Færslur: Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020

Varaforsetaefni Bidens, forsetaefni eftir fjögur ár
Óðum styttist í að Joe Biden forsetaefni Demókrata í Bandaríkjunum tilkynni varaforsetaefni sitt.
Trump vill fresta kosningum í haust
Donald Trump Bandaríkjaforseti leggur til að kosningum sem fram eiga að fara þriðja nóvember verði frestað. Þetta kemur fram í færslu sem hann birti á Twitter í dag. Þar kemur fram að hann óttist að póstkosning bjóði upp á kosningasvik og ónákvæm úrslit. Því sé best að fresta kosningunum þar til fólk geti greitt atkvæði með gamla laginu.
Kappræður Trumps og Bidens fluttar frá Indiana til Ohio
Fyrstu sjónvarpskappræður þeirra Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta og forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins, og Joes Bidens, frambjóðanda Demókrata, fara fram í Cleveland í Ohio 29. september næstkomandi. Til stóð að þær færu fram í Notre Dame-háskólanum í Indianaríki, en af því verður ekki vegna kórónaveirufaraldursins og varúðarráðstafana sem honum tengjast.
Kínversk vísindakona handtekin í Kaliforníu
Kínversk vísindakona sem bandarísk yfirvöld sökuðu um að hafa logið til um tengsl sín við kínverska herinn þegar hún sótti um landvistarleyfi vestanhafs var handtekin og fangelsuð í Sacramento í Kaliforníu í gær. Bandaríska dómsmálaráðuneytið birti nýverið ákærur á hendur Juan Tang, 37 ára líffræðingi, og þremur kínverskum vísindamönnum öðrum fyrir að afla sér landvistarleyfis á fölskum forsendum.
Trump vill lækka lyfjaverð með tilskipunum
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, undirritaði í gær fjórar tilskipanir sem ætlað er að stuðla að lægra lyfjaverði í Bandaríkjunum. Við undirritunina sagði hann tilskipanirnar koma til með að „gjörbreyta markaðnum með lyfseðisskyld lyf.“ Trump hefur löngum gagnrýnt það sem hann kallar „stjarnfræðilega hátt verð“ á lyfseðilsskyldum lyfjum.
Aflýsti flokksþingi Repúblikana í Flórída
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, aflýsti í gær fyrirhuguðu flokksþingi Repúblikana í Jacksonville í Flórída, þar sem ætlunin var að útnefna hann formlega sem forsetaefni flokksins. Forsetinn greindi frá þessu á fréttamannafundi í Hvíta húsinu og sagði þetta ekki rétta tímann fyrir „stórt og fjölmenn þing." Vísaði hann þar til kórónaveirufaraldursins sem geisar enn af miklum þunga í Bandaríkjunum og óvíða heitar en í Flórída.
Myndskeið
Obama lofar Biden í hástert í nýju myndskeiði
„Ég trúi á hjarta þitt og eiginleika þína, og ég veit að þú munt leiða ríkisstjórn sem sameinar þjóðina,“ segir Barrack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, við Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins og fyrrum varaforseta, í nýju myndskeiði sem gefið var út í dag á vegum kosningaherferðar þess síðarnefnda.  
Morgunvaktin
Blæs nýju lífi í kosningabaráttuna
Bandarísk og evrópsk stjórnmál voru til umræðu í Heimsglugganum á Morgunvaktinni, en tímamótasamkomulag um bjargráðasjóð ESB jafngildir ríkisútgjöldum Íslands í meira en heila öld.
Biden leiðir með átta prósentustigum í nýrri könnun
Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins og fyrrverandi varaforseti, hefur átta prósentustiga forskot gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta meðal skráðra kjósenda, samkvæmt nýrri fylgiskönnun Reuters og Ipsos. Biden virðist einnig standa betur að vígi meðal þeirra sem eiga eftir að ákveða sig. Reuters greinir frá.
Viðtal
Trump kann enn að sigra þó staða hans sé veik
Þó að staða Donald Trumps Bandaríkjaforseta sé veik miðað við aðra sitjandi forseta sem gefið hafa kost á sér til endurkjörs þýðir það ekki endilega að hann nái ekki aftur kjöri. Þetta sagði Silja Bára Ómarsdóttir prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands í þættinum vikulokunum í morgun.
Þrýsta á Biden að velja varaforsetaefni
Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, mætir nú síauknum þrýstingi frá eigin flokki um að greina frá því hvern hann velji sem varaforsetaefni. 
