Færslur: Forsetakosningar í Bandaríkjunum

Joe Biden kjörinn 46. forseti Bandaríkjanna
Joe Biden hefur verið kjörinn 46. forseti Bandaríkjanna eftir að hafa fengið meirihluta atkvæða í Pennsylvaníuríki. Kjörið er sögulegt, en Biden er fyrsti forsetaframbjóðandinn í 28 ár sem sigrar sitjandi forseta, síðast gerðist það árið 1992 þegar Bill Clinton bauð sig fram á móti George H. Bush. Það er ekki síður sögulegt vegna þess að Kamala Harris, varaforseti Bidens, er fyrsta konan til að gegna því embætti í Bandaríkjunum. 
Twitter setti fyrirvara við öll tíst Trumps í morgun
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór mikinn á Twitter í byrjun dagsins og gagnrýndi þar harðlega framkvæmd kosninganna, sérstaklega í Pennsylvaníu. Hann hafði varla sleppt síðasta orðinu en að Twitter var búið að vara við öllu því sem forsetinn hafði skrifað. Fátt getur komið í veg fyrir að Joe Biden verði lýstur sigurvegari kosninganna en óvíst er hvenær nákvæmlega það gerist.
Giuliani kynnir vindla og samsæriskennningar
Rudy Giuliani, maðurinn sem talað fyrir baráttu Donald Trumps gegn meintu kosningasvindli Demókrata í forsetakosningunum, birti býsna sérkennilegt myndskeið á YouTube í gærkvöld. Þar segir hann kosningunum hafa verið stolið, þylur upp samsæriskenningar og býður áhorfendum upp á afslátt af vindlategund.
Myndskeið
„Kannski munar ekki nema þúsund atkvæðum“
Rebecca Mitchell, nýkjörinn þingmaður á ríkisþing Georgíu fyrir Demókrataflokkinn, segir ljóst að niðurstaða forsetakosninganna gæti orðið mjög tæp í ríkinu og að hugsanlega verði munurinn ekki nema þúsund atkvæði. Georgía hefur ekki kosið frambjóðanda Demókrata frá árinu 1992.
Myndskeið
Biden stendur betur en þarf að halda í barátturíki
Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálum og alþjóðasamskiptum, segir Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins, standa aðeins betur en Donald Trump forseti, eins og staðan er núna. Þá segir hún að enn megi búast við þónokkurri bið eftir endanlegum niðurstöðum, ekki síst ef farið verði fram á endurtalningu í ákveðnum ríkjum. Silja Bára var í viðtali í sjónvarpsfréttum í kvöld.
Hlutabréfavísitölur hækka þrátt fyrir óvissu
Hlutabréfavísitölur hafa hækkað þónokkuð frá því í nótt þrátt fyrir þá miklu óvissu sem enn ríkir um niðurstöður úr kosningunum vestanhafs. Markaðir hafa þó sveiflast á síðasta sólarhringnum og litast af óvissunni.
Morgunútvarpið
„Eins og horfa á Flóttann mikla“
Kristján Guy Burgess alþjóðastjórnmálafræðingur segir það að fylgjast með talningu atkvæða í bandarísku forsetakosningunum sé svipuð því og hann upplifði í æsku þegar hann horfði á myndina Flóttinn mikli. Staðan sé jöfn. „Þetta er ekki búið fyrr en þetta er búið,“ sagði Kristján í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Engin leið sé til að vita hvenær úrslitin verði ljós.
04.11.2020 - 09:29
Sexy Vegan og Jesús á meðal forsetaframbjóðenda vestra
Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu á morgun og kjósa sér forseta. Reyndar hafa margir þeirra þegar kosið, en meira en 94 milljónir Bandaríkjamanna hafa þegar kosið utankjörstaðar. Kosningabaráttan hverfist fyrst og fremst um Donald Trump sitjandi forseta og Joe Biden mótframbjóðanda hans. En það eru fleiri í framboði til forseta og Bandaríkjamenn kjósa um margt annað á morgun.
Trump og Biden nýta síðasta sólarhringinn
Það er rétt rúmur sólarhringur þar til fyrstu kjörstaðir verða opnaðir hér á austurströnd Bandaríkjanna og forsetaefnin tvö nota hverja stund til að reyna að afla sér síðustu atkvæða. Donald Trump fór víðast í gær, var í fimm ríkjum. „Ef Biden sigrar þá sigrar Kína. Ef við sigrum þá sigra Bandaríkin,“ sagði Trump.  Á meðan Joe Biden hélt sig í Pennsylvaníu í gær. „Skilaboð mín eru einföld. Pennsylvanía skiptir lykilmáli í þessum kosningum.“
Segir tíu prósent líkur á að Trump verði endurkjörinn
Samkvæmt spá tölfræðistjörnunnar Nate Silver sem heldur úti vefsíðunni fivethirtyeight.com eru enn tíu prósent líkur á því að Trump verði endurkjörinn forseti. „Það er enn hugsanlegt að Trump sigri, en þá væri enn minna að marka fylgiskannanir en árið 2016,“ segir í nýrri grein tölfræðingsins.
COVID-smit aftur komin upp í Hvíta húsinu
Marc Short, starfsmannastjóri Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, greindist með kórónuveirusmit í gær. Að minnsta kosti tveir starfsmenn Hvíta hússins hafa greinst til viðbótar. Talsmaður Hvíta hússins segir að sýni sem tekið var úr Pence hafi verið neikvætt og hyggst hann halda áfram ferðalögum í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar sem verða 3. nóvember.
