Færslur: Framsóknarflokkurinn

Myndskeið
Allir forystumennirnir búnir að kjósa
Allir forystumenn stjórnmálaflokkanna voru búnir að kjósa á fimmta tímanum í dag. Kjörfundur stendur yfir allt til klukkan 22 í kvöld.
Myndskeið
Hvað vildu forystumennirnir vita?
Fulltrúar stjórnmálaflokkanna, sem bjóða fram um land allt á morgun, fengu í leiðtogaumræðunum í kvöld tækifæri til að spyrja einhvern hinna spurningar og sköpuðust líflegar umræður.
Konur kjósa frekar VG, karlar Sjálfstæðisflokk
Á morgun verður gengið til kosninga. Um 250 þúsund eru á kjörskrá og ef miðað er við kjörsóknina í fyrra, sem var rúmlega 79%, má búast við því að um 197 þúsund kjósendur mæti á kjörstað og ráðstafi atkvæði sínu.  Gera þeir það eins og í fyrra?  Má greina fylgni við kyn, menntun og tekjur þegar kemur að því að velja flokk? 
Skatta- og jafnréttismál í Reykjavík suður
Frambjóðendur í Reykjavíkurkjördæmi suður tókust á um skattamál, fjármögnun kosningaloforða, kynbundinn launamun og húsnæðismál á rás2 í dag.
Tekist á í Suðurkjördæmi
Oddvitar og fulltrúar þeirra tíu flokka sem bjóða fram í Suðurkjördæmi gerður grein fyrir sínum sjónarmiðum og áherslum í kjördæmaþætti á Rás 2 í dag. Rætt var meðal annars um vegatolla og samgöngur í kjördæminu, virkjunaráform og stöðu ungs fólks í Suðurkjördæmi.
Flokkarnir fengu nær 700 milljónir í fyrra
Stjórnmálaflokkar landsins fengu 678 milljónir króna í fyrra í framlög frá ríki, sveitarfélögum, fyrirtækjum og einstaklingum auk annarra rekstrartekna sinna. Sjálfstæðisflokkurinn hafði úr mestu fé að spila, samtals 239 milljónum króna sem jafngilda rúmlega þriðjungi allra fjármuna sem flokkarnir öfluðu sér í fyrra.
Myndskeið
Mestar líkur á fjögurra flokka stjórn
Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að miðað við niðurstöður nýjasta Þjóðarpúls Gallup sé líklegast að mynduð verði fjögurra flokka ríkisstjórn eftir kosningar. Engin tveggja flokka stjórn er í spilunum ef könnunin gengur eftir og þriggja flokka stjórn verður ekki mynduð nema Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri-græn snúi bökum saman.
Fimleikadrottning Framsóknar tók heljarstökk
Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, er viðmælandinn í nýjum þætti af Hvað í fjandanum á ég að kjósa? Það eru ekki allir sem vita það en Lilja á sér áratuga langa sögu í fimleikum og var fimleikaþjálfari þar til nýlega.
Vinstri-græn og Sjálfstæðisflokkur stærst
Vinstri-græn og Sjálfstæðisflokkurinn mælast með mest fylgi allra flokka rúmri viku fyrir kosningar, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Vinstri-græn mælast með rúmlega 23 prósenta fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn tæplega 23 prósenta fylgi. Munurinn er innan skekkjumarka. Litlar breytingar verða á fylgi flokka frá síðasta Þjóðarpúlsi en fylgi Bjartrar framtíðar fer úr þremur prósentum í rúmt eitt prósent.
Frambjóðendur í Norðvestur takast á
Fulltrúar þeirra 9 flokka sem bjóða fram í Norðvesturkjördæmi gerðu grein fyrir sínum áherslumálum í kjördæmaþætti á Rás 2. Kjördæmið er stórt en jafnframt það fámennasta. Þingsæti eru 8 og þar af er eitt jöfnunarsæti.
Fréttaskýring
Hamskeri, þakdúkari og kerfóðrari í framboði
Einkaþjálfarar, viðburðastjórnendur og guðfræðingar eru á meðal frambjóðenda til alþingiskosninganna í lok mánaðarins. Framkvæmdastjórar, lögfræðingar, bændur og kennarar eru eftir sem áður stór hluti frambjóðenda. Starfsheiti eru tilgreind við nöfn flestra frambjóðenda á framboðslistum flokkanna. Fréttastofa fór yfir listana og kynnti sér starfsreynslu frambjóðenda.
Viðtöl
Tekist á í Suðvesturkjördæmi
Frambjóðendur stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram í Suðvesturkjördæmi tókust á og gerðu grein fyrir sínum áherslum í kjördæmaþætti Rás 2. Að þessu sinni eru tíu flokkar sem bjóða fram. Alls eru í boði 13 þingsæti í kjördæminu, 11 er kjördæmakjörin og 2 uppbótarþingsæti.
