Færslur: Fréttaskýringar

Fréttaskýring
Misrétti og vatnsskortur í nýfrjálsri Namibíu
Lífslíkur í Namibíu eru með þeim minnstu í heiminum. Þjóðarmorðin í Namibíu er sögð fyrirmynd Helfarar nasista í seinni heimstyrjöldinni og aðskilnaðarstefna Suður-Afríku lék landið grátt. Namibía fékk sjálfstæði árið 1990 og er enn að slíta barnsskónum sem þjóð meðal þjóða.
16.11.2019 - 16:36
Fréttaskýring
Klækjarefur Donalds Trumps fyrir dóm
Réttarhöld hófust í dag yfir einum nánasta bandamanni Donalds Trumps. Roger Stone er ákærður í sjö liðum eftir rannsókn Roberts Muellers á afskiptum Rússa af síðustu forsetakosningum. Hann er sakaður um að hindra réttvísina, hafa áhrif á vitni og bera ljúgvitni. Ásakanir um vafasöm klækjabrögð á ferlinum eru reyndar legíó og minna helst á afar ótrúverðuga Hollywood bíómynd.
Fréttaskýring
40 ár frá gíslatökunni í Teheran
Í dag eru fjörutíu ár síðan íranskir stúdentar brutu sér leið inn í bandaríska sendiráðið og tóku starfsmenn og fjölskyldur þeirra í gíslingu. Fimmtíu og tveimur gíslum var ekki sleppt fyrr en 444 dögum síðar. Þúsundir manna komu saman í morgun þar sem áður var sendiráð Bandaríkjanna í Teheran, höfuðborg Írans og hrópuðu vígorð í garð Bandaríkjamanna.
04.11.2019 - 15:29
Fréttaskýring
Fimmtán varaþingmenn hafa tekið sæti á Alþingi
Níu varaþingmenn tóku sæti á Alþingi í vikunni og þess vegna voru um 14 prósent kjörinna þingmanna fjarverandi. Alls hafa fimmtán varaþingmenn tekið sæti á Alþingi síðan 150. þing var sett í haust.
26.10.2019 - 14:36
Nærmynd
Elizabeth Warren: Ljóngáfaður „indjáni“
Elizabeth Warren er einna líklegust til að mæta Donald Trump í forsetakosningunum á næsta ári. Trump kallar hana iðulega indjánann eða Pókahontas eftir amerísku frumbyggjakonunni frá sautjándu öld sem öðlaðist heimsfrægð í túlkun Disney í teiknimynd frá 1995.
Fréttaskýring
Tyrkneska Hollywood
Tyrkneskir sjónvarpsþættir fara sigurför um heiminn og eru orðnir ein helsta útflutningsvara landsins. Vinsældir draumasmiðjunnar í Tyrklandi á heimsvísu nálgast nú ört Hollywood sem í áratugi hefur verið allsráðandi á markaðnum.
29.09.2019 - 10:00
Fréttaskýring
Donald Trump í vondum málum
Donald Trump er sakaður um að kúga forseta Úkraínu til að rannsaka Joe Biden sem hefur mælst efstur í forvali Demókrata fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Fyrir síðustu forsetakosningar var Trump sakaður um að vinna með Rússum til að koma höggi á þáverandi andstæðing sinn, Hillary Clinton.
Fréttaskýring
Er Facebook treystandi fyrir stefnumótasíðu?
Samfélagsmiðillinn Facebook hefur stigið inn á nýjar og áður ókannaðar lendur. Í síðustu viku fór nefnilega stefnumótasíða Facebook í gagnið í Bandaríkjunum. Þótt fyrr hefði verið, kynni einhver að segja, enda er erfitt að hugsa um það svið mannlegrar tilveru sem risinn Facebook hefur ekki enn otað sínum tota.
16.09.2019 - 08:00
Fréttaskýring
Maðurinn sem hrópaði: „order“
John Bercow tilkynnti í vikunni að hann ætli að hætta sem forseti neðri málstofu breska þingsins. Hann hefur sett mark sitt á embættið. Ekki bara með líflegri framkomu í þingsalnum, heldur einnig með því að auka vægi þingsins. En hver er þessi maður, og hvaða þýðingu hefur embættið sem hann ætlar að hætta að gegna?
