Færslur: Frans páfi

Biden Bandaríkjaforseti fær áheyrn páfa
Joe Biden Bandaríkjaforseti og Jill kona hans fá áheyrn Frans páfa í Páfagarði 29. október næstkomandi.
Páfi boðar samráð og breytingar innan kirkjunnar
Frans páfi boðar einhverjar mestu umbótahugmyndir sem sést hafa innan kaþólsku kirkjunnar um sex áratuga skeið. Næstu tveimur árum verður varið til að kynna og eiga samráð við hverja einustu kaþólska sókn veraldar um hvert kirkjan stefnir til framtíðar. Fyrstu skrefin voru stigin við messu í Páfagarði nú um helgina.
10.10.2021 - 20:01
Skýrsla afhjúpar þúsundir níðinga innan kirkjunnar
Þúsundir barnaníðinga hafa athafnað sig innan kaþólsku kirkjunnar í Frakklandi frá því um miðja síðustu öld. Rannsóknarskýrsla óháðrar nefndar er væntanleg á þriðjudaginn kemur.
Páfagarður skiptir sér af ítalska þinginu
Frumvarp til laga á Ítalíu um bann við mismunun og hvatningu til ofbeldis gegn hinsegin fólki og fötluðum leggst illa í kaþólsku kirkjuna.
Frans páfi hitti erkiklerkinn Sistani
Ali Sistani, erkiklerkur sjítamúslíma í Írak, tók á móti Frans páfa fyrsta, æðsta manni kaþólsku kirkjunnar, á heimili sínu í hinni helgu borg Najaf í morgun. Sistani, sem er níræður að aldri, tekur nær aldrei á móti gestum, segir í frétt AFP, en gerði undantekningu fyrir hinn 84 ára Frans, sem er fyrsti páfi sögunnar til að heimsækja Írak. Markmið ferðarinnar er tvíþætt; að blása hinum fáu kristnu mönnum sem enn búa í Írak móð í brjóst og rétta sjítum sáttarhönd.
06.03.2021 - 06:56
Páfinn: „Sjálfseyðandi afneitun" að hafna bólusetningu
Efasemdir um ágæti bólusetningar bera vott um sjálfseyðandi afneitun, að mati Frans páfa. Hann hvetur fólk til að láta bólusetja sig hið fyrsta og ætlar sjálfur að láta bólusetja sig í komandi viku.
Fámenn jólamessa páfa í skugga heimsfaraldurs
Tómlegt var um að litast á Péturstorginu í Róm að kvöldi aðfangadags, öfugt við það sem venja er til, og fámennt var í Péturskirkjunni sjálfri, þar sem Frans páfi þjónaði fyrir altari. Innan við tvö hundruð grímubúnir gestir sóttu messuna, aðallega starfsfólki Páfagarðs. Messan var haldin klukkan hálf átta að ítölskum tíma en ekki á miðnætti eins og venja er, vegna útgöngubanns sem í gildi er á Ítalíu kvölds og nætur.
24.12.2020 - 23:32
Frans páfi þungorður í garð mótmælenda
Frans páfi beinir spjótum sínum í nýrri bók að þeim sem hafa mótmælt viðbrögðum stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum. Páfi segir slík mótmæli af allt öðrum meiði en þá réttlátu reiði sem dauði Georges Floyd í vor kveikti víða um heim.
Rannsaka læk páfa við mynd af fáklæddri konu
Rannsókn er hafin á því hvers vegna opinber Instagram-síða páfans setti hjarta við mynd af fáklæddri brasilískri fyrirsætu. Á myndinni sést ber afturendi fyrirsætunnar Nataliu Garibotto og við myndina er skrifað: „Ég get kennt ykkur eitt og annað. Get ekki beðið eftir að sýna ykkur myndirnar sem teknar voru af mér í október.“ Ekki er ljóst hvenær síða páfa lækaði myndina.
20.11.2020 - 10:32
Frans páfi kveðst hliðhollur samböndum samkynhneigðra
Frans páfi segist styðja sambönd fólks af sama kyni og að þau séu börn guðs. Hann kveðst hlynntur því að samkynhneigðir fái að skrá sig í staðfesta samvist, sem er alger viðsnúningur frá viðhorfi fyrri páfa.
22.10.2020 - 02:25
Krefst handrita og afsökunarbeiðni frá páfa
Forseti Mexíkó krefur páfagarð um afsökunarbeiðni vegna þáttar kaþólsku kirkjunnar í kúgun innfæddra þegar Spánverjar réðust inn í landið fyrir 500 árum. Krafan er lögð fram í tveggja síðna bréfi sem Andres Manuel Lopez Obrador sendi Frans páfa í byrjun mánaðarins. Þar biður hann einnig um að fá handrit að láni sem Spánverjar höfðu með sér og eru geymd í bókasafni Vatíkansins.
11.10.2020 - 07:50
Fyrrverandi páfi sagður veikburða
Joseph Ratzinger eða Benedikt XVI fyrrverandi páfi, er sagður alvarlega veikur.
03.08.2020 - 03:45
Frans Páfi kallar eftir réttsýni og sanngirni
Frans Páfi segir í Hvítasunnuávarpi sínu að heimurinn verði gjörbreyttur eftir að kórónuveirufaraldurinn verður genginn yfir. Páfi kallar eftir sanngjarnara samfélagi og að brugðist verði af einurð við þeirri farsótt sem fátæktin í heiminum sé.
