Færslur: Forsjármál

Spyr hvernig stytta á biðtíma í forsjármálum
Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir nánari upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu um hvernig koma á í veg fyrir tafir á afgreiðslu fjölskyldumála hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Mörg dæmi eru um að slík mál hafi tafist. 
Eiga að koma á aukinni umgengni við foreldra
Landsréttur sneri í dag við dómi héraðsdóms um að svipta foreldra forsjá barna sinna. Dóttir þeirra hafði sagst hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun af hálfu föður síns. Í kjölfarið var hann ákærður og börnin vistuð utan heimilis. Faðirinn var síðar sýknaður af sakargiftunum. Barnaverndaryfirvöld fóru engu að síður fram á sviptingu forsjár, sem héraðsdómur staðfesti meðal annars með vísan í vilja barnanna og ótta þeirra við föður sinn.
01.11.2019 - 17:39
Fréttaskýring
„Útilokun oft skárri en íþyngjandi úrræði“
Af tvennu illu er oft skárra að barn búi hjá foreldri sem tálmar umgengni þess við hitt foreldrið en að raska stöðugleika þess með að færa lögheimili þess yfir til hins útilokaða foreldris. Þetta segir Hrefna Friðriksdóttir, prófessor í sifja- og erfðarétti við Háskóla Íslands. Hún var formaður nefndar sem endurskoðaði barnalögin áður en þeim var breytt árið 2013. Heimir Hilmarsson, formaður Félags um foreldrajafnrétti, berst fyrir því að fá foreldraútilokun viðurkennda sem ofbeldi.