Færslur: fríverslunarsamningur

Sjónvarpsfrétt
Fríverslunarviðræður við þrjú lönd á oddi á EFTA fundi
Ísland lauk formennsku sinni í EFTA á ráðherrafundi í Borgarnesi í dag. Fríverslunarviðræður við Taíland voru settar af stað á ný eftir sextán ára biðstöðu.
21.06.2022 - 00:13
Fríverslunarviðræðum ESB og Ástrala frestað um mánuð
Áframhaldi samningaviðræðna Evrópusambandsins og Ástralíu um fríverslunarsamkomulag hefur verið slegið á frest fram í nóvember. Ástæðan er sögð liggja í þeirri ákvörðun ástralskra stjórnvalda að rifta milljarða evra samningi um kaup á tólf frönskum kafbátum.
Utanríkisráðherrar ræddu varnarmál og mannréttindi
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, og Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands hittust á fundi í morgun og ræddu sameiginlega hagsmuni ríkjanna, mannréttindi og varnarmál.
Bretland lokaðra en grundvallarhagsmunir tryggðir
Þótt fríverslunarsamningur milli Íslands og Bretlands hafi verið undirritaður þá er aðgangur að breskum markaði mun takmarkaðri en hann var fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Samningurinn tryggir þó grundvallarhagsmuni Íslands á sviði vöru- og þjónustuviðskipta.
Hagsmunir Bændasamtakanna látnir ráða för
Félag atvinnurekenda lýsir yfir vonbrigðum með að ekki hafi verið samið um aukna fríverslun með búvörur í fríverslunarsamningi Bretlands og Íslands, sem undirritaður var á föstudag.
08.06.2021 - 13:33
Nýr fríverslunarsamningur við Bretland
Ísland og EFTA-ríkin Noregur og Liechtenstein hafa náð samkomulagi við bresk stjórnvöld um nýjan fríverslunarsamning. Utanríkisráðherrar landanna koma saman til fjarfundar í hádeginu til að staðfesta samkomulagið.
04.06.2021 - 11:00
Spegillinn
Fríverslun og Brexit-hagsmunir
Ein megin forsenda fyrir úrgöngu Breta úr Evrópusambandinu, að mati þeirra sem studdu hana, var að Bretar gætu þar með samið um viðskipti við önnur ríki, óheftir af samflotinu við ESB. Deilur í Bretlandi um viðskiptasamning við Ástralíu sýna að það er ekki auðvelt að ákveða hvaða hagsmunir vegi þyngst.
28.05.2021 - 09:41
Big Ben sló til að marka útgöngu Breta
Útganga Breta úr Evrópusambandinu varð endanlega að raunveruleika klukkan ellefu að staðartíma þar eða á miðnætti á meginlandi Evrópu. Til að marka tímamótin sló þinghúsklukkan í Westminster, Big Ben sínum dimma hljómi klukkan ellefu.
Vonast eftir fríverslunarsamningi fyrir áramót
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vonast til þess að hægt verði að ganga frá fríverslunarsamningi við Breta áður en þeir yfirgefa Evrópusambandið endanlega um áramótin.
Tíminn gerist naumur í Brexit-viðræðum
Bresk stjórnvöld og Evrópusambandið eiga enn eftir að ná samkomulagi um mikilvæga þætti varðandi útgöngu Breta úr sambandinu.
Myndskeið
Bað Pence um fríverslunarsamning
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra bað Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, um stuðning við fríverslunarsamning milli Íslands og Bandaríkjanna. Í ávarpi Guðlaugs við upphaf fundar Pence með íslenskum viðskiptaforkólfum sagðist hann vilja hámarka viðskipti landanna.
04.09.2019 - 15:49