Færslur: Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020

Hver tapar kúlinu í kappræðum kvöldsins?
Klukkan eitt í nótt á íslenskum tíma munu þeir Donald Trump og Joe Biden eigast við í síðustu kappræðunum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum sem fram fara 3. nóvember. Andrés Jónsson almannatengill fer yfir hvernig frambjóðendur eru venjulega búnir undir slaginn og hvernig Trump hefur brotið allar reglurnar.
Obama blandar sér í slaginn
Barack Obama, fyrrverandi forseti, tók í gærkvöld í fyrsta sinn beinan þátt í kosningabaráttunni fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum 3. nóvember er hann ávarpaði kjósendur í Fíladelfíu, stærstu borg Pennsylvaníuríkis. Þar hvatti hann almenning til að nýta atkvæðisréttinn og sagði að Joe Biden og Kamala Harris, frambjóðendur Demókrata í forsetaskosningunum, gætu leitt þjóðina úr þessum myrku tímum. 
Morgunvaktin
Heimsglugginn: Minntust Samuel Paty í París
Emmanuel Macron Frakklandsforseti hélt í gærkvöldi ræðu við minningarathöfn um Samuel Paty, sem myrtur var í hryðjuverkaárás í síðustu viku. Forsetinn sæmdi Paty sömuleiðis æðstu orðu Frakklands, Légion d'honneur.
Íranar og Rússar sakaðir um afskipti af kosningunum
Rússar og Íranar hafa komist yfir upplýsingar um bandaríska kjósendur segir John Ratcliffe yfirmaður leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna á blaðamannafundi FBI. Tilgangur ríkjanna sé að hafa áhrif á almenningsálit fólks.
Obama segir Trump ekki taka forsetaembættið alvarlega
Joe Biden forsetaframbjóðandi Demókrata stóð ekki sjálfur fyrir neinum skipulögðum viðburði í dag, þriðja daginn í röð. Á hinn bóginn heldur Donald Trump hvern kosningafundinn af öðrum.
Trump hætti í miðju viðtali við 60 minutes
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hætti í miðju viðtali við fréttaskýringaþáttinn 60 mínútur í gær og veittist svo í tístum og á kosningafundi að Leslie Stahl sem tók viðtalið.  Samkvæmt frásögn bandarískra fjölmiðla mislíkaði forsetanum ágengni Leslie Stahl og reiddist henni vegna spurninga hennar. Þau höfðu rætt saman í 40 mínútur er gert var hlé og Mike Pence, varaforseti, átti að vera með í síðari hluta viðtalsins. Forsetinn ákvað þá að nóg væri komið.
Fréttaskýring
Tvær vikur til stefnu og forskot Bidens aldrei meira
Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrótaflokksins, mælist með 10,7 prósentustiga forskot á Donald Trump, sitjandi forseta Bandaríkjanna, þegar tvær vikur eru til forsetakosninga. Forskot Bidens hefur aldrei mælst meira.
Slökkt á hljóðnemum nema frambjóðandi hafi orðið
Nefnd sem skipuleggur kappræður forsetaframbjóðendanna í Bandaríkjunum hefur ákveðið að slökkt verði á hljóðnemum þegar frambjóðandi hefur ekki orðið. Donald Trump, forseti, hefur kvartað undan þessari ákvörðun og eins yfir umræðuefninu og stjórnanda kappræðnanna. Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, gerir ekki athugasemdir við fyrirkomulagið.
Spegillinn
Biden ætti að tefla Harris fram í lokahnykknum
Aðeins tvær vikur eru nú til forsetakosninganna í Bandaríkjunum. Kosið verður þriðjudaginn 3. nóvember. Fylgiskannanir sýna að Joe Biden forsetaframbjóðandi Demókrata hefur þokkalegt forskot á Donald Trump sitjandi forseta og frambjóðanda Repúblikana.
Fauci ekki hissa á að Trump hafi smitast
Anthony Fauci, helsti sérfræðingur Bandaríkjanna í sóttvörnum, segist ekki vera hissa á því að Donald Trump forseti hafi smitast af kórónuvírusnum. Fauci var í viðtali í fréttaskýringaþættinum 60 mínútum í gær.
Nær 28 milljónir Bandaríkjamanna hafa þegar kosið
Nú þegar tvær vikur eru í bandarísku forsetakosningarnar hafa nær 28 milljónir kjósenda þegar greitt atkvæði, mun fleiri en áður eru dæmi um. Samkvæmt rannsóknarverkefni sem unnið er að við Flórídaháskóla hafa 27,7 milljónir kjósenda ýmist póstlagt atkvæði sín eða farið með þau á kjörstað.
Sátu fyrir svörum kjósenda
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, sátu báðir fyrir svörum kjósenda í gærkvöld, hvor á sínum fundi sem báðir voru í beinni sjónvarpsútsendingu. Upphaflega var ráðgert að kappræður yrðu í gærkvöld, en Trump neitaði að taka þátt þegar ákveðið hafði verið að þær yrðu um fjarfundabúnað. 
Þingmaður Repúblikana spáir Demókrötum sigri
Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, formaður dómsmálanefndar öldungadeildarinnar og náinn samherji Donalds Trumps forseta, telur að Demókratar eigi góða möguleika á að tryggja sér forsetaembættið í kosningunum eftir tæpar þrjár vikur. Þingmaðurinn lét þessi orð falla í dag þegar dómsmálanefndin fjallaði um ákvörðun Trumps um að skipa dómarann Amy Coney Barrett í embætti við dómara í hæstarétti Bandaríkjanna.
