Færslur: Forsetakosningar í Frakklandi 2017

Meirihluti Frakka óánægður með Macron
Vinsældir Emmanuels Macron Frakklandsforseta fara ört minnkandi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Ifop gerði fyrir blaðið Journal du Dimanche. Samkvæmt henni eru nú aðeins 40 prósent franskra kjósenda nokkuð eða mjög ánægð með nýja forsetann. Það eru 14 prósentustigum færri en í sambærilegri könnun sem gerð var fyrir mánuði síðan. Í þeirri könnun reyndust vinsældir Macrons þegar hafa dalað um 10 prósentustig frá næstu könnun þar á undan.
Leyniáætlun um viðbrögð við sigri Le Pen
Sigur Marine Le Pen í frönsku forsetakosningunum hefði leitt til þess að leynileg viðbragðsáætlun sem ætlað var að „tryggja friðinn“ í landinu hefði verið hrundið í framkvæmd. Franskir fjölmiðlar greindu frá þessu í gær. Áætlunin var aldrei fest á blað og henni var aldrei gefið nafn, en hún var til staðar engu að síður til að „verja Lýðveldið“ ef svo skyldi fara að Marine Le Pen yrði kosin forseti.
Myndskeið
Fögnuðu sigri Macrons
Sigurgleði og bjartsýni ríkti þegar Emmanuel Macron, nýkjörinn forseti Frakklands, ávarpaði stuðningsmenn sína við Louvre safnið í miðborg Parísar í gærkvöld. Fréttamaður RÚV tók nokkra fundargesti tali, sem voru á einu máli um að nýir tímar væru runnir upp í Frakklandi.
08.05.2017 - 11:16
Þjóðaleiðtogar fagna kjöri Macrons
Kjöri Emmanuels Macrons í embætti forseta Frakklands hefur verið fagnað víða um heim, einkum þó í ríkjum Evrópusambandsins. Sigur Macrons er sagður sigur Evrópu- eða alþjóðahyggjunnar yfir þjóðernis- og einangrunarhyggju.
Hálfur sigur unninn hjá Macron
Emmanuel Macron var í gær kjörinn forseti Frakklands í seinni umferð forsetakosninganna, þar sem kosið var milli hans og Marine Le Pen, frambjóðanda öfgahægriflokksins Þjóðfylkingarinnar. Þar með er þó aðeins hálfur sigur unninn, því Macron vantar allt bakland á þingi. Þingkosningar fara fram í júní. Kjöri Macrons var engu að síður fagnað mjög, vítt og breitt um Evrópu, einkum í ríkjum Evrópusambandsins. Gengi Evrunnar hækkaði nokkuð á mörkuðum Asíu í morgunsárið.
Frakkland: Kjörsókn með minnsta móti
Aðeins 75,9 prósent franskra kjósenda nýttu kosningarétt sinn í forsetakosningunum á sunnudag, til að velja á milli þeirra Emmanuels Macrons og Marine Le Pen. Innanríkisráðuneytið upplýsir þetta. Kjörsókn hefur ekki verið minni síðan 1969, þegar aðeins 68,5 prósent kjósenda mættu á kjörstað. Síðast þegar Frakkar kusu sér forseta, 2012, var kjörsóknin 80,4 prósent og þaráður, 2007, fóru nær 84 af hverjum hundrað kjósendum á kjörstað.
„Það þarf að laga bindið þitt, herra forseti“
Emmanuel Macron, nýkjörinn forseti Frakklands, beindi orðum sínum sérstaklega að mótframbjóðanda sínum, Marine Le Pen, og stuðningsmönnum hennar í þakkarræðu sinni. Macron sagðist vita hvers vegna hluti þjóðarinnar hafi kosið öfgafullan frambjóðanda. Hann skilji reiðina og efann sem margir hafi tjáð í kosningunum. Hann segir það skyldu sína að verja þá sem standa höllum fæti í samfélaginu og tryggja öryggi og sameiningu frönsku þjóðarinnar.
Theresa May óskar Macron til hamingju
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur óskað Emanuel Macron, nýjum forseta Frakklands, til hamingju með sigurinn. „Frakkland eru einn nánasti bandamaður okkar og við hlökkum til að vinna með nýjum forseta á breiðum grundvelli sameiginlegra forgangsmála,“ segir hamingjuóskum frá Downingstræti 10.
Forsetakosningar í Frakklandi
Macron nýr forseti Frakklands
Emmanuel Macron er nýr forseti Frakklands. Mótframbjóðandi hans, Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur. Macron fékk 66,06% gildra atkvæða samkvæmt fyrstu tölum sem birtar voru strax og síðustu kjörstöðum var lokað í Frakklandi. Le Pen fékk 33,94%.
Le Pen viðurkennir ósigur
Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. Hún ávarpaði stuðningsmenn sína og blaðamenn skömmu að fyrstu tölur í forsetakosningunum voru birtar. Samkvæmt þeim fékk Le Pen 34,5% atkvæða. Mótframbjóðandi hennar, Emmanuel Macron, fékk 65,5% - um 30 prósentustigum meira.
Forsetakosningar í Frakklandi
Fyrstu tölur: Macron fær 65%
Emmanuel Macron fær 65% atkvæða í frönsku forsetakostningunum samkvæmt fyrstu tölum sem birtar voru klukkan sex í kvöld að íslenskum tíma, þegar síðustu kjörstöðum var lokað í Frakklandi.
