Færslur: friður
„Innrásin ógn við alþjóðalög og atlaga að mennskunni“
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands, fordæmir innrás Rússa í Úkraínu og hvetur til að allt verði gert til að koma á friði. Þetta kom fram í ræðu sem hún flutti í tilefni af Anzac-deginum sem haldinn er hátíðlegur 25. apríl ár hvert.
25.04.2022 - 02:30
Skagstrendingar mynduðu manngert friðarmerki
Tugir Skagstrendinga kom saman í hádeginu í gær og myndaði manngert friðarmerki. Forsprakki hópsins sem skipulagði viðburðinn segir að skilaboðin séu ósk bæjarbúa um frið í heiminum.
04.03.2022 - 09:32
Auðkýfingur heitir Úkraínu fjárhagsstuðningi
Japanski auðkýfingurinn Hisoshi „Mickey“ Mikitani heitir ríkisstjórn Úkraínu stuðningi að jafnvirði ríflega milljarðs íslenskra króna en hann segir innrás Rússa vera áskorun fyrir lýðræðið.
27.02.2022 - 07:53
Fegurð liggur ekki bara í útliti hlutarins
„Ég vakna hress á hverjum morgni og hugsa: Jæja, hvaða tonn hefur neyslusamfélagið framleitt fyrir mig í dag,“ segir Hildigunnur Birgisdóttir sem fjallar um mennsku hlutanna á sýningunni Friður í i8 gallerí.
19.02.2022 - 09:15
Opinber samskipti Kóreuríkjanna hófust á ný í morgun
Kóreuríkin tvö tóku upp samskipti að nýju í morgun eftir að þeim var slitið í ágústmánuði síðastliðnum. Fulltrúar beggja ríkja eru vongóðir um að það leiði af sér frekari viðræður og möguleika á varanlegum friði. Sérfræðingar vara við of mikilli bjartsýni.
04.10.2021 - 03:50
Fimm ár frá misheppnuðu valdaráni Tyrklandshers
Í dag eru fimm ár liðin frá misheppnaðri valdaránstilraun í Tyrklandi. Þá reyndu hermenn sem fullyrt var að væru hliðhollir múslímska útlagaklerknum Fethullah Gülen að koma forseta Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, frá völdum.
15.07.2021 - 13:50
Tyrkir gagnrýna friðarsamkomulag
Tyrklandsstjórn gagnrýnir mjög friðarsamning Ísraela og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Tyrkir fullyrða að furstadæmin séu að svíkja málstað Palestínumanna til þess eins að þjóna eigin hagsmunum.
14.08.2020 - 07:38
Sögulegar sættir Ísraels og Arabísku furstadæmanna
Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa komist að friðarsamkomulagi. Þetta tilkynntu Donald Trump Bandaríkjaforseti, Benjamin Netanyahu og Mohammed Al Nayhan krónprins furstadæmanna í sameiginlegri yfirlýsingu í dag.
13.08.2020 - 17:02