Færslur: Framsóknarflokkurinn

Kallar eftir afstöðu Katrínar til kærumáls Lilju
„Það eru tíðindi að menntamálaráðherra ætli að höfða dómsmál á hendur konu sem gerði athugasemd við embættisfærslu hennar og taldi rétt sinn brotinn. Raunar liggur fyrir úrskurður þess efnis að svo hafi verið, að ráðherrann hafi brotið jafnréttislög gagnvart konunni.“ Þetta skrifar Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar á Facebook-síðu sína. Hanna Katrín segist þar velta fyrir sér afstöðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til málsins og hvort það hafi verið rætt í ríkisstjórn.
Gegnir formennsku í fjórum nefndum Lilju
Formaður hæfnisnefndar sem lagði mat á umsækjendur um embætti ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu, fer með formennsku í fjórum nefndum sem Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur skipað hann í. Hann hefur verið fulltrúi Framsóknarflokksins í minnst fjórum nefndum til viðbótar. Menntamálaráðherra braut jafnréttislög með ráðningu Páls Magnússonar en hún segist hafa fylgt mati nefndarinnar. 
Skerðing fer úr krónu í 65 aura á móti krónu
Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, mælir í dag fyrir frumvarpi þar sem dregið er úr tekjutengdri skerðingu örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega þannig að hún nemi sextíu og fimm aurum á móti hverri krónu sem líferyisþegar afla sér í stað krónu á móti krónu eins og nú er raunin. Einnig er kveðið á um að þessar skerðingar skuli gerðar upp mánaðarlega, í stað þess að senda fólki bakreikning fyrir heilt ár í árslok.
Framsókn vill afnema verðtryggingu
Landsstjórn og þingflokkur Framsóknarflokksins héldu fund á Hellu um helgina þar sem farið var yfir áherslumál þingflokks og landsstjórnar. Flokkurinn ætlar að leggja áherslu á húsnæðismál, kjaramál, málefni barna og fjölskyldna og menntamál. Í fréttatilkynningu segir að fundurinn sé liður í flokksstarfinu og hluti undirbúnings fyrir fyrirhugaðan miðstjórnarfund í nóvember.
14.10.2018 - 08:35
Myndskeið
Vegatollar á nýjum framkvæmdum til skoðunar
Sigurður Ingi Jóhannson, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála, lagði áherslu á það í ræðu sinni í umræðum eftir stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld að góðar samgöngur væru forsenda blómlegs mannlífs. Hann sagði að rík áhersla væri lögð á að auka viðhald í vegakerfinu enda hafi þörfin aldrei verið meiri en nú.
Aðstoðarmaður Ásmundar nýr stjórnarformaður TR
Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur skipað aðstoðarmann sinn, Arnar Þór Sævarsson, sem formann Tryggingastofnunar ríkisins. Ásta Möller verður áfram varaformaður stjórnarinnar og aðrir í stjórninni eru Elsa Lára Arnardóttir, Guðrún Ágústa Þórdísardóttir og Sigursteinn Másson.
25.05.2018 - 15:29
Oddvitar mættust í Ísafjarðarbæ
Oddvitar framboðslita í Ísafjarðarbæ sátu fyrir svörum á Rás 2. Að þessu sinni eru þrír listar sem bjóða fram, B-listi Framsóknarflokks, D-listi Sjálfstæðisflokks og Í-listinn. Oddvitar í Ísafjarðarbæ eru Marzellíus Sveinbjörnsson, Framsóknarflokki, Daníel Jakobsson, Sjálfstæðisflokki og Arna Lára Jónsdóttir, Í-lista.
Upptaka
Framboðsfundur á Fljótsdalshéraði
Frambjóðendur flokkanna sem bjóða fram í Fljótsdalshéraði sátu fyrir svörum á Rás 2. Að þessu sinnu eru fimm flokkar sem bjóða fram, Héraðslistinn, samtök félagshyggjufólks,Sjálfstæðisflokkur og óháðir, Framsókn á Fljótsdalshéraði og Miðflokkurinn
Framboðsfundur í Kópavogi
Umræður um sveitarstjórnarmál með oddvitum flokkanna níu sem bjóða fram í Kópavogi. Þættinum var útvarpað í beinni útsendingu á Rás 2.
Sveitarstjórnarkosningar
Framboðsfundur í Reykjanesbæ
Umræður um sveitarstjórnarmál með oddvitum flokkanna átta sem bjóða fram í Reykjanesbæ. Þættinum var útvarpað í beinni útsendingu frá Fjölskyldusetrinu í bænum í kvöld, 11. maí.
Framboðsfundur á Akureyri
Umræður um sveitarstjórnarmál með oddvitum þeirra sjö flokka sem bjóða fram á Akureyri. Þættinum var útvarpað í beinni útsendingu frá bæjarstjórnarsal Akureyrar.
