Færslur: Frumvörp

Ræða eingreiðslu til færeyskra heimila í kröggum
Lögþing Færeyja ræðir í næstu viku frumvarp þess efnis að hvert heimili í landinu fá allt að sjö þúsund danskra króna eingreiðslu vegna hækkandi matar- og orkuverðs. Lögmaður Færeyja boðaði slíka greiðslu í Ólafsvökuávarpi sínu í sumar.
Fulltrúadeildin samþykkir verðbólguminnkunarfrumvarpið
Meirihluti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur samþykkt frumvarp Joes Biden forseta þar sem meðal annars er kveðið á um milljarða dala fjárveitingar til verkefna í loftslags- og heilbrigðismálum. Frumvarpið hefur gengið undir heitinu verðbólguminnkunarfrumvarpið.
Nær algert bann við þungunarrofi í Indiana
Öldungadeild ríkisþingsins í Indiana í Bandaríkjunum samþykkti lagafrumvarp í gær sem bannar þungunarrof nær alfarið. Frumvarpið fer nú fyrir fulltrúadeildina en hart var tekist á um hvort veita ætti undanþágu frá banni vegna sifjaspells eða nauðgunar.
Fulltrúadeildin bannar hálfsjálfvirk vopn í einkaeigu
Meirihluti þingmanna í fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiddi í dag atkvæði með frumvarpi sem bannar einstaklingum að eiga hálfsjálfvirk vopn. Ólíklegt þykir að frumvarpið hljóti brautargengi í öldungadeild þingsins.
Afglæpavæðing þungunarrofs fyrirhuguð í Sierra Leone
Ríkisstjórn Afríkuríkisins Sierra Leone hefur lagt fram lagafrumvarp þar sem þungunarrof verður ekki lengur refsivert. Dánartíðni meðal þungaðra kvenna í Sierra Leone er einhver sú mesta í heiminum.
Innflytjendum verður gert skylt að læra færeysku
Þeir útlendingar sem hyggjast sækja um varanlegt dvalarleyfi í Færeyjum þurfa að ná ákveðinni færni í tungumálinu áður en það fæst. Skilyrðin taka þó ekki til fólks ættuðu frá Norðurlöndum.
Öldungadeildin greiðir atkvæði um þungunarrofslög
Þingmenn öldungadeildar Bandaríkjaþings greiða á miðvikudag atkvæði um frumvarp til laga sem tryggja á rétt til þungunarrofs um landið allt. Ekki þykir líklegt að frumvarpið hljóti brautargengi. Ný skoðanakönnun sýnir afar ólíka afstöðu fylgjenda stóru flokkanna tveggja til málsins.
Segir blóðmerahald hafa verið ólöglegt síðan 2020
Björn M. Sigurjónsson, lektor við Dania-háskólann í Randers á Jótlandi, segir blóðmerahald hafa verið stundað á Íslandi í bága við lög undanfarin tvö ár. Síðasta fjögurra ára blóðtökuleyfi Ísteka segir hann hafa runnið út árið 2020.
Þýska þingið felldi frumvarp um skyldubólusetningu
Þýska þingið felldi í dag tillögu ríkisstjórnar Olafs Scholz kanslara um skyldubólusetningar gegn COVID-19 fyrir alla sextuga og eldri. Kanslarinn sagði í nóvember að tryggasta leiðin út úr faraldrinum væri bólusetning fyrir alla fullorðna.
07.04.2022 - 23:55
Jolie styður framgang laga gegn heimilisofbeldi
Bandaríska leikkonan Angelina Jolie ræddi í gær við þingmenn beggja flokka á Bandaríkjaþingi um mikilvægi þess að tryggja framgang frumvarps til laga sem ætlað er að styðja fórnarlömb heimilisofbeldis. Það hillir undir að greidd verði atkvæði um frumvarpið og Bandaríkjaforseti staðfesti lögin.
Bálfarir verða sífellt algengari á Íslandi
Um það bil 44 prósent allra útfara á höfuðborgarsvæðinu eru bálfarir og hlutfall þeirra hefur hækkað hratt. Af um 2.300 útförum á landinu eru tæplega eittþúsund bálfarir. Frumvarp liggur fyrir Alþingi þar sem reglur um dreifingu ösku látinna eru rýmkaðar.
