Færslur: Friðrik Dór

Gagnrýni
Af líkama og sál
Þroskaður Friðrik Dór birtist hlustendum á plötu vikunnar sem nefnist Dætur og kom út á föstudaginn. Annar bragur er á Dætrum en fyrri plötum hans, fágaðri og laus við grallaraskap ungs manns. Arnar Eggert Thoroddsen er hrifinn.
Jólastundin
„Jólaósk mín eina er þú“
Friðrik Dór og Ágústa Eva byrjuðu Jólastundina með hvelli þegar þau fluttu íslenska útgáfu af einu frægasta jólalagi allra tíma, All I want for christmas með Mariuh Carey.
27.12.2021 - 11:44
Aðventugleði Rásar 2
Bræðurnir hlakka til að fá jólasveininn í heimsókn
Bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónsson eru fjölskyldumenn og mikil jólabörn. Þeir minnast þess að hafa sem ungir drengir beðið spenntir eftir komu jólasveinsins og því lá beint við að þeir syngju honum óð á Aðventugleði Rásar 2 í dag.
Tónatal
Sambandsslitin voru „ofboðslega erfiður tími“
Poppstjarnan Friðrik Dór og Lísa eiginkona hans hættu eitt sinn saman á erfiðu tímabili í lífi popparans. Söngvarinn fjallar um það í nýju lagi sem nefnist Segðu mér. „Er ég aldrei að fara að koma hingað aftur?“ spurði hann sjálfan sig þegar hann heimsótti hana um nótt, í það sem hann óttaðist að væri í síðasta skipti.
15.10.2021 - 12:41
Menningin
Friðrik Dór á fjalirnar í Gamla bíói
Hlið við hlið nefnist nýr söngleikur sem byggður er á lögum Friðriks Dórs og sýndur í Gamla bíói. Sýningin er annað verkefni sjálfstæðs sviðslistahóps sem hefur áður sett upp sýninguna Ðe Lónlí Blú Bojs í Bæjarbíói í Hafnarfirði.
08.09.2021 - 11:18
Myndskeið
Frábær stemmning á Tónaflóði um landið í Eyjum
Þakið ætlaði hreinlega að rifna af Höllinni í Vestmannaeyjum í fyrsta þætti af Tónaflóði um landið. Jóhanna Guðrún, Friðrik Dór, Jón Jónsson og Bryndís Jakobsdóttir fluttu tónlist við frábærar undirtektir.
05.07.2021 - 11:47
Straumar
Friðrik Dór kominn í gamla gargið
Tónlistin í níunni, 1990 til 2000, verður í aðalhlutverki í Straumum á RÚV í kvöld.
03.04.2021 - 15:33
Kósíheit í Hveradölum
Stúfur
Baggalútur og Friðrik Dór flytja lagið Stúfur.
12.12.2020 - 11:30
Síðan sem sameinaði Halta hóru og söngstjörnur Íslands
Hin sáluga vefsíða rokk.is var gríðarlega vinsæl á sínum tíma en um 1.300 hljómsveitir notuðust við síðuna til að koma tónlist sinni á framfæri. Margt af okkar þekktasta tónlistarfólki í dag hóf feril sinn á rokk.is þar sem allt snérist um að koma lagi á vinsældalista síðunnar.
23.05.2020 - 09:45
Hefur viljað gera lag með Frikka lengi
Poppprinsar landsins þeir Huginn og Friðrik Dór gáfu í dag út lagið Einn tveir. Þetta er í fyrsta skipti sem þeir vinna saman. Lagið er sannkallaður ástar-sumarsmellur.
08.05.2020 - 15:37
Mannlegi þátturinn
Uppselt á átta tónleika á einni helgi
Friðrik Dór er sonur tveggja Hafnfirðinga og ólst upp í Hafnarfirði en segist samt ekki geta kallað sig Gaflara því hann hafi ekki fæðst í sveitarfélaginu. „Þetta er mjög ströng regla, það þyrfti eiginlega að breyta henni,“ segir Friðrik Dór sem var föstudagsgestur Mannlega þáttarins.
