Færslur: Framsóknarflokkurinn

Silfrið
Vantar samstarfsflokk og Framsókn kæmi vel til greina
Sjálfstæðisflokkinn í borginni vantar flokk til að vinna með í meirihluta, að sögn oddvitans Eyþórs Arnalds. Hann segir að gangi Framsóknarflokknum vel í borgarstjórnarkosningum næsta vor komi hann til greina sem slíkur. Sjálfur ætlar Eyþór að óbreyttu að bjóða fram krafta sína til að leiða lista Sjálfsstæðismanna. 
Segja vistaskipti Birgis óvenjuleg og orka tvímælis
Vistaskipti Birgis Þórarinssonar úr þingflokki Miðflokksins í Sjálfstæðisflokkinn eru óvenjuleg og orka tvímælis að mati formanna Framsóknarflokks og Vinstri grænna. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það hafa komið sér á óvart þegar Birgir bauð þingflokknum krafta sína en segir ólíklegt að þessi viðbót í þingflokkinn hafi áhrif á stjórnarmyndunarviðræður flokkanna.
Silfrið
Gríðarleg kjarabót fylgir lágum vöxtum
Brýnt er að tryggja verðstöðugleika næstu árum. Hagkerfið virðist vera að rísa og hagvöxtur að aukast, skatttekjur hins opinbera vaxa þar með. Hagfræðingar ræddu hagkerfið og ríkisstjórnarmyndun í Silfrinu í morgun.
Línur ættu að skýrast um miðja næstu viku
Það ætti að skýrast um miðja næstu viku hvort framahald verður á stjórnarmyndunarviðræðum Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Líklegt er að þing komi ekki saman fyrr en um mánaðamót.
Að minnsta kosti tveir smitaðir á Framsóknarvökunni
Að minnsta kosti tveir gestir kosningavöku Framsóknarflokksins hafa greinst með Covid-19 í vikunni og einhverjir gestir eru komnir í sóttkví. Húsfyllir var á kosningavökunni við Grandagarð fram á nótt um helgina. 
Framsókn í mikilli sókn
Framsóknarflokkurinn bætir við sig fimm þingmönnum og stefnir í að verða næststærsti flokkurinn á þingi. Fylgi flokksins á landsvísu er samkvæmt nýjust tölum 17,7% og myndi það skila flokknum 13 þingmönnum – nokkru meira en kannanir sýndu.
Vörðu minnst 30 milljónum í prófkjör í Reykjavík
Fimm frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vörðu samtals 30 milljónum í prófkjörsbaráttu sína. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson, sem bæði sóttust eftir að verða oddviti flokksins í höfuðborginni, skera sig úr þótt það sé ekki endilega ávísun á gott gengi í prófkjöri að eyða miklum peningi.
Segir Sigurð Inga í dauðafæri að leiða ríkisstjórn
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins er í dauðafæri að leiða næstu ríkisstjórn að sögn Lilju Alfreðsdóttur, varaformanns og mennta- og menningarmálaráðherra.
Framsókn eini miðjuflokkurinn
Fjárfesting í fólki er yfirskrift kosningaáherslna Framsóknarflokksins fyrir komandi kosningar. Þær voru kynntar á fundi á Hilton Nordica í dag.
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn bæta við sig
Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur flokka með 23,4 prósenta fylgi í nýrri könnun Maskínu fyrir Stöð 2. Fylgi flokksins eykst milli mánaða en er þó litu undir kjörfylgi.
Óboðlegur seinagangur í Fossvogsskóla segir ráðherra
Gera þarf allsherjar úttekt á skólum landsins og bæta eftirlit með skólabyggingum. Þetta segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra í viðtali í Morgunblaðinu í dag, þar sem hún er meðal annars spurð út í ástandið í Fossvogsskóla í Reykjavík.
Framboðslisti Framsóknar í Suðurkjördæmi samþykktur
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, er efstur á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi og Jóhann Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Keilis, í því öðru. Heiðurssæti á listanum hlýtur Silja Dögg Gunnarsdóttir, eftir að hún hafnaði þriðja sætinu. Listi Framsóknar í Suðurkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar var birtur í dag.
26.06.2021 - 14:53
Þingkonur Framsóknar bera lítið úr býtum
Þremur þingkonum Framsóknarflokksins, öllum nema Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra, mistókst að tryggja sér það sæti sem þær óskuðu eftir í prófkjörum flokksins.