14.09.2019 - 07:30
Kappræður
Demókratar ráðast gegn Trump
Donald Trump var Demókrötum hugleikinn í nótt í kappræðum tíu efstu frambjóðenda demókrata í forvali flokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Spjótin beindust líka að Joe Biden sem enn leiðir baráttuna en Elizabeth Warren og Bernie Sanders fylgja fast á hæla hans. Heilbrigðismál, innflytjendamál og utanríkismál bar títt á góma og hvort og þá hversu langt til vinstri flokkurinn á að sveigja.
13.09.2019 - 15:30
Kosið á ný í Ísrael og lífið í landinu helga
Það er erfitt að gera sér í hugarlund, hvar á jörðinni pólitíkin sé flóknari en fyrir botni Miðjarðarhafs - í landinu helga. Landinu helga, sem í dag nefnist í daglegu tali Ísrael. En þar er líka Palestína og þessi tvö lönd skarast, sem er þó ef til vill ekki rétta orðið í þessu samhengi. Landnemabyggðir Ísraela hafa á síðustu áratugum teygt sig inn í Palestínu, svolítið eins og kaffislettur á hvítri undirskál. Eða svissneskur ostur.
Fréttaskýring
Getur forsetinn stöðvað þriðja orkupakkann?
Andstæðingar þriðja orkupakkans hafa margir hverjir skorað á Guðna Th. Jóhannesson forseta að beita sér gegn innleiðingu hans. Fræðimenn sem fréttastofa hefur rætt við eiga hins vegar erfitt með að koma auga á hvernig hann ætti að gera það. Skrif forsetans sem sagnfræðings kunna að gefa innsýn í hvernig hann metur áskoranir um að staðfesta ekki þriðja orkupakkann.
Nærmynd
Krónprinsinn tekur við Venstre
Krónprinsinn í Venstre er að taka við konungsríkinu. Jakob Ellemann-Jensen hefur tilkynnt að hann sækist eftir því að verða formaður Venstre. Hann tæki þar með við af Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, sem tilkynnti afsögn sína um helgina. Jakob er sonur Uffe Ellemann-Jensen sem leiddi flokkinn í fjórtán ár, frá 1984 til 1998, og var utanríkisráðherra Danmerkur í rúman áratug.
04.09.2019 - 14:23
Fréttaskýring
Indverjar lenda á tunglinu
Indverska geimfarið Chandrayaan-2 lendir að öllum líkindum á tunglinu á föstudagskvöld. Heppnist lendingin verður Indland fjórða ríkið í heiminum til að lenda geimfari á tunglinu, á eftir Bandaríkjunum, Rússlandi og Kína. Fimmtíu ár eru síðan Neil Armstrong steig fyrstu manna fæti á tunglið. Lítið skref fyrir manninn en risastórt stökk fyrir mannkynið.
03.09.2019 - 15:57
Fréttaskýring
Valdabarátta í Venstre
Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, tilkynnti nokkuð óvænt um helgina að hann hefði ákveðið að segja af sér formennsku í flokki sínum Venstre. Varaformaðurinn Kristian Jensen tilkynnti í kjölfarið afsögn. Líklegasti arftakinn er Jakob Ellemann-Jensen, sonur Uffe Ellemann-Jensen sem var formaður flokksins í fjórtán ár undir lok síðustu aldar.
02.09.2019 - 16:04
Fréttaskýring
Ef hann lemur þig, þá elskar hann þig
Þó að upplýsingar séu á reiki er talið að á 40 mínútna fresti sé kona myrt af maka sínum í Rússlandi. Aðgerðarleysi rússneskra stjórnvalda í heimilisofbeldi er farið að vekja athygli út fyrir landsteinana.
02.09.2019 - 07:30
Fréttaskýring
Spillingarmál skaðar ímynd Trudeau
Justin Trudeau kom eins og stormsveipur inn í kanadísk stjórnmál. Sem nýkjörinn formaður Frjálslynda flokksins vann hann stórsigur í síðustu kosningum og varð forsætisráðherra. Honum hefur verið líkt við menn eins og Barack Obama og Emanuel Macron en upp á síðkastið hefur talsvert fallið á ímynd hans. Vinsældir hans hafa hrunið í stóru spillingarmáli og alls óvíst að hann haldi völdum eftir kosningarnar í haust.
