Færslur: forsetaframboð

Fátt um dýrðir á áttræðisafmæli Bandaríkjaforseta
Í fyrsta skipti í sögunni varð Bandaríkjaforseti áttræður í embætti. Núverandi forseti fagnaði þeim áfanga í kyrrþey í dag en engin opinber hátíðahöld voru í tilefni dagsins. Enn er beðið formlegrar yfirlýsingar forsetans um framboð að tveimur árum liðnum.
Þrír sækjast eftir forsetastólnum á Sri Lanka
Þrír bjóða sig fram til þess að taka við forsetaembættinu á Sri Lanka, eftir að Gotabaya Rajapaksa forseti hrökklaðist frá völdum og flúði land.
Trump sagður hafa íhugað að hætta við framboð sitt
Donald Trump er sagður hafa ígrundað að hætta við forsetaframboð árið 2016 eftir að myndbandi var dreift þar sem hann lét niðrandi og kvenfjandsamleg ummæli falla. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri minningabók eftir Kellyanne Conway sem var um árabil helsti ráðgjafi Trumps.
Mattarella hyggst sitja áfram vegna klofnings í þinginu
Sergio Mattarella, forseti Ítalíu, hefur fallist á að gegna embættinu áfram, þar sem þingmönnum hefur ekki tekist að koma sér saman um hver eigi að gegna því í hans stað.
29.01.2022 - 18:24
Raðir mynduðust við kjörstaði í Póllandi
Pólverjar ganga að kjörborðinu í dag og velja sér forseta. Kosningarnar áttu að fara fram í maí en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Kjörsókn fór mjög vel af stað og höfðu 24,08% greitt atkvæði á hádegi, en á sama tíma í forsetakosningunum 2015 voru 14,61% búin að kjósa.
Logi ætlar að kjósa Guðna
Formenn flokkanna voru almennt ekki tilbúnir til að svara fyrirspurn fréttastofu um hvort þeir hygðust kjósa Guðmund Franklín Jónsson eða Guðna Th Jóhannesson í forsetakosningunum á laugardaginn. Ein undantekning var þar á - það var Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Tveir skiluðu meðmælendalistum í Vestfirðingafjórðungi
Guðni Th. Jóhannesson forseti og Guðmundur Franklín Jónsson athafnamaður höfðu skilað meðmælendalistum til kjörstjórnar norðvesturkjördæmis á þriðja tímanum í dag. Að sögn Inga Tryggvasonar formanns yfirkjörstjórnar verður farið yfir listana strax á morgun en hann hafði ekki fengið tilkynningar um stöðu mála hjá öðrum frambjóðendum.
19.05.2020 - 16:20
Forsetakosningar: Rafræn söfnun undirskrifta til umræðu
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis ræddi á fundi sínum í morgun rafræna söfnun undirskrifta fyrir forsetakosningarnar í sumar. Kosið verður 27. júní, ef sitjandi forseti fær mótframboð, og þarf hver frambjóðandi að safna minnst 1.500 hundruð undirskriftum kosningabærra manna.
06.04.2020 - 12:18
„Það á að kjósa mig af því að ég er maður“
1980 var Vigdís Finnbogadóttir kosin fyrst kvenna í embætti forseta Íslands og braut þar með blað í sögunni. Í þættinum „Hundrað ár, dagur ei meir“ er forsetaembættið rannsakað og þetta undarlega fyrirbæri maðurinn, sem Vigdís lagði áherslu á að væri grundvöllur kjörs hennar til forseta.
Forsetinn þarf að búa að reynslu
Davíð Oddsson segir þýðingarmikið að sá sem gegni embætti forseta Íslands sé maður með reynslu og kunni til verka, „en ekki menn sem hvergi hafa komið að ákvörðun á neinu - nema fyrir sjálfan sig. Og ég tala nú ekki um menn sem að ekki vilja kannast við þær afstöður og ákvarðanir sem þeir tóku bara fyrir fáeinum misserum.“ Þetta sagði forsetaframbjóðandinn Davíð Oddsson á Morgunvaktinni á Rás 1.
03.06.2016 - 10:53
Forsetinn verji hagsmuni almennings
„Ég vona það, kjósendur góðir, að þið ætlið ekki að fara að kjósa mann á Bessastaði sem verður múlbundinn. Ég vona að þið ætlið að kjósið mann sem ætlar að tjá sig um það sem að varðar ykkur og afkomu ykkar í landinu. Það er það sem að forsetinn á að gera.“ Þetta sagði Sturla Jónsson, forsetaframbjóðandi, á Morgunvaktinni á Rás 1.
02.06.2016 - 10:42
Forsetinn á ekki að vera í fílabeinsturni
„Ég sé það þannig að forseti eigi ekki að vera í einhverjum fílabeinsturni á Bessastöðum,“ sagði Hildur Þórðardóttir, forsetaframbjóðandi, á Morgunvaktinni á Rás 1. Hún segir að forsetinn eigi að vera úti á meðal fólksins, hann eigi að heimsækja vinnustaði og stofnanir, fara mikið út á land og heyra í fólkinu þar. „Forseti verður að vera í tengslum við fólkið til að vita hvað er að gerast í samfélaginu.“
Forsetinn sé hugsjónamanneskja
„Ég vil endilega sjá hugsjónarmanneskju í þessu starfi,“ sagði Guðrún Margrét Pálsdóttir, forsetaframbjóðandi á Morgunvaktinni á Rás 1. „Ég trúi því að ég eigi erindi í embættið og að þau gildi sem ég vil standa fyrir séu mikilvæg í þjóðfélagi okkar. Ég hef brennandi áhuga á velferð þessarar þjóðar og reyndar heimsins.“
Forsetinn á að vera hvunndagsmanneskja
„Auðvitað er það hið besta mál að einhverstaðar sé manneskja sem við getum öll litið upp til og að hún sé svo hryllilega vel kostum búin að við getum varla andað í návist hennar. En það er ekkert hollt. Ég held að forseti Íslands ætti að vera venjuleg manneskja sem getur talað við fólk.“ Þetta sagði Elísabet Jökulsdóttir, forsetaframbjóðandi á Morgunvaktinni á Rás 1.
