Færslur: Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020

Twitter vísar á staðreyndir við færslu Trump
Donald Trump sakar Twitter um afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum eftir að færsla hans var merkt með vísun í síður til þess að afla sér upplýsinga um staðreyndir málsins. Trump segir Twitter koma í veg fyrir málfrelsi og hann sem forseti ætli ekki að láta það gerast. 
Biden meðal almennings í fyrsta sinn í tíu vikur
Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata í Bandaríkjunum, fór út á meðal fólks í gær í fyrsta sinn í yfir tvo mánuði. Hann hefur haldið sig í sóttkví sökum kórónuveirufaraldursins.
Hart sótt að Biden fyrir ummæli um svarta kjósendur
Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í Bandaríkjunum, hlaut mikla gagnrýni fyrir ummæli sín um þeldökka kjósendur í viðtali í gær. Þar sagði hann þá blökkumenn sem íhugi eða ætli að kjósa Donald Trump í nóvember ekki vera þeldökka. Biden baðst síðar afsökunar á ummælunum og sagði þau hafa verið kærulaus. 
Segir kórónuveiruna úr kínverskri rannsóknarstofu
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir að Bandaríkjastjórn íhugi að beita Kína og kínversk stjórnvöld refsiaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins. Hann sagðist í kvöld hafa séð sönnunargögn sem tengdu veiruna við rannsóknastofu í Wuhan í Kína. Leyniþjónustan og ráðgjafi Trumps í sóttvarnarmálum segja engar vísbendingar um slíkt.
Biden til í kappræður hvar og hvenær sem er
Joe Biden, tilvonandi frambjóðandi Demókrata í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust, segist reiðubúinn að mæta Donald Trump í kappræðum, jafnvel þó það verði að gerast í gegnum netið. Biden greindi stuðningsmönnum frá þessu á söfnunarfundi á netinu.
Elizabeth Warren styður Joe Biden
Elizabeth Warren, sem um tíma stóð framarlega í baráttunni fyrir því að verða forsetefni Demókrataflokksins, tilkynnti á Twitter í dag að hún styddi Joe Biden í baráttunni við Donald Trump í kosningunum í haust. Hið sama gerði Bernie Sanders, sem fyrr á árinu virtist ætla að verða fyrir valinu. Þá sendi Barack Obama, fyrrverandi forseti, frá sér myndskeið í gær þar sem hann lýsti yfir stuðningi sínum við Joe Biden.
Obama styður Biden
Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Joe Biden, sem frambjóðanda Demókrataflokksins, fyrir forsetakosningarnar vestanhafs í nóvember.
Bernie Sanders styður framboð Bidens
Bernie Sanders lýsti í gærkvöld yfir stuðningi við Joe Biden sem forsetaefni Demókrataflokksins. Sanders var eini frambjóðandinn sem eftir stóð gegn Biden í forkjöri flokksins. Hann dró framboð sitt til baka í síðustu viku. Sanders greindi frá þessu í sameiginlegri vefútsendingu þeirra Bidens.
Biden sækir í sig veðrið
Joe Biden, sem keppir að því verða forsetaefni Demókrataflokksins í Bandaríkjunum, hefur meira fylgi en Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, samkvæmt nýrri könnun sem gerð var fyrir fréttastofuna Reuters í gær og fyrradag.
Bernie Sanders metur stöðu sína
Bernie Sanders ætlar að meta stöðu sína eftir að hann laut í lægra haldi fyrir Joe Biden í þremur ríkjum í Bandaríkjunum í gær í forvali Demókrata fyrir forsetakosningarnar í haust. Biden hefur tryggt sér 11.47 kjörmenn á landsfundi flokksins sem til stendur að halda í sumar. Sanders er með 861 kjörmann. Næsta forval verður eftir að minnsta kosti þrjár vikur.
Sigurganga Bidens heldur áfram
Sigurganga Joe Bidens í forvali Demókrata hélt áfram í gærkvöld, þegar hann vann öruggan sigur á keppinaut sínum, Bernie Sanders, í öllum þremur ríkjunum sem bitist var um. Stærsti sigurinn var í fjölmennasta ríkinu, Flórída, þar sem Biden fékk 62 prósent greiddra atkvæða en Sanders aðeins 23 prósent. Þetta tryggði Biden 130 kjörmenn, Sanders fær 48, en 37 mæta óbundnir til landsfundarins í sumar.
Báðir vilja konu sem varaforsetaefni
Fyrrverandi varaforsetinn Joe Biden hét því í gærkvöld að velja konu sem varaforsetaefni verði hann valinn frambjóðandi Demókrata í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Keppinautur hans, Bernie Sanders, sagði allar líkur á því að hann eigi einnig eftir að velja konu með sér í framboðið. Það væri þó ekki bara einhver kona, heldur framsýn kona.
