Færslur: Frumvörp
Sigurður Ingi vill fella aldargömul lög úr gildi
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur lagt fram frumvarp um að fella úr gildi 25 lög, þau elstu eru frá árinu 1917 og varða sveitarfélögin, póst, síma og fjarskipti.
03.02.2021 - 20:30
Segja ekki hægt að taka upp ný kosningalög fyrir haust
Of skammur tími er til að innleiða nýtt fyrirkomulag kosninga fyrir Alþingiskosningarnar sem haldnar verða í lok september. Þetta kemur fram í umsögnum um frumvarp um breytingar á kosningalögum, en stefnt er að þvi að það verði að lögum í vor.
31.01.2021 - 17:54
Heilbrigðisstéttir gagnrýna frumvarp um sóttvarnalög
Sjúkraliðar og læknar gagnrýna skipan og hlutverk sóttvarnaráðs í umsögnum sínum við frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um breytingu á sóttvarnalögum. Í umsögnunum segir að bagalegt sé að sóttvarnaráð hafi ekki verið haft með í ráðum við frumvarp heilbrigðisráðherra um breytingar á sóttvarnalögum. Þá ættu sjúkraliðar að eiga fulltrúa í sóttvarnaráði.
13.12.2020 - 13:58
Segja óréttmætt að þvinga fólk í viðskipti
Með nýju frumvarpi Fjármála- og efnahagsráðherra er gert ráð fyrir því að stjórnvöld sendi gögn í stafrænt pósthólf einstaklinga og lögaðila. Hver og einn sem hafi kennitölu eigi sitt pósthólf. Hagsmunasamtök heimilanna gagnrýna að fólk þurfi að hafa rafræn skilríki til að komast í þetta pósthólf. Þau segja með öllu óréttmætt að þvinga neytendur í viðskipti við einkafyrirtæki í einokunaraðstöðu svo það geti móttekið sendingar frá stjórnvöldum.
06.12.2020 - 09:25
Mæla gegn því að Þjóðhagsstofnun færi þjóðhagsreikninga
Seðlabanki Íslands mælir eindregið gegn því að fyrirhugaðri Þjóðhagsstofnun verði falið að færa þjóðhagsreikninga, eins og lagt er til í frumvarpi um stofnun slíkrar stofnunar. Það sé nú á forsjá Hagstofu Íslands, sem er áþekkt fyrirkomulag og er í nálægum löndum og engin ástæða sé til að breyta því.
29.11.2020 - 14:05
Telur útgöngubannið kalla á meiri umræðu
Heilbrigðisráðherra fær vald til að setja á tímabundið útgöngubann vegna smithættu, ef nýtt sóttvarnafrumvarp verður að lögum. Ráðherra telur frumvarpið skerpa enn frekar á þeim reglum sem nú þegar eru í gildi. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur útgöngubann kalla á mun meiri umræðu í samfélaginu.
24.11.2020 - 20:31
Segja of miklar hömlur á dreifingu á ösku líkamsleifa
Of miklar opinberar hömlur eru á dreifingu á ösku líkamsleifa fólks og Ísland er eftirbátur nágrannalandanna hvað þetta varðar. Þetta segir Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem hefur lagt fram frumvarp ásamt átta þingmönnum úr ýmsum flokkum um breytingu á lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu.
17.11.2020 - 08:11