Færslur: Framsóknarflokkurinn

Framboðslisti Framsóknar í Suðurkjördæmi samþykktur
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, er efstur á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi og Jóhann Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Keilis, í því öðru. Heiðurssæti á listanum hlýtur Silja Dögg Gunnarsdóttir, eftir að hún hafnaði þriðja sætinu. Listi Framsóknar í Suðurkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar var birtur í dag.
26.06.2021 - 14:53
Þingkonur Framsóknar bera lítið úr býtum
Þremur þingkonum Framsóknarflokksins, öllum nema Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra, mistókst að tryggja sér það sæti sem þær óskuðu eftir í prófkjörum flokksins.
Jóhann felldi Silju Dögg úr öðru sætinu
Jóhann Friðrik Friðriksson, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, hreppti annað sætið í prófkjöri Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Hann hafði þar betur í baráttunni við Silju Dögg Gunnarsdóttur þingmann og Daða Geir Samúelsson sem einnig sóttust eftir öðru sætinu. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sóttist einn eftir efsta sæti listans og fékk það.
Úrslitastund í Norðvesturkjördæmi
Tvö prófkjör fara fram í dag. Í Norðvesturkjördæmi er harður slagur um að leiða lista Sjálfstæðisflokksins og barist er um annað sætið hjá Framsóknarflokknum í Suðurkjördæmi.
Minni flokkar huga að framboðslistum
Þegar rúmir þrír mánuðir eru til alþingiskosninga hefur fengist nokkuð skýr mynd á framboðslista flestra þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis.
„Mikilvægustu kosningar á lýðveldistímanum“
Vorfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins stendur yfir á Hótel Hilton Nordica í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, er ánægður með afrakstur kjörtímabilsins. Nefnir hann þá sérstaklega tvö mál; samgöngusáttmálann um uppbyggingu samgönguinnviða og umbætur á samgöngum í Teigsskógi á Vestfjörðum. 
Myndskeið
Nýtt sterka stöðu og beitt ríkisfjármálunum af alefli
„Að loknu hverju stríði, þarf að taka til. Hlutir komast ekki, í samt lag af sjálfu sér.“ Á þessum orðum hófst ræða Willums Þórs Þórssonar, þingflokksformanns Framsóknarflokksins, en hann vitnaði í pólsku skáldkonuna og nóbelsverðlaunahafann Wislawa Zsymborska. Willum sagði að faraldurinn hefði haft mikil áhrif á daglegt líf og kallað á kröftug viðbrögð. Þessi viðbrögð hafi vissulega kallað á hallarrekstur ríkissjóðs og lántöku en það sé alls ekki tapað fé.
Sjónvarpsfrétt
Þingmenn úr flestum flokkum ætla að kveðja þingið
Að minnsta kosti þrettán Alþingismenn, tvær konur og ellefu karlar, ætla ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi þingstarfa í komandi kosningum. Hlutfallið er hæst hjá Pírötum þar sem nær helmingur sitjandi þingmanna flokksins ætlar að hætta eftir kjörtímabilið.
Lilja og Ásmundur Einar leiða lista Framsóknar
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavík fyrir alþingiskosningar í haust. Fyrrverandi borgarfulltrúi Samfylkingarinnar skipar þriðja sætið á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík suður.
Willum og Ágúst efstir hjá Framsókn
Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, varð efstur í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi og Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, varð í öðru sæti. Willum stefndi einn á efsta sæti listans en Ágúst Bjarni og Linda Hrönn Þórisdóttir gáfu bæði kost á sér í annað sætið. Ágúst vann þá baráttu en Linda var ekki meðal fimm efstu.
Willum stefnir einn á efsta sætið
Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er sá eini sem gefur kost á sér í efsta sæti í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi um næstu helgi. Sjö eru í framboði og berjast um fimm efstu sætin á listanum.
Stuðningur við ríkisstjórnina eykst
Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mestrar hylli í nýrri könnun MMR, fengi tæplega 29 prósenta fylgi og er það hátt í 6 prósentustigum meira en í síðustu könnun MMR sem gerð var í byrjun apríl. 
