Færslur: Framhaldsskólar

MR stækkar um 2.600 fermetra á 175 ára afmælinu
Ákveðið var á ríkisstjórnarfundi í morgun að byggja 2.600 fermetra viðbyggingu við Menntaskólann í Reykjavík. Elísabet Siemsen rektor skólans segir þetta stórt skref í um 175 ára sögu hans.
Framhaldsskólanemar vonsviknir með lög um Menntasjóð
Samband íslenskra framhaldsskólanema hefur lýst yfir vonbrigðum sínum með að frumvarp um Menntasjóð námsmanna hafi verið samþykkt á Alþingi án þess að gert væri ráð fyrir stuðningi við bóknámsnemendur í framhaldsskólum.
Stúdentseinkunnir lækkuðu eftir styttingu náms
Meðaleinkunnir úr stúdentsprófi hafa lækkað eftir að námstími til stúdentsprófs var styttur. Brotthvarf hefur minnkað og fleiri vinna með skóla. Andlegri heilsu stúlkna í framhaldsskólum hefur hrakað. Þetta kemur fram í skýrslu mennta- og menningarmálaráðherra um árangur af styttingu námstíma til stúdentsprófs.
28.05.2020 - 16:22
Samkomubann kærkomin hvíld fyrir suma
Formaður félags skólasálfræðinga segir að samkomubann og skert skólastarf hafi jafnvel verið kærkomin hvíld fyrir ákveðinn hóp nemenda. Vandi þeirra barna sem stóðu höllum fæti fyrir geti hins vegar verið meiri nú.
08.05.2020 - 13:15
Jafnvægi milli þess sem maður vill og þarf að gera
Sigrún Fjeldsted, námsráðgjafi í Fjölbrautaskólanum við Ármúla, segir nemendum ganga misvel að takast á við breytta tíma og kennsluhætti. Nú fara lokaprófin svo að skella á og þá er ýmislegt sem gott er að hafa í huga.
16.04.2020 - 17:27
Skólastjóri VÍ: „Krakkarnir verða útskrifaðir“
Stjórnendur framhaldsskóla stefna að því að útskrifa nemendur í vor þrátt fyrir samkomubann. Nemendum verður meðal annars gert að þreyta rafræn próf og klára heimaverkefni.
05.04.2020 - 14:04
Núllstilling
Lilja Alfreðsdóttir svarar spurningum ungs fólks
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, var gestur í Núllstillingunni á MenntaRÚV. Þar svaraði hún meðal annars spurningum sem þættinum barst frá ungu fólki sem er óvisst um framtíð skólagöngu sinnar á þessum óvenjulegu tímum.
31.03.2020 - 17:56
Mikil röskun á verknámi
Mikið rask er fyrirsjáanlegt í verknámi á meðan samkomubann varir og framhaldsskólar eru lokaðir. Breyta þarf stundatöflum nemenda og leggja áherslu á bóklegan hluta námsins og geyma verknám þar til síðar.
17.03.2020 - 15:39
Meira álag á Innu „en við höfum áður upplifað“
Gríðarlegt álag hefur verið á náms- og kennslukerfinu Innu það sem af er degi, og notendur kerfisins hafa fundið fyrir töluverðum truflunum. Samkvæmt upplýsingum frá Advania, sem rekur kerfið, hafa allir framhaldsskólar á landinu vísað nemendum sínum á Innu svo þeir geti sótt sér upplýsingar um fyrirkomulag náms á næstu dögum og vikum.
Guðjón Hreinn nýr formaður FF
Guðjón Hreinn Hauksson, framhaldsskólakennari við Menntaskólann á Akureyri, var kjörinn formaður Félags framhaldsskólakennara. Guðjón hlaut nærri þrjá fjórðu atkvæða í kjörinu. Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, framhaldsskólakennari við Fjölbrautaskólann í Garðabæ, hlaut rúman fimmtung atkvæða. Þeir voru tveir í framboði. Um fimm prósent atkvæðaseðla voru auðir.
23.09.2019 - 16:24
19 ára nemendum í skólakerfinu fækkar
19 ára nemendum í skólakerfinu ofan grunnskóla fækkaði um 8,5% frá 2017 til 2018. Fækkunina má að öllum líkindum rekja til styttingar náms til stúdentsprófs.
19.09.2019 - 11:21
Kenna sjálfbærni og sköpun á Hallormsstað
Nú er að hefjast nýr kafli í starfi Hússtjórnarskólans á Hallormsstað. Skólinn heitir nú Hallormstaðarskóli og býður upp á nám í sjálfbærni og sköpun sem viðbótarnám við framhaldsskóla.
25.08.2019 - 16:40
Kennarastéttin misst bæði stöðu og virðingu
Skólakerfið er risastórt, það teygist frá leikskóla og þar til við hættum í Háskóla. Við lærum sem börn hvernig við eigum að haga okkur og við höfum fyrirmyndir í kennurum og leiðbeinendum. Raunin er enn sú í dag að kerfið er allt töluvert kynjað.
