Færslur: Forsetakosningar 2020

Þúsundir kvenna mótmæltu Trump og dómaraefni hans
Þúsundir Bandaríkjamanna - einkum Bandaríkjakvenna - tóku þátt í pólitískum göngum og fundum í gær, sem voru í senn mótmæli gegn gegn Donald Trump, Bandaríkjaforseta og baráttufundur fyrir kvenréttindum, þar sem sú fyrirætlan forsetans og Repúblikanaflokksins að skipa hina íhaldssömu Amy Coney Barrett hæstaréttardómara var fordæmd.
Framboð Guðmundar þrefalt dýrara en framboð Guðna
Forsetaframboð Guðmundar Franklíns Jónssonar í sumar kostaði rúmlega 4,6 milljónir, sem er rúmlega þrisvar sinnum meira en framboð Guðna Th. Jóhannessonar sitjandi forseta sem kostaði um 1,5 milljón.
Harris og Pence mætast í kappræðum í kvöld
Kamala Harris, varaforsetaefni Demókrataflokksins, og Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, mætast í kappræðum fyrir forsetakosningarnar í kvöld. Sýnt verður beint frá kappræðunum á Rúv og á ruv.is og hefst útsendingin klukkan eitt í nótt.
07.10.2020 - 19:13
11 smit rakin til undirbúnings kappræðnanna í Cleveland
Skrifstofur Clevelandborgar tilkynntu í gær að minnst ellefu staðfest COVID-19 smit hefðu þegar verið rakin til undirbúnings kappræðna þeirra Donalds Trumps og Joes Bidens, sem haldnar voru í borginni á þriðjudagskvöld.
Myndskeið
Kamala Harris er „til í slaginn“
Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í Bandaríkjunum, og Kamala Harris, varaforsetaefni flokksins, héldu blaðamannafund í Delaware í kvöld. Biden tilkynnti í gær að Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður Kaliforníufylkis, yrði varaforsetaefni flokksins í forsetakosningunum í nóvember.
12.08.2020 - 23:13
Myndskeið
Ekkert handaband við innsetningu forseta
Forseta Íslands verður ekki óskað til hamingju með handabandi við innsetningu hans á laugardag vegna sóttvarnaráðstafana. Þá hefur boðsgestum við embættistökuna verið fækkað úr tæplega 300 í 90.
Myndskeið
Liðin tíð að konan ætti að sinna ólaunuðu starfi
Eliza Reid forsetafrú hlakkar til næstu fjögurra ára og segir að börn hennar og Guðna Th. Jóhannessonar forseta séu ánægð að þurfa ekki að flytja og skipta um skóla. Guðni sagði í viðtali í nótt að hann hefði reiðst þegar vegið hefði verið að Elizu vegna verkefna hennar fyrir Íslandsstofu. Eliza segir að í gær hafi sýnt sig að meirihluti fólks sé sammála henni, sá tími sé liðinn þegar konan var heima að sinna ólaunuðu starfi.
28.06.2020 - 19:05
Starfsmenn lýsi ekki yfir stuðningi með prófílmyndum
Athugasemd barst yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis í gær vegna starfsmanns kjörstjórnar Fljótsdalshéraðs sem hafði sett ramma um prófílmynd sína á Facebook þar sem lýst var stuðningi við annan forsetaframbjóðendanna.
Leiðtogahæfni Klopp fyrirmynd fyrir Guðna Th.
Guðni Th. Jóhannesson var í gær endurkjörinn sem forseti Íslands. Í viðtali eftir sigurinn sagðist Guðni sérstaklega horfa til leiðtogahæfni Jurgen Klopp þrátt fyrir að styðja ekki Englandsmeistaranna.
28.06.2020 - 14:08
Viðtal
Þjóðin sammála túlkun Guðna á embættinu
Ekki er hægt að túlka niðurstöður forsetakosninganna í gær öðruvísi en svo að þjóðin sé sammála túlkun Guðna Th. Jóhannessonar á forsetaembættinu. Þetta sagði Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, í aukafréttatíma í Sjónvarpinu í hádeginu í dag.
Viðtal
Falið að halda áfram á sömu braut
„Það er gott veganesti, staðfesting á því að landsmenn hafa kunnað því vel hvernig ég hef hagað mínum verkum hér á Bessastöðum, og vísbending um það og staðfesting um að mér er falið það hlutverk að halda áfram á sömu braut. Fyrir það er ég afar þakklátur,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti í viðtali í aukafréttatíma RÚV í hádeginu.
Viðtal
Er ekki á leið í stjórnmál
Tæplega þrettán þúsund manns greiddu Guðmundi Franklín Jónssyni atkvæði sitt og kveðst hann ánægður með niðurstöðuna. Hann kveðst hafa vitað að hún yrði á þennan veg. Guðmundur kveðst ekki á leið í pólitík.
