Færslur: Framhaldsskólar

Lokapróf í skólum gamaldags og úrelt fyrirbæri
Lokapróf í skólum eru úrelt fyrirbæri sem hafa ekkert með nám og menntun að gera. Þetta er skoðun fráfarandi skólameistara Menntaskólans á Akureyri. Það þurfi kjark til að opna augum fyrir því hvaða mannauð við erum að missa með flokkun sem viðgengst í skólakerfinu.
Fyrsti vefur um aðgengi framhaldsskólanemenda opnaður
Hægt er að skoða hvernig framhaldsskólar standa sig hvað varðar aðgengi og þjónustu fyrir nemendur með námsþarfir á nýjum vef, sem Samband íslenskra framhaldsskólanema opnaði í gær.
Sjónvarpsfrétt
Áttræður og alltaf vinsæll
Í dag eru áttatíu ár frá því að Hússtjórnarskólinn í Reykjavík hóf starfsemi sína. Síðan þá hafa mörg þúsund konur og karlar lært þar það sem þarf til heimilishalds og skólameistarinn segir skólann síungan og í takt við breytta tíma. Sjálf stendur hún á tímamótum og mun senn láta af störfum.
07.02.2022 - 19:52
Þriðjungur barna sér eftir færslum á samfélagsmiðlum
Rúmlega þriðjungur nemenda í grunn- og framhaldsskólum, á aldursbilinu 9-18 ára, sér eftir efni sem þau hafa deilt inni á samfélagsmiðlum.
Sjónvarpsfrétt
Áskoranir fyrir framhaldskóla
Líkt og aðrar skólastofnanir hafa framhaldsskólar þurft að takast við þær áskoranir sem faraldurinn hefur í för með sér. Skólastjórnendur reyna með öllum ráðum að lágmarka áhrif á skólagöngu nemenda þrátt fyrir að stór hluti þeirra lendi í fjöldatakmörkunum, sóttkví og einangrun. Í Verkmenntaskólanum á Akureyri hefur verið ákveðið að hafa enga lokaprófatörn í lok annarinnar.
Hjálparstarfi kirkjunnar veittur 10 milljóna styrkur
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra hefur undirritað tíu milljón króna styrk til Hjálparstarfs kirkjunnar. Meginmarkmiðið er efla félagslega þjónustu við þau sem nýta sér þjónustu hjálparstarfsins.
Bíða ráðgjafar landlækna um bólusetningu unglinga
Breska ríkisstjórnin lítur svo á að rök séu með því að bólusetja heilbrigð börn á aldrinum tólf til fimmtán ára. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar bíða ráða landlækna þjóðanna fjögurra á Bretlandseyjum áður en endanleg ákvörðun verður tekin.
Þroskahamlaðir njóta ekki jafnra tækifæra til menntunar
Um fimmtíu nemendur með þroskahömlun komast í framhaldsnám á hverju ári. Séu nemendurnir fleiri komast þeir ekki að og þeirra bíður að gera ekki neitt.
Byrjun skólastarfsins verður áskorun út af Covid
Menntamálaráðherra segir upphaf nýs skólaárs vera áskorun og hvetur foreldra til að ræða ástandið við börn sín. Forseti framhaldsskólanema segir þá ánægða með að fá að mæta í skólann.
Hægt að skylda starfsfólk til að vera bólusett
Vinnustaðir eins og skólar geta farið fram á að starfsfólk sé bólusett, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann segir að þegar smit koma upp í skólum sé ekki hægt að beita öðrum aðferðum en að sóttkví. 
Senda frá sér leiðbeiningar um sóttvarnir í skólastarfi
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur sent frá sér leiðbeiningar um sóttvarnir í skólastarfi í haust. Í leiðbeiningunum er fjallað um sóttvarnir á öllum skólastigum, auk frístundaheimila og félagsmiðstöðva.
Beita sér gegn tvöfaldri kennslu framhaldsskólakennara
Formaður Félags framhaldsskólakennara segir félagið ætla að berjast gegn því að kennarar sinni samtímis nemendum í kennslustofunni og heima, með tilheyrandi álagi. Miðað við núgildandi sóttvarnaaðgerðir á hann von á áframhaldandi röskun á skólastarfi.
13.08.2021 - 13:40
Stærsta óskin að staðnám verði tryggt í haust
Framhaldsskólanemar binda vonir við að skólastarf í vetur geti orðið með eðlilegum hætti. Stærsta óskin er að bæði verði hægt að tryggja staðnám og gott félagslíf í framhaldsskólum landsins.
