Færslur: Framhaldsskólar

Andleg heilsa versnaði hjá ungmennum
Andleg líðan ungmenna versnaði í kórónuveirufaraldrinum og þunglyndiseinkenni jukust frá því sem var. Þetta sýnir fyrsta rannsókn á heimsvísu sem birt var í Lancet í gær og gerð á Íslandi. Einn höfunda greinarinnar segir að andleg heilsa næstu kynslóðar gæti orðið verri en fyrri kynslóða verði ekki spornað við. Þetta segir einn höfunda vísindagreinar, sem birt var í Lancet, um líðan 59 þúsund íslenskra ungmenna á aldrinum þrettán til átján ára. 
Lesskilningur drengja vel undir meðaltali OECD
Árangur stúlkna er í langflestum tilvikum betri en drengja innan íslenska menntakerfisins, sé litið til niðurstaðna úr samræmdum könnunum. Árangur íslenskra drengja er í nokkrum tilvikum langt undir meðaltali OECD.
Bjartsýnn á afléttingu sóttvarnaráðstafana í Skagafirði
Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri sveitarfélagsins Skagafjarðar segir að ef ekki kemur upp smit utan sóttkvíar á næstu dögum verði stefnt að afléttingum sóttvarnarráðstafana um helgina.  
Nýbygging við FB bylting fyrir nemendur og kennara
Þörf Fjölbrautaskólans í Breiðholti fyrir stærri og betri verknámsaðstöðu verður uppfyllt með 2.100 fermetra nýbyggingu. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skrifuðu undir samning um byggingu hennar í gær. 
Framhaldsskólakennarar samþykktu kjarasamning
Félagsmenn í Félagi framhaldsskólakennara og Félagi stjórnenda í framhaldsskólum hafa samþykkt kjarasamning sem undirritaður var hjá ríkissáttasemjara 31. mars síðastliðinn. Kjarasamningar framhaldsskólakennara runnu út um áramótin. 
Samningur framhaldsskólakennara og ríkisins í höfn
Félag framhaldsskólakennara og Félag stjórnenda í framhaldsskólumskrifuðu í dag undir samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi við ríkið. Nýja samningnum er ætlað að gilda frá 1. janúar 2021 til 31. mars 2023.
Skólahald með takmörkunum hefst strax eftir páska
Skólahald á öllum skólastigum hefst að nýju strax eftir páska, með ákveðnum takmörkunum í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu.
Bekkjarfélagar knúsaðir, hróp, öskur og jafnvel grátur
Það fór ekki fram hjá neinum þegar hertar sóttvarnaaðgerðir voru kynntar af stjórnvöldum í gær. Framhaldsskólar voru þar engin undantekning en margir af elstu nemendum skólanna eru hræddir um að þetta hafi verið síðasti skóladagurinn þeirra.
25.03.2021 - 16:15
Nemandi í MK smitaður en enginn í sóttkví
Einn nemandi við Menntaskólann í Kópavogi hefur greinst með COVID-19. Guðríður Eldey Arnardóttir skólameistari segir í samtali við fréttastofu að niðurstaða smitrakningar hafi leitt í ljós að ekki þurfi að senda nokkurn í sóttkví.
Viðtal
Framhaldsskólastarf komið í nánast eðlilegt horf
Kristinn Þorsteinsson, skólameistari í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og formaður Skólameistarafélags Íslands, segir að með breytingum á sóttvörnum verði framhaldsskólastarf nánast komið í eðlilegt horf. Miklar breytingar verða á félagslífi nemenda. Faraldurinn hefur þó þau áhrif að einhverjir framhaldsskólanemar munu seinka námi eða hætta jafnvel alveg.
Viðtal
Óendanlega kát með að fá aftur félagslíf í skólana
Alls mega 150 koma saman í einu í skólum frá og með morgundeginum. Þessu fagna framhaldsskólanemar mjög. Anna Sóley Stefánsdóttir, forseti Nemendafélags Fjölbrautaskólans í Garðabæ, er óendanlega kát með breytinguna. Í vikunni verður þegar byrjað að leggja á ráðin um viðburði. Hugsanlega verður unnt að fara í skíðaferð á næstunni.
Morgunútvarpið
Börnum líður verr í síðari bylgjum faraldursins
Líðan grunnskólabarna hér á landi hefur farið versnandi, eftir því sem liðið hefur á faraldurinn. Salvör Nordal Umboðmaður barna segir frásagnir þeirra sem safnað var á síðasta ári sýna að þau hafa áhyggjur af mörgu og að mikilvægt sé að ræða við þau um það sem vekur þeim ugg.
Myndskeið
„Finnst eins og ég hafi ekki mætt í mörg ár“
Nemendur í Menntaskólanum í Kópavogi fengu að mæta aftur í skólann í vikunni í fyrsta sinn eftir áramót. Þau hafa flest sinnt náminu að heiman síðan skólaveturinn hófst í haust. Þau voru flest fegin því að fá að mæta í skólann, en stóð ekki öllum á sama um smithættuna.
