Færslur: Framsóknarflokkurinn

Staðfestir vonbrigði með söluferlið og Bankasýslu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins segir Íslandsbankaskýrsluna staðfesta vonbrigðin með söluferlið og Bankasýsluna. Hann segir málið í heild sinni ekki hafa áhrif á stjórnarsamstarfið.
Segir sum fyrirtæki græða stórkostlega á auðlindinni
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, gerði meðal annars heilbrigðiskerfið, sjávarútveginn og sjálfbærni Íslendinga í orkumálum að umræðuefni í ræðu sinni á haustþingi Framsóknarflokksins, sem haldið er á Ísafirði. Hann sagði til að mynda enga sátt ríkja um sjávarútvegsmálin. Á því verði að finna lausn.
Framsókn og VG tapa fylgi frá kosningum
Ríkisstjórnarflokkarnir eru samanlagt með 47 prósenta fylgi samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Samfylkingin og Píratar bæta við sig fylgi frá síðustu kosningum á kostnað VG og Framsóknar.
Viðtal
Sáttmálinn svari öllum kröfum Framsóknar um breytingar
Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, tekur við af Degi B. Eggertssyni, oddvita Samfylkingarinnar, sem borgarstjóri í ársbyrjun árið 2024. Með því verður hann jafnframt fyrsti Framsóknarmaðurinn til þess að gegna embætti borgarstjóra. Þetta kom fram á blaðamannafundi í dag þar sem nýr meirihluti borgarstjórnar var kynntur.
Miðflokkurinn ætlar að halda nýjum meirihluta á tánum
Framsókn, Rödd unga fólksins og Sjálfstæðisflokkurinn mynduðu nýjan meirihluta í Grindavík í gær. Miðflokkurinn sem hlaut langmest fylgi náði ekki að mynda meirihluta með hinum flokkunum. Hallfríður Hólmgrímsdóttir, oddviti Miðflokksins segir að flokkurinn ætli að gera sitt allra besta til að halda nýjum meirihluta á tánum.
Skipta með sér bæjarstjórastólnum
Samkomulag um myndun nýs meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í Hafnarfirði hefur náðst.
Funda á morgun um mögulegar viðræður við S, P og C
Borgarstjórnarhópur Framsóknarflokksins hittist á fundi á morgun og ræðir hvort rétt sé að ganga til formlegra meirihlutaviðræðna við Samfylkinguna, Pírata og Viðreisn.
Viðræðum slitið á Akureyri
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur slitu í kvöld viðræðum við L-listann um myndun meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar. Formlegar viðræður á milli flokkanna þriggja hafa staðið yfir frá því á sunnudag, daginn eftir sveitarstjórnarkosningarnar. Flokkarnir þrír hlutu samtals sjö menn í bæjarstjórn af þeim ellefu sem þar sitja.
Morgunútvarpið
Óþol á átakastjórnmálum skýri Framsóknarsveiflu
Framsóknarflokkurinn sópaði til sín atkvæðum í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum og tvöfaldaði fylgið á landsvísu frá því kosið var til sveitarstjórna árið 2018. Fulltrúar flokksins um land allt eru nú 67, en voru 22 á síðasta kjörtímabili. 
Algjör viðsnúningur í Mosfellsbæ eftir kosningar
Framsóknarflokkurinn vann stórsigur í Mosfellsbæ, fékk rúm 32% atkvæða, og fjóra menn kjörna. Meirihlutastjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna féll, en Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur verið við stjórnvölinn í bænum í áraraðir, tapaði 12% frá síðustu kosningum, og Vinstri grænir þurrkuðust út.
Hefja viðræður um þriggja flokka meirihluta á Akureyri
Formlegar viðræður eru hafnar um myndun meirihluta á Akureyri.  
Viðtal
Yngsti borgarfulltrúinn spennt að vinna fyrir ungt fólk
Magnea Gná Jóhannsdóttir, yngsti kjörni borgarfulltrúi sögunnar, segir að græn bylgja hafi verið yfir Íslandi á kjördag. Hún segist afar ánægð með árangur Framsóknarflokksins, bæði í borginni og á landsbyggðinni.
Stærsti sigur Framsóknar - versta tap Sjálfstæðismanna
Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn biðu sinn versta ósigur í Reykjavík í sögunni á sama tíma og Framsóknarflokkurinn og Píratar vinna sinn stærsta sigur.
