Færslur: Frans páfi

Fyrrverandi páfi sagður veikburða
Joseph Ratzinger eða Benedikt XVI fyrrverandi páfi, er sagður alvarlega veikur.
03.08.2020 - 03:45
Frans Páfi kallar eftir réttsýni og sanngirni
Frans Páfi segir í Hvítasunnuávarpi sínu að heimurinn verði gjörbreyttur eftir að kórónuveirufaraldurinn verður genginn yfir. Páfi kallar eftir sanngjarnara samfélagi og að brugðist verði af einurð við þeirri farsótt sem fátæktin í heiminum sé.
31.05.2020 - 05:18
Páfi léttir páfaleynd af ofbeldi gegn börnum
Frans páfi segir sérstaka páfaleynd ekki eiga við um tilkynningar innan kaþólsku kirkjunnar um kynferðisbrot gegn börnum. Vill hann með þessu reyna að auka gegnsæi í slíkum málum. Hingað til hafa málin verið afgreidd innan kirkjunnar, að sögn til þess að vernda friðhelgi einstaklinganna sem brotið er gegn, auk orðspors þess sem sakaður er um brotið.
Slökkviliðsmenn komu páfanum til bjargar
Frans páfi festist í lyftu í Vatíkaninu í dag vegna rafmagnleysis. Slökkviliðsmenn komu honum til bjargar eftir tæpan hálftíma. Páfinn varð því of seinn í vikulegu predikun sína á Péturstorginu í Róm.
01.09.2019 - 12:40
Páfi setur biskup í bann vegna kynferðisbrota
Frans páfi hefur bannað Michael Bransfield, bandarískum fyrrverandi biskupi, að stjórna helgihaldi. Bransfield hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni og fjármálamisferli.
22.07.2019 - 01:49
Páfi færir flóttamönnum fjárhagsaðstoð
Frans páfi ánafnaði hálfri milljón dollara til hjálpar flóttamönnum sem sitja fastir í Mexíkó á leið sinni til Bandaríkjann. BBC hefur þetta eftir yfirlýsingu frá Vatíkaninu. Fjármagnið kemur úr sjóði páfa, þangað sem safnfé berst frá öllum heiminum. Í yfirlýsingunni segir að aðstoð til flóttamannanna minnki í takt við minni fréttaflutning af aðbúnaði þeirra. 
28.04.2019 - 06:09
Segir vestræn ríki bera ábyrgð á dauða barna
Frans páfi segir Evrópu og Bandaríkin ábyrg fyrir dauða barna í Jemen, Sýrlandi og Afganistan. Auðug vestræn ríki ýti undir átök með því að selja stríðshrjáðum löndum vopn.
06.04.2019 - 18:19
Biskupar og prestar hafa lengi brotið á konum
Kaþólskir biskupar og prestar hafa árum og áratugum saman beitt nunnur og aðrar konur í kaþólskum trúarreglum og söfnuðum kynferðisofbeldi og gera það enn. Þetta viðurkenndi Frans páfi fyrsti í samtali við fréttamenn á leiðinni heim til Rómar frá Abu Dhabi. Hann sagði kynlífsþrælkun hafa viðgengist í einstaka söfnuðum og sagði ofbeldi á konum alvarlegt og útbreitt vandamál, langt út fyrir raðir kirkjunnar, þar sem konu séu víða meðhöndlaðar sem annars flokks manneskjur.
06.02.2019 - 04:46
Frans fyrstur páfa á Arabíuskaga
Frans páfi varð í kvöld fyrsti páfinn til að stíga fæti á Arabíuskaga. Sheik Mohammad bin Zayed al-Nahyan, krónprins Sameinuðu Arabísku Furstadæmanna, tók á móti honum við komuna í Abu Dhabi. Páfinn tekur þátt í trúarráðstefnu og heldur svo sjálfur messu á þriðjudag. Búist er við um 120 þúsund gestum á messuna. 
03.02.2019 - 23:21
Páfi harðorður í garð neysluhyggju nútímans
Frans páfi fór hörðum orðum að óseðjandi græðgi neysluhyggju nútímans, og kallaði eftir því í predikun sinni í dag að fólk deili með sér hlutum og gefi þá í ríkara mæli.
