Færslur: Frú Ragnheiður

Skjólstæðingum Frú Ragnheiðar á Akureyri hefur fjölgað
Skjólstæðingum Frú Ragnheiðar á Akureyri hefur fjölgað talsvert á milli ára. Hópstjóri telur það ekki stafa af aukinni notkun á vímuefnum í æð, heldur séu fleiri farnir að leita í þjónustuna.
Segðu mér
„Ég óskaði einskis heitar en að fá að vakna ekki aftur“
„Það er rosalega sárt að vita af aðstandanda, barninu þínu eða barnabarni, að vera að deyja einn dag í einu,“ segir Svavar Georgsson. Saklaust djamm og bjórsull á diskóteki í grunnskóla hafi leitt hann yfir í heim fíknar. Svavar bjó árum saman á götunni, hafði brennt allar brýr að baki sér þegar hann missti nánast alla von. Nú hefur hann verið edrú í tæp þrjú ár.
17.07.2022 - 09:00
Sjónvarpsfrétt
Lífsbjargandi nefúði markar tímamót í skaðaminnkun
Nefúði sem getur komið í veg fyrir dauðsföll vegna lyfjamisnotkunar er nú aðgengilegur vímuefnanotendum þeim að kostnaðarlausu. Kristín Davíðsdóttir, teymisstjóri skaðaminnkunar hjá Rauða krossinum, segir þjónustuna marka tímamót. 
18.05.2022 - 18:55
Viðtal
Sumir æskuvinanna hafa lent í fangelsi
„Að vera heimilislaus er held ég það erfiðasta sem fólk getur lent í,“ segir Svala Jóhannesar Ragnheiðardóttir sem hefur unnið með heimilislausu fólki í þrettán ár og meðal annars stýrt Konukoti og Frú Ragnheiði. Hún er alin upp í Keflavík sem henni þykir afar vænt um, en félagslegur vandi var þar algengur þegar hún var ung og stéttaskipting mikil.
17.02.2021 - 15:08
Heimilt að nota bíl Frú Ragnheiðar sem neyslurými
Með bráðabirgðaákvæði í nýstaðfestri reglugerð heilbrigðisráðherra verður heimilt að nota annan bíla Frúar Ragnheiðar tímabundið sem neyslurými. Á síðasta ári var lögum breytt þannig að sveitarfélögum er heimilt að reka neyslurými með skaðaminnkun að leiðarljósi.
Mannlegi þátturinn
Heimilislausum hefur fjölgað gífurlega
Sjálfboðaliðar frú Ragnheiðar hafa tekið eftir að minnsta kosti 200 nýjum andlitum meðal skjólstæðinga sinna. Þetta segir Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir hjúkrunarfræðingur og verkefnisstjóri hjá frú Ragnheiði, skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins. Ekki er búið að gefa út tölur um fjölda þeirra sem leituðu til frú Ragnheiðar á árinu sem er að líða.
30.12.2020 - 11:00
Myndskeið
Ungfrú Ragnheiður komin á nýjan bíl
Ungfrú Ragnheiður, skaðaminnkandi úrræði fyrir þá sem nota vímuefni í æð á Akureyri, tók nýverið nýjan bíl í notkun og fjölgaði vöktum. Hópstjórar segja tilkomu bílsins breyta miklu, og að aðsókn hafi aukist síðan verkefnið hófst.
15.07.2020 - 22:05
Frú Ragnheiður komin til Suðurnesja
Sjálfboðaliðar Frú Ragnheiðar hófu í síðustu viku að veita þjónustu á Suðurnesjum. Verkefnið er á vegum Rauða krossins og felur í sér að sjálfboðaliðar keyra um á sjúkrabíl og starfa eftir hugmyndafræði um skaðaminnkun og bjóða skjólstæðingum upp á margvíslega heilbrigðisþjónustu, svo sem nálaskiptiþjónustu og ráðgjöf.
01.06.2020 - 20:42
Frú Ragnheiður verður á vaktinni yfir hátíðirnar
Sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins keyra um á bílnum Frú Ragnheiði um höfuðborgarsvæðið yfir hátíðirnar og þjónusta skjólstæðinga sína ásamt því að koma til þeirra jólagjöfum og jólamat. Bíllinn er sérinnréttaður til að veita heilbrigðisþjónustu í nærumhverfi skjólstæðinga.
Spegillinn
Stórt skref fyrir Ísland að fá neyslurými
Hjúkrunarfræðingur Frú Ragnheiðar segir að með opnun neyslurýmis fyrir sprautufíkla yrði stigið risastórt skref í skaðaminnkun. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um að sveitarfélögum verði heimilt að koma upp rýmum fyrir þá sem sprauta sig með fíkniefnum. Neyslurými eru ekki ný af nálinni. Áætlað er að þau séu um 90 talsins víða um heim. Í Danmörku eru rekin fimm neyslurými og tvö í Noregi.
Dæmi um að þrettán ára noti vímuefni í æð
Unglingar sem nota vímuefni í æð veigra sér við að sækja sér hreinar sprautur og aðhlynningu vegna þess að þeir óttast tilkynningaskyldu heilbrigðisstarfsfólks. Þetta segir verkefnastýra skaðaminnkunar verkefnis Rauða krossins, Frúar Ragnheiðar.

Mest lesið