Framsókn bætir mestu við sig á landsvísu
Enginn flokkur vann jafn mikið á í sveitarstjórnarkosningunum í gær og Framsóknarflokkurinn. Flokkurinn tvöfaldaði fylgi sitt frá síðustu kosningum og fékk 22 fleiri fulltrúa kjörna nú en fyrir fjórum árum. Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn, Samfylkingin og Viðreisn töpuðu öll sveitarstjórnarsætum milli ára. Sjálfstæðisflokkurinn á sem fyrr langflesta kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum.
Myndband
Margar dyr opnar í meirihlutaviðræðum
Oddvitar flokkanna sem náðu inn í borgarstjórn lýstu allir vilja á að komast í meirihlutasamstarf í umræðum í sjónvarpssal en voru misjafnlega opinskáir um hvert væri óskasamstarfið. Oddviti Framsóknarflokksins sagðist engan hafa rætt við um hugsanlegt samstarf. Forystumenn núverandi meirihluta lýstu áhuga á að halda því samstarfi áfram í einhverri mynd og oddviti Sósíalista kallaði eftir félagshyggjustjórn vinstrimanna.
Vopnafjarðarhreppur
Fimm atkvæði skildu að í Vopnafjarðarhreppi
Framsóknarflokkurinn vann meirihluta í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps í dag. Mjótt var á munum og skildu aðeins fimm atkvæði á milli Framsóknar og Vopnafjarðarlistans þegar upp var staðið. Framsókn fékk 50,7 prósent atkvæða en Vopnafjarðarlistinn 49,3 prósent.
Forseti bæjarstjórnar hættir í Framsókn
Helgi Sigurður Haraldsson, forseti bæjarstjórnar í Árborg og fyrrum oddviti Framsóknar í sveitarfélaginu, hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum vegna vinnubragða flokksins í aðdraganda komandi sveitarstjórnarkosninga.
Skoðanakönnun
Miklar sveiflur í fylgi flokka og ríkisstjórnin fallin
Ríkisstjórnarflokkarnir þrír tapa allir umtalsverðu fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Prósent vann fyrir Fréttablaðið. Þeir mælast samtals með tæplega fjörutíu prósenta fylgi og myndu tapa tólf þingmönnum af 38 ef kosið yrði nú og ríkisstjórnin því falla. Sjálfstæðisflokkurinn tapar mestu fylgi samkvæmt þessari könnun, en Samfylking og Píratar bæta mestu við sig.
Meirihlutinn í borginni héldi knöppum meirihluta
Meirihlutinn í Reykjavík heldur naumlega velli yrði kosið í dag. Framsóknarflokkur og Píratar auka verulega fylgi sitt en stuðningur kjósenda við aðra flokka minnkar nokkuð eða töluvert.
Viðtal
Segja ummælin óheppileg, dapurleg og óásættanleg
Óheppilegt, dapurlegt og óásættanlegt voru meðal þeirra orða sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar nota til að lýsa ummælum Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins og innviðaráðherra, í garð Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna á Búnaðarþingi í síðustu viku. Sjálfur vildi hann ekki tjá sig um málið að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.
Myndskeið
Sigurður Ingi neitaði að tjá sig frekar um ummæli sín
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, neitaði alfarið að tjá sig frekar um ummæli sín í garð Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, þegar fjölmiðlar gengu á hann að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.
05.04.2022 - 10:36
Hættir við að gefa kost á sér í fyrsta sæti
Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar og oddviti B-listans í kjördæminu, hefur hætt við að gefa kost á sér í fyrsta sæti lista Framsóknarflokksins í Árborg í sveitarstjórnarkosningunum í vor.
Biðst bara afsökunar ef Rússar hætta árásum á Úkraínu
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, segist geta beðist afsökunar á ummælum sínum um „illmennin í Kreml“ sem hann lét falla á flokksþingi Framsóknarflokksins á dögunum, ef Rússar hætta árásum á Úkraínu og viðurkenna ábyrgð á sínum voðaverkum. 
Sigurður Ingi, Lilja og Ásmundur með 96-99%
Sigurður Ingi Jóhannsson og Lilja Alfreðsdóttir voru í dag endurkjörin formaður og varaformaður Framsóknarflokksins. Sigurður Ingi fékk tæp 99 prósent atkvæða og Lilja rúm 96 prósent. Ásmundur Einar Daðason var kosinn ritari flokksins með tæplega 96 prósent atkvæða. Hann tekur við embættinu af Jóni Birni Hákonarsyni sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs.
20.03.2022 - 16:16
Hlýtur að teljast afstöðubreyting hjá Framsókn
Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að sú stefna sem formaður Framsóknarflokksins boðaði í ræðu á flokksþingi í gær, hljóti að teljast afstöðubreyting hjá flokknum.

Mest lesið