Biden lýstur sigurvegari í þremur ríkjum af sex
Gott gengi fyrrverandi varaforsetans Joe Biden í forkjöri Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í haust virðist ætla að halda áfram. Kosið var í sex ríkjum í gær og hefur Biden þegar verið lýstur sigurvegari í þremur þeirra. Meðal þeirra er Michigan, sem er fjölmennast ríkjanna þar sem kosið var í gær. 
Elizabeth Warren dregur sig í hlé
Elizabeth Warren, sem situr í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Massachusetts, ætlar að hætta að sækjast eftir því að verða frambjóðandi Demókrataflokksins í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember.
Baráttan milli Biden og Sanders
Líklegast er að baráttan um að verða forsetaefni Demókrata fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember standi milli Joe Biden og Bernie Sanders. Biden hefur tryggt sér sigur í níu ríkjum og stendur vel að vígi. Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur telur að Elisabeth Warren eigi ekki möguleika gegn fyrrnefndum körlum eftir að hafa orðið í þriðja sæti í sínu heimaríki. 
Barátta milli Biden og Sanders
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur sigrað í níu af þeim fjórtán ríkjum  þar sem forval Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í nóvember fór fram í gær. 
Stefnir í sigur Bidens í 9 ríkjum af 14
Joe Biden, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður og varaforseti Bandaríkjanna, stendur í dag mun betur að vígi í baráttunni um að verða forsetaefni Demókrata en hann gerði í gær. Gengi Bernie Sanders í kosningum gærdagsins var hins vegar undir væntingum. Það á líka við um Elizabeth Warren og Michael Bloomberg, sem eru nánast endanlega úr leik. Ofur-þriðjudagurinn skýrði vissulega línurnar í forvali Demókrata því ljóst er að stendur nú milli Sanders og Bidens.
Warren tapar illa á heimavelli sínum í Massachusetts
Öldungadeildarþingmaðurinn Elizabeth Warren fékk ekki góða kosningu í forvali Demókrata í höfuðvígi sínu, Massachusetts. Þegar búið er að telja 85 prósent atkvæða er hún í þriðja sæti á eftir þeim Bernie Sanders og Joe Biden, sem öllum að óvörum vinnur þar öruggan sigur.
Biden sigrar í Virginíu,Norður Karólínu og Alabama
Útgönguspár benda til yfirburðasigurs Joe Bidens í forkosningum Demókrata í Virginíuríki, og honum er líka spáð sigri í Norður-Karólínu og Alabama. Bernie Sanders fær flest atkvæði í heimaríki sínu, Vermont. Búið er að loka kjörstöðum í þessum þremur ríkjum, þeim fyrstu af fjórtán þar sem forkosningar fara fram í nótt.
Línur skýrast í forvali Demókrata í kvöld
Í dag, á svokölluðum ofur-þriðjudegi, skýrast línur í forvali Demókrata fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum, þegar kosið er í fjórtán ríkjum. Í ljós kemur hvort Joe Biden veiti Bernie Sanders samkeppni, en Sanders leiðir forvalið að svo stöddu.
Klobuchar dregur framboð sitt einnig til baka
Annar Demókrati hefur ákveðið að hætta við framboð sitt í forkjöri flokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember. Í gær dró Pete Buttigieg sig í hlé og í dag tilkynnti Amy Klobuchar að hún sé einnig hætt við.
Pete Buttigieg dregur framboð sitt til baka
Pete Buttigieg hefur ákveðið að hætta við framboð sitt í forkjöri Demókrata fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember. AFP fréttastofan hefur þetta eftir bandarískum fjölmiðlum. Buttigieg galt afhroð í síðustu forkosningum í Suður-Karólínu, eftir að hafa náð prýðisgóðum árangri í fyrstu þremur ríkjunum. 
Spegillinn
Úrslitastund á þriðjudaginn
Ofurþriðjudagur eða Super Tuesday er á þriðjudaginn en þá skýrast línur væntanlega verulega í forvaldi Demókrata fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í haust. Þriðjungur þeirra fulltrúa sem velja forsetaframbjóðanda Demókrata er valinn á þessum eina degi.
Stórsigur Bidens í Suður-Karólínu
Joe Biden vann öruggan sigur í forkjöri Demókrata í Suður-Karólínu sem fram fór í dag. Áður en nokkrar tölur birtust var hann lýstur sigurvegari í fjölmiðlum vestanhafs. Enda kom í ljós að hann hafði fengið nærri helming atkvæða í ríkinu, um 30 prósentustigum meira en Bernie Sanders sem kom næstur honum.
Hart sótt að Sanders í Suður-Karólínu
Frambjóðendur Demókrata í forvali flokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember beindu spjótum sínum að Bernie Sanders í nótt. Sanders er með forystu eftir forkosningar í fyrstu þremur ríkjunum, og nýtur mest stuðnings á landsvísu samkvæmt könnunum.