Fréttaskýring
Næst stærsti kosningasigur frá upphafi
Þau 92,2 prósent gildra atkvæða sem Guðni Th. Jóhannesson hlaut í forsetakosningunum í gær er næst hæsta atkvæðahlutfall sem frambjóðandi hefur fengið í forsetakosningum hérlendis. Aðeins Vigdís Finnbogadóttir fékk betri kosningu. Hún hlaut 94,6 prósent atkvæða þegar hún varð fyrst sitjandi forseta til að fá mótframboð árið 1988.
„Íslendingar eru svo miklir reddarar“
Jón Þór Ólafsson, formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar, er sáttur við hvernig íslensk yfirvöld brugðist við vanda þeirra kjósenda sem urðu að fara í sóttkví vegna mögulegs hópsmits. Hann hafði boðað fund í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á mánudag vegna málsins.
Aukafréttatími í hádeginu
RÚV verður með aukafréttatíma í sjónvarpi kl. 12:00 vegna forsetakosninganna sem fóru fram í gær.
28.06.2020 - 09:36
Lokatölur í forsetakosningunum 2020
Lokatölur bárust úr Suðvesturkjördæmi á áttunda tímanum í morgun og hafa því öll atkvæði í forsetakosningunum verið talin. Niðurstaðan er sú að Guðni Th. Jóhannesson er endurkjörinn forseti Íslands með 92,2 prósent atkvæða, en áskorandinn Guðmundur Franklín Jónsson hlaut 7,8 prósent.
28.06.2020 - 08:00
Niðurstaða úr Norðausturkjördæmi
Lokatölur bárust úr Norðausturkjördæmi rétt eftir klukkan sjö í morgun. Um 69 prósent kjörsókn var í kjördæminu og skiptust atkvæðin þannig að Guðni Th. Jóhannesson hlaut 93,4 prósent, en Guðmundur Franklín Jónsson 6,6 prósent.
Talningu lokið í Norðvesturkjördæmi
Lokatölur bárust úr Norðvesturkjördæmi á sjöunda tímanum í morgun. Þar féllu atkvæði þannig að Guðni Th. Jóhannesson hlaut um 92 prósent atkvæða og Guðmundur Franklín Jónsson um átta prósent. Kjörsókn var 69,2 prósent í kjördæminu.
Lokatölur úr Suðurkjördæmi
Guðni Th. Jóhannesson hlaut rétt rúmlega níu af hverjum tíu atkvæðum kjósenda í Suðurkjördæmi í forsetakosningunum í gær. Tæplega 65% kjörsókn var í kjördæminu.
28.06.2020 - 05:55
Lokatölur úr Reykjavíkurkjördæmi norður
Niðurstaða forsetakosninganna var mjög lík í Reykjavíkurkjördæmunum. Þegar búið var að telja upp úr kjörkössunum í Reykjavíkurkjördæmi norður reyndist Guðni Th. Jóhannesson hafa hlotið rúm 92 prósent atkvæða og Guðmundur Franklín Jónsson tæplega átta prósent.
28.06.2020 - 04:19
Síkvikt forsetaembætti
Fyrstu fjórum árum Guðna Th. Jóhannessonar sem forseta svipar að mörgu leyti til tíma Kristjáns Eldjárn og Vigdísar Finnbogadóttur í embætti. Almennt virðist vera litið á forsetann sem sameiningartákn, hann þykir alþýðlegur og hefur lagt sig í líma við að styðja við góð málefni.
Talningu lokið í Reykjavíkurkjördæmi suður
Rétt tæplega tveir þriðju kjósenda á kjörskrá Reykjavíkurkjördæmis suður greiddu atkvæði í forsetakosningunum í gær. Atkvæðin skiptust þannig að tæp 92% kusu sitjandi forseta, Guðna Th. Jóhannesson, en rúm 8% kusu Guðmund Franklín Jónsson.
28.06.2020 - 03:18
Níundu forsetakosningar lýðveldistímans
Forsetakosningarnar núna eru þær níundu frá stofnun lýðveldisins. Fyrstu almennu forsetakosningarnar voru háðar árið 1952 eftir að Sveinn Björnsson lést í embætti.
28.06.2020 - 01:31
Búið að telja um fjórðung atkvæða miðað við kjörskrá
Búið er að telja 67.440 atkvæði í forsetakosningunum, eða 26,7% atkvæða miðað við fjölda þeirra sem er á kjörskrá. 252.189 eru á kjörskrá. Guðni Th. Jóhannesson forseti er með 90,6% atkvæða en Guðmundur Franklín Jónsson 9,4%.
28.06.2020 - 01:02
Viðtal
Reiddist því að ómaklega væri vegið að Elizu
Guðni Th. Jóhannesson forseti segir að sú tíð sé hugsanlega liðin að forseti fái ekki mótframboð, líkt og gilti um forseta framan af lýðveldissögunni. Hann segist hafa verið bjartsýnn á árangur í kosningunum og ekki hafa talið að stuðningur sem hann naut á kjörtímabilinu myndi hverfa á svipstundu í kosningum. Guðni viðurkennir að hafa reiðst í kosningabaráttunni, þegar vegið var ómaklega að honum og þó sérstaklega þegar vegið var ómaklega að Elizu Reid, eiginkonu hans, vegna starfa hennar.