Færslur: Frost

Nær 44 gráðu frost í Norðurbotni í Svíþjóð
Grimmar vetrarhörkur geisa nú í Norðurbotni í Svíþjóð þar sem frost fór víða niður fyrir 40 gráður í gær. Kaldast var í bænum Naimakka, þar sem gaddurinn mældist -43,8 gráður. Þótt Norðurbotn sé þekktur fyrir nístingskalda vetur þykir þetta óvenju mikill kuldi á þeim slóðum í desember.
07.12.2021 - 00:52
Allt að 15 stiga frost í innsveitum
Veðurstofan spáir hægri suðlægri breytilegri átt og bjartviðri yfirleitt til miðnættis í dag. Gert er ráð fyrir austan- og suðaustan kalda eða stinningskalda, 8 til 13 metrum á sekúndu syðst. Frost verður á bilinu tvö til fimmtán stig en í kringum frostmark syðst.
Áfram kalt fyrir norðan — frost víða 20 til 25 gráður
Veðurfræðingur segir hægviðri og heiðríkju valda miklum kulda sem nú gengur yfir norðanvert landið. Spár gera ráð fyrir áframhaldandi kulda en frost mældist víða á bilinu 20-25 gráður í nótt.
29.01.2021 - 15:48
Innlent · Norðurland · Frost · Kuldi · veður · Mývatn · Akureyri
Éljagangur nyrðra en bjartviðri með köflum syðra
Veðurstofan spáir víða allhvassri eða hvassri austan- og norðaustanátt en mun hægari austan til. Búast má við dálitlum éljum á norðanverðu landinu, en bjartviðri með köflum syðra.
26.01.2021 - 06:28
Kaldi eða stinningskaldi og él nyrðra, bjartviðri syðra
Veðurstofan gerir ráð fyrir stinningskalda eða allhvössum vindi í dag, 10 til 18 metrum og sekúndu og sumstaðar hvassara i vindstrengjum við fjöll. Norðan- og austanlands má búast við snjókomu eða éljum en bjart verður með köflum sunnan heiða og frost allt að sjö stigum.
20.01.2021 - 06:24
Biðla til Skagfirðinga að spara heita vatnið
Skagafjarðarveitur biðla til íbúa í Skagafirði að fara sparlega með heita vatnið næstu daga. Mikill kuldi hefur verið í sveitinni síðustu daga og búist er við áframhaldandi frosti fram á miðvikudag.
11.01.2021 - 14:30
Upp undir 20 gráðu frost norðaustan til í nótt
Hæg suðlæg eða breytileg átt er ríkjandi og þurrviðri nú í morgunsárið, en fimm til 0 metrar á sekúndu og dálítil snjókoma við vesturströndina. Frost allt að 7 stigum, en sums staðar talsvert kaldara norðaustantil á landinu.
06.12.2020 - 07:17
Bjart framan af en snýst síðar í slyddu eða snjókomu
Veðurstofan spáir fremur hægri suðlægri eða breytilegri átt og bjartviðri með köflum á landinu í dag. Seinnipartinn snýst þó í suðaustan kalda með dálítilli snjókomu suðvestantil. Nokkuð kalt verður kalt í veðri, en búist er við að frost verði yfirleitt á bilinu 3 til 16 stig, kaldast verður í innsveitum norðanlands.
05.12.2020 - 07:16
Myndskeið
Svona er hægt að spara heita vatnið í frosthörkum
Veitur hafa virkjað viðbragðsáætlun vegna frosthörku sem er framundan og er fólk hvatt til þess að spara heita vatnið eins og kostur er. Verði of mikið heitt vatn notað gæti komið til skömmtunar. Upplýsingafulltrúi Veitna sýndi fréttastofu hvernig best sé að spara heita vatnið í kuldan sem er framundan.
02.12.2020 - 19:18
Hætt við að skammta þurfi heitt vatn vegna kuldakasts
Guðmundur Óli Gunnarsson starfandi forstöðumaður hitaveitu Veitna, segir óvíst að hitaveitan ráði almennilega við kuldakastinu sem er spáð um helgina. Fólk er hvatt til að fara sparlega með vatn. Það gæti komið til þess að skammta þurfi heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu.
02.12.2020 - 12:12
Búast má við fimbulkulda síðar í vikunni
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að í vikunni stefni í mesta kulda á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2013. Veðurstofan spáir sex til sjö stiga frosti og vindi allt að tíu metrum á sekúndu á fimmtudag og föstudag.
02.12.2020 - 01:41
Frostið verður 3 til 13 stig í dag
Spáð er norðlægri átt, 3 til 10 metrum á sekúndu á landinu til miðnættis annað kvöld. Dálítil él norðanlands og stöku él við suðausturströndina, en bjart með köflum á suðvestanverðu landinu. Frostið verður 3 til 13 stig í dag og samkvæmt spá Veðurstofu Íslands þá herðir á frostinu í nótt.
12.02.2020 - 06:31
Innlent · veður · Frost
Gæti orðið 15 stiga frost fyrir norðan
Austlæg átt í dag, gola eða kaldi. Snjókoma með köflum við suðurströndina og á Reykjanesi fram eftir degi og dálítil él austanlands,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Það verður víða þurrt í öðrum landshlutum. Frostlaust syðst á landinu, en frost niður í 15 stig í innsveitum á Norðurlandi.
03.02.2020 - 06:34
Innlent · Norðurland · Veður · Frost · Vetur