Færslur: Framtíðin

Tímahylkinu lokað
Nemendur á Svalbarðseyri hafa nú pakkað í tímahylki verkum sem þau unnu á tímum faraldursins og tengjast upplifun þeirra á honum. Tilgangurinn er að halda utan um upplifun barnanna fyrir sagnfræðinga framtíðarinnar.
17.10.2021 - 15:05
Landinn
Framtíðin er ekki óskrifað blað
„Það er enginn lengur sem fer um á morgnana og slekkur á lýsislömpum hér í Reykjavík og það eru heldur engir sótarar hérna lengur. Og það er fullt af öðrum störfum sem einu sinni voru mikilvæg sem eru ekki lengur til,“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi.
20.09.2021 - 11:40
Veröld ný og góð - Aldous Huxley
Framtíðarskáldsagan Veröld ný og góð (e. Brave new world) eftir breska rithöfundinn Aldous Huxley kom fyrst út árið 1932 og hefur síðan þá ratað ósjaldan á topplista yfir áhrifamestu eða jafnvel bestu skáldsögur 20. aldarinnar. Hún er ein þekktasta vonda staðleysan, dystópían, sem sköpuð hefur verið. Bókin kom út árið 1988 í íslenskri þýðingu Kristjáns Oddssonar.
Veistu hvar við verðum árið 2118?
Vigdís og Gummi í Veistu hvað? veltu því fyrir sér í tilefni fullveldisafmælis landsins nú 1. desember hvar við verðum stödd eftir 100 ár, árið 2118. Þau fengu líka góða hjálp frá Sævari Helga til að rýna í framtíðina.
30.11.2018 - 16:26
Þang - gleymda fæðutegundin
Í dönsku þáttunum Mad magazinet rannsaka þáttarstjórnendur matinn sem við borðum dags daglega. Þeir skyggnast einnig inn í framtíðina og velta fyrir sér hvaða fæða verði á borðum framtíðarfólks. Þang er þar nefnt sem vistvænn og aðgengilegur valkostur sem gæti orðið vinsæll á borðum framtíðarsælkera.
27.11.2018 - 15:16
Siri eða Sirrý?
Hvernig lærir fólk framtíðarinnar? Er spurning sem viðskiptaráð vonar að svar fáist við í verkkeppninni sem ráðið stendur fyrir nú í október. Verður það hin mennska Sirrý sem mun sjá um kennsluna eða kannski bara Siri?
05.10.2018 - 08:09