Færslur: Fuglalíf

Raddir haustins þagna: Dularfullur fugladauði vestra
Söngfuglar hafa fundist dauðir í stórum stíl í Nýju Mexíkó undanfarna daga.
17.09.2020 - 03:27
Fararsnið komið á lundann
Fararsnið er nú komið á lundann sem virðist ætla að fljúga af landi brott frá Eyjum á hefðbundnum tíma þetta árið, eftir að hafa verið seinna á ferðinni undanfarin ár.
18.08.2020 - 14:10
Vill framlengja lokun Gróttu
Umhverfisstofnun leggur til að lokun Gróttu verði framlengd  og landvarsla  á svæðinu verði bætt á meðan lokunin stendur yfir til að tryggja að hún verði virt. 
17.07.2020 - 17:29
Einungis 15 fálkapör komu upp ungum í ár
Afkoma og frjósemi fálka er mjög lítil í ár. Hún hefur einungis einu sinni áður verið minni frá því að farið var að fylgjast með fálkanum fyrir fjörutíu árum. Fimmtán af 55 pörum komu upp ungum á Norðausturlandi, segir Ólafur K Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. 
01.07.2020 - 13:00
Ætla að kanna áhrif túristabáta á lundavarp
Árlegt lundarall hófst í gær með ferð í Akurey og Lundey á Faxaflóa. Erpur Snær Hansen, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands og doktor í líffræði, segir að ábúð í Akurey sé nú 83 prósent, litlu minna en í fyrra þegar hún var 88 prósent. Erpur segir að ef ábúð sé undir 60 prósent þá sé eitthvað slæmt í gangi. Útlitið sé því gott í eyjunum.
08.06.2020 - 15:51
Kanna hvort olíumengun berist frá skipsflaki
Yfir eitt hundrað olíublautir fuglar hafa fundist undanfarnar vikur í fjörum í Vestmannaeyjum og við suðurströndina, aðallega milli Víkurfjöru vestur fyrir Dyrhólaey. Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun kemur fram að enn sé óljóst hver uppruni olíumengunarinnar sé. Kannað verður hvort olíumengunin komi frá skipsflaki við suðurströndina.
06.05.2020 - 13:19
Dauðir olíublautir fuglar fundust í Vestmannaeyjum
27 dauðir fuglar fundust í Stafnesi, á norðvestanverði Heimaey í gær og voru 14 þeirra olíublautir, líklega af svartolíu, að því er fram kemur í tilkynningu á Facebook-síðu Náttúrustofu Suðurlands í Vestmannaeyjum. Að sögn Erps Snæs Hansen, líffræðings hjá náttúrustofunni, er þetta mest megnis æðarfugl en líka ein langvía og ein álka. Hann segir að þeir olíublautu fuglar sem skili sér á land séu aðeins brotabrot þeirra fugla sem hljóta þau örlög við landið.
04.05.2020 - 15:36
Mynd með færslu
Í BEINNI
Svartþrastahreiður í beinni útsendingu
Landinn verður með beina útsendingu frá svartþrastahreiðri næstu vikurnar. Í hreiðrinu eru þrjú egg og ungar klekjast út á næstu dögum. Útsendingin er unnin í samvinnu við Magnús Magnússon kvikmyndagerðarmann og fuglaáhugamann.
03.05.2020 - 20:00
Staðfest að fuglarnir voru ataðir í svartolíu
Niðurstöður bárust í dag úr greiningu á fjöðrum olíublautra fugla sem fundust á Suðurlandi í febrúar. „Sýnin staðfesta að þetta er svartolía,“ segir Sigurrós Friðriksdóttir teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun. „Við erum því miður engu nær um hver er uppruni olíunnar.“
08.04.2020 - 22:50
Tíðarfarið erfitt fyrir margar tegundir farfugla
Hætt er við að óveðrið um helgina hafi reynst erfitt fyrir marga af þeim farfuglum sem komnir eru til landsins. Viðkvæmir spörfuglar geta drepist úr kulda og varp dregist á langinn.
06.04.2020 - 15:20
Segir engu líkt að fá fjölda snjótittlinga í garðinn
„Það er náttúrlega engu líkt að fá stóran hóp snjótittlinga til sín í fóðrun. Þeir eru bara svo fallegir og hvað þá þegar snjórinn er yfir öllu,“ segir Hólmfríður Arnardóttir, framkvæmdastjóri Fuglaverndar. Garðfuglatalning Fuglaverndar stendur nú sem hæst en þá er fólk hvatt til að fylgjast með ákveðnum stað í klukkustund og skrá hvaða fuglar hafa þar viðkomu.
26.01.2020 - 13:34
Telja fugla í görðum um helgina
Árleg garðfuglahelgi Fuglaverndar stendur nú sem hæst en hún er venjulega síðustu helgina í janúar. Þá er fólk hvatt til að taka sér klukkustund til að telja þá fugla og tegundir sem hafa viðkomu í garði þess í klukkustund daglega yfir helgina.
26.01.2020 - 09:59
Myndskeið
Forsetinn les fyrir fálkann Kríu
Grútarblautum og hröktum ungum fálka var bjargað úr klóm svangra hrafna á túninu á Bessastöðum á öðrum degi jóla. Fálkinn, sem hefur fengið nafnið Kría, dvelur í góðu yfirlæti og hefur fengið hreindýrshjarta og -lifur að gæða sér á. Þá les forsetinn fyrir fuglinn.
28.12.2019 - 18:26
Innlent · Náttúra · fálki · Fuglar · Fuglalíf
„Þetta var bara svona jólaævintýri“
„Þetta var bara svona jólaævintýri,“ segir Jón Gíslason, bóndi á Búrfelli, um álft sem hann og Ugla Stefanía, dóttir hans, komu til bjargar á föstudag.
