Færslur: fótbolti

Þetta er svört skíðabrekka
Ísland verður að sigra Króatíu og Argentína verður að sigra Nígeríu svo Ísland komist áfram.
26.06.2018 - 14:52
Nauðsynlegt að sigra Nígeríu
Jafntefli á móti Argentínu eru frábær úrslit, sigur gegn Nígeríu er nauðsynlegur og Króatar líta mjög vel út, að mati HM-Hákonar, knattspyrnusérfræðings Núllsins. Hákon ræddi leiki helgarinnar og það sem er fram undan.
19.06.2018 - 10:27
Ekkert öruggt í þessu
Það fer ekki fram hjá neinum um þessar mundir að heimsmeistaramótið í knattspyrnu er á næsta leiti. Hákon Jóhannesson verður sérlegur knattspyrnuspekingur Núllsins á meðan öllu þessu stendur og byrjaði á því að fara yfir nokkur grunnatriði varðandi mótið.
13.06.2018 - 16:18
Ronaldo næst-vinsælastur á Instagram
Portúgalski fótboltamaðurinn Christiano Ronaldo varð á þessu ári stoltur eigandi næst-vinsælasta Instagram aðgangs í heimi, með 116 milljónir fylgjenda. Selena Gomez vermir þó efsta sætið en 130 milljónir manna fylgjast með ævintýralegu stjörnulífi hennar á smáforritinu vinsæla.
02.12.2017 - 17:12
„Ég varð að leyfa efnilega Pavel að deyja"
„Ég held að körfuboltamaðurinn Pavel hafi dáið með efnilega Pavel. Eftir að ég hætti að vera sá Pavel átti ég bara ekki meiri kraft eftir til að fylgja þessum körfuboltalífstíl. Hefði ég haldið áfram í því er ég viss um að ég væri núna grátandi á öxlinni á þér og að kenna öllum öðrum um," segir Pavel Ermolinski, kaupmaður á Bergstaðastræti og fimmfaldur Íslandsmeistari í körfubolta.
03.11.2017 - 14:38
Stalst í kirkju fyrir leikinn gegn Króötum
Á horni Katrínartúns og Laugarvegar í Reykjavík stendur Fíladelfía, kirkja Hvítsunnusafnaðarins í Reykjavík. Þar hitti ég knattspyrnumanninn Emil Hallfreðsson, leikmann Udinese á Ítalíu, á sólríkum sumardegi - til að tala um Guð. 
28.10.2017 - 09:00
Leiðin á EM: Þetta var leynimarkmið
Landsliðskonan Harpa Þorsteinsdóttir er í leikmannahópi Íslands á EM í Hollandi sem hefst þann 16. júlí. Í lok síðasta sumars bárust fregnir af því að Harpa væri barnshafandi og eignaðist hún dreng í lok febrúar, aðeins nokkrum mánuðum fyrir Evrópumótið.
29.06.2017 - 10:34
Leiðin á EM: Þurfa ekki að loka inn á klósett
Landsliðskonurnar Fanndís Friðriksdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir eru herbergisfélagar í landsliðsferðum. Í öðrum þætti af Leiðinni á EM sem sýndur var á RÚV í gær var litið inn til Fanndísar og Hallberu og ljóst að þær stöllur skemmta sér afar vel saman.
28.06.2017 - 15:14
„Hefði klárlega fallið á prófinu án Lars“
„Ég hefði klárlega fallið á prófinu ef ég hefði farið beint úr því að þjálfa ÍBV í það að þjálfa landsliðið. Lars hins vegar var með tuttugu ára reynslu af þjálfun landsliða“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta í Kastljósi í gær. Hann sagðist ekki heiðarlegur ef hann neitaði því að vera stressaður yfir því að fara úr skugga Lars Lagerbäck. Grunnurinn sem þeir hafi lagt hafi hins vegar verið sterkur. Vinnuumhverfið sem Lars hafi búið til í upphafi, gerði gæfumun.
11.10.2016 - 09:56
Leicester breytir fótboltanum
Árangur Leicester City í ensku knattspyrnunni er með ólíkindum. Þegar aðeins fimm umferðir eru eftir af mótinu er Leicester á toppnum með sjö stiga forskot á næsta lið og titillinn raunverulega innan seilingar. Arnar Gunnlaugsson lék með Leicester í nokkur tímabil. Hann sagði á Morgunvaktinni á Rás 1 segir að velgengni félagsins breyti fótboltanum til frambúðar.
13.04.2016 - 10:33
La Masia: Útungunarstöð fótboltasnillinga
La Masia eða bóndabýlið er þekktasta útungunarstöð knattspyrnusnillinga í veröldinni. Leikmenn úr knattspyrnuakademíu Barcelona eru jafnan meðal bestu knattspyrnumanna heims og árið 2010 voru þrír efstu í Ballon d'Or, kjörinu á knattspyrnumanni ársins í Evrópu, allir aldir upp á bóndabænum. Sigurvegarinn Lionel Messi, Andrés Iniesta og Xavi.
29.01.2016 - 16:23
Óvenjumörg stórmót í september
Almannaþjónustuhlutverk RÚV er fjölbreytt. Meðal þess sem RÚV er ætlað að sinna er að fylgja landsliðum þjóðarinnar eftir á stórmótum, þegar því verður við komið. Stundum eru þessir leikir á tíma þar sem nauðsynlegt reynist að riðla hefðbundinni dagskrá.
03.09.2015 - 15:27
  •