31.05.2020 - 05:18
Páfi léttir páfaleynd af ofbeldi gegn börnum
Frans páfi segir sérstaka páfaleynd ekki eiga við um tilkynningar innan kaþólsku kirkjunnar um kynferðisbrot gegn börnum. Vill hann með þessu reyna að auka gegnsæi í slíkum málum. Hingað til hafa málin verið afgreidd innan kirkjunnar, að sögn til þess að vernda friðhelgi einstaklinganna sem brotið er gegn, auk orðspors þess sem sakaður er um brotið.
Slökkviliðsmenn komu páfanum til bjargar
Frans páfi festist í lyftu í Vatíkaninu í dag vegna rafmagnleysis. Slökkviliðsmenn komu honum til bjargar eftir tæpan hálftíma. Páfinn varð því of seinn í vikulegu predikun sína á Péturstorginu í Róm.
01.09.2019 - 12:40
Páfi setur biskup í bann vegna kynferðisbrota
Frans páfi hefur bannað Michael Bransfield, bandarískum fyrrverandi biskupi, að stjórna helgihaldi. Bransfield hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni og fjármálamisferli.
22.07.2019 - 01:49
Páfi færir flóttamönnum fjárhagsaðstoð
Frans páfi ánafnaði hálfri milljón dollara til hjálpar flóttamönnum sem sitja fastir í Mexíkó á leið sinni til Bandaríkjann. BBC hefur þetta eftir yfirlýsingu frá Vatíkaninu. Fjármagnið kemur úr sjóði páfa, þangað sem safnfé berst frá öllum heiminum. Í yfirlýsingunni segir að aðstoð til flóttamannanna minnki í takt við minni fréttaflutning af aðbúnaði þeirra. 
28.04.2019 - 06:09
Segir vestræn ríki bera ábyrgð á dauða barna
Frans páfi segir Evrópu og Bandaríkin ábyrg fyrir dauða barna í Jemen, Sýrlandi og Afganistan. Auðug vestræn ríki ýti undir átök með því að selja stríðshrjáðum löndum vopn.
06.04.2019 - 18:19
Biskupar og prestar hafa lengi brotið á konum
Kaþólskir biskupar og prestar hafa árum og áratugum saman beitt nunnur og aðrar konur í kaþólskum trúarreglum og söfnuðum kynferðisofbeldi og gera það enn. Þetta viðurkenndi Frans páfi fyrsti í samtali við fréttamenn á leiðinni heim til Rómar frá Abu Dhabi. Hann sagði kynlífsþrælkun hafa viðgengist í einstaka söfnuðum og sagði ofbeldi á konum alvarlegt og útbreitt vandamál, langt út fyrir raðir kirkjunnar, þar sem konu séu víða meðhöndlaðar sem annars flokks manneskjur.
06.02.2019 - 04:46
Frans fyrstur páfa á Arabíuskaga
Frans páfi varð í kvöld fyrsti páfinn til að stíga fæti á Arabíuskaga. Sheik Mohammad bin Zayed al-Nahyan, krónprins Sameinuðu Arabísku Furstadæmanna, tók á móti honum við komuna í Abu Dhabi. Páfinn tekur þátt í trúarráðstefnu og heldur svo sjálfur messu á þriðjudag. Búist er við um 120 þúsund gestum á messuna. 
03.02.2019 - 23:21
Páfi harðorður í garð neysluhyggju nútímans
Frans páfi fór hörðum orðum að óseðjandi græðgi neysluhyggju nútímans, og kallaði eftir því í predikun sinni í dag að fólk deili með sér hlutum og gefi þá í ríkara mæli.
25.12.2018 - 00:03
Myndband
Truflaði Frans páfa við mikinn fögnuð
Ungur heyrnarlaus drengur vakti mikla kátínu þegar hann klifraði upp á svið í Vatíkaninu í dag. Þar var Frans páfi í miðjum klíðum að flytja vikulegt ávarp sitt til almennings.
28.11.2018 - 22:30
Páfi líkir þungunarrofi við leigumorð
Frans páfi líkir þungunarrofi við það að ráða leigumorðingja til þess að leysa vandamál sín. Þetta kom fram í máli hans þegar hann ávarpaði mannfjölda í Vatíkaninu í dag.
10.10.2018 - 11:19
Kaþólskur prestur í Chile sviptur embætti
Frans páfi svipti Fernando Karadima prestsembætti í dag fyrir hlut hans í umfangsmiklu barnaníðsmáli innan kaþólsku kirkjunnar í Chile. Karadima, sem er 88 ára, beitti fjölda drengja kynferðisofbeldi yfir áratugaskeið. Al Jazeera hefur eftir yfirlýsingu frá Vatíkaninu að ákvörðun páfans væri kaþólsku kirkjunni til heilla.
29.09.2018 - 04:18
Páfagarður stendur með fórnarlömbum
Páfagarður stendur með fórnarlömbum í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna sem urðu fyrir kynferðisofbeldi af hálfu kaþólskra presta. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Vatíkaninu. Greg Burke, talsmaður Vatíkansins, segir Páfagarð lýsa yfir skömm og sorg yfir glæpsamlegu og ósiðlegu ofbeldinu. Kirkjan verði að læra af fortíðinni og draga verði þá til ábyrgðar sem beittu ofbeldi, sem og þá sem leyfðu ofbeldið, hefur Deutsche Welle eftir Burke.
17.08.2018 - 05:58