Færslur: forseti Íslands

Viðtal
„Þetta var kona sem lifði alltaf í þjónustu við aðra“
Íslensku forsetahjónin voru við útför Elísabetar Bretadrottningar í Westminster Abbey í Lundúnum í gær. Eliza Reid forsetafrú segir stundina hafa verið tilfinningaríka.
Einn merkasti þjóðarleiðtogi seinni alda er fallinn frá
„Ég sendi fyrir mína hönd og íslensku þjóðarinnar samúðarkveðju til Karls þriðja Bretakonungs, besku konungsfjölskyldunnar, bresku þjóðarinnar og breska samveldisins. Einn merkasti þjóðarleiðtogi seinni alda er fallinn frá. Þetta eru kaflaskil í sögu Stóra Bretlands,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands í kvöldfréttum.
08.09.2022 - 19:28
Sjónvarpsfrétt
Forsetinn sendir frá sér bók á afmælisdegi 50 mílnanna
Hálf öld er liðin síðan fiskveiðilögsaga Íslands var færð í fimmtíu mílur. Og í tilefni af því gaf Sögufélagið út bók eftir forseta Íslands um sögu landhelgismálsins. Hana skrifaði hann til að létta af sér áhyggjum í amstri dagsins.
Gamlar hefðir víkja og Jóhann landlausi mættur aftur
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar komu saman með forseta Íslands á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag, með örlítið breyttu sniði. Forseti Íslands segir mikilvægt að halda í formfestuna en að breytingar séu einnig nauðsynlegar.   
31.08.2022 - 20:00
Ríkisráð fundar á Bessastöðum
Ríkisráð, skipað forseta Íslands og ríkisstjórn, fundar nú á Bessastöðum.
Segir framgöngu Rússlands óþolandi
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sagði í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 að Eistland, Lettland og Litháen njóti góðs af því að hafa gengið í Atlantshafsbandalagið í ljósi innrásar Rússa í Úkraínu.
Afkomendur þriggja forseta kepptu í fótboltaleik
Símamótið fór fram síðustu helgi þar sem um þrjú þúsund keppendur í 5., 6. og 7. flokki kvenna tóku þátt. Í leik Gróttu og Álftaness á laugardeginum spiluðu afkomendur þriggja forseta Íslands.
Fjórtán sæmdir fálkaorðunni
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir hjúkrunarfræðingur og Már Kristjánsson, yfirlæknir sjúkdómadeildar Landspítala, eru á meðal þeirra sem voru sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu í dag.
17.06.2022 - 16:09
Kastljós
Fengu góðar undirtektir á fundum með tæknirisum
Íslenska sendinefndin sem fundaði með forsprökkum Google, Microsoft, Amazon og fleiri risavaxinna tæknifyrirtækja í Bandaríkjunum fékk góðar undirtektir við bón sinni um samstarf við að tryggja sess íslenskunnar í stafrænum heimi. Þetta sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í Kastljósi í kvöld.
Guðni Th. greinist með COVID-19
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur greinst með COVID-19. 
29.04.2022 - 13:28
„Ekki lengur kátt í Höllinni“
„Hún verður að rísa. Við eigum Þjóðarhöll, Laugardalshöll en hún var reist upp úr miðri síðustu öld. Hún er til lítils ef við megum ekki keppa þar eins og raunin verður“, segir Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands.
20.04.2022 - 23:33
Sjónvarpsfrétt
Forsetahjónin sýndu listræna hæfileika á Þórshöfn
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og kona hans Elíza Reed eru nú í tveggja daga opinberri heimsókn í Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppi. 
25.03.2022 - 13:59
Forsetahjónunum vel tekið á Þórshöfn
Forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, eru nú í tveggja daga heimsókn í Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppi. Þau komu til Þórshafnar í morgun og fengu höfðinglegar móttökur hjá heimamönnum þar.
Rússneska sendiráðið gagnrýnir tíst Guðna og Þórdísar
Rússneska sendiráðið í Reykjavík lýsir þungum vonbrigðum með yfirlýsingar forseta og utanríkisráðherra Íslands á Twitter til stuðnings Úkraínu. Sendiráðið hvetur íslensk stjórnvöld til hófsemi og uppbyggilegrar umræðu.
