Færslur: Friðarverðlaun Nóbels

„Hann talar eins og herra alheimsins“
Stjórnmálaskýrendur velta fyrir sér hvort Vladimír Pútín Rússlandsforseti sé reiðubúinn að beita kjarnavopnum. Fyrirskipun hans um að sú sveit sem sér um kjarnorkuvopn hersins skuli sett í viðbragðsstöðu hefur víða vakið ugg. Hann kallaði þær „fælingarsveitir“ og sagði ástæðu tilskipunarinnar „árásargjarna framkomu“ Vesturlanda.
Friðarverðlaun Nóbels
Vara við falsfréttum, hatursáróðri og alræðishyggju
Blaðamennirnir Maria Ressa frá Filippseyjum og Dmitry Muratov frá Rússlandi tóku í gær við friðarverðlaunum Nóbels í Osló. Þau lýstu áhyggjum af fjölmiðlafrelsi, upplýsingaóreiðu, falsfréttamennsku og misnotkun bandarískra samfélagsmiðla og netrisa á yfirburðastöðu sinni. Þau Ressa og Muratov voru verðlaunuð fyrir ómetanlegt „framlag þeirra til að verja tjáningarfrelsið, frumforsendu lýðræðis og varanlegs friðar.“
Maria Ressa
Fær að fara til Oslóar til að taka við friðarverðlaunum
Filippeyska blaðakonan Maria Ressa mun ferðast til Oslóar til að taka við friðarverðlaunum Nóbels á föstudag í eigin persónu. Þetta varð ljóst eftir að þriðji dómstóllinn samþykkti umsókn hennar um að fá að fara til Noregs til að veita verðlaununum viðtöku.
Óvíst að Maria Ressa fái að taka við Nóbelsverðlaununum
Ríkislögmaður á Filippseyjum er andvígur því að blaðakonan Maria Ressa fái að fara til Óslóar til að taka á móti friðarverðlaunum Nóbels í næsta mánuði. Hann kveðst óttast að hún snúi ekki aftur heim.
25.11.2021 - 17:30
Sjónvarpsfrétt
Maria Ressa: „Án staðreynda er enginn sannleikur“
Filippseyski blaðamaðurinn Maria Ressa, annar friðarverðlaunahafi Nóbels í ár, segir að heimur án staðreynda sé heimur án sannleika og trausts. Hún hefur verið áberandi gagnýnin á stefnu Rodrigo Duterte forseta Filippseyja og segir að Rappler, fréttamiðillinn sem hún stofnaði og stjórnar, ætli að halda ótrauð áfram sínu starfi.
08.10.2021 - 11:59
Upplýst um Nóbelsverðlaunatilnefningar í næstu viku
Tilkynnt verður um tilnefningar til Nóbelsverðlauna í Stokkhólmi og Ósló dagana 4. til 11. október næstkomandi. Líkt og áður hvílir mikil leynd yfir því hver eru tilnefnd en fjöldi nafna hefur verið nefndur.
Búist er við að Abiy Ahmed haldi velli í Eþíópíu
Kosningar til ríkis- og svæðisþinga í Eþíópíu eru hafnar, þær fyrstu frá því að Abiy Ahmed komst til valda. Hann tók við embætti forsætisráðherra í apríl árið 2018 og hlaut friðarverðlaun Nóbels árið eftir, einkum fyrir að koma á friði við nágrannaríkið Erítreu.
Spegillinn
Friðarspillar í flokki friðarverðlaunahafa
Búið er að aflýsa Nóbelshátíðinni í Ósló í ár og bíða á með að afhenda verðlaunin þar til sér fyrir endann á kófinu. Í Noregi eru líka uppi raddir um að afturkalla fyrri verðlaun vegna þess að verðlaunahafarnir halda ekki friðinn. Þetta á sérstaklega við um Abiy Ahmed, sem fékk verðlaunin í fyrra, er stendur fyrir stríði í ár.
01.12.2020 - 10:13
Matvælaáætlun SÞ hlýtur friðarverðlaun Nóbels
Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna hlýtur friðarverðlaun Nóbels í ár vegna baráttu sinnar gegn hungri í heiminum. Valið var kunngjört í Ósló í morgun.
Trump tilnefndur til friðarverðlauna Nóbels
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið tilnefndur til friðarverðlauna Nóbels. Christian Tybring-Gjedde, þingmaður Framfaraflokksins í Noregi, tilnefndi forsetann fyrir að hafa komið á „sögulegu samkomulagi“ til að bæta samskipti Ísraels og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Trump fagnaði tilnefningunni í færslu á Twitter í dag. AFP fréttastofan greinir frá.
09.09.2020 - 15:54