Færslur: Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2016

Tugir ætla að sniðganga embættistöku Trumps
Meira en 50 þingmenn Demókrataflokksins ætla ekki að vera viðstaddir þegar Donald Trump tekur við embætti forseta á föstudag, vegna ummæla hans um fulltrúadeildarþingmanninn John Lewis. 
Brexit frábært, Nató úrelt, Merkel mikilvæg
Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, segist fagna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og lofar skjótum samningum um fríverslun milli Bretlands og Bandaríkjanna. Telur hann líklegt að aðrar þjóðir feti í fótspor Breta og yfirgefi Evrópusambandið, sem sé í raun fyrst og fremst Þjóðverjum til framdráttar. Þá gagnrýnir hann Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, fyrir stefnu hennar í flóttamannamálum og segir Atlantshafsbandalagið úrelt samtök.
Sniðganga innsetningu Trumps
Bandaríski fulltrúadeildarþingmaðurinn John Lewis varð í dag áttundi þingmaður Demókrata til að lýsa því yfir að hann myndi sniðganga innsetningu Donalds Trumps í embætti forseta. Lewis hafnar því að Trump sé lögmætur forseti og segir í viðtali í viðtalsþættinum Meet the Press, sem sýnt verður á sunnudag, að hann telji Rússa hafa liðkað fyrir kosningu hans.
Forstjóri FBI rannsakaður vegna tölvupóstmáls
Rannsókn er hafin á framgöngu bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna. FBI hefur verið sakað um að vinna gegn Hillary Clinton, frambjóðanda Demókrataflokksins, sem beið lægri hlut í kosningunum.
Obama ræður Trump heilt
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segist hafa ráðlagt Donald Trump, sem tekur við embættinu innan fárra daga, að reyna ekki að stjórna Hvíta húsinu eins og fjölskyldufyrirtæki. Trump yrði að virða bandarískar stofnanir.
Bandaríkjaþing staðfestir kjör Donalds Trump
Bandaríkjaþing hefur staðfest sigur Donalds Trump í forsetakosningunum í nóvember. Hann verður fertugasti og fimmti forseti Bandaríkjanna og tekur formlega við embætti með hollustueiði 20. janúar.
Rússneskir erindrekar yfirgefa Bandaríkin
35 rússneskir erindrekar, sem Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, rak úr landi vegna ásakana um afskipti Rússlands af forsetakosningunum vestanhafs, yfirgáfu landið í dag í flugvél sem notuð er undir rússneska embættismenn og forseta landsins.
Refsiaðgerðir vegna forsetakosninganna
Bandaríkin ætla að grípa til refsiaðgerða gegn Rússum vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Barack Obama Bandaríkjaforseti tilkynnti þetta í kvöld.
29.12.2016 - 20:05
Trump segir SÞ skapa vandamál fremur en leysa
Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, vandaði Sameinuðu þjóðunum ekki kveðjurnar þegar hann ávarpaði fréttamenn á sumarleyfissetri sínu á Flórídaskaganum, Mar-a-Lago. Sagði hann alþjóðasamtökin langt frá því að vera það áhrifaafl sem þau gætu verið og alls ófær um að leysa helstu vandamál heimsbyggðarinnar. „Hvenær sjáiði Sameinuðu þjóðirnar leysa vandamál?" spurði Trump, og svaraði sjálfur um hæl: „Þær gera það ekki. Þær valda vandamálum."
Clinton hlaut nærri 3 milljónum fleiri atkvæði
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hlaut nærri þremur milljónum færri atkvæði í forsetakosningunum á landsvísu en Hillary Clinton, frambjóðandi Demókrata. Bandaríska fréttastofan CNN greinir frá þessu og segir talningu nú lokið í ríkjunum 50. 
Kjörmennirnir völdu Donald Trump
Kjörmannaráð Bandaríkjanna valdi í kvöld Donald Trump sem 45. forseta Bandaríkjanna. Sú niðurstaða þótti fyrirséð, enda tryggði hann sér meirihluta kjörmanna í forsetakosningunum í síðasta mánuði, þótt Hillary Clinton, mótherji hans, fengi fleiri atkvæði á landsvísu.
Clinton segir Pútín hafa kostað hana sigurinn
Hillary Clinton, frambjóðandi demókrataflokksins í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust, segir Vladimír Pútín hafa haft af sér sigurinn í kosningunum með afskiptum sínum. Segir hún persónulega óvild Pútíns í sinn garð hafa orðið til þess að hann, ásamt rússneskum leyniþjónustustofnunum, lagði á ráðin um árásirnar sem gerðar voru á tölvukerfi demókrataflokksins, kosningaskrifstofu hennar og einstaklinga sem tengdust henni um margra mánaða skeið, og um gagnalekann í framhaldinu.
Goldman Sachs hagnast á kjöri Trumps
Hlutabréf í fjárfestingabankanum Goldman Sachs hafa snarhækkað í verði undanfarnar vikur, eftir að Donald Trump var kosinn forseti Bandaríkjanna. Verð hlutabréfanna hefur hækkað um nær þriðjung – um 31% - frá því að Trump var kosinn forseti. Þrír fyrrverandi og núverandi stjórnendur hjá Goldman Sachs verða í ríkisstjórn Trumps.
