Færslur: Fréttablaðið

Stjörnutíkin Panda vann til verðlauna í Cannes
Það fá ekki allir tækifæri til þess að leika í bíómynd. En smalahundurinn, Panda, náði að skapa sér farsælan feril í heimi kvikmynda á sinni 12 ára ævi en hún dó í mars á þessu ári. Panda fór með hlutverk í þremur kvikmyndum, nú síðast í Lambinu sem var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í júlí.
Fréttablaðið fagnar tuttugu árum
Tuttugu ár eru í ár liðin frá því Fréttablaðið hóf göngu sína, fyrsta fríblaðið á markaði dagblaða sem fram að því höfðu verið áskriftar- og lausasölublöð. Blaðið hóf göngu sína þegar auglýsingamarkaðurinn var í kreppu og átti við fjárhagserfiðleika að stríða í fyrstu, en varð fljótlega mest lesna blað landsins og skaut þar með Morgunblaðinu ref fyrir rass sem löngum hafði verið risinn á íslenskum dagblaðamarkaði.
23.04.2021 - 18:27
Fjármagn rennur til fjölmiðlafyrirtækja
Tvö af stærstu fjölmiðlafyrirtækjum landsins hafa síðustu daga fengið viðbótarfjármagn, hvort úr sinni áttinni. Ríkisútvarpið fær meira á fjárlögum en til stóð og aðaleigandi Fréttablaðsins, DV og Hringbrautar fjárfesti fyrir hundruð milljóna.
12.12.2020 - 12:22
Meirihlutinn bætir við sig samkvæmt könnun
Flokkarnir fjórir sem mynda meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur mælast með 58% fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur sem mælist með mest fylgi í borginni. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var fyrir Fréttablaðið. Þar segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri að þetta séu gríðarlega sterkar niðurstöður fyrir meirihlutann.
70% vilja skoða sameiningu á höfuðborgarsvæðinu
Sjö af hverjum tíu íbúum á höfuðborgarsvæðinu telja að sameina megi sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og flestir þeirra vilja að þau sameinist í eitt sveitarfélag. Mesta fylgið við sameininguna er í Reykjavík og minnst í Mosfellsbæ. Þetta kemur fram í könnun sem Fréttablaðið lét gera meðal íbúa á svæðinu og birt er í blaðinu í dag.