Biden með 15 prósentustiga forskot á Trump
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, nýtur stuðnings meirihluta landsmanna í embætti forseta. Samkvæmt skoðanakönnun Quinnipiac háskólans í Connecticut meðal skráðra kjósenda styðja 52 prósent hann sem næsta forseta landsins. Fylgið við Donald Trump mælist 37 prósent.
Donald Trump skiptir um kosningastjóra
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að hann víki Brad Parscale kosningastjóra sínum til hliðar. Þetta gerir forsetinn til að blása nýju lífi í framboð sitt sem hefur mátt þola nokkurn mótbyr.
Kanye sagður vera hættur við forsetaframboðið
Bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West er hættur við að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna tíu dögum eftir að hann tilkynnti um framboð sitt.
Hátt í 64.000 ný smit í Bandaríkjunum í gær
Ríflega 63.600 ný kórónuveirusmit greindust í Bandaríkjunum síðasta sólarhring. Á sama tímabili voru staðfest 774 dauðsföll af völdum COVID-19. Samtals eru dauðsföllin því rétt tæplega 134.000 í landinu og staðfest smit nálgast 3,2 milljónir. Donald Trump neyddist til að aflýsa kosningafundi í Flórída vegna útbreiðslu farsóttarinnar þar.
Biden lofar að fjölga störfum
Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í Bandaríkjunum, kynnti í gærkvöld áætlun um fjárfestingar í atvinnulífinu sem hann sagði að myndi skapa fjölda nýrra starfa, fyrir allt að fimm milljónir manna, yrði hann kjörinn forseti.  
Kanye West tilkynnir forsetaframboð
„Við verðum að átta okkur á fyrirheitum Ameríku með því að leggja traust okkar á guð, sameina framtíðarsýn okkar og byggja upp framtíðina. Ég býð mig fram til forseta Bandaríkjanna!“ Þessa yfirlýsingu birti tónlistarmaðurinn Kanye West á Twittersíðu sinni seint í gærkvöld, og bætti við myllumerkinu #2020VISION.
Hundruð repúblikana ætla að styðja Biden
Hundruð embættismanna og ráðherra sem störfuðu fyrir bandaísk stjórnvöld í stjórnartíð George W. Bush ætla að lýsa yfir stuðningi við Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrata.
Áhyggjur af slæmu gengi Trumps í könnunum
Áhrifamenn í Repúblikanaflokknum í Bandaríkjunum hafa orðið áhyggjur í lélegu gengi Donalds Trumps í skoðanakönnunum að undanförnu. Talsmaður hópsins sem stýrir endurkjöri hans í haust segir ekkert að óttast. Ekkert sé að marka þessar kannanir.
Bannon vill aftur í innsta hring Trumps
Steve Bannon, sem var einn helsti ráðgjafi Donald Trump þar til forsetinn rak hann árið 2017, stefnir nú á að komast aftur inn í innsta hring áhrifavalda forsetans fyrir forsetakosningarnar í haust. 
„TikTok-amman" aðstoðar Joe Biden
Bandarísk kona, Mary Jo Laupp, hefur verið fengin til að aðstoða til við forsetaframboð Demókratans Joe Biden.
Myndskeið
Trump á fjöldafundum - „Hvar ertu Joe?“
Joe Biden hefur haldið sig til hlés það sem af er baráttunni fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum, en þrátt fyrir það eykst fylgi hans. Hann velur varaforsetaefni sitt fljótlega og einna líklegust er fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Baracks Obama.
Myndskeið
Efnahagurinn þarf að vænkast til að Trump nái viðspyrnu
Trump Bandaríkjaforseti á undir högg að sækja í baráttunni um forsetaembættið. Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði, segir að mikið þurfi að breytast í efnahagslífinu á næstu vikum og mánuðum til að Trump eigi möguleika á endurkjöri.
Myndskeið
Biden með örugga forystu í baráttunni um Hvíta húsið
Joe Biden hefur öruggt forskot á Donald Trump Bandaríkjaforseta nú þegar rúmir fjórir mánuðir eru til forsetakosninga í Bandaríkjunum, samkvæmt skoðanakönnunum. Biden mælist nú með rúmlega níu prósentustiga forskot, en svo mikill munur hefur varla sést í forsetakosningum síðustu áratuga.
Trump sagður öskuillur vegna lélegrar mætingar
Donald Trump Bandaríkjaforseti geldur nú fyrir afneitun sína á afleiðingum kórónaveirufaraldursins. Faraldurinn, sem er hvergi nærri lokið, er sagður geta orðið til þess að forsetinn verði af uppáhalds baráttuaðferð sinni — háværum og mannmörgum stuðningsmannafundum.