25.08.2019 - 14:15
Fréttaskýring
Servíettan sem varð morðingjanum að falli
Lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum eru í auknum mæli farin að nýta sér framfarir í erfðavísindum til að leysa gömul sakamál. Sitt sýnist hverjum um ágæti og áreiðanleika slíkra aðferða, sem reynist engu að síður býsna árangursrík.
25.08.2019 - 07:30
Fréttaskýring
Umfangsmikill níðhringur Epsteins
Milljarðamæringurinn Jeffrey Epstein braut kynferðislega á tugum eða mörg hundruð stúlkubörnum um langt árabil. Flestar voru þær á aldrinum þrettán til sextán ára. Epstein vildi þær eins ungar og mögulegt var, helst ekki alveg kynþroska. Stúlkurnar fengu sérstaklega greitt fyrir að finna sífellt fleiri og sífellt yngri stúlkur fyrir Epstein.
14.08.2019 - 16:08
Rannsaka dauða Epsteins
Bandaríska dómsmálaráðuneytið og alríkislögreglan FBI rannsaka dauða bandaríska milljarðamæringsins Jeffreys Epsteins, sem talinn er hafa svipt sig lífi í fangaklefa í New York á laugardaginn. Epstein var ákærður fyrir kynferðisbrot á stúlkum undir lögaldri og mansal á stúlkum allt niður í 14 ára aldur. Hann reyndi að fyrirfara sér fyrir nokkrum vikum og átti að vera undir sérstöku eftirliti í fangelsinu vegna sjálfsvígshættu.
12.08.2019 - 16:45
Fréttaskýring
Tíu ár frá því að Ísland sótti um í ESB
Tíu ár eru liðin í dag frá því að þingsályktunartillaga um umsókn um aðild að Evrópusambandinu var samþykkt á Alþingi Íslendinga. Ályktunin var á þessa leið. 
16.07.2019 - 11:21
Fréttaskýring
Spegill, spegill herm þú mér
Indverskar konur eyða milljarði bandaríkjadala ár hvert í að hvítta húðina. Konur sem taka þátt í fegurðarsamkeppnum eru allar ljósar á hörund og allar stjörnurnar í Bollywood. Þær sem ekki lýsa hörundið eiga erfiðara með að fá vinnu og vænlegt mannsefni.
31.05.2019 - 14:58
Fréttaskýring
Vill reka alla múslima frá Danmörku
Rasmus Paludan er dæmdur eltihrellir og að margra mati hreinn og klár fasisti. Hann vill banna íslamstrú og reka alla innflytjendur úr landi. Kannanir sýna að nýr flokkur hans fær fimm þingmenn í kosningunum í Danmörku. Paludan er leiðtogi annars af tveimur nýjum flokkum sem eru hægra megin við Danska þjóðarflokkinn sem tapar stórt á kostnað þeirra.
Fréttaskýring
Prinsessan og seiðskrattinn
Þess er krafist að Marta Lovísa Norgegsprinsessa afsali sér titlinum og ekki í fyrsta sinn. Það hafa verið kærastar og álfaskóli. Nú er það nýi kærastinn og fyrirlestraferðin Prinsessan og seiðskrattinn. Nýi kærastinn er umdeildur en vinsæll meðal fræga fólksins, leikkonan Gwyneth Paltrow er einn skjólstæðinga hans. Það er stórfrétt þegar prinsessa eignast nýjan kærasta en þegar kærastinn er særingamaður frá Bandaríkjunum þá fer allt á hliðina.
20.05.2019 - 15:59
Fréttaskýring
Leiktjöld Donalds Trumps
Viðskiptaveldi Donalds Trumps byggist á sýndarveruleika eða leiktjöldum. Hann var orðinn raunveruleikastjarna áður en sjónvarpið fór að snúast um slíkar persónur. Hann baðaði sig í sviðsljósinu sem farsæll viðskiptajöfur en skattaskýrslur sem The New York Times hefur birt sýna að hann tapaði meira en milljarði bandaríkjadala á einum áratug.
11.05.2019 - 08:32