Færslur: forseti Íslands

Guðni Th. greinist með COVID-19
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur greinst með COVID-19. 
29.04.2022 - 13:28
„Ekki lengur kátt í Höllinni“
„Hún verður að rísa. Við eigum Þjóðarhöll, Laugardalshöll en hún var reist upp úr miðri síðustu öld. Hún er til lítils ef við megum ekki keppa þar eins og raunin verður“, segir Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands.
20.04.2022 - 23:33
Sjónvarpsfrétt
Forsetahjónin sýndu listræna hæfileika á Þórshöfn
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og kona hans Elíza Reed eru nú í tveggja daga opinberri heimsókn í Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppi. 
25.03.2022 - 13:59
Forsetahjónunum vel tekið á Þórshöfn
Forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, eru nú í tveggja daga heimsókn í Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppi. Þau komu til Þórshafnar í morgun og fengu höfðinglegar móttökur hjá heimamönnum þar.
Rússneska sendiráðið gagnrýnir tíst Guðna og Þórdísar
Rússneska sendiráðið í Reykjavík lýsir þungum vonbrigðum með yfirlýsingar forseta og utanríkisráðherra Íslands á Twitter til stuðnings Úkraínu. Sendiráðið hvetur íslensk stjórnvöld til hófsemi og uppbyggilegrar umræðu.
Sonur forsetans með COVID-19
Elsti sonur forsetahjónanna hefur greinst með COVID-19. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands greinir frá þessu á Facebook-síðu embættisins. Forsetinn er í smitgát en Eliza Reid þarf að vera í sóttkví ásamt hinum börnunum þeirra því ekki er nema vika liðin frá því að hún fékk þriðju bólusetninguna.
02.02.2022 - 08:19
Forseti varar við að óttanum sé leyft að ráða för
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sagði í nýársávarpi sínu mikilvægt að viðhalda einingu í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn.
01.01.2022 - 13:44
Viðtal
Forseti hvetur landsmenn til einingar í faraldrinum
Forseti Íslands segir brýnt að þjóðin haldi í þá einingu sem hafi skapast í faraldrinum. Hann hvetur landsmenn til þess að nota grímur, spritta sig og gæta að fjarlægð á mannamótum. „Auðvitað skilur maður þreytu, pirring, gremju en veiran er bara þess eðlis að hún hverfur ekki á braut þótt við verðum gröm,“ segir Guðni Th. Jóhannesson.
31.12.2021 - 09:56
Sjónvarpsfrétt
Forsetinn situr einn við Jóhann landlausa
Forsetinn situr einn við Jóhann landlausa á morgun því enginn ríkisráðsfundur verður á Bessastöðum. Ríkisráðsfundarborðið heitir eftir enskum kóngi sem réði ríkjum á tólftu öld. Forsetinn segist munu sakna þess að hitta ekki ráðherrana á morgun.
30.12.2021 - 20:30
Söguleg frestun ríkisráðsfundar á gamlársdag
Ríkisráð, skipað ríkisstjórn og forseta Íslands, mun ekki halda sinn árvissa fund á gamlársdag. Það aðeins í fjórða sinn sem fundinum er frestað, frá því Kristján Eldjárn tók við embætti forseta og festi þá fundina í sessi, árið 1968.
Myndskeið
Forseti setti þing og hvatti til stjórnarskrárbreytinga
Alþingi var sett í dag, en vegna kórónuveirufaraldursins var aðeins örfáum boðið til þingsetningarinnar. Að vanda setti forseti Íslands Alþingi og um leið hvatti hann þingheim til að ráðast í umbætur á stjórnarskránni.
Myndskeið
Krónprinsinn kominn á Bessastaði
Friðrik krónprins Danmerkur og Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, komu hingað til lands í dag. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, bauð krónprinsinum og utanríkisráðherranum ásamt danskri sendinefnd til kvöldverðar á Bessastöðum nú í kvöld og hófst veislan klukkan hálf 7.
Viðtal
Dramb er helsti lærdómur hrunsins
Þegar Geir Haarde bað Guð að blessa Ísland áttaði maður sig fyrst á alvöru málsins, segir forseti Íslands. Mikilvægt sé að fólk fyllist ekki drambi - það sé helsti lærdómur bankahrunsins. 
Ráðsmaðurinn kallaður heim í vínbirgðakönnun
Ráðsmaðurinn á Bessastöðum verður kallaður úr fríi í skyndi til að gera könnun á birgðastöðunni í vínkjallaranum á staðnum. Hæstaréttarlögmaður fullyrti fyrr í vikunni að mikið magn víns hefði verið tekið úr kjallaranum til einkabrúks.
