Færslur: Friðhelgi einkalífs

„Lögreglan er bara að vinna sína vinnu“
„Ég hef í sjálfu sér enga skoðun á því. Ég held að lögreglan sé bara að vinna sína vinnu skv. þeim lögum sem um það gilda,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Fréttastofa RÚV innti hann eftir skoðun á því að fjórir blaðamenn séu með réttarstöðu sakbornings í rannsókn lögreglunnar á meintum brotum gegn friðhelgi einkalífs.
Sjónvarpsfrétt
Afar ólíklegt að blaðamennirnir fjórir verði ákærðir
Hæstaréttarlögmaður telur afar ólíklegt að ákæra verði gefin út á hendur blaðamönnunum fjórum fyrir meint brot gegn friðhelgi einkalífs með skrifum sínum um starfsmenn Samherja. Þekkt sé að mál gegn blaðamönnum sé höfðað til að fæla þá frá fréttaskrifum.
Fréttaskýring
Frá áfengiskaupum dómara til skrifa um skæruliðadeild
Ákvörðun Lögreglunnar á Norðurlandi eystra að kalla fjóra blaða- og fréttamenn til yfirheyrslu með réttarstöðu sakbornings hefur vakið umræður um hvað fjölmiðlar mega og mega ekki fjalla um. Lengi hefur verið tekist á um það hérlendis. Til dæmis neitaði Arnar Páll Hauksson, þáverandi fréttamaður RÚV, að svara spurningum lögmanns forseta Hæstaréttar um heimildarmann sinn þegar hann kom upp um stórfelld áfengiskaup forsetans. Það mál var fyrirmynd áfengiskaupa ráðamanna í þáttaröðinni Verbúðin.
Þóra Arnórsdóttir einnig kölluð til yfirheyrslu
Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks, hefur verið kölluð til yfirheyrslu af lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna aðkomu hennar að umfjöllunar um skæruliðadeild Samherja.
Uber og Lyft stofna málshöfðunarsjóði fyrir bílstjóra
Leigubílstjórar gætu átt yfir höfði sér málshöfðun fyrir að að aka þunguðum konum í Texas til stofnana sem annast þungunarrof. Því hafa leigubílafyrirtæki stofnað málshöfðunarsjóði fyrir bílstjóra sína.
Spegillinn
Persónuvernd undirmönnuð og mál hrannast upp
Í fyrra voru afgreidd hjá Persónuvernd hátt í þrjú þúsund mál en mörg hundruð mál bíða afgreiðslu.  Rúmlega tvö ár eru síðan ný lög um persónuvernd tóku gildi, þá jókst álag á stofnunina umtalsvert en hefur reyndar farið stöðugt vaxandi um árabil. Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar segir að á tækniöld aukist áskoranir sem varða vinnslu persónuupplýsinga og líka vitund almennings. Málum rigni yfir og þyrfti að fjölga starfsmönnum en miðað við fjárlög verði að fækka á næsta ári.
24.11.2020 - 13:23
Fréttaskýring
Lögregluofbeldi og einræðistilburðir á óvissutímum
Leiðtogar nýta tækifærið til að herða tökin um valdataumana. Lögregla beitir borgara ofbeldi og rétturinn til tjáningar og friðhelgi einkalífs víkur fyrir boðum og bönnum. Mannréttindabrot eru áhyggjuefni nú þegar farsótt breiðist um heiminn og fjöldi ríkja hefur lýst yfir neyðarástandi.