Færslur: Framhaldsskólar

Myndskeið
„Finnst eins og ég hafi ekki mætt í mörg ár“
Nemendur í Menntaskólanum í Kópavogi fengu að mæta aftur í skólann í vikunni í fyrsta sinn eftir áramót. Þau hafa flest sinnt náminu að heiman síðan skólaveturinn hófst í haust. Þau voru flest fegin því að fá að mæta í skólann, en stóð ekki öllum á sama um smithættuna.
05.01.2021 - 17:32
Kjaraviðræður framhaldsskólakennara á krítískum stað
Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennarar veltir fyrir sér hvort rétt sé að safna saman fólki í skólum á sama tíma og rautt ástand sé úti í samfélaginu. Framhaldsskólanemendur mæta í skólann í dag í fyrsta skipti í langan tíma. Kjaraviðræður framhaldskólakennara við ríkið séu á krítískum stað. Kjarasamningarnir runnu út um áramótin.
Staðnám heimilt í framhaldsskólum á nýju ári
Ný reglugerð sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra gaf út í dag heimilar framhaldsskólum að hefja staðnám á ný. Reglugerðin tekur mið af minnisblaði sóttvarnalæknis sem er sett fram með þeim fyrirvara að ástand faraldursins verði ekki verra við upphaf nýrrar annar en nú er. Blöndun nemenda milli hópa í framhaldsskóla verður heimil og gerir það framhaldsskólum auðveldara um vik að hefja staðnám á ný. Sé ekki unnt að halda tveggja metra regluna er framhaldskólanemum skylt að bera grímu.
21.12.2020 - 17:56
Myndum ekki láta beinbrotinn bíða lengi eftir greiningu
Við myndum aldrei láta einstakling bíða í eitt til eitt og hálft ár til að athuga hvot hann væri beinbrotinn. Við eigum heldur ekki að bjóða ungu fólki upp á slíkan biðtíma eftir greiningu á sálrænum vanda. Þetta sagði Bóas Valdórsson sálfræðingur í Menntaskólanum við Hamrahlíð á þingi heilbrigðisráðherra um framtíðarsýn í geðheilbrigðismálum í morgun. Hann sagði að hér á landi væri notast við úrelt tæki til að mæla þroska og geðheilsu fólks.
Óttast að hertar reglur hafi þveröfug áhrif á ungmenni
Claus Hjortdal formaður skólastjórafélags Danmerkur varar við því að hertar sóttvarnaraðgerðir í landinu geti haft þveröfug áhrif en ætlað er á ungt fólk. Fleira skólafólk tekur í sama streng.
Vill sömu undanþágur fyrir framhaldsskólanema
Menntamálaráðherra vill að sömu undanþágur gildi fyrir framhaldsskólanemendur og nemendur á unglingastigi grunnskóla þannig að þeim verði tryggt staðnám. Þetta sagði ráðherra á Alþingi í dag.
26.11.2020 - 16:12
Spegillinn
Breytir öllu að fá að mæta einu sinni á dag
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, gaf í gær, á alþjóðadegi barna, út aðgerðaáætlun vegna kórónuveirunnar með yfirskriftinni "Afstýrum hörmungum fyrir heila kynslóð". Þar er efst á blaði að tryggja að öll börn hafi aðgang að menntun.
21.11.2020 - 10:18
Verkmenntaskólann á Akureyri vantar tugi milljóna
Verkmenntaskólann á Akureyri vantar 40 milljónir króna á þessu ári og 60 á því næsta til að vera rekstrarhæfur. Skólameistari segir að margþættar ástæður séu fyrir hallanum. Ríkið hækkaði húsaleigu skólans um 157% á einu bretti á síðasta ári.
20.11.2020 - 13:31
Halda áfram fjarkennslu þrátt fyrir tilslakanir
Staðkennsla hefst að nýju í sumum framhaldsskólum á landinu í dag en í öðrum hefur verið ákveðið að bjóða áfram einungis upp á fjarkennslu. Samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra sem tók gildi á miðnætti mega nemendur í framhaldsskólum vera að hámarki tuttugu og fimm í hverju rými, í stað þess að mega aðeins vera tíu eins og áður.
Áhersla á að framhaldsskólanemar komist aftur í skólana
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir allan metnað lagðan í að koma framhaldsskólanemendum aftur í skólann að teknu tilliti til sóttvarnareglna. Lilja flutti í morgun Alþingi munnlega skýrslu sína um stöðu skólamála á tímum COVID-19 þar sem hún fór yfir stöðuna á hinum ýmsu skólastigum.
Ræða aukagreiðslur vegna COVID-álags
Kjarasamningar framhaldsskólakennara við ríkið renna út um áramótin. Guðjón Hreinn Hauksson formaður félags þeirra er uggandi yfir hægum gangi viðræðna. Kennarar hafa lagt til við samningaborðið að þeir fái aukagreiðslur vegna mikils álags í starfi í faraldrinum.
Hvatningarverðlaun Dags gegn einelti veitt í dag
Laufey Eyjólfsdóttir kennari hlýtur hvatningarverðlaun á Degi gegn einelti í ár. Verðlaunin hlýtur hún fyrir að hafa haft umsjón með Olweusarverkefninu í Melaskóla allt frá árinu 2004. Í rökstuðningi með fjölmörgum tillögum með nafni Laufeyjar kemur fram að hún hafi unnið að því að styðja og leiðbeina starfsfólki skólans við að koma óæskilegri hegðun og samskiptum í réttan farveg. Eineltiskannanir sýni að það hafi borið tilætlaðan árangur.
