Færslur: Framsóknarflokkurinn

Þórunn í leyfi og Willum Þór verður þingflokksformaður
Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis, hefur tekið við sem formaður þingflokks Framsóknar. Þórunn Egilsdóttir sem hefur farið fyrir þingflokknum er farin í veikindaleyfi.
19.01.2021 - 17:02
Líneik Anna vill leiða Framsókn í Norðausturkjördæmi
Líneik Anna Sævarsdóttir þingkona Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi vill leiða lista flokksins í kjördæminu í Alþingiskosningunum í haust. Líneik skipaði annað sæti listans á fyrir kosningarnar 2017 á eftir Þórunni Egilsdóttur sem gefur ekki kost á sér á ný.
Guðveig Lind sækist eftir efsta sæti á lista Framsóknar
Guðveig Lind Eyglóardóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Borgarbyggð, vill leiða framboðslista flokksins í Norðvesturkjördæmi í Alþingiskosningunum í haust. Tveir aðrir frambjóðendur vilja leiða listann.
Halla Signý vill leiða lista Framsóknar í NV-kjördæmi
Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, gefur kost á sér í efsta eða næst efsta sæti framboðsins fyrir Alþinigskosningarnar í haust.
Stefán Vagn vill leiða Framsókn í Norðvesturkjördæmi
Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra og varaformaður byggðaráðs sveitarfélags Skagafjarðar, ætlar að gefa kost á sér til að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Hann ákvað þetta í ljósi þess að Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, ætlar að sæta lagi og bjóða fram í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Ásmundur færir sig í Reykjavíkurkjördæmi norður
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og þingmaður Norðvesturkjördæmis fyrir Framsóknarflokk, hefur ákveðið að gefa kost á sér til forystu á framboðslista Framsóknar í Reykjavíkurkjördæmi norður í næstu Alþingiskosningum. Hann lýsti þessu yfir á Facebook síðu sinni í dag.
Þórunn í lyfjameðferð vegna krabbameins
Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokks, sem glímt hefur við krabbamein hefur verið lögð inn á Sjúkrahúsið á Akureyri. Þar undirgengst hún lyfjameðferð og segist keik vilja mæta þessu verkefni, eins og hún orðar það.
Lítil breyting á fylgi stjórnar og stjórnarandstöðu
Ný skoðanakönnun Zenter og Fréttablaðsins sýnir tiltölulega litlar breytingar á fylgi stjórnar og stjórnarandstöðu í heild en eilítið meiri sveiflur í fylgi einstakra flokka, einkum í stjórnarandstöðunni. Fréttablaðið greinir frá.
„Nú er komið að bönkunum að sýna á spilin“
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að nú sé komið að bönkunum að sýna á spilin. „Seðlabankinn hefur staðið við sitt, ríkissjóður hefur sett fram aðgerðir og stuðningslán verða framlengd,“ sagði hann í ræðu á miðstjórnarfundi flokksins í morgun. Allir aflögufærir þyrftu að koma að borðinu, bankarnir líka.
21.11.2020 - 14:32
Hefur gaman af pólitík og vill vera varaformaður áfram
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, hyggst halda áfram í stjórnmálum og gefa kost á sér til áframhaldandi varaformennsku í flokknum. Þetta kom fram í Kastljósi í gærkvöld.
Kallar eftir afstöðu Katrínar til kærumáls Lilju
„Það eru tíðindi að menntamálaráðherra ætli að höfða dómsmál á hendur konu sem gerði athugasemd við embættisfærslu hennar og taldi rétt sinn brotinn. Raunar liggur fyrir úrskurður þess efnis að svo hafi verið, að ráðherrann hafi brotið jafnréttislög gagnvart konunni.“ Þetta skrifar Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar á Facebook-síðu sína. Hanna Katrín segist þar velta fyrir sér afstöðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til málsins og hvort það hafi verið rætt í ríkisstjórn.
Gegnir formennsku í fjórum nefndum Lilju
Formaður hæfnisnefndar sem lagði mat á umsækjendur um embætti ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu, fer með formennsku í fjórum nefndum sem Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur skipað hann í. Hann hefur verið fulltrúi Framsóknarflokksins í minnst fjórum nefndum til viðbótar. Menntamálaráðherra braut jafnréttislög með ráðningu Páls Magnússonar en hún segist hafa fylgt mati nefndarinnar. 
Skerðing fer úr krónu í 65 aura á móti krónu
Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, mælir í dag fyrir frumvarpi þar sem dregið er úr tekjutengdri skerðingu örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega þannig að hún nemi sextíu og fimm aurum á móti hverri krónu sem líferyisþegar afla sér í stað krónu á móti krónu eins og nú er raunin. Einnig er kveðið á um að þessar skerðingar skuli gerðar upp mánaðarlega, í stað þess að senda fólki bakreikning fyrir heilt ár í árslok.
