Færslur: forseti Íslands

60 sækja um að verða forsetaritari
60 umsækjendur sækjast eftir embætti forsetaritara forseta Íslands. Umsóknarfrestur um embættið var framlengdur til 7. janúar þar sem láðist að auglýsa embættið í Lögbirtingablaðinu.
12.01.2021 - 12:51
Viðtal
„Þarna var farið yfir öll mörk“
Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, þótti undarlegt að fylgjast með mótmælendum í Washington í Bandaríkjunum ráðast inn í þinghúsið þar í borg í gær. „Þarna var farið yfir öll mörk,“ segir hann.
07.01.2021 - 16:47
Fjórtán sæmd hinni íslensku fálkaorðu
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sæmdi í dag fjórtán manns heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Orðuveitingin var með breyttu sniði í þetta sinn vegna sóttvarnareglna. Í stað hefðbundinnar athafnar þar sem öll þau, sem veita á orður, koma saman á Bessastöðum, var haldin sérstök athöfn fyrir hvert og eitt þeirra.
01.01.2021 - 18:01
Fálkaorðan í ár verður veitt í einkaathöfn
Orðuveiting forseta Íslands á nýársdag verður með breyttu sniði um þessi áramót vegna sóttvarnareglna. Í stað hefbundinnar athafnar, þar sem allir þeir sem veita á orður koma saman á Bessastöðum, verður nú sérstök athöfnþar fyrir hvern og einn. Þá mun hefðbundin nýársmóttaka forseta Íslands falla niður í ár.
29.12.2020 - 14:47
Viðtal
Guðni: „Hljótum að þakka þá guðs mildi að enginn fórst“
„Framar öllu hljótum við að þakka þá guðs mildi að enginn fórst í þessum hamförum. Það skall svo sannarlega hurð nærri hælum og hann lýsti því vel, Brimir Christophsson í fréttunum í gær,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Þakklæti sé honum ofarlega í huga fyrir þá miklu samstöðu sem fólk hafi sýnt og skotið skjólshúsi yfir Seyðfirðinga. Hann hvetur fólk til að styrkja björgunarsveitir og Rauða krossinn. Guðni hyggst heimsækja Seyðfirðinga við fyrsta hentugleika.
Hvatningarverðlaun ÖBÍ veitt í fjórtánda sinn
Sunna Dögg Ágústsdóttir hlaut Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands í flokki einstaklinga þegar þau voru veitt í fyrradag, á Alþjóðadegi fatlaðs fólks. Sunna er ötull talsmaður ungs fólks með þroskahömlun og hefur vakið athygli á því að fatlað fólk sé útsettara fyrir því að verða fyrir áreiti á Netinu.
Forsetinn þakkaði heilbrigðisstarfsfólki í ávarpi
Þjóðin hefur sýnt þrautsegju og þolgæði í faraldrinum sem minnt hefur á að úrbóta sé þörf á sjúkrastofnunum og dvalarheimilum en heilbrigðisstarfsfólk staðið vaktina með prýði. Þetta sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti meðal annars í ávarpi á RÚV í kvöld í tilefni fullveldisdagsins.
01.12.2020 - 19:54
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, laus úr sóttkví
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er nú laus úr sóttkví. Hann fór í skimun í morgun.
09.11.2020 - 12:05
Guðni árnar Biden og Harris heilla
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur sent nýkjörnum forseta og varaforseta Bandaríkjanna, Joe Biden og Kamölu Harris, heillaóskir fyrir hönd íslensku þjóðarinnar.
Viðtal
Guðni forseti hefst við í kjallaranum á Bessastöðum
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, dvelur í kjallaranum á Bessastöðum meðan hann er í sóttkví. Hann segist hafa stytt sér stundir við að spila netskrafl og lesa. Hann geti áfram sinnt störfum sínum sem forseti með því að nýta sér tölvutækni. Greint var frá því í gærkvöld að Guðni væri kominn í sóttkví fram á mánudag eftir að starfsmaður á Bessastöðum greindist með kórónuveiruna. 
04.11.2020 - 17:53
Forseti Íslands í sóttkví eftir smit á Bessastöðum
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er kominn í sóttkví og verður fram til mánudagsins 9. nóvember, eftir að starsfmaður á Bessastöðum greindist með kórónuveiruna.
03.11.2020 - 18:16
Guðni sendi samúðarkveðjur til Austurríkis og Tyrklands
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi í dag samúðarkveðju íslensku þjóðarinnar til forseta Tyrklands og Austurríkis vegna atburða þar síðustu daga.
