Færslur: Fráflæðisvandi

Súpum seyðið af fyrirhyggjuleysi fyrri ára
Fagráð í bráðahjúkrun á Landspítala hefur sent frá sér áskorun til framkvæmdastjórnar spítalans þar sem vakin er athygli á fráflæðivanda á bráðamóttöku og spítalinn hvattur til að bregðast við.
14.10.2021 - 12:06
Að leysa vanda bráðadeildar er eins og að elta strætó
Að reyna að leysa viðvarandi neyðarástand á bráðamóttöku Landspítala er eins og að elta strætisvagn. Þetta segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans. Hann segir þær aðgerðir sem gripið hafi verið til hingað til ekki hafa borið árangur, lausnin felist ekki í meira fé til spítalans, heldur til hjúkrunarheimila.
Lausn á fráflæðisvanda gæti verið í sjónmáli
Frá árslokum 2019 hefur verið fjölgað um 90 rúm á Landspítalanum til að bregðast við fráflæðisvanda sjúkrahússins. Vinnuhópar hafa unnið að áætlunum til að bregðast við tillögum átakshóps heilbrigðisráðherra um vandann.
Bíða á göngum eftir að komast í spítalarúm
Undanfarna viku hafa um 20 beðið á hverjum degi á bráðamóttöku Landspítala eftir að komast inn á ýmsar legudeildir spítalans eftir að hafa lokið meðferð á bráðamóttökunni. Alltaf þurfa einhverjir að liggja á göngum og það leiðir til þess að sóttvarnir eru ekki eins og best verður á kosið, að sögn Jóns Magnúsar Kristjánssonar yfirlæknis bráðalækninga á Landspítalanum.
Talsvert um vökvavandamál og yfirlið hjá sjúklingum
Útskrifa þarf 35 einstaklinga af Landspítala, sem þurfa ekki að vera þar, til að anna þriðju bylgju faraldursins. Yfirmaður smitsjúkdómadeildar segir að ef það takist ekki og tilvikum fjölgi með sama hraða og undanfarið skapist vandræði. Vandaveltur séu um hvort einkenni sjúklinga séu að breytast.
01.10.2020 - 18:44
Hátt í 200 aldraðir bíða á ýmsum deildum Landspítala
Hátt á annað hundrað aldraðir einstaklingar, liggja nú á ýmsum deildum Landspítala og bíða eftir að komast á hjúkrunarheimili. Sjö rúma biðdeild fyrir þennan hóp var opnuð á Grensás í síðustu viku, hún dugar engan veginn til og Páll Matthíasson forstjóri spitalans segir að nú sé verið að leita allra leiða til að leysa vandann.