Myndskeið
„Auðvitað erum við öll orðin óþreyjufull“
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segist óþreyjufullur, rétt eins og aðrir, eftir því að kórónuveirufaraldrinum linni. Forsetahjónin þökkuðu framlínufólki í faraldrinum vel unnin störf í morgun.
Viðtal
Forsetinn segir: Ekki vera fáviti
Brýnt er að bæði sé hægt að styðja fulltrúa Íslands í íþróttum og þolendur ofbeldis. Þetta segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Mikill heiður sé að vera fulltrúi Íslands í fótbolta en þeim heiðri fylgi ábyrgð og sú skylda að vera ekki fáviti. Hann segir að sér hafi orðið illa við þegar hann heyrði af ásökunum um ofbeldis- og kynferðisbrot landsliðsmanna í fótbolta. Hann segir það vonbrigði hvernig málin þróuðust hjá KSÍ.
Viðtal
Forsetinn brýnir fyrir ríkisstjórn að hlusta á vísindin
Forseti Íslands brýndi fyrir ríkisstjórninni á ríkisráðsfundi í dag að fara að tillögum sóttvarnasérfræðinga og sér kæmi í opna skjöldi ef það væri ekki gert. Það allra versta sem gæti gerst núna væri að ala á óeiningu og missa samstöðuna.
Myndskeið
Kemur til greina að herða reglur á landamærum
Ríkisráðsfundur hófst klukkan ellefu á Bessastöðum í dag. Í ráðinu sitja ráðherrar ríkisstjórnarinnar og forseti Íslands og tilgangur fundarins í dag var að staðfesta með formlegum hætti lög og ákvarðanir sem Alþingi samþykkti á síðasta þingi.
05.08.2021 - 12:04
Þingmenn og ráðherrar hækka í launum
Laun þingmanna, ráðherra og forseta Íslands hækkuðu um síðustu mánaðamót um 6,2%.
Getur vart óskað sér betri tíðinda á afmælisdaginn
Forseti Íslands gleðst hjartanlega yfir öllum afléttingum sóttvarnaraðgerða í pistli á Facebook síðu sinni í dag. Guðni fagnar 53. afmælisdegi sínum í dag og segist vart geta beðið um betri tíðindi á afmælisdaginn.
26.06.2021 - 10:02
Myndskeið
Mikil gleði á 17. júní og HÍ tilkynnti um Vigdísarsafn
Þjóðhátíðardeginum hefur verið fagnað um allt land í dag en samkomutakmarknir hafa þó sett hátíðahöldum ýmsar skorður. Margt var þó á sínum stað; forseti Íslands lagði blómsveig að minnisvarða Jóns Sigurðssonar, fjallkonur stigu á stokk og ræður voru fluttar. Þá fagnaði Háskóli Íslands 110 ára afmæli og Vigdís Finnbogadóttir gaf skólanum gjafir.
Myndskeið
Guðni: Ég varð fyrir vonbrigðum
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með að ekki hafi náðst efnisleg umræða á þingi um breytingar á stjórnarskránni. Hann segir að stjórnarskráin hafi ekki verið meitluð í stein þegar hún var samin.
Myndskeið
Bessastaðir í 80 ár - samofnir sögu þjóðar
Tímamót voru í sögu Bessastaða í dag, en 80 ár eru frá því að ríkinu bauðst húsið að gjöf. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir að ekki hafi öllum litist vel á að það yrði embættisbústaður forseta. Nú sé öldin önnur og líklega þyki flestum Íslendingum húsakosturinn vel við hæfi. Guðni segir að saga Bessastaða sé samofin sögu forsetaembættisins og ekki síst íslensku þjóðarinnar.
Forsetinn sendi Ísraelsmönnum samúðarkveðju
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson sendi í dag Reuven Rivlin, forseta Ísraels, og Ísraelsmönnum öllum samúðarkveðjur vegna stórslyss sem varð á Lag B’Omer trúarhátíðinni á í þorpinu Meron í norðurhluta landsins á föstudag. Þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu í dag. 
Forsetinn sendi samúðarkveðju vegna fráfalls Filippusar
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sendi Elísabetu Bretadrotttningu samúðarkveðju í morgun vegna fráfalls Filippusar drottningarmanns, hertoga af Edinborg. Samúðarkveðjur hafa borist henni hvaðanæva að úr heiminum í morgun.