Færslur: Forsetakosningar 2016

Spegillinn
Hægt væri að fresta forsetakosningum vegna COVID
Prófessor í sagnfræði segir ekki gott að segja hvort forseti Íslandi fær mótframboð. Líkurnar á því hafi þó líklega minnkað vegna ástandsins sem nú ríkir. Kjörtímabili forsetans lýkur í lok júní. Þó að stjórnarskráin sé skýr um að forsetakosningar skuli fara fram í lok kjörtímabilsins gæti mögulega komið til greina að fresta þeim á grundvelli óskráðra neyðarréttarsjónarmiða.
19.03.2020 - 17:00
Kosningaþátttaka var minnst í Sandgerði
Kosningaþátttaka í forsetakosningum í sumar var nokkuð breytileg eftir aldri. Í Hagtíðindum Hagstofu segir að þátttaka hafi verið lægst meðal yngri kjósenda. Alls voru um 245 þúsund á kjörskrá eða um 73,6% þjóðarinnar. Af þeim nýttu 185 þúsund kjósenda sér atkvæðaréttinn eða um 76%. Það er töluverð hækkun frá forsetakosningum árið 2012 þegar um kosningaþátttaka var um 69%.
06.10.2016 - 18:02
Baráttan um Bessastaði kostaði 80 milljónir
Fjórir forsetaframbjóðendur vörðu tæplega 78 milljónum í kosningabaráttu sína í sumar - þau Halla Tómasdóttir, Andri Snær Magnason, Davíð Oddsson og Guðni Th. Jóhannesson. Framboð Davíðs var dýrast - það kostaði tæpar 28 milljónir en hann og eiginkona hans lögðu sjálf til tæpar 12 milljónir. Heildarkostnaður frambjóðenda í forsetakosningunum fyrir fjórum árum nam rúmlega 27 milljónum.
27.09.2016 - 08:20
Eyddi tíu sinnum meira af eigin fé en Guðni
Kostnaður við forsetaframboð Davíðs Oddssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, nam tæplega 28 milljónum króna. Sjálfur greiddi Davíð ríflega 11 milljónir króna vegna forsetaframboðs síns í sumar. Það er tíu sinnum meira en Guðni Th. Jóhannesson greiddi sjálfur vegna síns framboðs, en eigið framlag hans var ríflega ein milljón króna.
26.09.2016 - 16:18
Framboð Guðna kostaði 25 milljónir
Kostnaður við forsetaframboð Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, var rúmlega 25 milljónir. Framlög fyrirtækja námu tæplega ellefu milljónum en framlög einstaklinga rúmum 13 milljónum. Sjálfur lagði Guðni 1,1 milljón í framboðið. Til samanburðar nam heildarkostnaður frambjóðenda í forsetakosningunum fyrir fjórum árum rúmlega 27 milljónum.
12.09.2016 - 13:46
Flestir ánægðir með störf Ólafs Ragnars
Rúmlega 62% eru ánægð með störf Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun MMR sem framkvæmd var 15. til 22. júlí.
02.08.2016 - 14:30
Embættistaka nýs forseta – Lífsbókin
Guðni Th. Jóhannesson, nýr forseti Íslands, var settur í embætti í gær. Áður en hin formlega embættistaka hófst flutti Jóhanna Vigdís Arnardóttir lagið „Lífsbókin“, lag Bergþóru Árnadóttur við texta Laufeyjar Jakobsdóttur.
Innsetningarræða forsetans í heild sinni
Guðni Th. Jóhannesson flutti innsetningarræðu sína á Alþingi í gær. Í ræðu sinni kom hann víða við. Hann setti enga fyrirvara á að kosið yrði til Alþingis í haust, boðaði málamiðlanir í stjórnarskrármálinu, ræddi um mikilvægi fjölmenningar og sagðist margt eiga ólært.
Fyrsta viðtalið við Guðna sem forseta
Guðni Th. Jóhannesson var settur inn í embætti forseta Íslands við hátíðlega athöfn í Alþingishúsinu í gær. Guðni er sjötti forseti lýðveldisins og ætlar að halda heimili á Bessastöðum. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræddi við Guðna að athöfn lokinni um væntingar til embættisins.
Guðni vitnaði í Gerði, Spilverkið og Jónas
Guðni Th. Jóhannesson, sem í dag var settur í embætti forseta Íslands, kom víða við í setningaræðu sinni. Hann setti enga fyrirvara á að kosið yrði til Alþingis í haust, boðaði málamiðlanir í stjórnarskrármálinu, ræddi um mikilvægi fjölmenningar og sagðist margt eiga ólært „og ég veit að mér getur orðið á.“
Mynd með færslu
Guðni verður forseti—helgistund í Dómkirkjunni
Guðni Th. Jóhannesson tekur við embætti forseta Íslands eftir sigur í forsetakosningunum 25. júní. Athöfnin hefst á helgistund í Dómkirkjunni þar sem Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, predikar. Talsverður mannfjöldi hefur safnast saman á Austurvelli og bíður þess nú að hylla nýjan forseta og forsetafrú.
Ólafur Ragnar fluttur af Bessastöðum
Ólafur Ragnar Grímsson, fráfarandi forseti, er fluttur af Bessastöðum. Þetta staðfestir Örnólfur Thorsson, forsetaritari, í samtali við fréttastofu. Ólíklegt er að það takist að gera Bessastaði klára fyrir 1. ágúst þegar Guðni Th. Jóhannesson verður settur í embættið við hátíðlega athöfn.