05.01.2021 - 17:32
Kjaraviðræður framhaldsskólakennara á krítískum stað
Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennarar veltir fyrir sér hvort rétt sé að safna saman fólki í skólum á sama tíma og rautt ástand sé úti í samfélaginu. Framhaldsskólanemendur mæta í skólann í dag í fyrsta skipti í langan tíma. Kjaraviðræður framhaldskólakennara við ríkið séu á krítískum stað. Kjarasamningarnir runnu út um áramótin.
Staðnám heimilt í framhaldsskólum á nýju ári
Ný reglugerð sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra gaf út í dag heimilar framhaldsskólum að hefja staðnám á ný. Reglugerðin tekur mið af minnisblaði sóttvarnalæknis sem er sett fram með þeim fyrirvara að ástand faraldursins verði ekki verra við upphaf nýrrar annar en nú er. Blöndun nemenda milli hópa í framhaldsskóla verður heimil og gerir það framhaldsskólum auðveldara um vik að hefja staðnám á ný. Sé ekki unnt að halda tveggja metra regluna er framhaldskólanemum skylt að bera grímu.
21.12.2020 - 17:56
Myndum ekki láta beinbrotinn bíða lengi eftir greiningu
Við myndum aldrei láta einstakling bíða í eitt til eitt og hálft ár til að athuga hvot hann væri beinbrotinn. Við eigum heldur ekki að bjóða ungu fólki upp á slíkan biðtíma eftir greiningu á sálrænum vanda. Þetta sagði Bóas Valdórsson sálfræðingur í Menntaskólanum við Hamrahlíð á þingi heilbrigðisráðherra um framtíðarsýn í geðheilbrigðismálum í morgun. Hann sagði að hér á landi væri notast við úrelt tæki til að mæla þroska og geðheilsu fólks.
Óttast að hertar reglur hafi þveröfug áhrif á ungmenni
Claus Hjortdal formaður skólastjórafélags Danmerkur varar við því að hertar sóttvarnaraðgerðir í landinu geti haft þveröfug áhrif en ætlað er á ungt fólk. Fleira skólafólk tekur í sama streng.
Vill sömu undanþágur fyrir framhaldsskólanema
Menntamálaráðherra vill að sömu undanþágur gildi fyrir framhaldsskólanemendur og nemendur á unglingastigi grunnskóla þannig að þeim verði tryggt staðnám. Þetta sagði ráðherra á Alþingi í dag.
26.11.2020 - 16:12
Spegillinn
Breytir öllu að fá að mæta einu sinni á dag
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, gaf í gær, á alþjóðadegi barna, út aðgerðaáætlun vegna kórónuveirunnar með yfirskriftinni "Afstýrum hörmungum fyrir heila kynslóð". Þar er efst á blaði að tryggja að öll börn hafi aðgang að menntun.
21.11.2020 - 10:18
Verkmenntaskólann á Akureyri vantar tugi milljóna
Verkmenntaskólann á Akureyri vantar 40 milljónir króna á þessu ári og 60 á því næsta til að vera rekstrarhæfur. Skólameistari segir að margþættar ástæður séu fyrir hallanum. Ríkið hækkaði húsaleigu skólans um 157% á einu bretti á síðasta ári.
20.11.2020 - 13:31
Halda áfram fjarkennslu þrátt fyrir tilslakanir
Staðkennsla hefst að nýju í sumum framhaldsskólum á landinu í dag en í öðrum hefur verið ákveðið að bjóða áfram einungis upp á fjarkennslu. Samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra sem tók gildi á miðnætti mega nemendur í framhaldsskólum vera að hámarki tuttugu og fimm í hverju rými, í stað þess að mega aðeins vera tíu eins og áður.
Áhersla á að framhaldsskólanemar komist aftur í skólana
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir allan metnað lagðan í að koma framhaldsskólanemendum aftur í skólann að teknu tilliti til sóttvarnareglna. Lilja flutti í morgun Alþingi munnlega skýrslu sína um stöðu skólamála á tímum COVID-19 þar sem hún fór yfir stöðuna á hinum ýmsu skólastigum.
Ræða aukagreiðslur vegna COVID-álags
Kjarasamningar framhaldsskólakennara við ríkið renna út um áramótin. Guðjón Hreinn Hauksson formaður félags þeirra er uggandi yfir hægum gangi viðræðna. Kennarar hafa lagt til við samningaborðið að þeir fái aukagreiðslur vegna mikils álags í starfi í faraldrinum.
Hvatningarverðlaun Dags gegn einelti veitt í dag
Laufey Eyjólfsdóttir kennari hlýtur hvatningarverðlaun á Degi gegn einelti í ár. Verðlaunin hlýtur hún fyrir að hafa haft umsjón með Olweusarverkefninu í Melaskóla allt frá árinu 2004. Í rökstuðningi með fjölmörgum tillögum með nafni Laufeyjar kemur fram að hún hafi unnið að því að styðja og leiðbeina starfsfólki skólans við að koma óæskilegri hegðun og samskiptum í réttan farveg. Eineltiskannanir sýni að það hafi borið tilætlaðan árangur.
Myndskeið
Mikilvægt að fá nemendur aftur í skólana
Yfirkennari Verslunarskóla Íslands segir mikilvægt að framhaldsskólar fái undanþágu frá tveggja metra reglunni svo hægt verði að fá nemendur aftur í skólana fyrir lok þessa mánaðar.
05.11.2020 - 19:15