Færslur: Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2016

Málshöfðun Trumps gegn Clinton og fleiri vísað frá dómi
Bandarískur alríkisdómari hefur vísað frá málsókn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, gegn Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra, og nokkrum hátt settum embættismönnum alríkislögreglunnar.
Donald Trump náðar Michael Flynn
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að náða Michael Flynn, fyrrum þjóðaröryggisráðgjafa sinn. Flynn hefur viðurkennt að hafa logið að bandarísku alríkislögreglunni, FBI, við rannsókn á samskiptum sínum við Rússa í aðdraganda forsetakosninga 2016.
Barist um kjósendur í Flórída
Forsetaframbjóðendurnir Donald Trump og Joe Biden halda báðir fundi í Flórída í dag, þar sem afar mjótt er á munum milli þeirra. Trump hafði þar betur gegn Hillary Clinton fyrir fjórum árum, þrátt fyrir að skoðanakannanir sýndu annað. Fimm dagar eru til kosninganna.
Fréttaskýring
Skoðanakannanir vestra: Mat á menntun vegur þyngra nú
Bandarísk fyrirtæki sem gera skoðanakannanir hafa breytt vinnubrögðum sínum nokkuð eftir forsetakosningarnar 2016. Mat á menntun og búsetu auk tækni við gerð kannana hefur tekið nokkrum stakkaskiptum.
Tímasetning Conway óheppileg fyrir Trump
„Minna drama og meiri mamma,“ er ástæðan sem Kellyanne Conway, einn helsti ráðgjafi Donald Trumps Bandaríkjaforseta hefur sagt liggja að baki þeirri ákvörðun sinni að yfirgefa Hvíta húsið. Conway, sem stjórnaði kosningabaráttu Trumps 2016, tilkynnti óvænt í gær að hún hygðist láta af störfum.
Facebook lokar 50 síðum tengdum Roger Stone
Samskiptamiðillinn Facebook lokaði í dag 50 síðum tengdum Roger Stone, fyrrverandi stjórnmálaráðgjafa Donald Trump Bandaríkjaforseta.
Bannon vill aftur í innsta hring Trumps
Steve Bannon, sem var einn helsti ráðgjafi Donald Trump þar til forsetinn rak hann árið 2017, stefnir nú á að komast aftur inn í innsta hring áhrifavalda forsetans fyrir forsetakosningarnar í haust. 
Rannsókn á Demókrötum tengd hernaðaraðstoð
Tilgangur Donalds Trumps með því að stöðva hernaðaraðstoð til Úkraínu að andvirði milljarða króna í sumar var meðal annars sá að þrýsta á Úkraínumenn að rannsaka ásakanir á hendur Demókrötum í kosningabaráttunni 2016. Þetta sagði Mike Mulvaney, starfsmannastjóri Hvíta hússins, á blaðamannafundi í gærkvöld. Hann dró þetta svo til baka seinna um kvöldið og sagði fjölmiðla hafa rangtúlkað orð hans.
Fréttaskýring
Donald Trump í vondum málum
Donald Trump er sakaður um að kúga forseta Úkraínu til að rannsaka Joe Biden sem hefur mælst efstur í forvali Demókrata fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Fyrir síðustu forsetakosningar var Trump sakaður um að vinna með Rússum til að koma höggi á þáverandi andstæðing sinn, Hillary Clinton.
Tólf ákærðir vegna tölvuárása á Demókrata
Dómsmálayfirvöld í Bandaríkjunum hafa ákært tólf Rússa fyrir árásir á gagnabanka og tölvukerfi háttsettra Demókrata í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna 2016. Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, segir njósnarana hafa beitt spilliforritum og stundað vefveiðar (e: phishing) við þessa iðju sína.
Segjast hafa komið Trump í forsetastólinn
Alexander Nix, sem var rekinn úr stöðu forstjóra hjá breska greiningarfyrirtækinu Cambridge Analytica á þriðjudag, segir það hafa verið hann og hans fólk sem í raun kom Donald Trump í Hvíta húsið. Þetta hafi þeir gert með markvissum en órekjanlegum aðgerðum á samfélagsmiðlum, sem byggðu á upplýsingum úr gagnagrunni Facebook. Þá segist hann ítrekað hafa hitt Trump sjálfan að máli á meðan fyrirtækið vann fyrir kosningateymi hans.
Illa fengin gögn notuð til að snúa kjósendum
Persónuupplýsingar um 50 milljóna manna af Facebook voru notaðar til að búa til umfangsmikinn gagnagrunn um bandaríska kjósendur. Facebook hefur bannað tvö fyrirtæki frá samfélagsmiðlinum vegna málsins. 
Nettröllin fleiri á Twitter en áður var talið
Samfélagsmiðillinn Twitter greindi frá því í dag að mun fleiri notendur tengdir rússneskum stjórnvöldum hafi notað miðilinn til þess að beina færslum að bandarískum kjósendum árið 2016 en áður var talið. Fyrirtækið fann, og lokaði, aðgangi yfir eitt þúsund notenda sem taldir eru eiga rætur sínar að rekja til búgarðs nettrölla í Rússlandi, að sögn Twitter. 