Forsetakosningar í Frakklandi
Macron spáð öruggum sigri
Emmanuel Macron er spáð öruggum sigri í forsetakosningunum í Frakklandi, sem nú standa yfir. Útgönguspár sem fjölmiðlar í Belgíu birtu síðdegis benda til að Macron fái um 62% prósent atkvæða og beri þannig sigurorð af mótframbjóðanda sínum, Marine Le Pen. Fjölmiðlar í Frakklandi mega ekki birta slíkar spár fyrr en öllum kjörstöðum hefur verið lokað - klukkan sex í kvöld að íslenskum tíma.
Kjörstaðir opnaðir í Frakklandi
Kjörstaðir voru opnaðir í Frakklandi klukkan átta að staðartíma – klukkan sex að íslenskum tíma. Frakkar kjósa í dag um næsta forseta landsins, í síðari umferð forsetakosninganna. Valið stendur milli Emmanuel Macron, miðjumanns og Evrópusinna, og Marine Le Pen, öfgahægrikonu og þjóðernissinna.
Tölvupósti Macrons lekið á Netið
Gríðarlegu magni tölvupósts úr ranni Emmanuels Macrons, forsetaframbjóðanda í Frakklandi, og kosningateymis hans var lekið á Netið í kvöld, rétt hálfum öðrum sólarhring áður en seinni umferð forsetakosninganna hefst á sunnudagsmorgun. Macron sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann fordæmir þessa "gríðarmiklu og þaulskipuðu" tölvuárás, sem beint sé gegn honum og framboði hans.
Grænfriðungar mótmæla Le Pen - Myndskeið
Tólf félagar úr umhverfissamtökum Grænfriðunga klifruðu í morgun upp í Eiffelturninn í París og hengdu þar upp þrjú hundruð fermetra mótmælaborða sem á stóð Frelsi, Jafnrétti, Bræðralag og #Andspyrna. Með því vildu samtökin mótmæla málflutningi Marine Le Pen, sem er í kjöri í frönsku forsetakosningunum á sunnudaginn kemur.
05.05.2017 - 09:25
Emmanuel Macron bætir við sig fylgi
Emmanuel Macron bætir við sig fylgi í slagnum við Marine Le Pen um forsetaembættið í Frakklandi samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem gerð var fyrir L'Express og BFM sjónvarpsstöðina. Macron er með 62 prósenta fylgi, þremur prósentustigum meira en í síðustu könnun. 38 prósent ætla að kjósa Le Pen.
05.05.2017 - 07:01
Myndskeið
Le Pen sökuð um að stela ræðu Fillon, orðrétt
Marine Le Pen, frambjóðandi í forsetakosningunum í Frakklandi, hefur verið sökuð um ritstuld. Ræða sem hún hélt á 1. maí í gær er á köflum eins og ræða sem annar forsetaframbjóðandi, Francois Fillon, hélt 15. apríl. Hlutar úr ræðunum eru eins, orð frá orði.
Macron krefst breytinga á Evrópusambandinu
Franski forsetaframbjóðandinn Emanuel Macron segir breytinga þörf hjá Evrópusambandinu. Annars séu líkur á því að Frakkar segi sig úr sambandinu líkt og Bretar hafa gert. Þetta kemur fram í viðtali breska ríkisútvarpsins við Macron í dag. 
Ákveða framtíð Frakklands innan Evrópu
Franskir kjósendur eiga þess kost að ákveða framtíð Frakklands innan Evrópu í síðari umferð forsetakosninganna sjöunda maí að sögn Francois Hollande forseta. Hann situr í dag sinn síðasta leiðtogafund Evrópusambandsríkja.
Le Pen velur sér forsætisráðherraefni
Franski forsetaframbjóðandinn Marine Le Pen tilkynnti í morgun að Nicolas Dupont-Aignan verði forsætisráðherra nýrrar ríkisstjórnar ef hún ber sigur úr býtum í seinni umferð forsetakosninganna. Þær fara fram eftir rúma viku. Dupont-Aignan var einn frambjóðendanna í fyrri umferð forsetakosninganna og fékk tæp fimm prósent atkvæða. Le Pen sagði að þau myndu leggja áherslu á þjóðareiningu.
Briois valinn leiðtogi til bráðabirgða
Franska Þjóðfylkingin, flokkur Marine Le Pen, hefur fengið nýjan leiðtoga til bráðabirgða, þann annan á nokkrum dögum. 
28.04.2017 - 10:44
Frambjóðendum mótmælt í París og Rennes
Lögregla beitti táragasi til að stöðva mótmæli námsmanna nærri Bastillutorginu í París í morgun. Hundruð námsmanna höfðu safnast þar saman til að lýsa yfir andúð á forsetaframbjóðendunum tveimur Marine Le Pen og Emmanuel Macron.
27.04.2017 - 13:58
Reynt að komast inn í tölvur Emmanuels Macrons
Erlendir tölvuþrjótar hafa margoft á undanförnum sólarhringum reynt að brjóta sér leið inn í tölvukerfi franska forsetaframbjóðandans Emmanuels Macrons og samstarfsfólks hans. Þetta staðhæfa starfsmenn japanska veiruvarnafyrirtækisins Trend Micro.
Macron á sigurinn vísann
Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir að eitthvað stórfenglegt þurfi að gerast til þess að Macron sigri ekki Le Pen í seinni umferð forsetakosninganna í Frakklandi. Hryðjuverk eða óþægilegar uppljóstranir gætu helst sett strik í reikninginn.
Le Pen víkur sem formaður Þjóðfylkingarinnar
Marine Le Pen tilkynnti í kvöld að hún hafi ákveðið að víkja til hliðar sem formaður Þjóðfylkingarinnar. Þetta sagði tilkynnti hún í viðtali á sjónvarpsstöðinni France2.