Færslur: Forsetakosningar í Frakklandi 2022

Macron heitir því að sameina sundraða Frakka
Helsta verkefni Emmanuels Macron eftir að hafa náð endurkjöri sem forseti Frakklands verður að sameina þjóðina. Mikillar sundrungar hefur gætt innanlands undanfarin ár en Macron varð í gær fyrstur Frakklandsforseta í tuttugu ár til að tryggja sér endurkjör.
Sjónvarpsfrétt
Emmanuel Macron hafði betur gegn Marine Le Pen
Emmanuel Macron verður áfram forseti Frakklands samkvæmt útgönguspám sem voru birtar fyrr í kvöld. Marine Le Pen hefur þegar viðurkennt ósigur.
Frakkar velja milli Macrons og Le Pen í dag
Seinni umferð frönsku forsetakosninganna fer fram í dag. Kjörstaðir í sjálfu Frakklandi voru opnaðir klukkan sex og þeim verður lokað tólf klukkustundum síðar. Valið stendur milli miðjumannsins og forsetans Emmanuels Macron og hægri mannsins Marine Le Pen.
Sjónvarpstfrétt
Styttist óðum í úrslitastund í Frakklandi
Emmanuel Macron hefur enn forskot á Marine Le Pen í seinni umferð forsetakosninganna í Frakklandi samkvæmt skoðanakönnunum. Frakkar ganga að kjörborðinu á morgun, einn kjósenda segir að það verði líkt og að velja á milli svartadauða og kóleru.
Hörð lokabarátta í Frakklandi
Frambjóðendur í forsetakosningunum í Frakklandi á sunnudag keppast við að úthúða hvor öðrum á síðasta degi kosningabaráttunnar. Nýjustu skoðanakannanir sýna að Emmanuel Macron fær um það bil 55 prósenta fylgi. Leiðtogar þriggja Evrópuríkja ráða Frökkum frá því að greiða Marine Le Pen atkvæði.
Vinstrimenn geta ráðið úrslitum á sunnudaginn
Luiz Inacio Lula da Silva, forsetaframbjóðandi og fyrrverandi forseti Brasilíu, hvetur franska kjósendur til að sigrast á stjórnmálaöflum lengst til hægri með því að flykkjast um Emmanuel Macron núverandi forseta. Stjórnmálaskýrendur telja að niðurstöður seinni umferðar forsetakosninganna séu í höndum vinstrimanna.
Macron og Le Pen tókust hart á í sjónvarpskappræðum
Frönsku forsetaframbjóðendurnir Emmanuel Macron núverandi forseti og Marine Le Pen tókust hart á um samskiptin við Rússa og notkun slæðu múslimakvenna í sjónvarpskappræðum í kvöld. Fjórir dagar eru í seinni umferð forsetakosninganna.
Spenna eykst fyrir forsetakosningarnar í Frakklandi
Nýjustu skoðanakannanir í Frakklandi sýna að bilið breikkar milli forsetaframbjóðendanna Emmanuels Macrons og Marine Le Pen. Þau mætast í kappræðum í beinni sjónvarpsútsendingu í kvöld.
Navalní hvetur Frakka til að kjósa Macron
Alexei Navalní, helsti stjórnarandstæðingur Rússlands, hvetur franska kjósendur til að kjósa Emmanuel Macron, sitjandi forseta, þegar þeir ganga að kjörborðinu á sunnudag.
Stuðningsmenn Frakklandsforseta vara við bjartsýni
Skoðanakannanir í Frakklandi sýna að Emmanuel Macron á eftir að sigra Marine Le Pen í síðari umferð forsetakosninganna á sunnudaginn kemur. Macron hvetur fólk til að mæta á kjörstað - ella kunni Frakkar að lenda í svipaðri stöðu og Bretar í Brexit kosningunum og Bandaríkjamenn þegar Donald Trump náði kjöri.
Evrópuþingið ætlar að endurheimta peningana
Evrópuþingið tilkynnti í dag um að það ætli sér að reyna að endurheimta það fjármagn sem Marine Le Pen, franskur forsetaframbjóðandi, var í gær sökuð um að hafa dregið sér á meðan hún gegndi Evrópuþingmennsku.
Saka Le Pen um fjárdrátt
Stofnun Evrópusambandsins gegn fjársvikum hefur sakað franska forsetaframbjóðandann Marine Le Pen um að hafa dregið að sér alls 137 þúsund Evrur á meðan hún var Evrópuþingmaður. Franski miðillinn Mediapart greindi frá þessu í kvöld.
Kosningabarátta Macrons er hafin
Einvígi Emmanuels Macrons og Marine Le Pen um forsetaembættið í Frakklandi er hafið. Staðfest var í dag að þau hefðu fengið flest atkvæði í fyrri umferð forsetakosninganna í gær. Þau börðust einnig um það fyrir fimm árum og þá sigraði Macron með yfirburðum. Skoðanakannanir sýna að mjórra verður á mununum í ár.
Meginstraumurinn í frönskum stjórnmálum hruninn
Úrslit fyrri umferðar forsetakosninganna í Frakklandi í gær benda til þess að meginstraumsöflin í frönskum stjórnmálin séu hrunin til grunna. Þetta segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, í samtali við fréttastofu. 
Ljóst að Macron og Le Pen mætast í síðari umferðinni
Emmanuel Macron Frakklandsforseti fékk flest atkvæði í fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi í dag. Meiri munur var á fylgi hans og hægrimannsins Marine Le Pen en kannanir bentu til.
Hart sótt að Macron sem þykir enn sigurstranglegastur
Flestir búast við sigri Emmanuels Macron í fyrri umferð frönsku forsetakosninganna í dag. Heldur hefur þó dregið saman með honum og Marine Le Pen, samkvæmt skoðanakönnunum, en hún sagðist sigurviss þegar hún greiddi atkvæði í morgun.
Marine Le Pen sækir hart að Emmanuel Macron
Fylgi Emmanuels Macrons Frakklandsforseta og Marine Le Pen, frambjóðanda hægri þjóðernissinna, er nánast jafnt þegar kosningabaráttu fyrir fyrri umferð forsetakosninganna á sunnudag er að ljúka. Le Pen hefur sótt mjög í sig veðrið síðustu daga.
Mjótt á munum milli Macron og LePen í nýrri könnun
Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fer fram á sunnudag. Þá kemur í ljós hverjir tveir takast á fyrir seinni umferðina 24. apríl. Kannanir bera með sér að það verði Emmanuel Macron núverandi forseti og hægriöfgaleiðtoginn Marine Le Pen. Tólf eru í framboði.
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Boris söng „I will survive“
Boris Johnson söng brot úr lagi Gloriu Gaynor „I will survive“ eða „Ég lifi þetta af“ fyrir Guto Harri, nýjan samskiptastjóra í breska forsætisráðuneytinu, að því er fréttir herma. Johnson á enn undir högg að sækja vegna veisluhalda í embættisbústað sínum í Downingstræti 10 á meðan strangt bann við samkomuhaldi var á Englandi. Þetta var meðal annars umræðuefni í Heimsglugganum á Morgunvakt Rásar 1.

Mest lesið