FBI rannsakar tengsl NRA við Rússa
Bandaríska alríkislögreglan, FBI, rannsakar hvort rússneskur bankastarfsmaður, nátengdur Vladimír Pútín Rússlandsforseta, hafi veitt fé í kosningasjóð Donalds Trumps í gegnum bandarísku skotvopnasamtökin NRA. Erlendir styrkir til bandarískra stjórnmálamanna eru bannaðir með lögum.
Vill gögn um Trump frá Deutsche Bank
Robert Mueller, sérstakur saksóknari í Bandaríkjunum, hefur farið fram á að Deutsche Bank afhendi rannsóknarteymi sínu gögn um reikninga Donalds Trumps Bandaríkjaforseta. Mueller rannsakar möguleg tengsl Trumps við Rússa og afskipti rússneskra yfirvalda af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Þýska fjármáladagblaðið Handelsblatt og Reuters-fréttastofan skýrðu frá þessu í dag.
Rússlandsrannsókn færist nær Trump
Rannsókn sérstaks saksóknara á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra er komin ansi nærri forsetanum. Samkvæmt fréttastofu Reuters hefur annar tveggja kosningastjóra forsetans verið yfirheyrður. Saksóknari vill vita hversu mikið forsetinn vissi um samskipti starfsmanna framboðs hans við rússnesk yfirvöld.
Tröll náðu til helmings bandarískra kjósenda
Fréttum og greinum nettrölla tengdum rússneskum stjórnvöldum var deilt meðal allt að 126 milljóna bandarískra Facebook notenda í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna í fyrra. Þetta kemur fram í vitnisburði Facebook sem lagður verður fyrir dómsmálanefnd Bandaríkjaþings á morgun.
Gerir upp kosningabaráttuna við Donald Trump
Hillary Clinton sendir í næsta mánuði frá sér bókina What Happened eða Það sem gerðist þar sem hún segir frá baráttunni í fyrra við Donald Trump um embætti forseta Bandaríkjanna. Hún greinir frá mistökunum sem hún gerði í kosningabaráttunni, hvað henni fannst um mótherja sinn, hvernig hún tókst á við að tapa fyrir honum og jafna sig á því.
Reyndu að brjótast í kosningakerfi í 21 ríki
Rússneskir tölvuþrjótar reyndu að brjótast inn í tölvukerfi í tengslum við bandarísku forsetakosningarnar í fyrra. Þetta segir í vitnisburði Samuels Liles, sem er embættismaður hjá heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna. Washington Post greindi frá þessu. Tölvuþrjótarnir höfðu skýr tengsl við rússnesk yfirvöld og reyndu að brjótast inn í tölvukerfi í tuttugu og einu ríki.
Setja viðskiptaþvinganir á Íran og Rússland
Öldungabeild bandaríska þingsins samþykkti í dag frumvarp um viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi og Íran.
Reyndu ítrekuð innbrot í kosningakerfin vestra
Leyniskjal innan úr bandarísku þjóðaröryggisstofnuninni sýnir að menn á vegum leyniþjónustu rússneska hersins hafi ítrekað reynt að brjótast inn í tölvukerfin sem notuð voru í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Þetta mun hafa átt sér stað mánuðum saman, þar til nokkrum dögum fyrir kosningarnar 8. nóvember.
„Mér þykir þetta leitt, herra forseti“
Skömmu eftir að Hillary Clinton játaði ósigur sinn í bandarísku forsetakosningunum í símtali sem hún átti við Donald Trump bað hún Barack Obama forseta afsökunar. Þetta kemur fram í nýrri bók blaðamannanna Jonathan Allen og Amie Parnes þar sem fjallað er ítarlega um kosningabaráttu Clinton fyrir forsetakosningarnar síðasta haust. Þar er fjallað um átök og mistök í kosningabaráttu Clinton og dregin upp mynd af frambjóðandanum og kosningastjórn hans.
Múrinn borgaður með skatti á vörur frá Mexíkó
Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, upplýsti á fundi með fréttamönnum í morgun að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætli að leggja 20 prósent skatt á allar vörur sem fluttar eru frá Mexikó til Bandaríkjanna. Fjármagnið verði síðan nýtt til að greiða fyrir byggingu múrsins sem Trump ætlar að reisa á landamærum landanna tveggja.
„Heimurinn er reiður og í algjöru rugli“
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór um víðan völl í fyrsta sjónvarpsviðtali sínu eftir að hann tók við embætti. Hann stóð fastur á því að umfangsmikið kosningasvindl hefði leitt til þess að Hillary Clinton, mótframbjóðandi hans, fékk fleiri atkvæði. Og sagðist ekki hafa áhyggjur af því að hert innflytjendalöggjöf myndi leiða til meiri reiði hjá múslimum. „Heimurinn er eins reiður og hann getur orðið.“
Trump skrifar undir tilskipun um Mexíkóvegginn
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skrifaði í kvöld undir tilskipun um að reisa skyldi 3.200 kílómetra langan vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Hann sagði að mexíkóska þjóðin myndi endurgreiða kostnaðinnn við vegginn. Þá skrifaði Trump undir tilskipun þess efnis að draga skyldi úr styrkjum til borga sem aðhafast ekkert vegna ólöglegra innflytjenda.

Mest lesið