14.12.2019 - 10:31
Aðventugleði Rásar 2
Svona gera Jónssynir þegar þeir blikka
Jón og Friðrik Dór Jónssynir komu fram á aðventugleði Rásar 2 í dag og tóku ábreiðu af einu ferskasta og vinsælasta jólalagi ársins. Tónlistarveislan stendur yfir frá klukkan 9 til 16, þar sem fjöldi landsþekktra tónlistarmanna kemur og tekur lagið í beinni útsendingu á Rás 2 og í hljóði og mynd á RÚV.is.
06.12.2019 - 15:24
Konsert á Aldrei fór ég suður 2018
Í þættinum í kvöld heyrum við í nokkrum hljómsveitum sem spiluðu á Aldrei fór ég suður núna um síðustu páska.
Aðventugleði: Friðrik Dór - Hlið við hlið
Friðrik Dór flutti lagið Hlið við hlið á Aðventugleði Rásar 2 föstudaginn 7. desember. Fjöldi landsþekktra tónlistarmanna kom fram við það tilefni og tók lagið í beinni útsendingu á Rás 2 og í hljóði og mynd á RÚV.is.
Jón og Friðrik og Eivør á HEIMA 2015
Í Konsert kvöldsins er boðið upp á upptökur frá tónlistarhátíðinni HEIMA 2015
Myndskeið
Páskastrákurinn Friðrik Dór með nýtt lag
Friðrik Dór sendi á skírdag frá sér lag sem heitir „Fyrir fáeinum sumrum“. Hann sagðist á Facebook vera mikill páskastrákur, sem vakti töluverða athygli. „Páskarnir eru bara svo fáránleg hátíð, þess vegna er ég svona mikill páskastrákur,“ sagði Friðrik Dór í viðtal eftir tónleika sína á Aldrei fór ég suður á föstudagskvöld.
Baggalútur og Friðrik Dór – Stúfur
Hugleikur Dagsson teiknar tónlistarmyndband við jólalag Baggalúts í ár. Það fjallar um hinn ofurflippaða jólasvein Stúf Grýlu- og Leppalúðason. Lag og texti er eftir Braga Valdimar Skúlason.
13.12.2017 - 13:55
Myndskeið
Friðrik Dór tekur „Skál fyrir þér“
Friðrik Dór tekur lagið „Skál fyrir þér“ á stórtónleikum í Eldborgarsal Hörpu þann 9. september, þar sem hann sló upp heljarinnar sýningu ásamt 12 manna hljómsveit auk dansara. Tónleikarnir í heild sinni verða á dagskrá RÚV laugardagskvöldið 14. október.
13.10.2017 - 14:17
Vert þú bara ekkert að plata Jónssyni!
Friðrik Dór og Jón Jónssynir kíktu í Sumarmorgna í morgun og voru með læti. Þeir töluðu tónlistarhátíðina Hjarta Hafnarfjarðar sem fram fer um helgina. Þeir koma báðir þar fram en samt í sitt hvoru lagi, nánar um það hér fyrir neðan. Eins og venjan er í Sumarmorgnum þá hnoða tónlistarmenn í þekju og þeir fengu lánað eitt gott frá konungi Hafnarfjarðar, Bjorgvini Halldórs.
24.08.2017 - 14:23
Tónaflóð 2017 - brot af því bezta*
Í Rokklandi dagsins verður boðið upp á brot af því besta frá Tónaflóði Rásar 2 sem fór fram á Arnarhóli í gærkvöldi.
20.08.2017 - 13:42
Upphafið að ferlinum eitt stórt slys
„Ég ætlaði alltaf að verða fótboltamaður en stundum er maður ekki nógu góður,“ segir poppstjarnan Friðrik Dór. Hann lagði tvítugur skóna á hilluna, gaf út fyrsta lagið sitt og þá var ekki aftur snúið.
26.06.2017 - 18:10
Jón og Friðrik á Heimavelli en Eivör HEIMA
Í konsert kvöldsins verður boðið upp á upptökur frá tónlistarhátíðinni HEIMA 2015 með hafnfirksu bræðrunum Jóni Jónssyni og Friðrik Dór annarsvegar, og svo Eivör Pálsdóttur hinsvegar.
Frikki Dór og Jón Jónsson taka lagið
Það er líf og fjör í útvarpshúsinu í tengslum við söfnunina ‚Einelti er ógeð‘. Söngelsku bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór mættu í morgun og tóku lagið.
25.09.2015 - 10:41