Rosknir kjósendur á Flórída virðast hallast að Biden
Donald Trump Bandaríkjaforseti virðist vera að missa nokkuð af hylli roskinna kjósenda á Flórída yfir til Joe Biden ef marka má skoðanakannanir.
Fréttaskýring
Skoðanakannanir vestra: Mat á menntun vegur þyngra nú
Bandarísk fyrirtæki sem gera skoðanakannanir hafa breytt vinnubrögðum sínum nokkuð eftir forsetakosningarnar 2016. Mat á menntun og búsetu auk tækni við gerð kannana hefur tekið nokkrum stakkaskiptum.
Biden mælist með 17 prósentustiga forskot á Trump
Skoðanakönnun sem breska blaðið Guardian og rannsóknarfyrirtækið Opinium gerðu meðal bandarískra kjósenda á dögunum bendir til þess að Joe Biden hafi stóraukið forskot sitt á Donald Trump á síðustu dögum og vikum. Samkvæmt henni munar nú allt að 17 prósentustigum á fylgi forsetaframbjóðendanna. Um 57 prósent þeirra sem afstöðu tóku sögðust ætla að kjósa Biden, en 40 prósent ætla að merkja við Trump á kjörseðlinum.
Ríflega tíu milljónir búnar að kjósa
Ríflega tíu milljónir manna hafa þegar greitt atkvæði í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í gögnum sem U.S. Elections Project hefur safnað saman og telja sérfræðingar þar á bæ þetta vera vísbendingu um að kjörsókn verði mikil.
Trump greinst neikvæður tvo daga í röð
Tvo daga í röð hefur hraðgreiningarpróf sýnt neikvæða niðurstöðu í COVID-19 sýnatöku hjá Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Sean Conley, læknir forsetans, greindi frá þessu í minnisblaði sem gert var opinbert í gær. Hann bætti því við að samkvæmt niðurstöðum prófana beri Trump ekki lengur smit.
Fauci ósáttur við auglýsingu Repúblikana
Anthony Fauci, yfirmaður ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, er ósáttur við sjónvarpsauglýsingu Repúblikanaflokksins þar sem hann segir orð sín tekin úr samhengi. Hann sendi frá sér yfirlýsingu eftir að hafa séð auglýsinguna, þar sem hann segist aldrei hafa veitt frambjóðanda opinberlega stuðning fyrir kosningar í þau tæpu fimmtíu ár sem hann hefur unnið hjá hinu opinbera. 
Mega ekki takmarka fjölda atkvæðakassa
Dómari í Texas felldi í gær úr gildi ákvörðun Greg Abbotts, ríkisstjóra í Texas, um að takmarka mjög fjölda staða þar sem fólk getur skilað inn atkvæðaseðlum fyrir forsetakosningarnar í næsta mánuði.
Kappræðum forsetaframbjóðendanna formlega aflýst
Nefndin sem sér um kappræður forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum staðfesti í gærkvöld að ekkert verði að kappræðunum sem fara áttu fram 15. október. Næst mætast þeir Donald Trump og Joe Biden því í sjónvarpssal 22. október, þegar innan við tvær vikur verða til kosninga.
Trump stefnir á kosningafund á morgun
Aðeins örfáum klukkustundum eftir að læknir forsetans Donald Trump sagði líkur á að hann gæti tekið þátt í opinberum mannamótum á morgun tjáði Trump von sína um að halda kosningafund með stuðningsmönnum annað kvöld. Trump var í viðtali í þætti Sean Hannity á Fox fréttastöðinni í gær þar sem hann sagðist ætla að reyna að halda fund annað kvöld ef tími gefst til að skipuleggja hann.
Heilsa forsetans setur kappræður úr skorðum
Veikindi Bandaríkjaforseta hafa sett undirbúning kappræðna fyrir forsetakosningarnar 3. nóvember úr skorðum. Eftir að Donald Trump hafnaði því að taka þátt í kappræðum í gegnum fjarfundabúnað í næstu viku ákvað kappræðunefndin að aflýsa þeim. Næstu kappræður verða því haldnar 22. október næstkomandi.
Biðja kjósendur að fella Trump-stjórnina
Stjórnvöld í Bandaríkjunum fá falleinkunn í leiðara nýjasta tölublaðs læknatímaritsins The New England Journal of Medicine fyrir viðbrögð sín við kórónuveirufaraldrinum. Þau hirði ekki um rök vísindamanna en hlusti frekar á óupplýsta áhrifavalda og loddara þegar taka eigi ákvarðanir í heilbrigðismálum. Blaðið ræður lesendum frá því að veita núverandi stjórnvöldum brautargengi í kosningunum í næsta mánuði.
Varaforsetaefni takast á
Þórunn Elísabet Bogadóttir og Bogi Ágústsson fjölluðu um kappræður varaforsetaefna stóru flokkanna í Bandaríkjunum. Þær eru venjulega ekki það sem vekur mesta athygli fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum en þegar forsetaefnin eru bæði á áttræðisaldri, Trump er 74 ára og Joe Biden 77 ára og heilsa forsetans nokkuð spurningamerki, hljóta kjósendur eðlilega að hafa áhuga á þeim sem yrðu mögulega eftirmenn þeirra. Hingað til hafa þessar umræður ekki haft afgerandi áhrif á kosningabaráttuna.