Færslur: Frankenstein

Rúm milljón dala fyrir fyrstu prentun af Frankenstein
Eintak af fyrstu prentun bókarinnar um Frankenstein var selt fyrir rúma milljón bandaríkjadala á uppboði í New York nýverið. Mary Shelley, höfundur bókarinnar, prentaði bókina sjálf í 500 eintökum. Hún er í þremur bindum og innbundin.
19.09.2021 - 18:03
Frankenstein fagnar 200 ára afmæli
Skáldsagan Frankenstein eftir enska rithöfundinn Mary Shelley kom út í London á nýársdag árið 1818 og er því tvö hundruð ára um þessar mundir. Shelley hóf að skrifa söguna þegar hún var átján ára gömul og var tvítug þegar hún kom út. Nafn höfundarins birtist þó ekki fyrr en í annarri útgáfu sem gefin var út í Frakklandi árið 1823.
14.01.2018 - 17:22