Sonur forsetans með COVID-19
Elsti sonur forsetahjónanna hefur greinst með COVID-19. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands greinir frá þessu á Facebook-síðu embættisins. Forsetinn er í smitgát en Eliza Reid þarf að vera í sóttkví ásamt hinum börnunum þeirra því ekki er nema vika liðin frá því að hún fékk þriðju bólusetninguna.
02.02.2022 - 08:19
Forseti varar við að óttanum sé leyft að ráða för
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sagði í nýársávarpi sínu mikilvægt að viðhalda einingu í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn.
01.01.2022 - 13:44
Viðtal
Forseti hvetur landsmenn til einingar í faraldrinum
Forseti Íslands segir brýnt að þjóðin haldi í þá einingu sem hafi skapast í faraldrinum. Hann hvetur landsmenn til þess að nota grímur, spritta sig og gæta að fjarlægð á mannamótum. „Auðvitað skilur maður þreytu, pirring, gremju en veiran er bara þess eðlis að hún hverfur ekki á braut þótt við verðum gröm,“ segir Guðni Th. Jóhannesson.
31.12.2021 - 09:56
Sjónvarpsfrétt
Forsetinn situr einn við Jóhann landlausa
Forsetinn situr einn við Jóhann landlausa á morgun því enginn ríkisráðsfundur verður á Bessastöðum. Ríkisráðsfundarborðið heitir eftir enskum kóngi sem réði ríkjum á tólftu öld. Forsetinn segist munu sakna þess að hitta ekki ráðherrana á morgun.
30.12.2021 - 20:30
Söguleg frestun ríkisráðsfundar á gamlársdag
Ríkisráð, skipað ríkisstjórn og forseta Íslands, mun ekki halda sinn árvissa fund á gamlársdag. Það aðeins í fjórða sinn sem fundinum er frestað, frá því Kristján Eldjárn tók við embætti forseta og festi þá fundina í sessi, árið 1968.
Myndskeið
Forseti setti þing og hvatti til stjórnarskrárbreytinga
Alþingi var sett í dag, en vegna kórónuveirufaraldursins var aðeins örfáum boðið til þingsetningarinnar. Að vanda setti forseti Íslands Alþingi og um leið hvatti hann þingheim til að ráðast í umbætur á stjórnarskránni.
Myndskeið
Krónprinsinn kominn á Bessastaði
Friðrik krónprins Danmerkur og Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, komu hingað til lands í dag. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, bauð krónprinsinum og utanríkisráðherranum ásamt danskri sendinefnd til kvöldverðar á Bessastöðum nú í kvöld og hófst veislan klukkan hálf 7.
Viðtal
Dramb er helsti lærdómur hrunsins
Þegar Geir Haarde bað Guð að blessa Ísland áttaði maður sig fyrst á alvöru málsins, segir forseti Íslands. Mikilvægt sé að fólk fyllist ekki drambi - það sé helsti lærdómur bankahrunsins. 
Ráðsmaðurinn kallaður heim í vínbirgðakönnun
Ráðsmaðurinn á Bessastöðum verður kallaður úr fríi í skyndi til að gera könnun á birgðastöðunni í vínkjallaranum á staðnum. Hæstaréttarlögmaður fullyrti fyrr í vikunni að mikið magn víns hefði verið tekið úr kjallaranum til einkabrúks.
Myndskeið
„Auðvitað erum við öll orðin óþreyjufull“
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segist óþreyjufullur, rétt eins og aðrir, eftir því að kórónuveirufaraldrinum linni. Forsetahjónin þökkuðu framlínufólki í faraldrinum vel unnin störf í morgun.
Viðtal
Forsetinn segir: Ekki vera fáviti
Brýnt er að bæði sé hægt að styðja fulltrúa Íslands í íþróttum og þolendur ofbeldis. Þetta segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Mikill heiður sé að vera fulltrúi Íslands í fótbolta en þeim heiðri fylgi ábyrgð og sú skylda að vera ekki fáviti. Hann segir að sér hafi orðið illa við þegar hann heyrði af ásökunum um ofbeldis- og kynferðisbrot landsliðsmanna í fótbolta. Hann segir það vonbrigði hvernig málin þróuðust hjá KSÍ.