Færslur: Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020

Hótuðu þeim sem neituðu að brjóta gegn stjórnarskránni
Embættismenn og starfsmenn kosningayfirvalda í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna báru í gær vitni fyrir rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings, sem hefur árásina á þinghúsið hinn 6. janúar 2021 til skoðunar. Þeir lýstu því hvernig Donald Trump, þáverandi forseti, og nánir samstarfsmenn hans og fylgjendur hafi þrýst á þá um að snúa úrslitum kosninganna Trump í vil um nokkurra vikna skeið í aðdraganda atburðanna við þinghúsið og hótuðu þeim öllu illu þegar þau fóru ekki að vilja þeirra.
Árásin á Bandaríkjaþing
Samsærið virkt og lýðræðið enn í hættu
Í kvöld fóru fram fyrstu opinberu vitnaleiðslur rannsóknarnefndar Bandaríkjaþings, sem hefur verið að rannsaka árásina á þinghúsið í Washington á síðasta ári, aðdraganda hennar og eftirmála. Formaður nefndarinnar segir árásina hafa verið hápunktinn á tilraun Donalds Trump til valdaráns.
Ivanka Trump bar vitni um innrásina í þinghúsið
Ivanka Trump, fyrrum ráðgjafi Hvíta hússins og dóttir fyrrverandi Bandaríkjaforseta, bar vitni í gær fyrir þingnefndinni sem rannsaka innrásina í bandaríska þinghúsið í janúar á síðasta ári.
Pence segir Trump hafa rangt fyrir sér
Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, lýsti því afdráttarlaust yfir í gær að það væri rangt hjá Donald Trump að Pence hafi getað komið í veg fyrir kjör Joe Biden í fyrra. Trump taldi Pence hafa það vald sem forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings.
Sigur Bidens í Arizona staðfestur í fjórða sinn
Endurtalning atkvæða í bandarísku forsetakosningunum í Arizona staðfesti að Joe Biden hafi hlotið fleiri atkvæði í Maricopasýslu heldur en Donald Trump. Þetta kemur fram í drögum fyrirtækisins Cyber Ninjas sem sá um talninguna að beiðni hóps úr Repúblikanaflokknum.
Fyrsta sakfellingin vegna innrásarinnar í þinghúsið
Karlmaður frá Flórída í Bandaríkjunum hefur verið sakfelldur fyrir þátt sinn í innrásinni í bandaríska þinghúsið í janúar. Hann er sá fyrsti til að vera sakfelldur og fékk hann átta mánaða fangelsisdóm.
Giuliani sviptur lögmannsréttindum
Áfrýjunardómstóll í New York hefur svipt Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóra, lögmannsréttindum. Giuliani fór fyrir lögfræðingateymi Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í árángurslausri tilraun hans til að fá úrslitum forsetakosninganna síðasta haust hnekkt.
Ballarin ýtti undir „Italygate“ samsæriskenninguna
Athafnakonan Michele Roosevelt Edwards, áður Michele Ballarin, sem hugðist endurreisa flugfélagið WOW Air, er ein af þeim sem sögð er af Washington Post hafa á undanförnum mánuðum gert samsæriskenningunni „Italygate“ hátt undir höfði. Samsæriskenningin er sögð hafa náð alla leið á borð fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.
Trump vildi að mótmælendur nytu verndar í óeirðunum
Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, vildi að sveitir þjóðvarðliðsins myndu vernda mótmælendur sem síðan enduðu á því að ráðast inn í þinghúsið í Washington 6. janúar. Fimm létust í óeirðunum.
Krefur Fox um háar skaðabætur
Bandaríska fyrirtækið Dominion krefur Fox-sjónvarpsstöðina um einn komma sex milljarða dollara í skaðabætur fyrir að hafa haldið því fram að kosningavélar þess hafi verið notaðar til að stuðla að tapi Donalds Trumps í forsetakosningunum í haust.
Telja árásina að hluta skipulagða fyrirfram
Alríkislögreglumenn sem rannsaka innrásina í þinghúsið í Washington 6. janúar telja sig hafa fundið sönnunargögn um að hluti árásarinnar hafi verið skipulagður fyrirfram, að því er fram kemur í The Washington Post.
Giuliani krafinn um háar skaðabætur
Fyrirtækið Dominion Voting Systems krefur Rudy Giuliani, lögmann Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta um meira en milljarð dollara í skaðabætur fyrir að hafa haldið því fram að kosningavélar þess hafi verið notaðar til að tryggja Joe Biden sigur í forsetakosningunum í haust. 
Heimsglugginn
Byrjaði á ósannindum og endaði á lygi
Daginn eftir að Donald Trump lét af embætti Bandaríkjaforseta ræddu Þórunn Elísabet Bogadóttir og Bogi Ágústsson skrautlegan feril hans í Heimsglugganum á Morgunvakt Rásar-1. Áheyrendur fengu að heyra nokkur valin hljóðdæmi frá forsetatíð Trumps. Segja má að hann hafi byrjað á ósannindum um mannfjölda við embættistöku og endað á lygi um að hann hefði unnið forsetakosningarnar í nóvember.