Kæru Ástþórs á forsetakosningum hafnað
Kæru Ástþórs Magnússonar forsetaframbjóðanda á framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu forsetakosninganna til Hæstaréttar hefur verið hafnað. Víðir Smári Petersen, aðstoðarmaður dómara, segir í samtali við fréttastofu að sex kærur vegna forsetakosninganna hafi borist að þeim loknum. Þar af hafi fimm kærur fengið efnislega meðferð og hafi þeim öllum verið hafnað.
22.07.2016 - 14:03
Guðni hefði nauman sigur á Höllu
Guðni Th. Jóhannesson myndi bera sigur úr býtum ef kosið yrði milli þeirra tveggja sem urðu efst í forsetakosningunum í síðasta mánuði. Munurinn yrði þó naumur. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun MMR. Samkvæmt henni fengi Guðni 52,1 prósent atkvæða en Halla Tómasdóttir, sem varð önnur fengi 47,9 prósent samkvæmt könnuninni.
08.07.2016 - 12:29
Engin könnun nálægt úrslitum forsetakosninga
Engin könnun á vegum Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands var nálægt úrslitum í forsetakosningunum sem fór fram síðastliðna helgi. Kannanir eru ekki það sama og kosningaspá en það var augljóst í hvað stefndi ef kannanirnar eru settar í samhengi, segir Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunarinnar.
30.06.2016 - 09:16
Mun sterkari utan kjörfundar en á kjördag
Munurinn á Guðna Th. Jóhannessyni, næsta forseta Íslands, og Höllu Tómasdóttur var mun minni þegar litið er til atkvæða sem féllu á kjörfundi á laugardag heldur en þeirra sem greidd voru utan kjörfundar síðustu tæpu tvo mánuðina. Guðni hefði þó alltaf sigrað Höllu, hvort sem litið er til allra atkvæða, atkvæða þeirra sem kusu á laugardag eða þeirra sem kusu utan kjörfundar. Þetta kemur fram í tölum sem fréttastofa hefur undir höndum.
Lengur að telja vegna utankjörfundaratkvæða
Miklar vegalengdir og fjöldi þeirra sem greiddu atkvæði utan kjörfundar gerðu að verkum að talning atkvæða dróst sums staðar á langinn um helgina. Síðustu tölur bárust úr Norðvesturkjördæmi klukkan 20 mínútur í níu á sunnudagsmorgun, hátt í hálfum sólarhring eftir að kjörstöðum í forsetakosningum var lokað. Síðustu tölur úr Norðausturkjördæmi lágu fyrir 20 mínútur yfir sjö og klukkan var 24 mínútur yfir sex þegar síðustu tölur bárust úr Reykjavík suður. Aðrir skiluðu fyrr um móttina.
27.06.2016 - 12:01
„Hann á alla mína samúð í þessari stöðu“
Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, segir að hann hafi búist við að Davíð Oddsson fengi meira fylgi í forsetakosningunum. En hvað skýrir það? „Ég veit það ekki. Hann á bara alla mína samúð í þessari stöðu.“ Þetta er vond staða? „Já, já, það er óþarfi að fjalla mikið um það. Eftir kosningar á ekki að strá salti í sár,“ svaraði Þorsteinn á Morgunvaktinni á Rás 1.
27.06.2016 - 11:21
„Fulllengi að svara og verjast“
Guðni Th. Jóhannesson segist hafa verið fulllengi að verjast í kosningabaráttunni þegar hann hefði viljað vera að sækja fram. Hann segist fyrst og fremst vilja vera hann sjálfur í embætti og vonast eftir stuðningi þjóðarinnar í mikilvægu embætti.
Nýtt met í hverjum kosningum
Nýtt met fyrir lægsta atkvæðahlutfall frambjóðanda í forsetakosningum hefur verið sett í hverjum kosningum frá og með árinu 1988. Fram að þeim tíma hafði Gísli Sveinsson, fyrrverandi forseti Alþingis, átt verstu útkomu forsetaframbjóðanda í 38 ár. Hann hlaut 6,24 prósent atkvæða í fyrstu almennu forsetakosningunum sem fram fóru hérlendis, árið 1952. Síðustu 28 árin hafa átta frambjóðendur fengið lægra atkvæðahlutfall en Gísli fékk á sínum tíma.
Hver er Guðni Th. Jóhannesson?
Nýr forseti Íslands er fimm barna faðir og hefur tvívegis hlotið tiltefningu til íslensku bókmenntaverðlaunanna.
26.06.2016 - 20:11
„Hann er algjört augnayndi, maðurinn“
Guðni Th. Jóhannesson verður sjötti forseti íslenska lýðveldisins. Fjöldi fólks hyllti nýja forsetann að heimili hans á Seltjarnarnesi í dag.
26.06.2016 - 19:58
Datt aldrei í hug að sonurinn yrði forseti
Mér datt aldrei í hug að Guðni yrði forseti. Þetta segir móðir Guðna Th. Jóhannessonar. Hún telur þó að hann leysi hlutverkið vel af hendi.
26.06.2016 - 19:27
Ástþór hefur kært framkvæmd kosninganna
Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi kærði framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu forsetakosninganna til Hæstaréttar á föstudaginn. Ástþór segir í samtali við fréttastofu að hann hafi ásamt öðrum lagt fram kæru sem var nokkuð samhljóða þeirri sem Bjarni Bergmann, Þórólfur Dagsson og Björn Leví Gunnarsson lögðu fram þann 2. júní síðastliðinn.
Nýjum forseta fagnað
Guðni Th. Jóhannesson, nýkjörinn forseti Íslands kvaðst í ávarpi, sem hann flutti af svölum heimilis síns nú síðdegis, vilja læra af sögunni um leið og hann horfði bjartsýnn fram á veg.