03.11.2020 - 15:24
Forseti færir ástvinum hinna látnu samúðarkveðjur
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sendir aðstandendum þeirra sem látist hafa af völdum COVID-19 samúðarkveðjur á Facebook-síðu sinni.
Framboð Guðmundar þrefalt dýrara en framboð Guðna
Forsetaframboð Guðmundar Franklíns Jónssonar í sumar kostaði rúmlega 4,6 milljónir, sem er rúmlega þrisvar sinnum meira en framboð Guðna Th. Jóhannessonar sitjandi forseta sem kostaði um 1,5 milljón.
Guðni Th.: Þurfum að sýna sama einhug og í vor
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hvetur landsmenn til þess að standa saman - þó með tveggja metra millibili. Forsetinn sendi frá sér kveðju í kvöld þar sem hann vitnaði í orð Jóhannesar Kjarvals, um að fólk sem aldrei lyfti neinu í samtaki, verði aldrei þjóð. Nú þurfi þjóðin að sýna sama einhug og reyndist svo vel í vor, segir forsetinn.
Forseti Íslands hvetur landsmenn til að fylgja tilmælum
„Ég hvet alla til að fylgja tilmælum og leiðbeiningum og verða þannig að liði í þessu ágæta samfélagi okkar,“ skrifar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld.
06.10.2020 - 22:09
Ríkisráð kemur saman til fundar í dag
Ríkisráð Íslands hefur verið boðað til fundar á Bessastöðum klukkan 15 í dag. Gera má ráð fyrir að komandi þingstörf verði til umræðu á fundinum. 
28.09.2020 - 09:27
Una valin úr hópi nærri 200 umsækjenda
Una Sighvatsdóttir hefur verið ráðin sérfræðingur hjá embætti forseta Íslands. Hátt í 200 manns sóttu um starfið sem auglýst var í sumar.
22.09.2020 - 11:23
Forsetinn hvetur til varkárni í nýrri bylgju faraldurs
Guðni Th. Jóhannesson segir að nú sem aldrei fyrr sé brýnt að hver og einn hugi að persónulegum sóttvörnum, þvoi sér um hendur, haldi fjarlægð og fylgi tilmælum yfirvalda. Bestu sóttvarnirnar byrji hjá manni sjálfum.
21.09.2020 - 13:38
myndskeið
Guðni segir að aðgengi eigi að trompa útlitið
Forseti Íslands tók í morgun í notkun tvær nýjar lyftur til þess að greiða aðgengi hreyfihamlaðra að Bessastöðum.
01.09.2020 - 22:25
Myndskeið
Guðna hugnast hugmyndir um sex ára kjörtímabil
Guðni Th. Jóhannesson var settur inn í embætti forseta Íslands við látlausa athöfn í Alþingishúsinu í dag. Hann hefur þar með sitt annað kjörtímabil.
Myndskeið
Óskar þess að lýðheilsu sé enn betur sinnt
Guðni Th. Jóhannesson var settur í embætti forseta Íslands nú fyrir skömmu. Athöfnin var mjög látlaus en um þrjátíu voru viðstaddir vegna samkomutakmarkana. Það kom því ekki á óvart að kórónuveirufaraldurinn skuli hafa verið Guðna ofarlega í huga í ræðu sinni.
Forseti Íslands tekur embætti í dag
Athöfn vegna embættistöku forseta Íslands fer fram í Alþingishúsinu í dag. Hún hefst klukkan 15.30 og verður í beinni útsendingu í sjónvarpi og útvarpi og hér á rúv.is. Útsending hefst klukkan 15:20.
Gestum við embættistöku stórfækkað
Í ljósi hertra sóttvarnaraðgerða þurfti forsætisráðuneytið að fækka mjög á listanum yfir gesti sem fá að vera viðstaddir embættistöku forseta Íslands á laugardag. Almenningur er hvattur til að fylgjast með athöfninni í sjónvarpinu.
Myndskeið
Skorar á þjóðina að taka upp fyrri sóttvarnir
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir blikur á lofti vegna kórónuveirufaraldursins. Hann skorar á þjóðina að taka upp fyrri sóttvarnir, þvo hendur og viðhalda tveggja metra fjarlægð. Hann segir ekki þessi virði að sýna sinnuleysi núna og þurfa svo jafnvel að grípa til enn harðari aðgerða innan skamms. Enginn móttaka verður á Bessastöðum eftir embættistöku forsetans á laugardag.