Færslur: Friðarverðlaun Nóbels

Búist er við að Abiy Ahmed haldi velli í Eþíópíu
Kosningar til ríkis- og svæðisþinga í Eþíópíu eru hafnar, þær fyrstu frá því að Abiy Ahmed komst til valda. Hann tók við embætti forsætisráðherra í apríl árið 2018 og hlaut friðarverðlaun Nóbels árið eftir, einkum fyrir að koma á friði við nágrannaríkið Erítreu.
Spegillinn
Friðarspillar í flokki friðarverðlaunahafa
Búið er að aflýsa Nóbelshátíðinni í Ósló í ár og bíða á með að afhenda verðlaunin þar til sér fyrir endann á kófinu. Í Noregi eru líka uppi raddir um að afturkalla fyrri verðlaun vegna þess að verðlaunahafarnir halda ekki friðinn. Þetta á sérstaklega við um Abiy Ahmed, sem fékk verðlaunin í fyrra, er stendur fyrir stríði í ár.
01.12.2020 - 10:13
Matvælaáætlun SÞ hlýtur friðarverðlaun Nóbels
Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna hlýtur friðarverðlaun Nóbels í ár vegna baráttu sinnar gegn hungri í heiminum. Valið var kunngjört í Ósló í morgun.
Trump tilnefndur til friðarverðlauna Nóbels
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið tilnefndur til friðarverðlauna Nóbels. Christian Tybring-Gjedde, þingmaður Framfaraflokksins í Noregi, tilnefndi forsetann fyrir að hafa komið á „sögulegu samkomulagi“ til að bæta samskipti Ísraels og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Trump fagnaði tilnefningunni í færslu á Twitter í dag. AFP fréttastofan greinir frá.
09.09.2020 - 15:54