur fyrir land.
29.09.2021 - 12:19
Spegillinn
Einungis um 30 andarungar á Tjörninni í Reykjavík
Milli þrjátíu og fjörutíu andarungar komust á legg við Tjörnina í Reykjavík í sumar. Þetta sýna niðurstöður úr árlegri talningu. Fuglalífi við Tjörnina hefur hnignað á undanförnum árum, segir Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun
Spegillinn
Ungar í einungis 18 fálkahreiðrum á Norðausturlandi
Einungis 18 fálkapör komu upp ungum í ár á Norðausturlandi, þar sem Ólafur K, Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, hefur verið á hverju sumri síðastliðin fjörutíu ár við rannsóknir. Fimmtíu óðul voru í ábúð á svæðinu í sumar.
Fuglsungar falla úr brennandi heitum hreiðrum sínum
Fuglsungar hafa lent í vandræðum vegna mikilla hlýinda í Finnlandi undanfarið en hitabylgja hefur gengið yfir landið að undanförnu. Þar má sérstaklega nefna fugla af svölungaætt en fimm múrsvölungaungar hljóta nú umönnun í dýragarði í Helsinki, höfuðborg Finnlands.
13.07.2021 - 16:43
Árlegir vatnavextir í Ólafsfirði
Hlýindi síðustu viku á Norðurlandi hafa haft áhrif á flestar byggðir landshlutans. Í Ólafsfirði er Ólafsfjarðarvatn komið yfir öll mörk og íbúar hafa áhyggjur af varplandi fugla.
05.07.2021 - 12:59
Lundey í Kollafirði friðlýst
Friðlýsing Lundeyjar í Kollafirði var undirrituð í Viðey í dag af Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfis-og auðlindaráðherra. Lundey liggur í Kollafirði á milli Geldinganess og Brimness á Kjalarnesi. Hún er önnur eyjan í Kollafirði til þess að verða friðlýst á eftir Akurey sem var friðlýst í maí 2019.
08.06.2021 - 19:20
Sjónvarpsfrétt
Spyr hvort Álftnesingar þurfi golfvöll
Umhverfisverndarsamtök segja að með framkvæmdum við nýjan golfvöll á Álftanesi sé varpfuglum sýnt mikið tillitsleysi. Bæjarstjóri Garðabæjar segir að fuglar og menn geti þar lifað í sátt og samlyndi. 
04.06.2021 - 18:48
Vilja að Akureyringar haldi köttum sínum inni
Bæjaryfirvöld á Akureyri mælast til þess að kattaeigendur haldi köttum sínum inni um nætur á varptíma fugla. Þá er fólk hvatt til að skrá ketti sína. Aðeins lítið brot af köttum á Akureyri er formlega skráð.
04.06.2021 - 16:55
Albatrosinn Viska er heimsins elsta fuglamóðir
Albatrosakerlingin Wisdom, eða Viska, elsti, þekkti villifugl sem vitað er um, ungaði út afkvæmi á dögunum, sjötug að aldri hið minnsta. Engin þekkt dæmi eru um að svo gamall fugl hafi komið unga á legg úti í náttúrunni. Viska, sem er Laysan-albatrosi, verpti eggi sínu í stærstu albatrosabyggð í heimi, náttúruverndarsvæðinu á Midway-hringrifinu í Norður-Kyrrahafi, í nóvemberlok. Unginn skreið svo úr egginu fyrsta febrúar.
06.03.2021 - 05:44
Óttast að færsla hringvegar skaði fuglalíf
Félagið Fuglavernd óttast að verði af fyrirhugaðri færslu hringvegar um Mýrdal niður að Dyrhólaós, hafi það slæm áhrif á búsvæði fugla. Hagsmunasamtök og íbúar í Mýrdal hafa mótmælt framkvæmdinni sem er inni í samgönguáætlun. Í henni felst meðal annars að gera þarf göng í gegnum Reynisfjall. Fuglavernd segir að nýi vegurinn fari á köflum inn á friðland og óttast að það geti haft varanleg og skaðleg áhrif á Dyrhólaós og fuglalíf.
22.01.2021 - 14:09
Stórfelld kosningasvik valda fjaðrafoki á Nýja-Sjálandi
Ekki hefur tekist að finna nein sönnunargögn sem renna stoðum undir endurteknar fullyrðingar Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og hans fólks um víðtækt kosningasvindl í nýafstöðnum forsetakosningum vestra. Á Nýja-Sjálandi komst hins vegar upp um stórfellt kosningasvindl í vikunni.
12.11.2020 - 05:49
2020 gott ár fyrir íslenska örninn
Árið 2020 virðist ætla að verða eitt það hagfelldasta fyrir íslenska haförninn sem staðfestar sögur fara af. Frá því að byrjað var að fylgjast skipulega með afkomu arnarstofnsins árið 1959 hafa aðeins einusinni komist fleiri ungar á legg en nú. Það var í fyrra, þegar 56 ungar komust á legg. Í ár komst 51 á legg í 60 arnarbælum. Morgunblaðið greinir frá og hefur eftir Kristni Hauki Skarphéðinssyni, dýravistfræðingi hjá Náttúrufræðistofnun.
06.10.2020 - 04:48
Raddir haustins þagna: Dularfullur fugladauði vestra
Söngfuglar hafa fundist dauðir í stórum stíl í Nýju Mexíkó undanfarna daga.
17.09.2020 - 03:27
Fararsnið komið á lundann
Fararsnið er nú komið á lundann sem virðist ætla að fljúga af landi brott frá Eyjum á hefðbundnum tíma þetta árið, eftir að hafa verið seinna á ferðinni undanfarin ár.
18.08.2020 - 14:10
Vill framlengja lokun Gróttu
Umhverfisstofnun leggur til að lokun Gróttu verði framlengd  og landvarsla  á svæðinu verði bætt á meðan lokunin stendur yfir til að tryggja að hún verði virt. 
17.07.2020 - 17:29
Einungis 15 fálkapör komu upp ungum í ár
Afkoma og frjósemi fálka er mjög lítil í ár. Hún hefur einungis einu sinni áður verið minni frá því að farið var að fylgjast með fálkanum fyrir fjörutíu árum. Fimmtán af 55 pörum komu upp ungum á Norðausturlandi, segir Ólafur K Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. 
01.07.2020 - 13:00
Ætla að kanna áhrif túristabáta á lundavarp
Árlegt lundarall hófst í gær með ferð í Akurey og Lundey á Faxaflóa. Erpur Snær Hansen, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands og doktor í líffræði, segir að ábúð í Akurey sé nú 83 prósent, litlu minna en í fyrra þegar hún var 88 prósent. Erpur segir að ef ábúð sé undir 60 prósent þá sé eitthvað slæmt í gangi. Útlitið sé því gott í eyjunum.
08.06.2020 - 15:51