Færslur: Fréttablaðið

Skoðanakönnun
Þrír flokkar í sérflokki og Framsókn enn á siglingu
Þrír flokkar njóta áberandi meira fylgis en aðrir samkvæmt nýrri skoðanakönnum Prósents, sem birt er í Fréttablaðinu í dag. Samkvæmt henni hefur fylgi Sjálfstæðisflokks og Framsóknar aukist frá síðustu könnun, sér í lagi fylgi Framsóknarflokksins, en þó ekki svo mikið að það dygði ríkisstjórnarflokkunum þremur til að halda meirihlutanum ef kosið yrði nú.
15.06.2022 - 05:35
Skoðanakönnun
Miklar sveiflur í fylgi flokka og ríkisstjórnin fallin
Ríkisstjórnarflokkarnir þrír tapa allir umtalsverðu fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Prósent vann fyrir Fréttablaðið. Þeir mælast samtals með tæplega fjörutíu prósenta fylgi og myndu tapa tólf þingmönnum af 38 ef kosið yrði nú og ríkisstjórnin því falla. Sjálfstæðisflokkurinn tapar mestu fylgi samkvæmt þessari könnun, en Samfylking og Píratar bæta mestu við sig.
Stjörnutíkin Panda vann til verðlauna í Cannes
Það fá ekki allir tækifæri til þess að leika í bíómynd. En smalahundurinn, Panda, náði að skapa sér farsælan feril í heimi kvikmynda á sinni 12 ára ævi en hún dó í mars á þessu ári. Panda fór með hlutverk í þremur kvikmyndum, nú síðast í Lambinu sem var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í júlí.
Fréttablaðið fagnar tuttugu árum
Tuttugu ár eru í ár liðin frá því Fréttablaðið hóf göngu sína, fyrsta fríblaðið á markaði dagblaða sem fram að því höfðu verið áskriftar- og lausasölublöð. Blaðið hóf göngu sína þegar auglýsingamarkaðurinn var í kreppu og átti við fjárhagserfiðleika að stríða í fyrstu, en varð fljótlega mest lesna blað landsins og skaut þar með Morgunblaðinu ref fyrir rass sem löngum hafði verið risinn á íslenskum dagblaðamarkaði.
23.04.2021 - 18:27
Fjármagn rennur til fjölmiðlafyrirtækja
Tvö af stærstu fjölmiðlafyrirtækjum landsins hafa síðustu daga fengið viðbótarfjármagn, hvort úr sinni áttinni. Ríkisútvarpið fær meira á fjárlögum en til stóð og aðaleigandi Fréttablaðsins, DV og Hringbrautar fjárfesti fyrir hundruð milljóna.
12.12.2020 - 12:22
Meirihlutinn bætir við sig samkvæmt könnun
Flokkarnir fjórir sem mynda meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur mælast með 58% fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur sem mælist með mest fylgi í borginni. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var fyrir Fréttablaðið. Þar segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri að þetta séu gríðarlega sterkar niðurstöður fyrir meirihlutann.
70% vilja skoða sameiningu á höfuðborgarsvæðinu
Sjö af hverjum tíu íbúum á höfuðborgarsvæðinu telja að sameina megi sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og flestir þeirra vilja að þau sameinist í eitt sveitarfélag. Mesta fylgið við sameininguna er í Reykjavík og minnst í Mosfellsbæ. Þetta kemur fram í könnun sem Fréttablaðið lét gera meðal íbúa á svæðinu og birt er í blaðinu í dag.