Færslur: friðlýsingar

Sjónvarpsfrétt
Óttast að friðlýsing kippi fótunum undan sjódrekaflugi
Maður sem iðkar sjódrekaflug í Skerjafirði við Álftanes segir áform um að friðlýsa svæðið til þess fallin að kippa fótunum undan íþróttinni, í það minnsta á höfuðborgarsvæðinu. Friðlýsingaráformin byggja á því að fuglalífið á svæðinu hafi alþjóðlegt mikilvægi. 
19.07.2021 - 21:45
Lagabreyting styttir umsagnartíma friðlýsingaráforma
Alþingi samþykkti í vikunni breytingu á náttúruverndarlögum sem heimilar umhverfisráðherra að setja reglugerð um kortlagningu óbyggðra víðerna. Slíkri kortlagningu er ætlað að vera til upplýsingar fyrir stjórnvöld við stefnumótun um verndun landslags og aðra landnotkun.
Loka hellum í Þeistareykjahrauni
Allir hellar í Þeistareykjahrauni að Togarahelli undanskilum eru lokaðir samkvæmt náttúruverndarlögum frá og með 10. september. Þá verður aðgangur óheimill en ekki er enn búið að setja hlera eða eitthvað sambærilegt svo ekki verði hægt að ganga inn í hellana.
Dettifoss og Rauðufossar í hættu að tapa verndargildi
Dettifoss að austanverðu og Rauðufossar, sem eru innan friðlandsins að Fjallabaki, eru í verulegri hættu að tapa verndargildi sínu sem náttúrusvæði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársskýrslu Umhverfisstofnunar. 
18.06.2020 - 15:38
Fáninn á of stuttri stöng við friðlýsingu Geysis
Athöfn um friðlýsingu Geysissvæðisins fór fram í gær þegar umhverfisráðherra skrifaði formlega undir friðlýsinguna. Íslenska þjóðfánanum var stillt upp á stöng við tilefnið. Svo virðist sem ekki hafi verið farið að fánareglum við athöfnina. Þjóðfáninn var á of stuttri stöng miðað við stærð fánans. 
Fátt meira viðeigandi á 17. júní en að friða Geysi
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði friðlýsingu Geysis í Haukadal í dag, 17. júní. Með undirrituninni er Geysir, innan marka jarðarinnar Laugar, friðlýstur sem náttúruvætti. Ráðherra sagði að fátt væri meira viðeigandi á sjálfan þjóðhátíðardaginn en að friðlýsa Geysi og Geysissvæðið.
Stækka fólkvanginn Hlið á Álftanesi
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur undirritað auglýsingu um stækkun friðlýsingar fólkvangsins Hliðs á Álftanesi. Með stækkuninni er landsvæði þar sem áður var gert ráð fyrir byggingarlóðum orðið hluti fólkvangsins.
Gjástykki friðlýst gegn orkuvinnslu
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði í dag friðlýsingu Gjástykkis í samræmi við lög um verndar- og orkunýtingaráætlun. Þetta er fyrsta friðlýsing háhitasvæðis í verndarflokki rammaáætlunar.
01.04.2020 - 21:33
Sveitarfélög mörg neikvæð í garð Hálendisþjóðgarðs
Sveitarfélög eru mörg hver neikvæð í garð Hálendisþjóðgarðs og segja hann skerða skipulagsvald þeirra. Neikvæðust eru sveitarfélög í Árnessýslu og á Norðurlandi vestra.
Víkur vegna fyrri starfa hjá Landvernd
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra verður staðgengill Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, vegna ákvörðunar um friðlýsingu landslagsverndarsvæðis í Kerlingarfjöllum. Friðlýsingin hefur lengi staðið til. Ráðherra víkur sæti þar sem hann gegndi stöðu framkvæmdastjóra Landverndar á þeim tíma sem samtökin sendu Umhverfisstofnun umsögn um málið.
Stefna að friðlýsingu Stapavíkur og Stórurðar
Umhverfisstofnun og landeigendur á Úthéraði í Hjaltastaðaþinghá vinna að friðlýsingu með Umhverfisstofnun. Borgafjarðarhreppur hefur óskað eftir nánari útlistun á hvaða áhrif friðlýsingin hefði á búsetu og starfsemi á svæðinu.
27.09.2019 - 15:48
Viðtal
„Náttúruvernd er stórt efnahagsmál“
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segist ósammála þeim gagnrýnendum sem segja hann ekki fara að lögum um friðlýsingar. Hann hefur meðal annars verið sakaður um að ógna stjórnarsamstarfi.
15.09.2019 - 14:18
Jökulsá á Fjöllum friðuð fyrir orkuvinnslu
Vatnasvið Jökulsár á Fjöllum á Norðausturlandi er fyrsta svæðið sem er friðað fyrir orkuvinnslu. Vatnasvið árinnar og áin sjálf suður af brúnni hjá Ásbyrgi verður friðlýst. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, staðfesti friðlýsinguna í dag við athöfn í Ásbyrgi. Hún er hluti af friðlýsingarátaki ráðherra.
Áform um friðlýsingu Goðafoss
Kynnt hafa verið áform um friðlýsingu Goðafoss í Skjálfandafljóti í Bárðardal. Stofnunin hefur einnig kynnt áform um friðlýsingu jarðanna Heyskála, Hrafnabjarga og Unaóss í Fljótsdalshéraði.
18.07.2019 - 13:15
Vonsvikin með að fá ekki að fara í land
Kayakræðarar eru ósáttir við friðlýsingu Akureyjar og segjast vonsviknir að fá ekki að fara í land í eynni. Umhverfisráðherra friðlýsti eyjuna á föstudag og skilgreindi sem sérstakt búsvæði mikilvægra sjófugla í útrýmingarhættu.
05.05.2019 - 14:24
Kynna tillögu að friðlýsingu Látrabjargs
Umhverfisstofnun hefur kynnt tillögu að friðlýsingu Látrabjargs og nágrennis og óskað eftir athugasemdum við tillöguna. Unnið hefur verið að friðlýsingu Látrabjargs undanfarin ár með samtali við landeigendur, sveitarfélag og fleiri aðila.
18.04.2019 - 18:03
Hyggjast friðlýsa tvö vinsæl ferðamannasvæði
Umhverfisstofnun hefur kynnt áform um friðlýsingu tveggja svæða, Háafoss og Gjárinnar í Þjórsárdal og Reykjatorfunnar sem liggur upp af Hveragerði í Ölfusi. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins. Á báðum stöðunum er ágangur ferðamanna sagður mikill. 
22.12.2018 - 13:33
Greitt fyrir verndun lands
Umhverfisráðherra segir koma til greina að greiða bændum fyrir vörslu verndaðs lands. Forstjóri Umhverfisstofnunar telur það geta liðkað mjög fyrir friðlýsingum.
16.10.2018 - 14:20