Færslur: friður

„Innrásin ógn við alþjóðalög og atlaga að mennskunni“
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands, fordæmir innrás Rússa í Úkraínu og hvetur til að allt verði gert til að koma á friði. Þetta kom fram í ræðu sem hún flutti í tilefni af Anzac-deginum sem haldinn er hátíðlegur 25. apríl ár hvert.
Myndband
Skagstrendingar mynduðu manngert friðarmerki
Tugir Skagstrendinga kom saman í hádeginu í gær og myndaði manngert friðarmerki. Forsprakki hópsins sem skipulagði viðburðinn segir að skilaboðin séu ósk bæjarbúa um frið í heiminum.
04.03.2022 - 09:32
Auðkýfingur heitir Úkraínu fjárhagsstuðningi
Japanski auðkýfingurinn Hisoshi „Mickey“ Mikitani heitir ríkisstjórn Úkraínu stuðningi að jafnvirði ríflega milljarðs íslenskra króna en hann segir innrás Rússa vera áskorun fyrir lýðræðið.
Víðsjá
Fegurð liggur ekki bara í útliti hlutarins
„Ég vakna hress á hverjum morgni og hugsa: Jæja, hvaða tonn hefur neyslusamfélagið framleitt fyrir mig í dag,“ segir Hildigunnur Birgisdóttir sem fjallar um mennsku hlutanna á sýningunni Friður í i8 gallerí.
19.02.2022 - 09:15
Opinber samskipti Kóreuríkjanna hófust á ný í morgun
Kóreuríkin tvö tóku upp samskipti að nýju í morgun eftir að þeim var slitið í ágústmánuði síðastliðnum. Fulltrúar beggja ríkja eru vongóðir um að það leiði af sér frekari viðræður og möguleika á varanlegum friði. Sérfræðingar vara við of mikilli bjartsýni.
Fimm ár frá misheppnuðu valdaráni Tyrklandshers
Í dag eru fimm ár liðin frá misheppnaðri valdaránstilraun í Tyrklandi. Þá reyndu hermenn sem fullyrt var að væru hliðhollir múslímska útlagaklerknum Fethullah Gülen að koma forseta Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, frá völdum.
15.07.2021 - 13:50
Tyrkir gagnrýna friðarsamkomulag
Tyrklandsstjórn gagnrýnir mjög friðarsamning Ísraela og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Tyrkir fullyrða að furstadæmin séu að svíkja málstað Palestínumanna til þess eins að þjóna eigin hagsmunum.
Sögulegar sættir Ísraels og Arabísku furstadæmanna
Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa komist að friðarsamkomulagi. Þetta tilkynntu Donald Trump Bandaríkjaforseti, Benjamin Netanyahu og Mohammed Al Nayhan krónprins furstadæmanna í sameiginlegri yfirlýsingu í dag.