Færslur: Frakkar

Alþjóðasamfélagið hyggst beita Rússa auknum þrýstingi
Alþjóðlegur þrýstingur verður aukinn gagnvart Rússum í kjölfar herkvaðningar Rússlandsforseta í gær og lítt dulinna hótana hans um beitingu kjarnavopna. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins héldu neyðarfund í gær og öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman með morgninum.
Póllandsforseti styður aðildarumsókn Úkraínu
Forseti Póllands heitir Úkraínu fullum stuðningi við umsóknarferlið að inngöngu í Evrópusambandið. Hann segir að virða beri vilja þess fólks sem lætur lífið í þágu Evrópu.
Fordæma framkomu rússneskra málaliða
Frakkar og Bandaríkjamenn fullyrtu á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gær að rússneska málaliðaþjónustan Wagner bæri ábyrgð á dauða tuga almennra borgara í Mið-Afríkulýðveldinu. Rússnesk yfirvöld segjast ekkert hafa með málaliðana að gera.
Ráðherra æfur yfir ímynd Úkraínumanna í sjónvarpsþætti
Menningarmálaráðherra Úkraínu hefur kvartað við stjórnendur streymisveitunnar Netflix vegna þess með hve niðurlægjandi hætti löndum hans eru gerð skil í nýrri þáttaröð.
Um 75 þúsund brottfarir erlendra farþega í nóvember
Um það bil 75 þúsund erlendir farþegar héldu á brott frá Keflavíkurflugvelli í nóvember sem er svipaður fjöldi og var í nóvember árið 2015. Bandaríkjamenn og Bretar töldu þriðjung þess fjölda. Um 47% fleiri Íslendingar hafa flogið brott gegnum Keflavík á þessu ári en því síðasta.