Færslur: Frystiklefinn

„Auðvitað eiga allir staðir að vera á kortinu“
Nokkur kurr er meðal bæjarbúa í Snæfellsbæ vegna þess að Rif, þéttbýli á norðanverðu Snæfellsnesi, fékk ekki að vera með á ferðaþjónustukorti Markaðsstofu Vesturlands sem gefið er út fyrir sumarið. Margrét Björk Björnsdóttir, forstöðumaður markaðsstofunnar, segir málið á misskilningi byggt.
18.06.2019 - 15:04
Lærdómsríkasta ferli sem ég hef upplifað
Kári Viðarson og Gréta Kristín Ómarsdóttir hafa unnið nýtt leikverk í samstarfi við Kvennaathvarfið, þar sem sem fjallað um ofbeldi innan náinna sambanda, sem á að varpa ljósi á ýmsar hliðar samfélagsins og samskipti fólks. Þau hafa eytt undanförnu ári í rannsóknarvinnu og Kári segir að þetta hafi verið lærdómsríkasta ferli sem hann hefur tekið þátt í.
03.06.2019 - 16:22
Sumar í Frystiklefanum
Sjávarþorpið Rif er ef til vill ekki fyrsti staðurinn sem margir hugsa sér að heimsækja en þar iðar allt af listum og menningu yfir sumarið, að hluta til vegna Frystiklefans, leikhúss og gistiheimilis staðarins.
07.06.2018 - 15:20
Grínleikarar í hæsta gæðaflokki
Gagnrýnandi Víðsjár sá ekki eftir bíltúr á Snæfellsnesið, í roki og rigningu. Í Frystiklefanum á Rifi beið hennar söngleikur, sem byggður er á skáldsögu Jules Verne, um ferðalagið að miðju jarðar, í gegnum Snæfellsjökul. „Hér hefur tekist einstaklega vel að skapa sýningu se heldur tempói allan tímann, er bráðfyndin og kjánaleg, án þess að maður verði leiður á því.“
Síðasta sýning Kára í Frystiklefanum
„Ég myndi segja að þessi sýning væri óður til ímyndunaraflsins og leikhússins sjálfs,“ segir Kári Viðarsson leikari um Journey to the Center of the Earth, sem sýnt er í Frystiklefanum á Rifi um þessar mundir. Kári er eigandi og listrænn stjórnandi Frystiklefans, sem hefur verið sannkölluð driffjöður menningarlífs á Snæfellsnesi undanfarin ár, en þetta er síðasta sýningin sem hann setur upp í bili.
12.01.2017 - 13:33