25.12.2018 - 00:03
Myndband
Truflaði Frans páfa við mikinn fögnuð
Ungur heyrnarlaus drengur vakti mikla kátínu þegar hann klifraði upp á svið í Vatíkaninu í dag. Þar var Frans páfi í miðjum klíðum að flytja vikulegt ávarp sitt til almennings.
28.11.2018 - 22:30
Páfi líkir þungunarrofi við leigumorð
Frans páfi líkir þungunarrofi við það að ráða leigumorðingja til þess að leysa vandamál sín. Þetta kom fram í máli hans þegar hann ávarpaði mannfjölda í Vatíkaninu í dag.
10.10.2018 - 11:19
Kaþólskur prestur í Chile sviptur embætti
Frans páfi svipti Fernando Karadima prestsembætti í dag fyrir hlut hans í umfangsmiklu barnaníðsmáli innan kaþólsku kirkjunnar í Chile. Karadima, sem er 88 ára, beitti fjölda drengja kynferðisofbeldi yfir áratugaskeið. Al Jazeera hefur eftir yfirlýsingu frá Vatíkaninu að ákvörðun páfans væri kaþólsku kirkjunni til heilla.
29.09.2018 - 04:18
Páfagarður stendur með fórnarlömbum
Páfagarður stendur með fórnarlömbum í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna sem urðu fyrir kynferðisofbeldi af hálfu kaþólskra presta. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Vatíkaninu. Greg Burke, talsmaður Vatíkansins, segir Páfagarð lýsa yfir skömm og sorg yfir glæpsamlegu og ósiðlegu ofbeldinu. Kirkjan verði að læra af fortíðinni og draga verði þá til ábyrgðar sem beittu ofbeldi, sem og þá sem leyfðu ofbeldið, hefur Deutsche Welle eftir Burke.
17.08.2018 - 05:58
Átakafundur páfa og Frakklandsforseta
Frans páfi og Emmanuel Macron Frakklandsforseti hittust á miklum átakafund í Páfagarði í dag. Þar ræddu þeir meðal annars örlög innflytjenda sem koma til Evrópu.
26.06.2018 - 20:45
Frans páfi fær sérhannaðan geimbúning
Geimfarar úr alþjóðlegu geimstöðinni afhentu Frans páfa sérhannaðan bláan geimbúning á föstudag. Búningi páfa fylgir þó sérleg hvít skikkja til að aðgreina hann frá óbreyttum geimförum.
Aldrei meiri hætta steðjað að íbúum Amazon
Frans páfi segir frumbyggja á Amazon-svæðinu aldrei hafa verið í jafn mikilli hættu og nú á dögum. Hann krafðist þess að bundinn verði endi á rányrkju timburs, gulls og gastegunda á svæiðnu.
20.01.2018 - 05:22
Segja páfa ekki hafa gert nóg fyrir fórnarlömb
Frans páfi hlustaði á fórnarlömb kynferðisofbeldis af hálfu kaþólskra presta fyrir luktum dyrum í Santíago, höfuðborg Chile, í gær. Fyrr um daginn hlýddu 400 þúsund manns á messu páfa í almenningsgarði í borginni.
17.01.2018 - 04:58
Flóttamenn í sömu sporum og María og Jósef
Frans páfi biðlaði í árlegri aðfangadagsmessu til kaþólikka að hunsa ekki bágar aðstæður flóttamanna sem flýji nauðugir heimaland sitt vegna leiðtoga sem séu reiðubúnir að myrða saklausa borgara. Margir þurfi að feta í sömu spor og þau María og Jósef, sagði páfinn í Sankti Péturskirkjunni í Róm.
24.12.2017 - 22:53
Páfi harmar misnotkun kaþólskra á börnum
Um 20 þúsund manns komu saman við Colosseum hringleikahúsið í Róm til að hlýða á predikun páfa í gær, föstudaginn langa. Frans páfi harmaði meðal annars þjáningu farandfólks, fórnarlamba kynþáttahaturs og kristið fólk sem ofsótt er víða. 
15.04.2017 - 04:10
Ökuferð með Frans fyrsta
Páskarnir nálgast og þá leggjast margir í ferðalög. Sigurbjörg Þrastardóttir er á útiskónum í sjálfri Róm. Eins og fleiri er hún að teygja hálsinn til að reyna að koma auga á Frans páfa. Hér fyrir ofan má heyra sendinguna frá Róm, en Sigurbjörg skrifar: