Færslur: Frjálsar íþróttir

Guðni Valur úr leik í kringlukastkeppninni
Kringlukastaranum Guðna Val Guðnasyni mistókst að komast í úrslit í kringlukasti á Ólympíuleikunum. Öll þrjú köst hans reyndust ógild.
Ásdís Hjálmsdóttir lýsir COVID sem rússneskri rúllettu
„Jólin nálgast. Gerið allt sem þið getið til að forðast það að smitast, hvort sem þið eruð ung eða ekki,í áhættuhóp eða ekki. Gerið hvað sem hægt er til að vernda ykkur og aðra,“ segir Ásdís Hjálmsdóttir Annerud spjótkastari á Instagram þar sem hún greinir frá reynslu sinni af því að smitast af COVID-19.
HM frestað - þrjú risastórmót sumarið 2022
HM í frjálsum íþróttum hefur verið fært til 2022 til að koma í veg fyrir að það skarist við Ólympíuleikana í Tókýó.
08.04.2020 - 15:46
Aldís Kara tryggði sér keppnisrétt á HM unglinga
Aldís Kara Bergsdóttir varð í gær fyrst íslenskra einstaklingsskautara til að tryggja sér keppnisrétt á HM unglinga á skautum.
09.02.2020 - 10:45
Ungur Svíi setti heimsmet í stangarstökki
Svíinn Armand Duplantis bætti heimsmetið í stangarstökki um einn sentimetra þegar hann stökk 6,17 metra á innanhússmóti í Torun í Póllandi í gær. Duplantis, sem er aðeins tvítugur að aldri, sló heimsmetið í annarri tilraun, við gríðarlegan fögnuð áhorfenda jafnt sem annarra keppenda.
09.02.2020 - 05:33
María Rún Íslandsmeistari í fimmtarþraut
María Rún Gunnlaugsdóttir varð í dag Íslandsmeistari í fimmtarþraut kvenna á Meistaramóti Íslands í fjölþrautum í Laugardalshöll.
08.02.2020 - 20:37
Navratilova kemur Semenya til varnar
Martina Navratilova, sem árum saman var besta tenniskona heims, kom millivegalengdahlauparanum Caster Semenya til varnar í dag í grein í Sunday Times. Alþjóða frjálsíþróttasambandið, IAAF, ætlar að leggja til lagabreytingu 26. mars, þess efnis að konum með hátt magn karlhormóna í líkama sínum, sem keppa í vegalengdum frá 400 metrum að einni mílu, verði gert að taka lyf sem bælir karlhormónin niður. Að öðrum kosti hafi þær ekki rétt til að keppa.
17.02.2019 - 18:04
Ísland endaði í 11. sæti af 12 liðum
Enginn Íslendingur komst á verðlaunapall í dag í Evrópubikarkeppni landsliða í frjálsum íþróttum. Mótið hófst í gær og er haldið í Tel Aviv í Ísrael. Samtals eru 32 íslenskir keppendur í 19 greinum og því nóg um að vera.