Guðni enn með mest fylgi en aðrir sækja á
Guðni Th. Jóhannesson mælist með mest fylgi forsetaframbjóðenda í nýrri könnun Maskínu eða 59,1%. Könnunin fór fram dagana 20. til 27. maí. Það er nokkru minna fylgi en í síðustu könnun Maskínu en þá mældist Guðni með 67,2%, dagana 10.-13. maí.
27.05.2016 - 16:43
Forsetinn á að vera fyrirliði
Frambjóðandinn Halla Tómasdóttir telur að forseti Íslands eigi að vera fyrirliði. „Við þurfum fyrirliða, manneskju sem virkjar aðra með sér, hjálpar okkur að mála framtíðarsýn, leggur grunngildi, heldur þeim á loft og virkjar sem flesta í að skapa það samfélag sem við viljum. Þannig forseti myndi ég vilja vera og þannig forseta tel ég að við þurfum á þessum tímapunkti. Ekki einhvern sem veit allt, kann allt, er hetja, hefur sig yfir aðra, er vitrari eða betri."
26.05.2016 - 10:27
Forsetinn á að vera boðberi friðar
Frambjóðandinn Ástþór Magnússon telur að forseti Íslands geti verið boðberi friðar í heiminum: „Hann getur orðið mjög mikilvægur boðberi friðar - og einmitt vegna smæðar okkar þá er hann svo áhrifamikill, vegna þess að þá þarf hann ekki að tengjast neinum einum hagsmunum umfram aðra. Hann verður svona sameiningartákn heimsins.“
25.05.2016 - 10:07
Forsetinn á að vera ópólitískur
Frambjóðandinn Guðni Th. Jóhannesson segir það skipta miklu máli að forseti Íslands sé ópólitískur og standi utan fylkinga. Mikilvægt sé að forsetinn eigi sér ekki óskastjórn eða flokk. „Það er ekki þar með sagt að forseti sé skoðanalaus eða veikur, eða nokkuð í þá veruna. Hann stillir til friðar, þegar stilla þarf til friðar, hann tekur í taumana þegar allt er komið í hnút, hann þokar málum áfram í ræðu og riti, bendir fólki á ólík sjónarhorn og þess háttar.“
Forsetinn á að vera viti
Frambjóðandinn Andri Snær Magnason segir það sé hlutverk forseta Íslands að halda ákveðnum gildum á lofti. Andri Snær líkir forseta Íslands við vita: „Hann heldur á lofti ákveðnum gildum, hvernig sem viðrar og hvernig sem pólitíkin sveiflast, og hún getur gert það á mánaðargrundvelli. Þá eru ákveðin gildi sem forseti Íslands, þjóðkjörinn einstaklingur, heldur á lofti. Þau geta í rauninni verið ofar pólitíkinni og jafnvel eitthvað sem við getum sameinast um.“
23.05.2016 - 09:43
Magnús Ingi hættur við forsetaframboð
Magnús Ingi Magnússon, kenndur við Texasborgara, er hættur við forsetaframboð. Hann tilkynnti þetta á Facebook í kvöld. Hann segir að nokkuð vanti upp á að hann nái tilskildum fjölda meðmælenda, helst á Norðurlandi og Austurlandi.
17.05.2016 - 22:10
Fylgi Davíðs nær út fyrir flokkslínur
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir að spurningin um hvort hann styðji Davíð Oddsson í embætti forseta svari sér sjálf. Hann trúir því að Davíð njóti stuðnings langt út fyrir flokkslínur.
08.05.2016 - 14:20
Heimir hættir við framboð
Heimir Örn Hólmarsson sem tillkynnti fyrr í vor að hann ætlaði að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands hefur dregið framboð sitt til baka. Hann segir í yfirlýsingu að ljósi framboðs sitjandi forseta, Ólafs Ragnars Grímssonar, hafi hann ákveðið þetta.
20.04.2016 - 07:50
Magnús býður sig fram
Magnús Ingi Magnús­son veit­ingamaður hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta Íslands. Hann segist myndu verða jákvæður forseti og almúgamaður.
Náttúrufegurð orðin þungavigtar efnahagsafl
Stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands virðist vera hugmynd hvers tími er kominn. Tímamóta viljayfirlýsing náttúruverndarhreyfingarinnar, útivistarsamtaka og Samtaka ferðaþjónustunnar um málið var kynnt nýlega. Aukning þjóðartekna af hraðvaxandi ferðamannastraumi hefur orðið til þess að náttúrufegurð, sem áður var ekki reiknuð inn í umhverfismat og arðsemisútreikninga er nú „orðin þungavigtar efnahagsafl í samfélaginu,“ eins og Andri Snær Magnason rithöfundur orðar það.

Mest lesið