Færslur: Freyja Haraldsdóttir

Myndskeið
Eftir sjö ára baráttu fær Freyja að taka barn í fóstur
Eftir sjö ára baráttu og dómsuppkvaðinngu á þremur dómsstigum er það komið á hreint að Freyja Haraldsdóttir, doktorsnemi og réttindagæslumaður fatlaðra, má taka barn í fóstur. Hún er spennt fyrir þessu nýja hlutverki og vonar að málið ryðji brautina fyrir annað fatlað fólk.
Barnaverndarstofu óheimilt að hafna Freyju
Hæstiréttur dæmdi nú rétt í þessu Freyju Haraldsdóttur í vil í máli sem hún höfðaði gegn Barnaverndarstofu. Hæstiréttur staðfesti því dóm Landsréttar frá því í mars um Barnaverndastofu væri óheimilt að hafna umsókn Freyju um að taka að sér fósturbarn án þess að gefa henni kost á að sækja námskeið fyrir fólk sem hefur áhuga á að taka að sér fósturbörn. Niðurstaðan var þvert á dóm Héraðsdóms Reykjavíkur, sem sýknaði Barnaverndarstofu.