Leiðtogarnir vilja nær allir Sundabraut
Oddvitar stærstu flokkanna í Reykjavík vilja nær allir Sundabraut og stjórnarandstaðan er hlynnt einkaframkvæmd. Samgöngu- og skipulagsmál voru áberandi í leiðtogaumræðum í Gamla bíói í morgun.
Guðveig leiðir Framsókn í Borgarbyggð áfram
Guðveig Anna Eyglóardóttir hótelstjóri skipar efsta sætið á lista Framsóknarflokksins í Borgarbyggð fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Guðveig leiddi líka lista flokksins í kosningunum fyrir fjórum árum. Davíð Sigurðsson, framkvæmdastjóri og bóndi, er í öðru sæti listans og Finnbogi Karlsson, bóndi og sveitarstjórnarmaður, það þriðja. Framsóknarflokkurinn er með þrjá fulltrúa í sveitarstjórn í Borgarbyggð.
Daði leiðir Framsókn í Sandgerði og Garði
Framsókn og óháðir í sameiginlegu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis hafa stillt upp framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2018.
Vill svör um viðbrögð vegna samræmdra prófa
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram ítarlega fyrirspurn í sex liðum á Alþingi til Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra um verktaka Menntamálastofnunar við fyrirlögn samræmdra prófa.
20.03.2018 - 07:14
Guðmundur Baldvin leiðir Framsókn á Akureyri
Guðmundur Baldvin Guðmundsson, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs á Akureyri, skipar efsta sæti á lista Framsóknarflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí. Listinn var samþykktur eftir uppstillingu á fulltrúaráðsfundi Framsóknarfélaganna á Akureyri í morgun.
Ingvar leiðir lista Framsóknar í Reykjavík
Ingvar Mar Jónsson, fyrrverandi varaþingmaður og varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins, leiðir lista flokksins í sveitarstjórnarkosningunum í Reykjavík í vor. Listi flokksins var kynntur í kvöld.
Færri styðja ríkisstjórnina
Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar um þrjú prósentustig milli mánaða, en rúmlega 70 prósent landsmanna styðja hana, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallups. Fylgi Framsóknarflokksins dalar um rúm tvö prósentustig.
Miðstjórn Framsóknarflokksins boðuð til fundar
Miðstjórn Framsóknarflokksins hefur verið boðuð til fundar á Hótel Sögu klukkan átta á miðvikudagskvöld, samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu flokksins. Þar verður stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna til umræðu.
Framsóknarflokkurinn aldrei verið öflugri
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist ekki muna eftir flokknum öflugri en nú. Fjölmenni var á miðstjórnarfundi flokksins á Laugarbakka í Miðfirði. Þar var meðal annars rætt um komandi sveitarstjórnarkosningar og innra starf flokksins. Formaðurinn er bjartsýnn á að boðað verði til annars miðstjórnarfundar á næstu dögum til að greiða atkvæði um ríkisstjórnarssamstarf.
Mikilvægast að halda sig við málefnin
Lilja Dögg Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins segir að stjórnarmyndun snúist um málefnin. Við myndun síðustu ríkisstjórnar hafi til dæmis skapast vantraust í garð Viðreisnar og Bjartrar framtíðar vegna stefnumála þeirra og stjórnarsáttmálans.
31.10.2017 - 08:07
Myndskeið
Vill stjórn yfir miðjuna frá hægri til vinstri
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, er hrifnari af þeirri hugmynd að mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun yfir miðjuna, frá hægri til vinstri, en að fráfarandi stjórnarandstaða myndi saman ríkisstjórn. Hann segir að það væri vænlegra til að skapa hér pólitískan stöðugleika og segist tilbúinn að taka við stjórnarmyndunarumboðinu frá forseta til að koma saman slíkri stjórn.
Myndskeið
Oft erfitt að mynda stjórn án Framsóknar
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, er sáttur við gengi flokksins eftir fyrstu tölur. Hann segir að Framsóknarflokkur sé límið í íslenskum stjórnmálum og það gæti orðið erfitt að mynda stjórn án hans.
Myndskeið
Allir forystumennirnir búnir að kjósa
Allir forystumenn stjórnmálaflokkanna voru búnir að kjósa á fimmta tímanum í dag. Kjörfundur stendur yfir allt til klukkan 22 í kvöld.
Myndskeið
Hvað vildu forystumennirnir vita?
Fulltrúar stjórnmálaflokkanna, sem bjóða fram um land allt á morgun, fengu í leiðtogaumræðunum í kvöld tækifæri til að spyrja einhvern hinna spurningar og sköpuðust líflegar umræður.