Færslur: Framhaldsskólar

Metfjöldi doktora brautskráðist skólaárið 2018 til 2019
Aldrei hafa fleiri lokið doktorsprófi við íslenska háskóla en skólaárið 2018-2019. Alls voru 4.370 nemendur brautskráðir, með 4.408 háskólapróf á öllum stigum.
Spegillinn
Grímur í skólum áþreifanlegt merki um ástandið
Það var heldur rólegt í kringum Menntaskólann við Hamrahlíð í morgun. Þessa vikuna mæta nemendur eftir hádegi í þá tíma sem þeir sækja þangað en eru heima í tölvunni á morgnana. Allt skólastarf hefur auðvitað verið með öðrum brag en vant er frá því í vetur en frá og með deginum í dag þurfa allir, bæði nemendur og starfsfólk að setja upp grímur í skólanum og ekki er vitað hve lengi sá háttur verður hafður á.
21.09.2020 - 16:21
Grímuskylda í framhalds- og háskólum höfuðborgarsvæðis
Nú ber nemendum, kennurum og öðru starfsfólki framhalds- og háskóla á höfuðborgarsvæðinu skylda til að nota grímur í skólabyggingum og í öllu skólastarfi.
Myndskeið
Reyna að kynnast utan skóla „innan skynsemismarka“
Félagslíf framhaldsskóla er vonlaust á tímum COVID, segja forsetar nemendafélaga, sem bíða með skemmtanahald þar til eins metra reglan hefur verið afnumin. Vinahópar hittist utan skóla.
14.09.2020 - 19:01
Smitsjúkdómalæknir vill afnema nándarmörk í skólum
Fella ætti niður eins metra fjarlægðarreglu í framhalds- og háskólum að mati Bryndísar Sigurðardóttur, smitsjúkdómalæknis á Landspítala. Hún telur ávinninginn af því meiri en af núverandi fyrirkomulagi. Það geti valdið vanlíðan og brotthvarfi nemenda.
05.09.2020 - 17:24
Óvissan mikil og námið gæti orðið erfiðara
Nú eru liðnar um tvær vikur síðan framhaldsskólarnir hófust á nýjan leik. Nýnemar mættu (eða mættu ekki) í nýja skóla í glænýjar aðstæður, aðstæður sem þeir bjuggust ekki endilega við þegar þeir kláruðu sína grunnskólagöngu í vor. Lestin ræddi við Eddu Borg Helgadóttur, nýnema í Verslunarskóla Íslands, um fyrsta skóladaginn á breyttum tímum.
02.09.2020 - 13:46
Dúxaði í Versló og skrifaði lífsstílsbók fyrir tvítugt
Guðjón Ari Logason er tvítugur og gaf nýlega út bókina Náðu árangri - í námi og lífi. Í bókinni fjallar hann um það sem hefur hjálpað honum að ná árangri í námi og á öðrum vettvangi en hann var dúx Verslunarskóla Íslands vorið 2019 og hefur spilað körfubolta með meistaraflokki Fjölnis.
19.08.2020 - 14:31
Morgunútvarpið
Framhaldsskólanemar ósáttir við viðbrögð stjórnvalda
Endurskoða þyrfti gjaldtöku fyrir fjarnám í framhaldskólum þannig að framhaldsskólanemendur í áhættuhópi vegna kórónuveirufaraldursins, eða þeir sem búa á heimilum með fólki í áhættuhópi, eigi kost á að stunda fjarnám. Þetta segir Jóhanna Steina Matthíasdóttir forseti Sambands íslenska framhaldsskólanema.
Myndskeið
Skrítið að vera í meters fjarlægð — kynnast á netinu
Nýnemar í framhaldsskóla segja skrítið að þurfa að halda meters fjarlægð í skólum. Fjarnám að hluta verði krefjandi en þau kynnist betur í gegnum samfélagsmiðla. Sumum skólum hefur verið skipt upp í sóttvarnarhólf og kennararnir eiga fullt í fangi með að spritta stóla og borð eftir hvern tíma.
18.08.2020 - 18:50
Verða fyrir líkamsárásum vegna kynhneigðar
Hinsegin ungmenni hafa mátt þola líkamsárásir í skólanum vegna kynhneigðar sinnar og þriðjungur þeirra upplifir óöryggi. Þörf er á öflugri hinsegin fræðslu í skólum landsins, segir fræðslustýra Samtakanna 78.
Spegillinn
Verða tolleraðir þegar leyfi fæst
Kennsla í framhaldsskólum verður víðast hvar með allt öðrum hætti en venjulega vegna kórónuveirunnar. Bekkjum í Menntaskólum í Reykjavík verður skipt í tvennt og félagslífið fer úr skorðum. Rektor skólans segir að nýnemar verði tolleraðir þegar leyfi fæst fyrir því. Það verði enginn sannur MR-ingur nema að hann hafi verið tolleraður
13.08.2020 - 17:10
Morgunútvarpið
Eru komin með plan A,B,C,D og E
Enn er óvissa um hvernig skólahaldi í framhaldsskólum verður háttað í haust. Magnús Þorkelsson, skólameistari Flensborgarskólans, segir mikilvægt að huga sérstaklega að nýnemum. Ekki liggi fyrir hvort brotthvarf frá námi hafi aukist vegna faraldursins.