Myndskeið
Mikilvægt að fá nemendur aftur í skólana
Yfirkennari Verslunarskóla Íslands segir mikilvægt að framhaldsskólar fái undanþágu frá tveggja metra reglunni svo hægt verði að fá nemendur aftur í skólana fyrir lok þessa mánaðar.
05.11.2020 - 19:15
Brotthvarf frá námi hefur aldrei mælst minna
Aldrei hefur hærra hlutfall þeirra sem skráðir eru í framhaldsskóla hér á landi útskrifast og brotthvarf frá námi hefur aldrei mælst minna. Þetta sýnir ný samantekt Hagstofu Íslands. 60% þeirra sem hófu framhaldsskólanám haustið 2015 höfðu útskrifast fjórum árum síðar. Eftir því sem fólk er yngra þegar það flytur hingað til lands, þeim mun líklegra er að það ljúki framhaldsskólanámi á tilsettum tíma.
03.11.2020 - 14:03
Takmarkanir hafa áhrif á eldri bekki grunnskóla
Skólahald gæti orðið fyrir raski vegna hólfaskiptingar í hertum samkomutakmörkunum, sérstaklega hjá elstu bekkjum grunnskóla. Ekki er búið að taka ákvörðun um grímuskyldu eða fjarnám í grunnskólum. Stefnt er að því að kynna sérstaka reglugerð um skólahald vegna hertra takmarkana um helgina.
Segir fjarnám erfitt og marga fresta útskrift
Framkvæmdastjóri Sambands íslenskra framhaldsskólanema óttast að nemendur einangrist og flosni frekar upp úr námi en áður vegna minnkandi viðveru í skólum í Covid-faraldrinum. Nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð segir að margir þurfi að fresta útskrift, enda sé oft erfitt að halda sér við efnið í fjarnámi. 
Metfjöldi doktora brautskráðist skólaárið 2018 til 2019
Aldrei hafa fleiri lokið doktorsprófi við íslenska háskóla en skólaárið 2018-2019. Alls voru 4.370 nemendur brautskráðir, með 4.408 háskólapróf á öllum stigum.
Spegillinn
Grímur í skólum áþreifanlegt merki um ástandið
Það var heldur rólegt í kringum Menntaskólann við Hamrahlíð í morgun. Þessa vikuna mæta nemendur eftir hádegi í þá tíma sem þeir sækja þangað en eru heima í tölvunni á morgnana. Allt skólastarf hefur auðvitað verið með öðrum brag en vant er frá því í vetur en frá og með deginum í dag þurfa allir, bæði nemendur og starfsfólk að setja upp grímur í skólanum og ekki er vitað hve lengi sá háttur verður hafður á.
21.09.2020 - 16:21
Grímuskylda í framhalds- og háskólum höfuðborgarsvæðis
Nú ber nemendum, kennurum og öðru starfsfólki framhalds- og háskóla á höfuðborgarsvæðinu skylda til að nota grímur í skólabyggingum og í öllu skólastarfi.
Myndskeið
Reyna að kynnast utan skóla „innan skynsemismarka“
Félagslíf framhaldsskóla er vonlaust á tímum COVID, segja forsetar nemendafélaga, sem bíða með skemmtanahald þar til eins metra reglan hefur verið afnumin. Vinahópar hittist utan skóla.
14.09.2020 - 19:01
Smitsjúkdómalæknir vill afnema nándarmörk í skólum
Fella ætti niður eins metra fjarlægðarreglu í framhalds- og háskólum að mati Bryndísar Sigurðardóttur, smitsjúkdómalæknis á Landspítala. Hún telur ávinninginn af því meiri en af núverandi fyrirkomulagi. Það geti valdið vanlíðan og brotthvarfi nemenda.
05.09.2020 - 17:24
Óvissan mikil og námið gæti orðið erfiðara
Nú eru liðnar um tvær vikur síðan framhaldsskólarnir hófust á nýjan leik. Nýnemar mættu (eða mættu ekki) í nýja skóla í glænýjar aðstæður, aðstæður sem þeir bjuggust ekki endilega við þegar þeir kláruðu sína grunnskólagöngu í vor. Lestin ræddi við Eddu Borg Helgadóttur, nýnema í Verslunarskóla Íslands, um fyrsta skóladaginn á breyttum tímum.
02.09.2020 - 13:46
Dúxaði í Versló og skrifaði lífsstílsbók fyrir tvítugt
Guðjón Ari Logason er tvítugur og gaf nýlega út bókina Náðu árangri - í námi og lífi. Í bókinni fjallar hann um það sem hefur hjálpað honum að ná árangri í námi og á öðrum vettvangi en hann var dúx Verslunarskóla Íslands vorið 2019 og hefur spilað körfubolta með meistaraflokki Fjölnis.
19.08.2020 - 14:31
Morgunútvarpið
Framhaldsskólanemar ósáttir við viðbrögð stjórnvalda
Endurskoða þyrfti gjaldtöku fyrir fjarnám í framhaldskólum þannig að framhaldsskólanemendur í áhættuhópi vegna kórónuveirufaraldursins, eða þeir sem búa á heimilum með fólki í áhættuhópi, eigi kost á að stunda fjarnám. Þetta segir Jóhanna Steina Matthíasdóttir forseti Sambands íslenska framhaldsskólanema.
Myndskeið
Skrítið að vera í meters fjarlægð — kynnast á netinu
Nýnemar í framhaldsskóla segja skrítið að þurfa að halda meters fjarlægð í skólum. Fjarnám að hluta verði krefjandi en þau kynnist betur í gegnum samfélagsmiðla. Sumum skólum hefur verið skipt upp í sóttvarnarhólf og kennararnir eiga fullt í fangi með að spritta stóla og borð eftir hvern tíma.
18.08.2020 - 18:50