Færslur: #freeBritney

Britney Spears ræður sér sjálf
Dómari í Los Angeles í Bandaríkjunum kvað í kvöld upp þann úrskurð að Britney Spears skuli fá fullt sjálfræði en ekki vera undir stjórn lögráðamanns eins og raunin hefur verið síðustu þrettán árin. Söngkonan vinsæla getur því í fyrsta skipti í á annan áratug ráðið sér sjálf. Faðir Britney var löngum lögráðamaður hennar og réði þá samningagerð og viðskiptum fyrir hana auk annarra þátta bæði í einkalífi og á tónlistarferlinum.
12.11.2021 - 22:26
Fær að ráða eigin lögfræðing og vill kæra föður sinn
Mál bandarísku tónlistarkonunnar Britney Spears var tekið fyrir í dómstólum í Los Angeles í dag en fyrir þremur vikum síðan steig poppstjarnan fram og sagði farir sínar ekki sléttar. Hún hefur verið undir forsjá föður síns í þrettán ár, eða frá árinu 2008. Fjöldi fólks safnaðist saman fyrir utan dómshúsið til að sýna Britney stuðning. 
Öllum í nánasta umhverfi Britney Spears hótað lífláti
Jodie Montgomary, annar af forráðarmönnum Britney Spears, vill að bú söngkonunnar greiði fyrir hana öryggisgæslu allan sólarhringinn. Jamie Spears, hinn forráðamaðurinn og faðir Britney, telur að slíkt yrði einfaldlega of dýrt; allir sem hafi mál hennar á sinni könnu hafi fengið líflátshótanir.
08.07.2021 - 22:04
Sjónvarpsfrétt
Trúir Britney og segir þörf á samtali um þvinganir
Bandaríska söngkonan Britney Spears segist hafa verið neydd til að koma fram en á sama tíma bannað að eignast börn og gifta sig. Héðinn Unnsteinsson, formaður Geðhjálpar segir framburð hennar hafa verið trúverðugan og það sé skýlaus réttur hennar að fá annan forsjárman en föður sinn. Þörf sé á samtali um þvingunaraðgerðir hér á Íslandi.
Sjónvarpsfrétt
Britney Spears rýfur þögnina: „Ég er ekki hamingjusöm“
Bandaríska tónlistarkonan Britney Spears vill fá aftur sjálfræði. Þetta kom fram í máli hennar þegar hún gaf skýrslu fyrir dómi í Los Angeles í kvöld. Hún var svipt sjálfræði árið 2008 og reynir nú að losna undan forsjá föður síns. Þetta er í fyrsta sinn í þrettán ár sem hún tjáir sig um málið í eigin persónu.
23.06.2021 - 23:05
Lestin
Verkfall og sjálfræði Britney Spears
12 ár eru liðin frá því að Britney Spears var svipt lögræði. Hún þykir ekki hæf til að taka grundvallarákvarðanir um eigið líf og fjárhag: hefur hvorki sjálfræði né fjárræði. Því hafa faðir hennar og lögfræðingur verið lögráðamenn hennar og tekið bæði stórar og smáar ákvarðanir fyrir hennar hönd.
02.04.2020 - 10:03