Færslur: Forsetakosningar 2020

Hátt í 30 kjósendur tóku daginn snemma
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna komandi forsetakosninga hófst hjá sýslumönnum í morgun. 26 höfðu greitt atkvæði nú rétt fyrir hádegi.
25.05.2020 - 12:30
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst á morgun
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakjörs 27. júní hefst á morgun við embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, að því er fram kemur í tilkynningu frá sýslumanninum.
24.05.2020 - 15:36
Myndskeið
„Snýst ekki um að ég vilji ekki beita synjunarvaldi“
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segist ekki telja að sá sem gegni embættinu eigi að gefa út skýrt hámark eða lágmark á fjölda undirskrifta sem þurfi til að forsetinn beiti málskotsréttinum. Það fari eftir efnum og aðstæðum hverju sinni. „Þetta snýst ekki um að ég vilji ekki beita synjunarvaldi.“ Hann segist ekki hafa viljað fela sig á bakvið að forsetinn væri ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum í uppreist æru - málinu. „Ég fann það í sál og sinni að það vildi ég ekki gera.“
24.05.2020 - 12:31
Myndskeið
„Hægt að nýta málskotsréttinn á ýmsan hátt“
Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi, segist ekki vera umdeildur en hann hafi sterkar skoðanir. Hann segir að forseti Íslands verði að koma hreint fram og standa með þjóðinni.„Að sjálfsögðu er forsetinn pólitískur og hann verður bara að segja sína skoðun.“ Guðmundur segir að oft myndist gjá milli þings og þjóðar „og forsetinn verður að brúa það bil.“ Hann segir að orkupakkinn hafi ýtt honum út í framboð og að hægt sé að nýta málskotsréttinn á ýmsan hátt.
24.05.2020 - 12:06
Myndskeið
Skiluðu inn framboði til forseta
Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín Jónsson skiluðu í dag inn framboði til forseta. Framboðsfrestur rennur út á miðnætti.
22.05.2020 - 16:19
Meðmælasöfnun fyrir forsetakosningar hafin
Einstaklingar sem lýst hafa yfir að þeir hyggist gefa kost á sér til forsetakjörs í sumar eru byrjaðir að safna undirskriftum meðmælenda við framboð sitt. Í fyrsta sinn er hægt að safna undirskriftum með rafrænum hætti. Það er hluti af viðbrögðum við COVID-19 faraldrinum svo að frambjóðendur geti safnað meðmælendum þrátt fyrir ákvæði samkomubanns.
08.05.2020 - 17:50
Guðmundur Franklín gefur kost á sér í embætti forseta
Guðmundur Franklín Jónsson, viðskipta- og hagfræðingur, hefur gefið kost á sér til embættis forseta Íslands. Guðmundur Franklín tilkynnti þetta í beinni útsendingu á Facebook-síðu sinni í dag. Hann segir að verði hann forseti muni orkupakki fjögur og fimm fara í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem og innganga Íslands í ESB.
23.04.2020 - 11:29
Hægt verður að safna undirskriftum rafrænt
Frumvarp um að safna megi meðmælum með forsetaframboði rafrænt var lagt fram á Alþingi í gær. Hingað til hefur meðmælum verið safnað með undirskriftum á blöðum. Vegna þeirra aðstæðna sem COVID-19 faraldurinn hefur skapað gæti orðið erfitt að safna undirskriftum með hefðbundnum hætti. Því er lagt til að hægt verði að safna meðmælum með rafrænum hætti. Það er gert svo auðveldara verði að safna og veita meðmæli heldur en annars kynni að verða af völdum faraldursins.
12.04.2020 - 17:39