Færslur: Forystusætið

Telur ríkið enn geta náð til sín Arion banka
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur að enn sé hægt að virkja forkaupsrétt ríkisins á Arion banka, þrátt fyrir að búið sé að selja 29% hlut til erlendra aðila. Þetta sé eitt af fjölmörgum skrefum sem þurfi að stíga til að endurskipuleggja fjármálakerfið.
Ekki búið að gera upp mál vegna uppreistar æru
Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar, segir að flokksmenn séu ósammála þingmönnum Viðreisnar, um að Sjálfstæðismenn hafi gert hreint fyrir sínum dyrum varðandi uppreist æru.
Heppilegt að kjósa um Evrópusambandið í vor
Formaður Samfylkingarinnar telur heppilegt að kjósa um hvort halda eigi áfram viðræðum við Evrópusambandið samhliða sveitarstjórnarkosningum í vor. Hann segir það mikilvægt atriði þegar kemur að myndun ríkisstjórnar en myndi ekki setja það sem skilyrði fyrir þátttöku í ríkisstjórn.
18.10.2017 - 17:00
Vill snúa frá einkarekstri í heilbrigðismálum
Heilbrigðiskerfið hefur verið markaðsvætt í auknum mæli og fjármunir hafa fyrir vikið nýst verr segir Þorvaldur Þorvaldsson formaður Alþýðufylkingarinnar. Flokkurinn vill félagsvæða fjármálakerfið til að byggja upp alla innviði samfélagsins. 
Tekur ekki undir með Ásmundi í útlendingamálum
Inga Sæland formaður Flokks fólksins vill viðhalda núverandi stefnu stjórnvalda um fjölda flóttafólks sem Ísland tekur á móti. Hún tekur ekki undir með Ásmundi Friðrikssyni um að bera saman kostnað við mótttöku flóttafólks og stöðu aldraðra og öryrkja. Þetta kemur fram í þættinum Forystusætið sem sýndur verður í kvöld.
Vill víðtækt samráð um skattabreytingar
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, vill sjá víðtækt samráð um skattkerfisbreytingar. Vinstri græn boði hátekjuskatt á þá sem hafa 25 milljónir í árstekjur og hóflegan auðlegðarskatt. Þetta kemur fram í þættinum Forystusætið sem er á dagskrá RÚV í kvöld.
Myndskeið
Segir Viðreisn treysta Sjálfstæðisflokki
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir að til greina komi að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Flokkurinn sé búinn að gefa nauðsynleg svör um uppreist æru dæmdra kynferðisbrotamanna. Þetta kemur fram í þættinum Forystusætið sem er á dagskrá RÚV í kvöld.
09.10.2017 - 17:00