Bæjarstjóranum bauðst fimmta sætið en þáði það ekki
Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð og ritari Framsóknarflokksins, sóttist eftir öðru sæti á framboðslista flokksins í Norðausturkjördæmi. Hann hafnaði í því fimmta en hafði látið vita fyrir prófkjörið að hann myndi ekki þiggja sæti neðar en annað sætið. Niðurstöðurnar lágu fyrir í gær og Jón Björn segist hafa mikla trú á listanum. Hann ætlar að skoða stöðu sína fyrir næsta flokksþing. 
Þingmenn lúta í lægra haldi fyrir nýjum frambjóðendum
Í gær urðu ljós úrslit í prófkjöri Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi og Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Í báðum prófkjörum lutu þingmenn í lægra haldi fyrir frambjóðendum utan þings.
Ingibjörg efst hjá Framsókn í norðausturkjördæmi
Ingibjörg Ólöf Isaksen, bæjarfulltrúi á Akureyri og framkvæmdastjóri Læknastofu Akureyrar, varð efst í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður varð önnur og Þórarinn Ingi Pétursson, bóndi og varaþingmaður varð í þriðja sæti.
Mikilvægt að börn viti hver systkini þeirra eru
Það er sérstaklega mikilvægt, í jafn litlu samfélagi og Íslandi að börn, sem eru getin með gjafakynfrumum, fái að vita uppruna sinn. Tími er kominn til að breyta lögum í þessa veru. Þetta kemur fram í þingsályktunartillögu sjö þingmanna úr fjórum flokkum um rétt barna til að þekkja uppruna sinn.
Grafarþögn í herbúðum Framsóknarflokksins um dóminn
Það er þögult í þingflokki Framsóknarflokksins um dóm héraðsdóms sem féll í gær í máli varaformanns flokksins og ákvörðun hennar um að áfrýja málinu til Landsréttar. Forsætisráðherra hefur ekki viljað veita viðtal og formaður Framsóknarflokksins lætur ekki ná í sig, og ekki aðstoðarmennirnir hans heldur.
Tíu gefa kost á sér hjá Framsókn í NV-kjördæmi
Póstkosning Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi hófst í gær. Þar verður kosið um fimm efstu sæti á lista flokksins í komandi alþingiskosningum.
343 börn bíða í allt að tvö ár eftir greiningu
Allt að tveggja ára bið er eftir greiningu hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og nú eru 343 börn á biðlista þar. Þeim hefur fjölgað undanfarin ár og þau bíða lengur en áður. Veita á 80 milljónum króna til að stytta biðlistana, einkum hjá yngstu börnunum. Markmiðið er að hann verði kominn niður í 200 börn á næsta ári og að þau þurfi ekki að bíða lengur en í tíu mánuði.
Þórunn í leyfi og Willum Þór verður þingflokksformaður
Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis, hefur tekið við sem formaður þingflokks Framsóknar. Þórunn Egilsdóttir sem hefur farið fyrir þingflokknum er farin í veikindaleyfi.
19.01.2021 - 17:02
Líneik Anna vill leiða Framsókn í Norðausturkjördæmi
Líneik Anna Sævarsdóttir þingkona Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi vill leiða lista flokksins í kjördæminu í Alþingiskosningunum í haust. Líneik skipaði annað sæti listans á fyrir kosningarnar 2017 á eftir Þórunni Egilsdóttur sem gefur ekki kost á sér á ný.
Guðveig Lind sækist eftir efsta sæti á lista Framsóknar
Guðveig Lind Eyglóardóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Borgarbyggð, vill leiða framboðslista flokksins í Norðvesturkjördæmi í Alþingiskosningunum í haust. Tveir aðrir frambjóðendur vilja leiða listann.
Halla Signý vill leiða lista Framsóknar í NV-kjördæmi
Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, gefur kost á sér í efsta eða næst efsta sæti framboðsins fyrir Alþinigskosningarnar í haust.
Stefán Vagn vill leiða Framsókn í Norðvesturkjördæmi
Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra og varaformaður byggðaráðs sveitarfélags Skagafjarðar, ætlar að gefa kost á sér til að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Hann ákvað þetta í ljósi þess að Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, ætlar að sæta lagi og bjóða fram í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Ásmundur færir sig í Reykjavíkurkjördæmi norður
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og þingmaður Norðvesturkjördæmis fyrir Framsóknarflokk, hefur ákveðið að gefa kost á sér til forystu á framboðslista Framsóknar í Reykjavíkurkjördæmi norður í næstu Alþingiskosningum. Hann lýsti þessu yfir á Facebook síðu sinni í dag.