Færri hvorki í vinnu né námi á Íslandi
Hvergi annars staðar á Norðurlöndum er hlutfall ungs fólks sem hvorki er í vinnu né námi eða starfsnámi jafn lágt og hér á landi. Nokkuð fleiri drengir en stúlkur hætta í námi í framhaldsskóla en hlutfall þeirra sem hætta námi var nokkuð stöðugt árin 2003-2012. Þetta kemur fram í svari Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn Margrétar Tryggvadóttur þingkonu Samfylkingarinnar.
02.05.2019 - 16:06
Lægra hlutfall innflytjenda útskrifast
Lægra hlutfall innflytjenda en innfæddra útskrifast úr framhaldsskólum hér á landi, samkvæmt samantekt Hagstofunnar. Skólaárið 2016 til 2017 útskrifuðust 24 prósent fólks á aldrinum 18 til 22 ára með íslenskan bakgrunn. Sé litið til fjölda fólks á þessum aldri sem er fætt erlendis og á eitt erlent foreldri er hlutfall útskrifaðra af mannfjölda 16,5 prósent. Meðal innflytjenda er hlutfallið töluvert lægra, eða 8 prósent.
04.04.2019 - 11:04
Hækkandi meðalaldur kennara mikið áhyggjuefni
Meðalaldur leikskólakennara hér á landi hefur hækkað hratt síðasta áratuginn. Formaður Kennarasambands Íslands, Ragnar Þór Pétursson, segir þróunina í sömu átt meðal grunn- og framhaldsskólakennara, nýliðun sé ekki nægjanleg.
05.09.2018 - 12:17
Nokkur næs námsráð
Nú þegar skólarnir eru að hefjast er tilvalið að fara yfir nokkur góð ráð til þess að hámarka afköst á komandi skólaári.
Fullfáar umsóknir í skólastjórnendastöður
Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir það áhyggjuefni að færri vilji starfa við skólastjórn. Sé þörf á að endurskoða launakjör stjórnenda er það verkefni samninganefnda sveitarfélaganna, að sögn formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga.
26.07.2018 - 12:12
Framhaldsskólakennarar samþykktu samning
Félagar í Félagi framhaldsskólakennara og Félagi stjórnenda í framhaldsskólum hafa samþykkt kjarasamning með 69 prósentum greiddra atkvæða.
07.05.2018 - 15:47
Nemendur Kvennó við aðalmeðferð máls Cairo
Nokkrir nemendur á lokaári í Kvennaskólanum í Reykjavík fylgdust í dag með skýrslutökum við aðalmeðferð máls Khaled Cairo sem ákærður er fyrir að hafa banað Sanitu Brauna á heimili hennar við Hagamel í Reykjavík í september síðastliðnum.
21.03.2018 - 16:57
32% framhaldsskólanema sofa í 6 tíma eða minna
Ungmennum hér á landi líður verr nú en áður og sofa minna. Um 32 prósent framhaldsskólanema hér á landi sofa í sex tíma eða minna á sólarhring. Árið 2010 var hlutfallið 23 prósent, samkvæmt niðurstöðum rannsókna á líðan ungs fólks á vegum Rannsókna og greiningar.
Mótmæla tíðum skiptum stjórnenda
Starfsfólki Fjölbrautaskólans við Ármúla þykir nóg komið af breytingum innan skólans á árinu. Það skorar á Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra, að hafa þá stjórnendur sem ráðnir voru til bráðabirgða síðasta vor, við völd út skólaárið.
23.09.2017 - 16:18
Fréttaskýring
„Enginn hvati til að gefa út nýjar námsbækur“
Nemendur framhaldsskóla verja tugum þúsunda í bækur á hverri önn. Fulltrúi KÍ segir að það vanti tilfinnanlega bækur í mörgum námsgreinum í framhaldsskólum. Framkvæmdastjóri Iðnú segir að kerfið sé ónýtt, það sé enginn hvati til að gefa út nýjar bækur og yfirvöld hafi ekki staðið sig í stykkinu. 
18.08.2017 - 19:31
„Nemendum nánast verið sendur puttinn“
Staða rektors við Menntaskólann í Reykjavík hefur enn ekki verið auglýst til umsóknar en skólastarf hefst eftir mánuð. Kennari við skólann segir að nemendum hafi með því nánast verið sendur fingurinn.
06.07.2017 - 12:38
Nemendur og kennarar í Ármúla ósáttir
Nemendur og kennarar í Fjölbrautaskólanum við Ármúla eru ósáttir við fyrirhugaða sameiningu Tækniskólans sem RÚV sagði frá í fréttum í gær.
05.05.2017 - 14:17