Með reikning í Kína eftir misheppnuð viðskipti
Skattaskýrslur Donalds Trump Bandaríkjaforseta hafa varpað ljósi á bankareikning í hans eigu í Kína. New York Times fjallar í dag um viðskipti forsetans í Kína sem vekja sérstaka athygli í ljósi harðra deilna hans við kínversk stjórnvöld og ummæla hans um hættuna á kínverskum yfirráðum og njósnum. Þá hefur forsetinn margoft sakað Joe Biden, mótframbjóðanda sinn í komandi forsetakosningum, um að eiga í viðskiptatengslum við Kína.
Metfjöldi hefur þegar kosið í Bandaríkjunum
Tæplega 20 milljónir Bandaríkjamanna hafa nú kosið utankjörstaðar vegna forsetakosninganna þar vestra sem munu fara fram 3. nóvember, ýmist rafrænt, í póstkosningu eða á kjörstöðum.
Fréttaskýring
Skoðanakannanir vestra: Mat á menntun vegur þyngra nú
Bandarísk fyrirtæki sem gera skoðanakannanir hafa breytt vinnubrögðum sínum nokkuð eftir forsetakosningarnar 2016. Mat á menntun og búsetu auk tækni við gerð kannana hefur tekið nokkrum stakkaskiptum.
Útvarpsfrétt
„Við missum sjö hundruð til þúsund á degi hverjum“
Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, segir að það síðasta sem þurfi nú sé forseti sem eykur enn á vandamálið. Læknir Donalds Trump Bandaríkjaforseta staðfestir í minnisblaði að forsetinn sé ekki lengur smitandi.
18 tíst á klukkutíma
Donald Trump Bandaríkjaforseti lætur veikindi sín ekki hamla sér í að tjá sig á Twitter-síðu sinni. Undanfarinn klukkutíma hefur forsetinn skrifað þar 18 færslur þar sem hann hvetur Bandaríkjamenn til að kjósa.
05.10.2020 - 12:39
Trump verður líklega á spítala í nokkra daga
Donald Trump forseti Bandaríkjanna verður að öllum líkindum í nokkra daga á Walter-Reed hersjúkrahúsinu í Washington, en þangað var hann fluttur með einkaþyrlu forsetaembættisins, Marine One, fyrr í kvöld eftir að hafa greinst með COVID-19 í gær. Forveri hans á forsetastóli, Barack Obama, sendi Trump sínar bestu kveðjur eftir að fregnir bárust af spítalainnlögn hans.
Trump fluttur á sjúkrahús
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið fluttur á Walter-Reed hersjúkrahúsið í Washington eftir að hafa greinst með COVID-19 í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hvíta húsinu. Þar segir að forsetinn sé með væg einkenni af sjúkdóminum og að um sé að ræða varúðarráðstöfun. Hann var fluttur með þyrlu frá Hvíta húsinu á sjúkrahúsið.
Biden-hjónin ekki með COVID
Það gleður mig að greina frá því að við Jill reyndumst neikvæð í COVID-skimuninni. Svona hefst Twitter-færsla Joe Biden, forsetaframbjóðanda demókrataflokksins í Bandaríkjunum, en hann og eiginkona hans Jill fóru í skimun fyrr í dag.
Joe Biden sendir Trump-hjónunum batakveðjur
Joe Biden, forsetaefni Demókrata, sendi í dag batakveðjur til forsetahjónanna Donalds og Melaniu Trump sem greind hafa verið með kórónuveiruna. Biden segir á Twitter að hann voni að þau nái sér sem fyrst og þau verði í bænum hans og Jill, eiginkonu hans. Biden og Trump skiptust á hrakyrðum í fyrstu kappræðum forsetakosninganna þar sem Biden kallaði Trump meðal annars trúð.
Kappræðurnar gætu veikt Biden
Flestir eru sammála um að fyrstu kappræður frambjóðendanna í bandarísku forsetakosningunum í nótt hafi verið ómálefnalegar, rætnar og háværar, og hvorugur þátttakandinn hafi grætt á þeim. Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur telur að þær geti helst orðið til þess að fæla óákveðna kjósendur frá kjörstað. Það sé Joe Biden og Demókrötum í óhag.
Donald Trump stóð við stóru orðin og tilnefndi Barrett
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stóð við loforð sitt og tilnefndi í kvöld Amy Coney Barrett til að taka sæti Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna. Á meðan Ginsburg var talsmaður kvenfrelsis og frjálslyndis er Barrett fulltrúi kristinna íhaldsafla og er harður andstæðingur þungunarrofs.
Spegillinn
Bandarískur Brexit-áhugi
Það kom á óvart þegar Joe Biden forsetaframbjóðandi demókrata í bandarísku forsetakosningunum tísti um að Bretar ættu ekki að brjóta írska friðarsamkomulagið frá 1998. Gott dæmi um áhuga bandarískra stjórnmála á írskum málefnum þar sem írskir innflytjendur hafa lengi verið áhrifamiklir í bandarískum stjórnmálum.
Trump fullyrðir að Biden taki andlega örvandi lyf
Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrðir að Joe Biden taki lyf til að bæta frammistöðu sína í kappræðum.
Kosningasjóðir forsetaframbjóðendanna tútna út
Forsetaframbjóðendur stóru flokkanna í Bandaríkjunum, þeir Donald Trump og Joe Biden, eru iðnir við að safna í kosningasjóði sína.