Færslur: Frú Ragnheiður

Frú Ragnheiður komin til Suðurnesja
Sjálfboðaliðar Frú Ragnheiðar hófu í síðustu viku að veita þjónustu á Suðurnesjum. Verkefnið er á vegum Rauða krossins og felur í sér að sjálfboðaliðar keyra um á sjúkrabíl og starfa eftir hugmyndafræði um skaðaminnkun og bjóða skjólstæðingum upp á margvíslega heilbrigðisþjónustu, svo sem nálaskiptiþjónustu og ráðgjöf.
01.06.2020 - 20:42
Frú Ragnheiður verður á vaktinni yfir hátíðirnar
Sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins keyra um á bílnum Frú Ragnheiði um höfuðborgarsvæðið yfir hátíðirnar og þjónusta skjólstæðinga sína ásamt því að koma til þeirra jólagjöfum og jólamat. Bíllinn er sérinnréttaður til að veita heilbrigðisþjónustu í nærumhverfi skjólstæðinga.
Spegillinn
Stórt skref fyrir Ísland að fá neyslurými
Hjúkrunarfræðingur Frú Ragnheiðar segir að með opnun neyslurýmis fyrir sprautufíkla yrði stigið risastórt skref í skaðaminnkun. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um að sveitarfélögum verði heimilt að koma upp rýmum fyrir þá sem sprauta sig með fíkniefnum. Neyslurými eru ekki ný af nálinni. Áætlað er að þau séu um 90 talsins víða um heim. Í Danmörku eru rekin fimm neyslurými og tvö í Noregi.
Dæmi um að þrettán ára noti vímuefni í æð
Unglingar sem nota vímuefni í æð veigra sér við að sækja sér hreinar sprautur og aðhlynningu vegna þess að þeir óttast tilkynningaskyldu heilbrigðisstarfsfólks. Þetta segir verkefnastýra skaðaminnkunar verkefnis Rauða krossins, Frúar Ragnheiðar.