Færslur: Fríða Ísberg

Gagnrýni
Mörkin á mannlegu atferli
Fríða Ísberg veltir upp áhugaverðum siðferðisspurningum í fyrstu skáldsögu sinni sem gerist á Íslandi í náinni framtíð. „Það er verðugt verkefni skáldskapar að kanna mörkin á mannlegu atferli og reyna skilja hvernig þau geta verið á skjön við hugmyndir og hugsjónir sem í sjálfum sér geta verið af hinu góða,“ segir Gauti Kristmannsson gagnrýnandi.
Kiljan
„Við erum að upplifa svo rosalega klofna tíma“
Fríða Ísberg rithöfundur kannar útilokunarmenningu og hugmyndina um samkennd í nýrri skáldsögu. Hennar tilfinning er sú að manneskjur mýkist með aldrinum og þoli betur skoðanir annarra.
21.10.2021 - 10:39
Lagalistinn
„Ég fæddist sextug og yngist með hverju árinu“
Fríða Ísberg er alin upp að mestu leyti hjá föður sínum. Á heimilinu spiluðu feðginin tónlist sem hefur fylgt henni í gegnum tíðina. Sem unglingur dansaði hún við poppið með vinkonum sínum en fór svo heim og setti klassískt rokk á fóninn með pabba. Fríða sendir í haust frá sér sína fyrstu skáldsögu sem nefnist Merking.
22.09.2021 - 09:30
Tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Bergsveinn Birgisson og Fríða Ísberg eru tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Tilkynnt verður um verðlaunahafann á verðlaunahátíð Norðurlandaráðs í Reykjavík í október.
Gagnrýni
Skáldskapurinn er góður leðurjakki
„Skáldið heldur utan um þemu sín af miklu öryggi í gegnum bókina og sýnir þar með ljóðræna sýn á tilveruna með því að takast á við tilvistarangist umkomuleysisins, bæði í ljósi eigin æsku og annars fólks.“ Gauti Kristmannsson, bókmenntarýnir Víðsjár, fjallar um Leðurjakkaveður eftir Fríðu Ísberg.
30.10.2019 - 14:28
Gagnrýni
Gjörhugsuð og ljómandi fín ljóðabók
Önnur ljóðbók Fríðu Ísberg, Leðurjakkaveður, slær í gegn hjá gagnrýnendum Kiljunnar. Bókin sé þaulhugsuð heild og sýni að Fríða hafi vaxið sem ljóðskáld.
Hluti af mér vill vera töffari í leðurjakka
Rithöfundurinn Fríða Ísberg er um það bil að smeygja sér í kúrekastígvélin fyrir kvöldið enda stendur mikið til. Útgáfu nýrrar ljóðabókar eftir hana verður fagnað í Iðnó klukkan 20:30. Bókin ber nafnið Leðurjakkaveður og fjallar um ákveðna togstreitu á milli þess að vera töffari með þykkan skráp og berskjaldaður og viðkvæmur.
10.10.2019 - 14:22
Fríða Ísberg - AC/DC - jólarokk og Zappa
Gestur þáttarins að þessu sinni er Fríða Ísberg rithöfundur sem sendi nýverið frá sér bókina Kláði.
21.12.2018 - 17:17
Gagnrýni
Blæbrigðaríkar smásögur frá efnilegum höfundi
Gagnrýnendur Kiljunnar segja að Fríða Ísberg eigi framtíðina fyrir sér sem rithöfundur. Hún sanni það í smásagnasafninu Kláða að hún búi yfir mikilli næmni og nái til lesenda óháð kynslóðabilum. „Þetta er stúlka sem á bara að skrifa og skrifa og skrifa.“
Viðtal
Tæknin myndar flekaskil milli kynslóða
Smásögur Fríðu Ísberg í bókinni Kláða fjalla flestar um fólk af hennar kynslóð, samskipti, klám, kvíða og það metnaðarkapphlaup sem ungt fólk í dag þarf að þreyta.
23.11.2018 - 09:10
Mótþrói á fullveldisafmæli
Í tilefni af fullveldisafmæli Íslands opnar Bókmenntaborgin Reykjavík októbermánuð með ljóðaviðburði í Iðnó sem nefnist Mótþrói. Um leið verða gefnar út tvær ljóðaarkir með ljóðum sem ort voru að gefnu tilefni.