12.08.2021 - 13:34
Bólusetningar unglinga og sérreglur um sóttkví í skoðun
Til skoðunar er að setja sérstakar reglur um sóttkví og smitrakningu hjá skólabörnum og bólusetja unglinga. Menntamálaráðherra segir að í næstu viku komi í ljós hvernig skólum verði haldið opnum í vetur. Það sé mikilvægt að börn geti verið í staðnámi en ekki fjarnámi. 
Andleg heilsa versnaði hjá ungmennum
Andleg líðan ungmenna versnaði í kórónuveirufaraldrinum og þunglyndiseinkenni jukust frá því sem var. Þetta sýnir fyrsta rannsókn á heimsvísu sem birt var í Lancet í gær og gerð á Íslandi. Einn höfunda greinarinnar segir að andleg heilsa næstu kynslóðar gæti orðið verri en fyrri kynslóða verði ekki spornað við. Þetta segir einn höfunda vísindagreinar, sem birt var í Lancet, um líðan 59 þúsund íslenskra ungmenna á aldrinum þrettán til átján ára. 
Lesskilningur drengja vel undir meðaltali OECD
Árangur stúlkna er í langflestum tilvikum betri en drengja innan íslenska menntakerfisins, sé litið til niðurstaðna úr samræmdum könnunum. Árangur íslenskra drengja er í nokkrum tilvikum langt undir meðaltali OECD.
Bjartsýnn á afléttingu sóttvarnaráðstafana í Skagafirði
Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri sveitarfélagsins Skagafjarðar segir að ef ekki kemur upp smit utan sóttkvíar á næstu dögum verði stefnt að afléttingum sóttvarnarráðstafana um helgina.  
Nýbygging við FB bylting fyrir nemendur og kennara
Þörf Fjölbrautaskólans í Breiðholti fyrir stærri og betri verknámsaðstöðu verður uppfyllt með 2.100 fermetra nýbyggingu. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skrifuðu undir samning um byggingu hennar í gær. 
Framhaldsskólakennarar samþykktu kjarasamning
Félagsmenn í Félagi framhaldsskólakennara og Félagi stjórnenda í framhaldsskólum hafa samþykkt kjarasamning sem undirritaður var hjá ríkissáttasemjara 31. mars síðastliðinn. Kjarasamningar framhaldsskólakennara runnu út um áramótin. 
Samningur framhaldsskólakennara og ríkisins í höfn
Félag framhaldsskólakennara og Félag stjórnenda í framhaldsskólumskrifuðu í dag undir samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi við ríkið. Nýja samningnum er ætlað að gilda frá 1. janúar 2021 til 31. mars 2023.
Skólahald með takmörkunum hefst strax eftir páska
Skólahald á öllum skólastigum hefst að nýju strax eftir páska, með ákveðnum takmörkunum í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu.
Bekkjarfélagar knúsaðir, hróp, öskur og jafnvel grátur
Það fór ekki fram hjá neinum þegar hertar sóttvarnaaðgerðir voru kynntar af stjórnvöldum í gær. Framhaldsskólar voru þar engin undantekning en margir af elstu nemendum skólanna eru hræddir um að þetta hafi verið síðasti skóladagurinn þeirra.
25.03.2021 - 16:15
Nemandi í MK smitaður en enginn í sóttkví
Einn nemandi við Menntaskólann í Kópavogi hefur greinst með COVID-19. Guðríður Eldey Arnardóttir skólameistari segir í samtali við fréttastofu að niðurstaða smitrakningar hafi leitt í ljós að ekki þurfi að senda nokkurn í sóttkví.
Viðtal
Framhaldsskólastarf komið í nánast eðlilegt horf
Kristinn Þorsteinsson, skólameistari í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og formaður Skólameistarafélags Íslands, segir að með breytingum á sóttvörnum verði framhaldsskólastarf nánast komið í eðlilegt horf. Miklar breytingar verða á félagslífi nemenda. Faraldurinn hefur þó þau áhrif að einhverjir framhaldsskólanemar munu seinka námi eða hætta jafnvel alveg.
Viðtal
Óendanlega kát með að fá aftur félagslíf í skólana
Alls mega 150 koma saman í einu í skólum frá og með morgundeginum. Þessu fagna framhaldsskólanemar mjög. Anna Sóley Stefánsdóttir, forseti Nemendafélags Fjölbrautaskólans í Garðabæ, er óendanlega kát með breytinguna. Í vikunni verður þegar byrjað að leggja á ráðin um viðburði. Hugsanlega verður unnt að fara í skíðaferð á næstunni.