Færslur: Frjókorn

Sjónvarpsfrétt
Byltingarkennd nýjung í frjókornatalningu
Fyrsti sjálfvirki frjókornateljarinn á Íslandi notar gervigreind til þess að meta magn frjókorna í loftinu. Líffræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Ísland segir framfarir í frjókornagreiningu jákvæðar fyrir heilbrigðiskerfið á Íslandi en um 10-14% landsmanna þjást að frjókornaofnæmi.
Brýnir fyrir veiku fólki að fara ekki of snemma á fætur
Heimilislæknir segir grímunotkun, aukna sprittnotkun og tíðari handþvott hafa orðið til þess að minna hafi orðið um umgangspestir. Hún hvetur fólk til að halda því áfram og sýna þolinmæði gagnvart veikindum.
21.07.2021 - 11:50
Ýmsar skýringar geta verið á óþægindum í öndunarfærum
Mikil loftmengun hefur verið á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga. Asma og ofnæmislæknir segir ýmsar skýringar geta verið á verri líðan fólks með öndunarfæravanda. Veðurstofa Íslands og Reykjavíkurborg hvöttu fólk viðkvæmt fyrir loftmengun til að fara varlega í gær og varaði við því að ung börn svæfu utandyra.
Frjókornatímabilið seinna á ferðinni en venjulega
Frjókornatímabilið er seinna á ferðinni en áður, vegna kulda í apríl. Þetta sýna mælingar sem Náttúrufræðistofnun Íslands stóð að. Þeir sem eru viðkvæmir fyrir frjókornum gætu þó verið farnir að finna fyrir einkennum í öndunarfærum.
14.05.2021 - 14:36
Dregur úr asparfræjum en grasfrjó enn á sveimi
Aðeins er farið að draga úr asparfræjunum sem svifið hafa um undanfarið í hvítum bómullarhnoðrum. Ellý Guðjohnsen, sérfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir að tveir til þrír toppar hafi verið af grasfrjói í sumar en enn þá sé mikið eftir af frjótímabilinu.   
27.07.2020 - 15:54
Grasfrjó flest í Garðabæ og mest af birkifrjóum nyrðra
Svipaður fjöldi frjókorna mældist í lofti á Akureyri í júnímánuði og í sama mánuði undanfarin ár. Í Garðabæ mældust aftur á móti um tvöfalt fleiri frjókorn en að meðaltali í júní. Á Akureyri voru birkifrjó sú tegund frjókorna sem mældist mest af en í Garðabæ mældist mest af grasfrjóum.