23.12.2019 - 14:18
Sást til ormskríkju í fyrsta sinn síðan 1956
Sjaldgæfi flækingsfuglinn ormskríkja sást við Reykjanesvita á Suðvesturlandi í gær. Síðast sást fugl af þessari tegund á Íslandi í október 1956, eða fyrir rúmum sextíu árum.
09.09.2019 - 15:08
Branduglur verpa í lúpínubreiðum
Nokkuð ber á því að branduglur verpi í lúpínubreiðum hér á landi. Gunnar Þór Hallgrímsson fuglafræðingur segir ljóst að lúpínan sé ástæða þess að uglur þrífast á sumum svæðum. Á nokkrum stöðum á Suðurlandi hafi þær ekki orpið fyrr en lúpínur komu til. Þar má nefna sem dæmi Skógasand þar sem uglan hafi farið að koma sér fyrir eftir að byrjað var að nota lúpínu til að hefta sandfok fyrir.
30.07.2019 - 06:57
Auðnalóa í annað sinn hér á landi
Auðnalóa sást í Hvalsnesi á Reykjanesskaga í gær. Þetta er í annað sinn sem þessi fágæti Asíu-fugl sést hér á landi. Síðast sást tegundin hér í Skagafjarðardýpi árið 2002. Gunnar Þór Hallgrímsson, fuglafræðingur, segir auðnalóuna náskylda sandlóunni sem þekkist hér.
23.07.2019 - 13:23
Fann gæsaregg í hreiðri æðarkollunnar
Æðarbóndi við Eyjafjörð rak upp stór augu þegar hann sá þrjú gæsaregg innan um eggin í einu hreiðrinu í varpinu. Þar hafði gæs gert sig heimakomna og verpt í hreiður kollunnar. Hins vegar er ekki ljóst hvort var á undan, gæsin eða æðarfuglinn.
04.06.2019 - 18:04
Myndskeið
Fugl í fjórum holum af fimm í Akurey
Hann notar nefið og klærnar sem eru býsna góðar fyrir gröft og eiginlega eins og skóflur. Þannig tekst lundanum að grafa sér djúpa holu til að verpa í. Árleg lundatalning hófst í Akurey á Kollafirði í dag. Álegan er góð þetta árið og enn betri en í fyrra. Fjórur holur af fimm í Akurey reyndust hafa að geyma lunda og egg.
02.06.2019 - 19:24
Þúsundir lunda drápust vegna aukins sjávarhita
Þúsundir lunda og annarra sjávarfugla drápust í Beringshafi veturinn 2016-2017 af völdum loftslagsbreytinga og hækkandi sjávarhita samkvæmt bandarískum vísindamönnum.
02.06.2019 - 14:34
Ekki verið meira af lunda í Eyjum í mörg ár
Um helgina hefst árleg vöktun lundastofnsins þegar náttúruvísindamenn hefja rannsóknarferð um landið. Eftir mjög döpur ár í stærstu lundabyggð landsins í Vestmannaeyjum virðist stofninn þar á uppleið. Lundinn étur sandsíli og er því sterkastur þar sem mikið er af síli.
31.05.2019 - 12:28
Upptaka
Svartþröstur syngur með partítónlist
Ein óyggjandi vísbending þess að sumarið sé komið er áberandi söngur svartþrastar í mörgum húsagörðum landsins. Þessi alla jafna feimni og lítt áberandi fugl umhverfist á vorin. Þá hreykir karlfuglinn sér á trjátoppum, ljósastaurum og húsþökum og reynir að heilla kvenfugla með söng sínum. En það er ekki bara hitt kynið sem hvetur svartþröst til þess að syngja. Í garði í Reykjavík náðist á upptöku þegar svartþröstur hóf að syngja með partítónlist úr næsta húsi.
07.05.2019 - 16:02
Drottning lofthernaðar komin til landsins
Krían sem landsmenn ýmist dýrka og dá eða er hreinlega í nöp við, er komin til landsins. Hún er þekkt fyrir öflugan lofthernað í varplandi sínu og ver unga sína af hörku. Ólafur Nielsen fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun segir að krían hafi sést norður í Mývatnssveit 1. maí en hún hafi örugglega verið komin í lok apríl. Krían ferðast allra dýra lengst. Hver kría flýgur á ævinni vegalengd sem samsvarar þremur ferðum til tunglsins og til baka. 
06.05.2019 - 17:19
Beltaþyrill sást við Varmá í dag
Beltaþyrill er sjaldséður fugl hér á landi, segir Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur. Jóhann Óli segir að þetta sé í sjötta sinn sem fuglinn sést hér á landi. Fyrst sást fuglinn árið 1901 og síðan ekki aftur fyrr en 1998, en þá sáust tveir fuglar, annar þeirra á sundlaugarbakka við Gljúfrastein í Mosfellsdal. Upp úr aldamótum sáust tveir fuglar til viðbótar.
10.04.2019 - 15:44
Viðtal
Mikill fugladauði vegna árekstra við glerhýsi
Bandarískir vísindamenn áætla að á milli hundruð og þúsund milljónir fugla drepist árlega við það að fljúga á byggingar þar í landi. Vandinn er stærstur þar sem farfuglar fara um, meðal annars í Chicago og New York. Snorri Sigurðsson, líffræðingur hjá Reykjavíkurborg, segir þetta ekki koma á óvart þar sem stórum glerhýsum hafi fjölgað víða um heim. Borgin Toronto í Kanada er á farleið fugla og þar hafa verið settar reglur um glerhýsi.
09.04.2019 - 12:10