Færslur: Forval Demókrata 2019-20

Forval skal fara fram í Wisconsin, þrátt fyrir COVID-19
Forval Demókrata í Wisconsinríki skal fara fram í dag eins og til stóð, hvað sem öllu öðru líður. Þetta er niðurstaða hæstaréttar Wisconsinríkis, sem þar með ógildir tilskipun ríkisstjórans, Demókratans Tony Evers, um að fresta forvalinu fram í júní vegna COVID-19 faraldursins.
Sigurganga Bidens heldur áfram
Sigurganga Joe Bidens í forvali Demókrata hélt áfram í gærkvöld, þegar hann vann öruggan sigur á keppinaut sínum, Bernie Sanders, í öllum þremur ríkjunum sem bitist var um. Stærsti sigurinn var í fjölmennasta ríkinu, Flórída, þar sem Biden fékk 62 prósent greiddra atkvæða en Sanders aðeins 23 prósent. Þetta tryggði Biden 130 kjörmenn, Sanders fær 48, en 37 mæta óbundnir til landsfundarins í sumar.
Stefnir í sigur Bidens í 9 ríkjum af 14
Joe Biden, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður og varaforseti Bandaríkjanna, stendur í dag mun betur að vígi í baráttunni um að verða forsetaefni Demókrata en hann gerði í gær. Gengi Bernie Sanders í kosningum gærdagsins var hins vegar undir væntingum. Það á líka við um Elizabeth Warren og Michael Bloomberg, sem eru nánast endanlega úr leik. Ofur-þriðjudagurinn skýrði vissulega línurnar í forvali Demókrata því ljóst er að stendur nú milli Sanders og Bidens.
Warren tapar illa á heimavelli sínum í Massachusetts
Öldungadeildarþingmaðurinn Elizabeth Warren fékk ekki góða kosningu í forvali Demókrata í höfuðvígi sínu, Massachusetts. Þegar búið er að telja 85 prósent atkvæða er hún í þriðja sæti á eftir þeim Bernie Sanders og Joe Biden, sem öllum að óvörum vinnur þar öruggan sigur.
Biden sigrar í Virginíu,Norður Karólínu og Alabama
Útgönguspár benda til yfirburðasigurs Joe Bidens í forkosningum Demókrata í Virginíuríki, og honum er líka spáð sigri í Norður-Karólínu og Alabama. Bernie Sanders fær flest atkvæði í heimaríki sínu, Vermont. Búið er að loka kjörstöðum í þessum þremur ríkjum, þeim fyrstu af fjórtán þar sem forkosningar fara fram í nótt.
Stórsigur Bernie Sanders í Nevada
Bernie Sanders, sem skilgreinir sig gjarnan sem lýðræðislegan sósíalista, vann öruggan sigur í forkosningum Demókrata í Nevadaríki í gær. Þegar búið var að telja um helming greiddra atkvæða hafði Sanders fengið um 47 prósent þeirra en Joe Biden, sem kemur honum næstur, aðeins um 19 prósent.
Hnífjafnt í Iowa og telja þarf aftur
Þeir Pete Buttigieg og Bernie Sanders eru efstir og nánast hnífjafnir þegar búið er að telja öll atkvæði í forvalinu í Iowa og báðir lýsa þeir yfir sigri. Hvorugur þeirra hefur þó verið lýstur sigurvegari þar sem ótal villur og tæknivandamál trufluðu talninguna svo mjög, að Tom Perez, formaður Demókrataflokksins, krafðist þess að farið yrði vandlega yfir allar niðurstöður öðru sinni áður en lengra verður haldið.
Buttigieg enn efstur í Iowa þegar búið er að telja 96%
Pete Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóri í South Bend í Indiana, er enn efstur í fyrsta forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í haust. Þegar búið var að telja 96 prósent greiddra atkvæða hafði hann fengið 26,4 prósent þeirra en Bernie Sanders, sem er í öðru sæti, kemur fast á hæla honum með 25,7 prósent atkvæða. Elisabeth Warren er í þriðja sætinu með 18,3 prósent og Joe Biden í því fjórða með 15,8 prósent talinna atkvæða.
Kamala Harris dregur sig út úr forvali Demókrata
Kamala Harris hefur dregið sig út úr forvali Demókrata í Bandaríkjunum, og verður því ekki forsetaefni flokksins í forsetakosningunum þar vestra á næsta ári.
03.12.2019 - 18:42
O'Rourke hættur við framboð
Beto O'Rourke, fyrrverandi þingmaður frá Texas, hefur dregið sig út úr kapphlaupinu um að verða frambjóðandi Demókrata í forsetakosningunum vestra á næsta ári. O'Rourke, sem komst nærri því að velta Repúblikananum Tim Cruz úr sæti sínu í Öldungadeild Bandaríkjaþings í fyrra, sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld þar sem hann sagðist neyðast til að horfast í augu við það, að hann myndi ekki hafa erindi sem erfiði, miðað við gang mála hingað til.
Staðfest að Sanders fékk hjartaáfall
Læknar staðfestu í dag að Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður Demókrata og frambjóðandi í forvali flokksins vegna forsetakosninganna á næsta ári, hafi fengið hjartaáfall á þriðjudag. Þetta kemur fram í tilkynningu sem þeir sendu frá sér eftir að Sanders var útskrifaður af sjúkrahúsi í Las Vegas. Sjálfur segist Sanders stálsleginn eftir dvölina á spítalanum.
Myndskeið
Hart sótt að Biden í kappræðum Demókrata
Hart var sótt að Joe Biden fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna í seinni kappræðum Demókrataflokksins í Flórída í gær.
28.06.2019 - 10:37
Fimmta konan boðar forsetaframboð
Enn bætist í hóp Demókrata sem vilja etja kappi við Donald Trump í forsetakosningunum vestra á næsta ári. Öldungadeildarþingmaðurinn Amy Klobuchar frá Minnesota tilkynnti á sunnudag að hún hygðist taka þátt í forkosningum Demókrataflokksins um forsetaefni. Áður höfðu þrjár konur í öldungadeild og ein í fulltrúadeild Bandaríkjaþings gert hið sama.