Atkvæðagreiðsla um endurbótafrumvörp Bidens í dag
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiðir atkvæði í dag, föstudag um samtals þriggja billjóna dala frumvörp Joes Biden Bandaríkjaforseta til endurbóta á flutningakerfi landsins og stækkunar velferðarkerfisins.
Þinglok ekki ákveðin enn - kapp lagt á að finna lausn
Þingflokksformönnum hefur ekki tekist að komast að samkomulagi um þinglok. Nú sitja formennirnir á fundi þar sem allt kapp er lagt á að finna lausn sem allir geti sætt sig við.
Sigríður setur fyrirvara við sóttvarnafrumvarpið
Búist er við að frumvarp heilbrigðisráðherra um breytingar á sóttvarnalögum og á lögum um útlendinga verði samþykkt í dag og að það taki strax gildi.  Eining er innan þingflokka VG og Framsóknar um málið, en skoðanir eru skiptar innan þingflokks Sjálfstæðisflokks.
Sigurður Ingi vill fella aldargömul lög úr gildi
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur lagt fram frumvarp um að fella úr gildi 25 lög, þau elstu eru frá árinu 1917 og varða sveitarfélögin, póst, síma og fjarskipti.
03.02.2021 - 20:30
Segja ekki hægt að taka upp ný kosningalög fyrir haust
Of skammur tími er til að innleiða nýtt fyrirkomulag kosninga fyrir Alþingiskosningarnar sem haldnar verða í lok september. Þetta kemur fram í umsögnum um frumvarp um breytingar á kosningalögum, en stefnt er að þvi að það verði að lögum í vor.
Heilbrigðisstéttir gagnrýna frumvarp um sóttvarnalög
Sjúkraliðar og læknar gagnrýna skipan og hlutverk sóttvarnaráðs í umsögnum sínum við frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um breytingu á sóttvarnalögum. Í umsögnunum segir að bagalegt sé að sóttvarnaráð hafi ekki verið haft með í ráðum við frumvarp heilbrigðisráðherra um breytingar á sóttvarnalögum. Þá ættu sjúkraliðar að eiga fulltrúa í sóttvarnaráði.
Segja óréttmætt að þvinga fólk í viðskipti
Með nýju frumvarpi Fjármála- og efnahagsráðherra er gert ráð fyrir því að stjórnvöld sendi gögn í stafrænt pósthólf einstaklinga og lögaðila. Hver og einn sem hafi kennitölu eigi sitt pósthólf. Hagsmunasamtök heimilanna gagnrýna að fólk þurfi að hafa rafræn skilríki til að komast í þetta pósthólf. Þau segja með öllu óréttmætt að þvinga neytendur í viðskipti við einkafyrirtæki í einokunaraðstöðu svo það geti móttekið sendingar frá stjórnvöldum.
Mæla gegn því að Þjóðhagsstofnun færi þjóðhagsreikninga
Seðlabanki Íslands mælir eindregið gegn því að fyrirhugaðri Þjóðhagsstofnun verði falið að færa þjóðhagsreikninga, eins og lagt er til í frumvarpi um stofnun slíkrar stofnunar. Það sé nú á forsjá Hagstofu Íslands, sem er áþekkt fyrirkomulag og er í nálægum löndum og engin ástæða sé til að breyta því.
29.11.2020 - 14:05
Myndskeið
Telur útgöngubannið kalla á meiri umræðu
Heilbrigðisráðherra fær vald til að setja á tímabundið útgöngubann vegna smithættu, ef nýtt sóttvarnafrumvarp verður að lögum. Ráðherra telur frumvarpið skerpa enn frekar á þeim reglum sem nú þegar eru í gildi. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur útgöngubann kalla á mun meiri umræðu í samfélaginu.
Morgunútvarpið
Segja of miklar hömlur á dreifingu á ösku líkamsleifa
Of miklar opinberar hömlur eru á dreifingu á ösku líkamsleifa fólks og Ísland er eftirbátur nágrannalandanna hvað þetta varðar. Þetta segir Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem hefur lagt fram frumvarp ásamt átta þingmönnum úr ýmsum flokkum um breytingu á lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu.
17.11.2020 - 08:11