10.08.2020 - 09:50
Ekki í myndinni að framhaldsskólar fái undanþágu
Ekki kemur til greina að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis að veita framhaldsskólum samskonar undanþágu fyrir skólahaldi og leikskólar og grunnskólar hafa fengið.
08.08.2020 - 10:50
Skoða ýmsar lausnir fyrir haustið en óvissan er mikil
Búist er við að strætófarþegum fjölgi talsvert þegar skólarnir hefja starfsemi sína í haust. Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó bs., segir þó að talsverð óvissa sé um hvort fjölgunin verði jafnmikil og í venjulegu árferði enda ljóst að einhver röskun verður á starfsemi skólanna vegna faraldursins. Ekki hefur verið gerð aðgerðaáætlun til þess að koma í veg fyrir þrengsli í vögnum en verið er að skoða ýmsar lausnir.
07.08.2020 - 16:01
Gera ráð fyrir einhverjum takmörkunum á skólastarfi
Gera má ráð fyrir að einhverjar takmarkanir verði á skólastarfi í vetur vegna kórónuveirufaraldursins. Beðið er eftir tilmælum sóttvarna- og skólayfirvalda. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands segir að ekki verði hægt að taka endanlegar ákvarðanir fyrr en stefna stjórnvalda í sóttvarnamálum sé komin fram. 
MR stækkar um 2.600 fermetra á 175 ára afmælinu
Ákveðið var á ríkisstjórnarfundi í morgun að byggja 2.600 fermetra viðbyggingu við Menntaskólann í Reykjavík. Elísabet Siemsen rektor skólans segir þetta stórt skref í um 175 ára sögu hans.
Framhaldsskólanemar vonsviknir með lög um Menntasjóð
Samband íslenskra framhaldsskólanema hefur lýst yfir vonbrigðum sínum með að frumvarp um Menntasjóð námsmanna hafi verið samþykkt á Alþingi án þess að gert væri ráð fyrir stuðningi við bóknámsnemendur í framhaldsskólum.
Stúdentseinkunnir lækkuðu eftir styttingu náms
Meðaleinkunnir úr stúdentsprófi hafa lækkað eftir að námstími til stúdentsprófs var styttur. Brotthvarf hefur minnkað og fleiri vinna með skóla. Andlegri heilsu stúlkna í framhaldsskólum hefur hrakað. Þetta kemur fram í skýrslu mennta- og menningarmálaráðherra um árangur af styttingu námstíma til stúdentsprófs.
28.05.2020 - 16:22
Samkomubann kærkomin hvíld fyrir suma
Formaður félags skólasálfræðinga segir að samkomubann og skert skólastarf hafi jafnvel verið kærkomin hvíld fyrir ákveðinn hóp nemenda. Vandi þeirra barna sem stóðu höllum fæti fyrir geti hins vegar verið meiri nú.
08.05.2020 - 13:15
Jafnvægi milli þess sem maður vill og þarf að gera
Sigrún Fjeldsted, námsráðgjafi í Fjölbrautaskólanum við Ármúla, segir nemendum ganga misvel að takast á við breytta tíma og kennsluhætti. Nú fara lokaprófin svo að skella á og þá er ýmislegt sem gott er að hafa í huga.
16.04.2020 - 17:27
Skólastjóri VÍ: „Krakkarnir verða útskrifaðir“
Stjórnendur framhaldsskóla stefna að því að útskrifa nemendur í vor þrátt fyrir samkomubann. Nemendum verður meðal annars gert að þreyta rafræn próf og klára heimaverkefni.
05.04.2020 - 14:04
Núllstilling
Lilja Alfreðsdóttir svarar spurningum ungs fólks
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, var gestur í Núllstillingunni á MenntaRÚV. Þar svaraði hún meðal annars spurningum sem þættinum barst frá ungu fólki sem er óvisst um framtíð skólagöngu sinnar á þessum óvenjulegu tímum.
31.03.2020 - 17:56
Mikil röskun á verknámi
Mikið rask er fyrirsjáanlegt í verknámi á meðan samkomubann varir og framhaldsskólar eru lokaðir. Breyta þarf stundatöflum nemenda og leggja áherslu á bóklegan hluta námsins og geyma verknám þar til síðar.
17.03.2020 - 15:39
Meira álag á Innu „en við höfum áður upplifað“
Gríðarlegt álag hefur verið á náms- og kennslukerfinu Innu það sem af er degi, og notendur kerfisins hafa fundið fyrir töluverðum truflunum. Samkvæmt upplýsingum frá Advania, sem rekur kerfið, hafa allir framhaldsskólar á landinu vísað nemendum sínum á Innu svo þeir geti sótt sér upplýsingar um fyrirkomulag náms á næstu dögum og vikum.
Guðjón Hreinn nýr formaður FF
Guðjón Hreinn Hauksson, framhaldsskólakennari við Menntaskólann á Akureyri, var kjörinn formaður Félags framhaldsskólakennara. Guðjón hlaut nærri þrjá fjórðu atkvæða í kjörinu. Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, framhaldsskólakennari við Fjölbrautaskólann í Garðabæ, hlaut rúman fimmtung atkvæða. Þeir voru tveir í framboði. Um fimm prósent atkvæðaseðla voru auðir.
23.09.2019 - 16:24