Framsókn vill afnema verðtryggingu
Landsstjórn og þingflokkur Framsóknarflokksins héldu fund á Hellu um helgina þar sem farið var yfir áherslumál þingflokks og landsstjórnar. Flokkurinn ætlar að leggja áherslu á húsnæðismál, kjaramál, málefni barna og fjölskyldna og menntamál. Í fréttatilkynningu segir að fundurinn sé liður í flokksstarfinu og hluti undirbúnings fyrir fyrirhugaðan miðstjórnarfund í nóvember.
14.10.2018 - 08:35
Myndskeið
Vegatollar á nýjum framkvæmdum til skoðunar
Sigurður Ingi Jóhannson, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála, lagði áherslu á það í ræðu sinni í umræðum eftir stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld að góðar samgöngur væru forsenda blómlegs mannlífs. Hann sagði að rík áhersla væri lögð á að auka viðhald í vegakerfinu enda hafi þörfin aldrei verið meiri en nú.
Aðstoðarmaður Ásmundar nýr stjórnarformaður TR
Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur skipað aðstoðarmann sinn, Arnar Þór Sævarsson, sem formann Tryggingastofnunar ríkisins. Ásta Möller verður áfram varaformaður stjórnarinnar og aðrir í stjórninni eru Elsa Lára Arnardóttir, Guðrún Ágústa Þórdísardóttir og Sigursteinn Másson.
25.05.2018 - 15:29
Oddvitar mættust í Ísafjarðarbæ
Oddvitar framboðslita í Ísafjarðarbæ sátu fyrir svörum á Rás 2. Að þessu sinni eru þrír listar sem bjóða fram, B-listi Framsóknarflokks, D-listi Sjálfstæðisflokks og Í-listinn. Oddvitar í Ísafjarðarbæ eru Marzellíus Sveinbjörnsson, Framsóknarflokki, Daníel Jakobsson, Sjálfstæðisflokki og Arna Lára Jónsdóttir, Í-lista.
Upptaka
Framboðsfundur á Fljótsdalshéraði
Frambjóðendur flokkanna sem bjóða fram í Fljótsdalshéraði sátu fyrir svörum á Rás 2. Að þessu sinnu eru fimm flokkar sem bjóða fram, Héraðslistinn, samtök félagshyggjufólks,Sjálfstæðisflokkur og óháðir, Framsókn á Fljótsdalshéraði og Miðflokkurinn
Framboðsfundur í Kópavogi
Umræður um sveitarstjórnarmál með oddvitum flokkanna níu sem bjóða fram í Kópavogi. Þættinum var útvarpað í beinni útsendingu á Rás 2.
Sveitarstjórnarkosningar
Framboðsfundur í Reykjanesbæ
Umræður um sveitarstjórnarmál með oddvitum flokkanna átta sem bjóða fram í Reykjanesbæ. Þættinum var útvarpað í beinni útsendingu frá Fjölskyldusetrinu í bænum í kvöld, 11. maí.
Framboðsfundur á Akureyri
Umræður um sveitarstjórnarmál með oddvitum þeirra sjö flokka sem bjóða fram á Akureyri. Þættinum var útvarpað í beinni útsendingu frá bæjarstjórnarsal Akureyrar.
Leiðtogarnir vilja nær allir Sundabraut
Oddvitar stærstu flokkanna í Reykjavík vilja nær allir Sundabraut og stjórnarandstaðan er hlynnt einkaframkvæmd. Samgöngu- og skipulagsmál voru áberandi í leiðtogaumræðum í Gamla bíói í morgun.
Guðveig leiðir Framsókn í Borgarbyggð áfram
Guðveig Anna Eyglóardóttir hótelstjóri skipar efsta sætið á lista Framsóknarflokksins í Borgarbyggð fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Guðveig leiddi líka lista flokksins í kosningunum fyrir fjórum árum. Davíð Sigurðsson, framkvæmdastjóri og bóndi, er í öðru sæti listans og Finnbogi Karlsson, bóndi og sveitarstjórnarmaður, það þriðja. Framsóknarflokkurinn er með þrjá fulltrúa í sveitarstjórn í Borgarbyggð.
Daði leiðir Framsókn í Sandgerði og Garði
Framsókn og óháðir í sameiginlegu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis hafa stillt upp framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2018.
Vill svör um viðbrögð vegna samræmdra prófa
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram ítarlega fyrirspurn í sex liðum á Alþingi til Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra um verktaka Menntamálastofnunar við fyrirlögn samræmdra prófa.
20.03.2018 - 07:14