Færslur: Framkvæmdir

Mikið líf á fasteignamarkaði
Mikið líf er á fasteignamarkaði og meðalsölutími er stuttur. Dýrari eignir seljast hraðar en áður og um 30% færri íbúðir eru til sölu nú, en í byrjun sumarsins. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri mánaðaskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar fyrir október.
Myndskeið
Ósátt við framkvæmdir borgarinnar í Öskjuhlíð
Reykjavíkurborg hyggst leggja malbikaðan göngustíg í Öskjuhlíð til að bæta aðgengi að útivistarsvæðinu. Framkvæmdir hefjast á næstu vikum. Hlauparar, hjólagarpar og aðrir sem sækja mikið í svæðið eru ósáttir við ákvörðun borgarinnar. 
08.10.2020 - 09:00
Hávaði og rask í Bolholti næstu vikurnar
Jarðborinn Nasi var settur í gang í dag í framkvæmdum við heitavatnsborholu við Bolholt í Reykjavík. Borholan hefur þjónað borgarbúum í hátt í sextíu ár en nú er þrenging í henni og því hefur dregið úr afköstum holunnar.
10.09.2020 - 16:31
Mjög ásættanleg tilboð í uppsteypu meðferðarkjarna
Verkatakafyrirtækið Eykt átti lægsta tilboð í uppsteypu meðferðarkjarna nýs Landspítala eða tæp 83% af kostnaðaráætlun. Næst lægsta tilboð áttu ítalska verktakafyrirtækið Rizzani De Eccher ásamt Þingvangi, rétt rúmlega 83%.
Vita minnst um mesta kostnaðinn
„Þetta er bara villta vestrið hérna á Íslandi,” segir Sigmundur Grétar Hermannsson, húsasmíðameistari um fasteignamarkaðinn og byggingariðnaðinn á Íslandi. Hann á sér þúsundir fylgjenda á instagram undir nafninu Simmi smiður og er mikið kappsmál að fólki taki upplýstar ákvarðanir í fasteignaviðskiptum. Honum er tíðrætt um mikilvægi þess að gera ítarlega ástandsskoðanir á fasteignum. Alltof algengt sé að fólk renni blint í stærstu fjárfestingu lífs síns. Þá hjálpi innviðir kerfisins ekki til.
27.08.2020 - 09:39
Myndskeið
„Fólk fer bara þar sem því sýnist“
Búast má við talsverðum umferðartöfum á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ í sumar en framkvæmdir við tvöföldun hans hófust í gær. Íbúi segir bagalegt að umferð sé beint inn í íbúðahverfi á háannatíma. Verkstjóri hjá Vegagerðinni ráðleggur fólki að frá því að stytta sér leið í gegnum íbúðabyggð. Erfitt sé hins vegar að bregðast við því þar sem fólk fari einfaldlega þar sem því sýnist.
10.06.2020 - 20:18
Malbikað fyrir tæpan milljarð í borginni í sumar
Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við malbikun í Reykjavík í sumar nemi um 991 milljónum króna í sumar. Áætlað er að malbika rúma 20 kílómetra, auk viðgerða.
03.04.2020 - 19:58
Milljarðar í vegagerð, viðhald, menningu og listir
Alþingi samþykkti í gær aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins og yfirvofandi atvinnuleysis og samdráttar í hagkerfinu. Aðgerðirnar fela meðal annars í sér frestun á greiðslu opinberra gjalda og brúarlán til fyrirtækja. Þá stendur til að ráðast í ýmsar framkvæmdir og fjárfestingar á vegum ríkisins á þessu ári fyrir um 30 milljarða króna. Sú upphæð er að langmestu leyti viðbót við það sem áður hafði verið ákveðið í fjárlögum.
Myndskeið
Framkvæmdir við stærstu bygginguna að hefjast
Stefnt er að því að byrja að steypa stærstu byggingu nýs Landspítala í vor. Fimm fyrirtæki sækjast eftir verkinu og er áætlað að um 200 starfsmenn komi að því þegar mest lætur.
Fyrsta skóflustungan tekin í dag
Uppbygging sextíu rýma hjúkrunarheimilis í Árborg, sem ætlað er íbúum sveitarfélaga á Suðurlandi, hófst í dag. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar, tóku fyrstu skóflustunguna á öðrum tímanum í dag. Áætlað er að byggingaframkvæmdir hefjist af fullum krafti í desember. Stefnt er á að fyrstu íbúarnir flytji inn um haustið 2021.
Myndskeið
Langþráður draumur rætist með nýjum þjónustukjarna
Nýr þjónustukjarni fyrir fatlað fólk á Akureyri verður tekinn í notkun næsta sumar. 13 manns eru á biðlista eftir sértæku húsnæði og biðtími allt að 5 ár. Mikil eftirvænting er meðal verðandi íbúa sem margir eru í fyrsta sinn að fá sína eigin íbúð.
Myndband
Segir borgina hafa staðið illa að framkvæmdum
Framkvæmdir borgarinnar í miðborg Reykjavíkur hafa verið illa skipulagðar, segir Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi. Þær hafi bitnað illa og harkalega á fyrirtækjum í miðborginni.