Samfylkingin á uppleið
Vinstri græn mælast með mest fylgi allra flokka en Samfylkingin er í mestri sókn samkvæmt nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið sem birt var í morgun. Vinstri græn mælast með rúmlega 27 prósenta fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn tæplega 23 prósent. Samfylkingin mælist með rúmlega fimmtán prósenta fylgi, sem er tvöfalt fylgi flokksins eins og það mældist í könnun Félagsvísindastofnunar fyrir hálfum mánuði.
Vaðlaheiðargöng mistök eða gæfuspor?
Í kjördæmaþætti á Rás 2 með fulltrúum flokkanna sem bjóða fram í Norðausturkjördæmi var meðal annars rætt um hvort rétt hafi verið að ráðast í lagningu Vaðlaheiðarganga. Ýmis önnur mál voru rædd. Hvernig ætti að afla tekna til að auka framlög til heilbrigðismála og menntamála, svo eitthvað sé nefnt.
Ellefu framboð þar sem þau eru flest
Framboðsfrestur fyrir Alþingiskosningarnar 28. október rann út núna klukkan tólf á hádegi. Níu flokkar bjóða fram í öllum kjördæmum og þrír í nokkrum þeirra.
Vill „svissnesku leiðina“ í húsnæðismálum
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir mikilvægasta verkefni stjórnmálanna að viðhalda efnahagslegum stöðugleika í landinu og taka engar kollsteypur. Hann vill taka 20 milljarða af afgangi af ríkisrekstrinum og setja 10 milljarða í viðbótarfjármögnun til heilbrigðismála og 10 milljarða í menntamál og samgöngur.
Frambjóðendur í Reykjavík norður mætast
Fyrsta kjördæmaþættinum af sex var útvarpað á Rás tvö í dag. Þar komu fram oddvitar og fulltrúar þeirra 11 flokka sem bjóða fram í kjördæminu. Rætt var um húsnæðismál, málefni aldraðra og öryrkja og skilvirkni á Alþingi svo eitthvað sé nefnt. Næsti kjördæmaþáttur verður á Akureyri 12. október klukkan 17:30 og verður útvarpað á Rás 2.
Myndskeið
Leiðtogarnir settir í spyrilshlutverkið
„Við ætlum aðeins að skipta um gír en vitum ekki alveg hvaða,“ sagði Þóra Arnórsdóttir, annar af stjórnendum Leiðtogaumræðunnar á RÚV í kvöld þegar bryddað var upp á nýjum dagskrárlið – að bjóða hverjum leiðtoga upp á að bera fram eina spurningu til annars leiðtoga.
Myndskeið
Um þetta snúast kosningarnar að mati leiðtoga
Forystumenn þeirra 12 flokka sem bjóða fram í þingkosningunum þann 28. október fengu eina mínútu í upphafi Leiðtogaumræðunnar, sem sýndar voru í beinni útsendingu á RÚV, til að segja sína skoðun á því um hvað kosningarnar eiga að snúast.
Ásmundur Einar leiðir í Norðvesturkjördæmi
Ásmundur Einar Daðason, fyrrverandi alþingismaður, leiðir lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi í næstu alþingiskosningum, 28.október. Halla Signý Kristjánsdóttir, fjármálastjóri í Bolungarvík situr í öðru sæti listans og Stefán Vagn Stefánsson, bæjarfulltrúi og yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki í því þriðja.
Þórunn leiðir lista Framsóknar í NA-kjördæmi
Þórunn Egilsdóttir leiðir lista Framsóknarflokksins fyrir alþingiskosningarnar 28.október. Kjördæmisþing flokksins samþykkti framboðslistann í kjördæminu í dag.
Sigurður og Silja leiða Framsókn í S-kjördæmi
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, leiðir lista flokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi kosningar. Þingkonan Silja Dögg Gunnarsdóttir skipar annað sæti listans. Þetta var samþykkt á fjölmennum fundi í félagsheimilinu Hvoli í dag, að því er segir í tilkynningu frá flokknum.
Ekki fyrsti klofningur Framsóknarflokksins
Framsóknarflokkurinn hefur nokkrum sinnum klofnað í sögu sinni, þar á meðal tveimur árum eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson varð formaður. Þetta sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, í Silfrinu í dag. Hann sagði að ákveðinn hópur innan flokksins hefði ákveðið að taka ekki þátt í málefnastarfi og vinnu innan flokksins þrátt fyrir að viðkomandi hafi verið boðið að vera með í öllu ferli alls staðar. Þess í stað hafi flokkurinn klofnað.
Ekki orðið var við að unnið væri gegn Gunnari
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segist ekki hafa orðið var við að unnið hafi verið gegn Gunnari Braga Sveinssyni í kjördæmi hans. Þessu heldur Gunnar Bragi fram í yfirlýsingu sinni þar sem hann tilkynnir að hann sé hættur í flokknum.
Gætu fengið meira fylgi en Framsókn ein
Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segir að flokkur sinn og flokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar geti fengið samanlagt meira fylgi en Framsóknarflokkurinn hefði ella fengið.