Kínverjar óska Biden til hamingju
Stjórnvöld í Kína sendu í morgun Joe Biden, nýjum forseta Bandaríkjanna, hamingjuóskir og kváðust vonast til að samskipti ríkjanna bötnuðu með hann við stjórnvölinn.
Fámenn mótmæli og að mestu friðsamleg
Víða var efnt til mótmæla vestanhafs um og eftir valdaskiptin í Washington í gær. Þau voru þó að mestu friðsamleg og fámenn.
epa08951999 President-elect Joe Biden (L) and Dr. Jill Biden (C) with Vice President-elect Kamala Harris (R) arrive at the East Front of the US Capitol for his inauguration ceremony to be the 46th President of the United States in Washington, DC, USA, 20 January 2021. Biden won the 03 November 2020 election to become the 46th President of the United States of America.  EPA-EFE/JIM LO SCALZO / POOL
Í BEINNI
Öll helstu tíðindin: Biden og Harris sett í embætti
Joe Biden sver embættiseið forseta Bandaríkjanna í dag. Athöfnin er söguleg fyrir margra hluta sakir. Formleg athöfb hefst í höfuðborginni Washington klukkan 15:30 að íslenskum tíma. Við greinum frá atburðum dagsins í öllum miðlum RÚV. Við flytjum ykkur fréttir hér á vefnum í allan dag og fram á kvöld. Bein útsending hefst í sjónvarpinu á RÚV 2 klukkan 15:30.
12 þjóðvarðliðum vikið frá störfum í Washington
Tólf manns hefur nú verið vikið úr þjóðvarðliðinu í Washington DC, sem ætlað er að sinna öryggisgæslu við embættistöku Joes Bidens og Kamölu Harris á morgun. Áður greindi alríkislögreglan frá því að tveimur mönnum hefði verið vikið úr þjóðvarðliðinu eftir að bakgrunnskönnun leiddi í ljós að þeir tengdust öfgasamtökum af einhverju tagi. AP-fréttastofan greindi svo frá því í kvöld og hefur það eftir heimildarmönnum í varnarmálaráðuneytinu að búið sé að víkja tíu til viðbótar frá störfum,
„Trump er afspyrnulélegur leiðtogi“
Covid nítján faraldurinn leiddi í ljós hversu vondur leiðtogi Donald Trump er, segir Guðmundur Hálfdanarson prófessor í sagnfræði. Hann hafi beitt einangrunarstefnu sem var í andstöðu við stefnu Repúblíkanaflokksins.
Trump ákærður öðru sinni, bólusetningar ganga víða hægt
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur nú ákært Donald Trump forseta öðru sinni til embættismissis. Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Bogi Ágústsson ræddu í Heimsglugga dagsins mest um stöðuna í stjórnmálum í Bandaríkjunum. Þau ræddu einnig um bólusetningar gegn kórónuveirunni sem ganga afar misjafnlega.
Öryggiseftirlit hert í Washington
Gripið verður til viðamikilla öryggisráðstafana í Washington í aðdraganda þess að Joe Biden og Kamala Harris sverja embættiseið sem forseti og varaforseti Bandaríkjanna eftir rúma viku. Neyðarástand er í gildi í borginni.
Vill auka öryggisgæslu við innsetningu Bidens
Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir að mikilli ógn stafi af hópum öfgamanna sem styðji Donald Trump fráfarandi Bandaríkjaforseta. Hann hefur hvatt forstjóra Alríkislögreglunnar FBI til að ná öllum þeim sem tengdust árásinni á bandaríska þinghúsið á miðvikudaginn. Enn bætist í hóp háttsettra Repúblikana sem hvetja Trump til að segja af sér.
Segir núverandi fyrirkomulag úrelt og sérlega hættulegt
William Perry, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, biðlar til Joe Bidens tilvonandi forseta Bandaríkjanna um að breyta því fyrirkomulagi sem gerir Bandaríkjaforseta kleift að fyrirskipa notkun kjarnorkuvopna án heimildar eða samráðs við aðra. Perry segir þetta fyrirkomulag úrelt, ónauðsynlegt og sérlega hættulegt.
Biden segir fjarveru Trumps „gott mál“
Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, segir að það sé gott mál að Donald Trump, fráfarandi forseti ætli ekki að vera viðstaddur innsetningarathöfnina þegar Biden verður settur í embætti 20. janúar næstkomandi.
Ritstjóri Wall Street Journal hvetur Trump til afsagnar
Ritstjóri The Wall Street Journal hvetur Donald Trump Bandaríkjaforseta til að segja af sér, það væri best fyrir hann og alla aðra.
Repúblikanar snúa baki við Trump
Svo virðist sem fjöldafundur stuðningsmanna Donalds Trumps Bandaríkjaforseta í gær og árásin á þinghúsið eftir fundinn hafi orðið til þess að margir dyggir stuðningsmenn forsetans hafi snúið við honum baki.  Margir gera forsetann ábyrgan fyrir árásinni á þinghúsið, Capitol, í gær. Á fundinum með stuðningsmönnum sínum hvatti Trump þá til að marséra að þinghúsinu.