03.11.2019 - 13:41
Hverfisgata opnar í seinni hluta september
Hverfisgata verður opnuð fyrir allri umferð á ný í seinni hluta september. Framkvæmdir í götunni á milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs hafa tafist en upphaflega var ráðgert að hleypa bílaumferð um götuna í lok ágúst.
Viðtal
„Það er aldrei neinn að vinna þarna“
Mikil óánægja er vegna framkvæmda á Hverfisgötunni sem staðið hafa frá því í maí. Í síðustu viku var eigendum fyrirtækja við götuna tilkynnt um seinkun, meðal annars vegna þess hversu erfitt reyndist að fá menn í vinnu um verslunarmannahelgina.
15.08.2019 - 09:57
Skoða hópmálsókn gegn Félagi eldri borgara
Kaupendur íbúða á vegum Félags eldri borgara í Reykjavík við Árskóga í Breiðholti íhuga nú hópmálsókn á hendur félaginu. Á afhendingardegi í fyrradag var þeim tilkynnt að vegna framúrkeyrslu við húsbygginguna, sem hefði komið í ljós viku áður, þyrftu þeir að greiða meira fyrir íbúðirnar eða hætta við kaupin. Þessi hækkun nam um tíu prósentum, sem er um fimm til sjö milljónir á hverja íbúð.
Sjö milljóna hækkun kaupverðs töluvert áfall
Lögmaður segir Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni ekki geta krafist þess að fólk sem keypt hefur íbúðir af félaginu greiði hærra verð fyrir þær en upphaflega var samið um. Mikil framúrkeyrsla varð félaginu fyrst ljós fyrir viku. 
Að byggja sjálfur
Fyrrum ráðherra færir fórnir fyrir drauminn
Eygló Harðardóttir, fyrrverandi húsnæðismálaráðherra, ákvað að hlusta ekki á þá sem sögðu henni að það væri liðin tíð að það væri hægt að byggja sjálfur á Íslandi. Hún og maðurinn hennar, sem er framhaldsskólakennari, keyptu lóð í Mosfellsbæ árið 2016 og tóku fyrstu skóflustunguna að rúmlega 150 fermetra, íslenskum burstabæ árið 2017. Torfþakið verður klárað í sumar. Þau gerðu margt sjálf og færðu ýmsar fórnir fyrir drauminn, bjuggu um tíma í hjólhýsi á lóðinni og voru án sturtu í fimm mánuði.
Framkvæmdir 4,5 prósent fram úr áætlun
Opinberar framkvæmdir fóru að meðaltali fram úr kostnaðaráætlun um 4,5 prósent á undanförnum árum og hefur framúrkeyrsla minnkað talsvert. Forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins segir að víða megi auka gagnsæi í opinberum framkvæmdum og að umræðan um opinberar framkvæmdir sé ekki alltaf í samræmi við töluleg gögn.
19.01.2019 - 18:55
Fréttaskýring
160 milljarðar fram úr áætlunum
„Stjórnskipulag Hitaveitu Reykjavíkur í molum“, „Kostnaður um 30 prósent fram úr áætlun“, „Perlan greiðist upp á einum mannsaldri“. Þannig hljómuðu fyrirsagnir eftir að í ljós kom að bygging Perlunnar, í Öskjuhlíðinni, myndi fara langt fram úr kostnaðaráætlun. Framkvæmdin fór nærri þriðjung fram úr og kostaði sem nemur 1.600 milljónum á núvirði.  
20.11.2018 - 20:00
Ætla að kæra ákvörðun Vinnueftirlitsins
Fyrirtækið Múr og mál ehf. hyggst kæra ákvörðun Vinnueftirlits sem bannaði alla vinnu fyrirtækisins við þak fjölbýlishúss við Eiðistorg á Seltjarnarnesi í gær. Á vef Vinnueftirlits segir að fallvarnir hafi ekki verið fullnægjandi og því hafi vinna fyrirtækisins þar verið stöðvuð.
31.08.2018 - 18:36
Leggja til 270 milljóna hjólastíg og hljóðvegg
270 milljónir kostar að leggja hjólastíg meðfram Kringlumýrarbraut frá Miklubraut að Bústaðavegi og reisa hljóðvarnarvegg fyrir íbúa í Stigahlíð, samkvæmt tillögu umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar sem lögð var fyrir borgarráð í gær. Reykjavíkurborg bæri 185 milljónir af kostnaðinum en Vegagerðin 85 milljónir.
13.04.2018 - 08:51
Myndskeið
Umferð um Kringlumýrarbraut gekk sinn vanagang
Ekki varð vart við stórvægilegar tafir á umferð um Kringlumýrarbraut í morgun þrátt fyrir að framkvæmdir væru hafnar sem óttast var að gætu sett umferðina úr skorðum. Þegar fréttamaður RÚV var á vettvangi klukkan átta gekk umferðin þar nokkurn veginn sinn vanagang.
Tvö til þrjú símtöl á dag vegna framkvæmda
Að jafnaði berast símaveri Reykjavíkurborgar 2,5 símtöl á degi hverjum þar sem fólk kvartar yfir aðgengi við byggingarreiti og framkvæmdasvæði í borginni. Þetta segir í samantekt Skrifstofu reksturs og umhirðu borgarinnar sem lögð var fyrir borgarráð á fimmtudag.
04.09.2017 - 10:05