Færslur: Framhaldsskólanemendur

Sjónvarpsfrétt
Árásarmönnum var vísað úr Flensborg, flestum tímabundið
Fimm nemendum var vísað úr Flensborgarskóla, flestum tímabundið, eftir að þeir réðust á tvo samnemendur sína í mars. Skólameistarinn segir skólann hafa gripið til fleiri aðgerða í kjölfarið og þykir leitt að heyra að upplifun nemenda sé önnur.  
Klámáhorf allt að þrefalt meira hjá strákum en stelpum
Meirihluti nemenda í efstu bekkjum grunnskóla og í framhaldsskóla hefur horft á klám. Allt að þrefalt fleiri strákar en stelpur á þessum aldri hafa horft á klám og þeir eru ánægðari með áhorfið en stelpurnar.  
Kynjaskiptir tímar setji nemendur í óþægilega stöðu
Töluverð umræða hefur verið um um kynjaskiptar kennslustundir og mismunandi kröfur til einstaklinga eftir kyni þeirra eftir að íþróttakennsla og hæfnismat í íþróttum í Menntaskólanum í Reykjavík var til umræðu á samfélagsmiðlinum Twitter. Í skólanum hefur kennsla í íþróttatímum verið kynjaskipt árum saman.
Furða sig á kynjaskiptum íþróttatímum
Umræða hefur verið á samfélagsmiðlum undanfarna daga um fyrirkomulag íþróttatíma i Menntaskólanum í Reykjavík. Margir nemendur furða sig á því að kynjaskipt sé í tímunum og segja fyrirkomulagið úrelt.
Sjónvarpsfrétt
Áskoranir fyrir framhaldskóla
Líkt og aðrar skólastofnanir hafa framhaldsskólar þurft að takast við þær áskoranir sem faraldurinn hefur í för með sér. Skólastjórnendur reyna með öllum ráðum að lágmarka áhrif á skólagöngu nemenda þrátt fyrir að stór hluti þeirra lendi í fjöldatakmörkunum, sóttkví og einangrun. Í Verkmenntaskólanum á Akureyri hefur verið ákveðið að hafa enga lokaprófatörn í lok annarinnar.
Kennari handtekinn vegna gruns um ólöglega bólusetningu
Líffræðikennari við skóla í New York í Bandaríkjunum var handtekin á gamlársdag grunuð um að hafa gefið 17 ára nemanda sínum sprautu með bóluefni gegn COVID-19.
Hjálparstarfi kirkjunnar veittur 10 milljóna styrkur
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra hefur undirritað tíu milljón króna styrk til Hjálparstarfs kirkjunnar. Meginmarkmiðið er efla félagslega þjónustu við þau sem nýta sér þjónustu hjálparstarfsins.
Morgunútvarpið
Einn tilgangur náms er að læra félagsleg samskipti
Formaður Kennarasambands Íslands, segir mikilvægt að tryggja eins eðlilegt skólastarf og unnt er í haust. Ungu fólki sé félagslegt samneyti afar mikilvægt.
Strætó hættur að keyra að Laugum í Reykjadal
Nemendur í Framhaldsskólanum á Laugum í Reykjadal þurfa að ganga um þriggja kílómetra leið vilji þeir taka strætó til Húsavíkur eða Akureyrar eftir að hætt var að keyra inn að Laugum. Framhaldsskólinn er heimavistarskóli og því fara nemendurnir oft heim til sín í frí og nota margir til þess þjónustu Strætó.
12.06.2021 - 06:45
Lesskilningur drengja vel undir meðaltali OECD
Árangur stúlkna er í langflestum tilvikum betri en drengja innan íslenska menntakerfisins, sé litið til niðurstaðna úr samræmdum könnunum. Árangur íslenskra drengja er í nokkrum tilvikum langt undir meðaltali OECD.
Nýbygging við FB bylting fyrir nemendur og kennara
Þörf Fjölbrautaskólans í Breiðholti fyrir stærri og betri verknámsaðstöðu verður uppfyllt með 2.100 fermetra nýbyggingu. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skrifuðu undir samning um byggingu hennar í gær. 
Viðtal
Framhaldsskólastarf komið í nánast eðlilegt horf
Kristinn Þorsteinsson, skólameistari í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og formaður Skólameistarafélags Íslands, segir að með breytingum á sóttvörnum verði framhaldsskólastarf nánast komið í eðlilegt horf. Miklar breytingar verða á félagslífi nemenda. Faraldurinn hefur þó þau áhrif að einhverjir framhaldsskólanemar munu seinka námi eða hætta jafnvel alveg.
Viðtal
Óendanlega kát með að fá aftur félagslíf í skólana
Alls mega 150 koma saman í einu í skólum frá og með morgundeginum. Þessu fagna framhaldsskólanemar mjög. Anna Sóley Stefánsdóttir, forseti Nemendafélags Fjölbrautaskólans í Garðabæ, er óendanlega kát með breytinguna. Í vikunni verður þegar byrjað að leggja á ráðin um viðburði. Hugsanlega verður unnt að fara í skíðaferð á næstunni.
Kjaraviðræður framhaldsskólakennara á krítískum stað
Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennarar veltir fyrir sér hvort rétt sé að safna saman fólki í skólum á sama tíma og rautt ástand sé úti í samfélaginu. Framhaldsskólanemendur mæta í skólann í dag í fyrsta skipti í langan tíma. Kjaraviðræður framhaldskólakennara við ríkið séu á krítískum stað. Kjarasamningarnir runnu út um áramótin.
Rýmri reglur um skólahald taka gildi
Grunnskólanemendur mega vera allt að fimmtíu í sama rými þegar skólar hefjast á nýju ári og reglur hafa einnig verið rýmkaðar á öðrum skólastigum. Þetta er samkvæmt reglugerð menntamálaráðherra sem tók gildi 1. janúar og gildir til febrúarloka að öllu óbreyttu.
Myndum ekki láta beinbrotinn bíða lengi eftir greiningu
Við myndum aldrei láta einstakling bíða í eitt til eitt og hálft ár til að athuga hvot hann væri beinbrotinn. Við eigum heldur ekki að bjóða ungu fólki upp á slíkan biðtíma eftir greiningu á sálrænum vanda. Þetta sagði Bóas Valdórsson sálfræðingur í Menntaskólanum við Hamrahlíð á þingi heilbrigðisráðherra um framtíðarsýn í geðheilbrigðismálum í morgun. Hann sagði að hér á landi væri notast við úrelt tæki til að mæla þroska og geðheilsu fólks.
Áhersla á að framhaldsskólanemar komist aftur í skólana
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir allan metnað lagðan í að koma framhaldsskólanemendum aftur í skólann að teknu tilliti til sóttvarnareglna. Lilja flutti í morgun Alþingi munnlega skýrslu sína um stöðu skólamála á tímum COVID-19 þar sem hún fór yfir stöðuna á hinum ýmsu skólastigum.