Jóhann felldi Silju Dögg úr öðru sætinu
Jóhann Friðrik Friðriksson, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, hreppti annað sætið í prófkjöri Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Hann hafði þar betur í baráttunni við Silju Dögg Gunnarsdóttur þingmann og Daða Geir Samúelsson sem einnig sóttust eftir öðru sætinu. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sóttist einn eftir efsta sæti listans og fékk það.
Úrslitastund í Norðvesturkjördæmi
Tvö prófkjör fara fram í dag. Í Norðvesturkjördæmi er harður slagur um að leiða lista Sjálfstæðisflokksins og barist er um annað sætið hjá Framsóknarflokknum í Suðurkjördæmi.
Minni flokkar huga að framboðslistum
Þegar rúmir þrír mánuðir eru til alþingiskosninga hefur fengist nokkuð skýr mynd á framboðslista flestra þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis.
„Mikilvægustu kosningar á lýðveldistímanum“
Vorfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins stendur yfir á Hótel Hilton Nordica í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, er ánægður með afrakstur kjörtímabilsins. Nefnir hann þá sérstaklega tvö mál; samgöngusáttmálann um uppbyggingu samgönguinnviða og umbætur á samgöngum í Teigsskógi á Vestfjörðum. 
Myndskeið
Nýtt sterka stöðu og beitt ríkisfjármálunum af alefli
„Að loknu hverju stríði, þarf að taka til. Hlutir komast ekki, í samt lag af sjálfu sér.“ Á þessum orðum hófst ræða Willums Þórs Þórssonar, þingflokksformanns Framsóknarflokksins, en hann vitnaði í pólsku skáldkonuna og nóbelsverðlaunahafann Wislawa Zsymborska. Willum sagði að faraldurinn hefði haft mikil áhrif á daglegt líf og kallað á kröftug viðbrögð. Þessi viðbrögð hafi vissulega kallað á hallarrekstur ríkissjóðs og lántöku en það sé alls ekki tapað fé.
Sjónvarpsfrétt
Þingmenn úr flestum flokkum ætla að kveðja þingið
Að minnsta kosti þrettán Alþingismenn, tvær konur og ellefu karlar, ætla ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi þingstarfa í komandi kosningum. Hlutfallið er hæst hjá Pírötum þar sem nær helmingur sitjandi þingmanna flokksins ætlar að hætta eftir kjörtímabilið.
Lilja og Ásmundur Einar leiða lista Framsóknar
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavík fyrir alþingiskosningar í haust. Fyrrverandi borgarfulltrúi Samfylkingarinnar skipar þriðja sætið á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík suður.
Willum og Ágúst efstir hjá Framsókn
Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, varð efstur í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi og Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, varð í öðru sæti. Willum stefndi einn á efsta sæti listans en Ágúst Bjarni og Linda Hrönn Þórisdóttir gáfu bæði kost á sér í annað sætið. Ágúst vann þá baráttu en Linda var ekki meðal fimm efstu.
Willum stefnir einn á efsta sætið
Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er sá eini sem gefur kost á sér í efsta sæti í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi um næstu helgi. Sjö eru í framboði og berjast um fimm efstu sætin á listanum.
Stuðningur við ríkisstjórnina eykst
Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mestrar hylli í nýrri könnun MMR, fengi tæplega 29 prósenta fylgi og er það hátt í 6 prósentustigum meira en í síðustu könnun MMR sem gerð var í byrjun apríl. 
Bæjarstjóranum bauðst fimmta sætið en þáði það ekki
Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð og ritari Framsóknarflokksins, sóttist eftir öðru sæti á framboðslista flokksins í Norðausturkjördæmi. Hann hafnaði í því fimmta en hafði látið vita fyrir prófkjörið að hann myndi ekki þiggja sæti neðar en annað sætið. Niðurstöðurnar lágu fyrir í gær og Jón Björn segist hafa mikla trú á listanum. Hann ætlar að skoða stöðu sína fyrir næsta flokksþing. 
Þingmenn lúta í lægra haldi fyrir nýjum frambjóðendum
Í gær urðu ljós úrslit í prófkjöri Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi og Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Í báðum prófkjörum lutu þingmenn í lægra haldi fyrir frambjóðendum utan þings.