Færslur: Framsóknarflokkur

Formlegar meirihlutaviðræður í Reykjanesbæ
Formlegar viðræður eru hafnar milli Framsóknarflokks, Samfylkingar og Beinnar leiðar um meirihlutasamstarf í Reykjanesbæ. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur oddvita Framsóknarflokksins í kvöld.
Krefjast afsagnar Sigurðar Inga
Ungir jafnaðarmenn fordæma harkalega þau ummæli sem Sigurður Ingi Jóhansson innviðaráðherra lét falla um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna og krefjast þess að hann segi af sér.
Þingmaður Framsóknar á móti tillögu dómsmálaráðherra
Formaður atvinnuveganefndar Alþingis leggst alfarið gegn fækkun sýslumanna sem dómsmálaráðherra hefur boðað. Hann segist ætla að standa við sína sannfæringu í þessu máli, þegar og ef það kemur fyrir þingið.
26.03.2022 - 17:05
Jóhanna Ýr leiðir lista Framsóknar í Hveragerði
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, skrifstofustjóri og bæjarfulltrúi, leiðir lista Framsóknar í Hveragerði. Listinn var samþykktur á félagsfundi sem haldinn var í Gróðurhúsinu í Hveragerði í dag.
Spegillinn
Afdrif gömlu loforðanna: Sum óbreytt, önnur horfin
Hluti þeirra aðgerða sem ríkisstjórninni tókst ekki að ljúka á síðasta kjörtímabili ratar óbreyttur inn í nýjan stjórnarsáttmála, sum loforðanna eru þar í breyttri mynd, sum hafa tekið þónokkrum breytingum. Önnur virðast hafa gufað upp. Formaður sambands íslenskra sveitarfélaga sýtir gistináttagjaldið sem ekki skilaði sér og formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu vonar að það komi ekki að sök þó ekki sé minnst á hjúkrunarheimili í sáttmálanum.
Myndbönd
Formenn stjórnarflokkanna bjartsýnir um vaxandi velsæld
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. Í kjölfarið fóru fram umræður þar sem tóku til máls þrír fulltrúar hvers þingflokks. Formenn ríkisstjórnarflokkana þriggja, Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarlokks, lögðu áherslu á loftslagsmál, bjartsýni og vaxandi velsæld í ræðum sínum.
Breytingar til að mæta áskorunum og ná auknum árangri
Þær breytingar sem boðaðar hafa verið í stjórnarráðinu er gerðar til þess að ná auknum árangri að sögn Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, segir breytingarnar nauðsynlegar þar sem kerfið er bæði íhaldssamt og að einhverju leyti staðnað á meðan þjóðfélagið er á fullri ferð. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir þær endurspegla þær breyitingar og áskoranir sem ríkisstjórnin stendur frammi fyrir.
Stjórnarsáttmáli kynntur flokksfólki
Flokksráð Sjálfstæðisflokksins hóf fund klukkan þrjú og er hann bæði fjar- og staðfundur. Miðstjórn Framsóknarflokks er að hefja sinn fjarfund á sama tíma. Á þessum fundum er verið að kynna nýjan stjórnarsáttmála fyrir flokksfólki sem tekur til hans afstöðu og til stjórnarsamstarfsins. Sáttmálinn og ný ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur verður kynnt á morgun.
Kastljós
Fjölgun smita: Vill frekar tilmæli en boð og bönn
Sigurði Inga Jóhannssyni, samgönguráðherra og formanni Framsóknarflokksins, hugnast ekki að taka upp grímuskyldu og hertar sóttvarnarreglur vegna fjölgunar COVID-smita síðustu daga. Hann telur að alveg jafn mikið komi út úr því að gefa út tilmæli.
27.10.2021 - 20:40
Loftslagsmálin stór í stjórnarmyndunarviðræðunum
Formenn flokkanna þriggja segja enn sé verið að tala um málaflokkanna í stjórnarmyndunarviðræðunum. Áfram á að leggja áherslu á loftslagsmál en flokkarnir hafa ólíka sýn á það. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir að eitthvað verði að gera í því þunglamalega fyrirkomulagi sem rammaáætlunar er þegar teknar séu ákvarðanir um græna orku.
Sjónvarpsviðtal
Eðlilegt að gerð verði krafa um ráðherrastól
Ingibjörg Ólöf Isaksen er ein af nýju þingmönnum Alþingis. Hún leiddi lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi en þar var aukning fylgis mest á landinu. Í kosningunum 2017 fékk flokkurinn rúm 14% atkvæða en 25,6% í kosningunum nú.
Ánægjulegt að vera ekki lengur yngsti þingmaðurinn
Jóhanna María Sigmundsdóttir sat á Alþingi frá 2013 til 2016 fyrir Framsóknarflokkinn og var þá yngsti Alþingmaður sögunnar. Það breyttist hins vegar í morgun, þegar hin 21 árs gamla Lenya Rún Taha Karim náði inn á þing fyrir Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður. Spurð hvort Jóhönnu finnist missir af titlinum „yngsti þingmaður Íslandssögunnar“ segir hún það af og frá, hún gleðjist frekar yfir áhuga ungs fólks á stjórnmálum.
Fréttaskýring
Létu stjórnvöld moka ofan í nógu marga skurði?
Ríkisstjórnin lofaði að moka ofan í skurði og planta trjám til að binda kolefni og taka á stærsta losunarþætti landsins, þeirri urmull af gróðurhúsalofttegundum sem stígur upp úr mýrunum sem voru framræstar, margar fyrir ríkisstyrk, breytt í tún. Athæfi sem Halldór Laxness hneykslaðist á í ritgerð sinni „Hernaðurinn gegn landinu.“ En hvernig gekk? Náðu stjórnvöld að tvöfalda umfang skógræktar, er nú tífalt meira endurheimt af votlendi en árið 2018?
Fréttaskýring
Lítið má út af bregða ef orkuskiptamarkmið eiga að nást
Lítið má út af bregða eigi loftslagsmarkmið ríkisstjórnarinnar um orkuskipti í vegasamgöngum að nást og Orkusjóð vantar fjármagn til að hægt sé að ná skipum, flugvélum og trukkum á núllið. Rúmlega hundrað hleðslustöðvar fyrir rafbíla hafa bæst við í tíð núverandi ríkisstjórnar. Mikil tækifæri eru til að tengja fleiri skip við rafmagn úr landi.