Óttast að Trump eyði gögnum um hlýnun jarðar
Bandarískir vísindamenn vinna nú hörðum höndum að því að afrita gögn um loftslagsbreytingar, af ótta við að þau glatist eða þeim verði eytt. Ástæðan er yfirvofandi valdataka Donalds Trumps og umdeildar embættisskipanir manna sem eru nátengdir olíuiðniaðinum og efins um að hlýnun jarðar sé af mannavöldum.
Tillerson útnefndur utanríkisráðherra
Tilkynnt var formlega í morgun að Donald Trump, varðandi forseti Bandaríkjanna, hefði útnefnt Rex Tillerson, forstjóra olíufélagsins ExxonMobil, utanríkisráðherra í komandi stjórn eins og gefið hafði verið til kynna.
Endurtalning staðfesti sigur Trumps
Endurtalning í Wisconsinríki staðfestir sigur Donalds Trumps í ríkinu. Hann hafði betur með um 22 þúsund atkvæða mun, og bættust 131 atkvæði honum í hag við endurtalninguna. Jill Stein, frambjóðandi Græningja, krafðist endurtalningar í ríkinu, auk Michigan og Pennsylvaníu, þar sem dómstólar hafa dæmt gegn endurtalningu.
Yfirmaður Exxon orðaður við ráðherrastól
Rex Tillerson, yfirmaður olíufyrirtækisins Exxon Mobil, er talinn líklegastur til að verða útnefndur næsti utanríkisráðherra Bandaríkjanna. NBC -fréttastofan, New York Times og CNN höfðu þetta eftir heimildarmönnum sínum innan úr herbúðum Donald Trumps, verðandi Bandaríkjaforseta.
Umdeildar ráðherraskipanir Trumps
Donald Trump hefur tilkynnt að Andrew Puzder, forstjóri skyndibitakeðju, verði næsti atvinnuvegaráðherra Bandaríkjanna. Puzder hefur verið afar gagnrýninn á tillögur um aukið yfirvinnukaup, veikindarétt og hærri lágmarkslaun. Trump hefur nú tilkynnt hverja hann ætlar að skipa í 10 ráðherrastöður og nokkur önnur af æðstu embættu bandaríska ríkisins. Sumar þessara skipana eru afar umdeildar.
Facebook-próf máski lykillinn að sigri Trumps
Einföld próf á Facebook og sérsniðnar auglýsingar þar kunna að vera ástæðan fyrir sigri Donalds Trumps í bandarísku forsetakosningunum. Fyrirtæki sem sérhæfir sig í sálfræðilegri greiningu á kjósendum tók þátt í kosningabaráttu Trumps.
Fellur frá endurtalningarkröfu - en þó ekki
Jill Stein, frambjóðandi Græningja í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum, hefur ákveðið að falla fá kröfu um endurtalningu í Pennsylvaníu, sem hún lagði fram í ríkisdómstól Pennsylvaníuríkis. Þetta gerir hún að sögn af fjárhagsástæðum. Hún hyggst hins vegar leggja fram kröfu sama efnis fyrir alríkisdómstól á mánudag.
„Mad Dog“ Mattis verður varnarmálaráðherra
Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, tilkynnti í dag að hann hyggist skipa hinn 66 ára gamla James Mattis, fyrrverandi yfirhershöfðingja í bandaríska flotanum, í embætti varnarmálaráðherra. Mattis hefur verið sterklega orðaður við embættið, en síðast í dag fullyrti upplýsingafulltrúi Trumps, að ekkert væri ákveðið um hver yrði varnarmálaráðherra. Trump upplýsti það hins vegar þegar hann ávarpaði stuðningsfólk sitt í Cincinatti í Ohio í dag, að hann hygðist skipa „Mad Dog“ Mattis í embættið.
Trump vann í Michigan
Innanríkisráðuneyti Bandaríkjanna staðfesti loks í gærkvöld að Donald Trump hafi hlotið meirihluta atkvæða í Michigan. Þar hlýtur hann 16 kjörmenn. Trump hlýtur þá samanlagt 306 kjörmenn en Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata, hlýtur 232 kjörmenn.
„Feiminn að skrifa fréttirnar fyrirfram“
„Ég sjálfur sem fréttamaður hef alltaf verið feiminn við það að skrifa fréttirnar fyrirfram,“ sagði Jón Björgvinsson, frétta- og myndatökumaður, á Morgunvaktinni á Rás eitt um óvæntan sigur Donalds Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Jón fylgdist með Trump í fimm vikur á kosningaferðalagi. Gífurleg stemmning hafi verið á þessum fundum, þar sem þúsundir sannfærðra fylgismanna og aðdáenda söfnuðust saman til að hylla þess holdtekju ameríska draumsins.
Trump segir milljónir hafa kosið ólöglega
Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, ýjar enn að því að svindlað hafi verið í forsetakosningunum. Hann skrifaði á Twitter í kvöld að hann hefði hlotið meirihluta atkvæða á landsvísu ef ekki væri fyrir milljónir ólöglegra atkvæða sem Hillary Clinton, keppinautur hans, hlaut. Trump hélt því fram fyrir kosningarnar að reynt yrði að svindla í þeim. Svo virðist sem hann sé enn á þeirri skoðun.
Clinton styður kröfu um endurtalningu atkvæða
Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur ákveðið að styðja kröfu Jill Stein, forsetaframbjóðanda Græningja, um endurtalningu í Wisconsin ríki. Donald Trump rétt marði Clinton í ríkinu.