Færslur: Forsætisráðuneytið

Sjónvarpsfrétt
Flytur í desember - óvíst með gamla húsið
Stutt er í að Landsbankinn flytji sig um set í miðbænum í Reykjavík. Ríkið vill kaupa gamla bankahúsið. Óvíst er hvaða hlutverki glæsilegur aðalsalur bankans í Austurstræti á eftir að gegna. Bankastjóranum finnst að almenningur eigi að fá að njóta hans. 
Stjórnvöld rannsaka umfang ólaunaðra starfa
Tillaga Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, um að stjórnvöld undirbúi og standi að rannsókn á ólaunuðum heimilis- og umönnunarstörfum, sem gjarnan eru nefnd önnur og þriðja vaktin, var samþykkt á fundi ríkisstjórnarinnar á föstudag. Rannsóknin verður unnin í samstarfi við Hagstofu Íslands.
Steingrímur J. leiðir endurskoðun örorkulífeyriskerfis
Ríkisstjórnin hefur skipað stýrihóp vegna vinnu við heildarendurskoðun á örorkulífeyriskerfinu. Hópurinn fær það hlutverk að hafa yfirsýn yfir starf félags- og vinnumarkaðsráðuneytis á þessu sviði, í samræmi við ákvæði í stjórnarsáttmálanum.
„Kom á óvart hversu fáir sóttu um“
Forsætisráðuneytið hefur auglýst eftir tveimur dómaraefnum til að taka við stöðu íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Kjósa átti um nýjan dómara við dómstólinn í þessari viku á þingi Evrópuráðsins en tveir umsækjendur af þremur drógu umsókn sína til baka í síðustu viku. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, vonar að umsóknir berist um stöðuna.
22.06.2022 - 17:49
Hefja þarf umsóknarferli dómara við MDE að nýju
Hefja þarf umsóknarferli íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu að nýju eftir að tveir umsækjendur drógu umsókn sína til baka. Þetta staðfestir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður á Evrópuráðsþinginu.
20.06.2022 - 18:06
Ekkert erindi barst Vogum
Vistheimilishópurinn sem forsætisráðherra skipaði á síðasta ári og var falið að gera úttekt á meðferð á fullorðnu fólki með fötlun eða geðræn vandamál, skilaði ráðherra skýrslu í vikunni. Þar var lagt var til að rannsókn yrði gerð á vistheimilum ríkisins, allt aftur til ársins 1970.
Embætti ríkislögmanns laust til umsóknar
Forsætisráðuneytið hefur auglýst laust til umsóknar embætti ríkislögmanns. Einar Karl Hallvarðsson sem gegnt hefur embættinu frá árinu 2011 var nýverið skipaður dómari við Héraðsdóm Suðurlands.
30.12.2021 - 16:15
Leggja til landvörð, bílastæði, vegi og stíga
Starfshópur um uppbyggingu við gosstöðvarnar í Geldingadölum hefur skilað minnisblaði með frumtillögum sínum til ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins. Þar er lagt til að ráðist verði í margvíslega uppbyggingu. Tillögurnar hafa ekki verið afgreiddar til ráðherra og því hefur afstaða ekki verið tekin til þeirra en búist er við að það verði gert á næstu dögum.
2.800 ný störf í tengslum við átaksverkefni
Alls hafa um 2.800 störf verið boðin fram í tengslum við verkefnið Hefjum störf sem forsætisráðherra og félagsmálaráðherra kynntu í mars. Þetta kemur fram í skriflegu svari Vinnumálstofnunar við fyrirspurn Fréttastofu RÚV. Stefnt er að því að útvega um sjö þúsund ný störf. Tuttugu og eitt þúsund manns eru án vinnu.
Myndskeið
Tugþúsundir skammta í næstu viku - stjórnvöld vongóð
Hægt verður að nota 43 þúsund skammta af bóluefni í næstu viku verði byrjað að nota Janssen bóluefnið og ef sextán þúsund AstraZeneca skammtar verða komnir frá Noregi. 
Velsældarvísum ætlað að greina lífsgæði Íslendinga
Undanfarin ár hefur jafnvægi milli vinnu og einkalífs aukist á Íslandi. Hlutfall þeirra sem skortir efnis- og félagsleg gæði minnkaði úr 5,8% árið 2014 niður í 2,9% árið 2018 en hlutfall lágra tekna hefur haldist stöðugt um 10% frá 2004 til 2018.
Árlegur samráðsfundur um öryggis- og varnarmál í gær
Árlegur samráðsfundur Íslands og Bandaríkjanna um öryggis- og varnarmál var haldinn í gær gegnum fjarfundabúnað. Til umræðu var samstarf ríkjanna á vettvangi Atlantshafsbandalagsins auk öryggispólítískra mála.
Spurt um hlutverk gervigreindar í samfélagi framtíðar
Lýðræðislegar reglur verða að ráða því hvernig gervigreind er notuð og tryggja verður öllum jafnan rétt til að móta þjóðfélag framtíðarinnar. Þetta kemur fram í vinnuskjali nefndar sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði í október 2020 um ritun gervigreindarstefnu Íslands.
Ísland sendir uppfærð loftslagsmarkmið til SÞ
Íslensk stjórnvöld hafa sent uppfærð markmið ríkisins í loftslagsmálum til skrifstofu Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Markmiðin eru sameiginleg með Evrópusambandinu og Noregi, og fela í sér samdrátt í losun, um 55% eða meira til ársins 2030, miðað við árið 1990. Hlutur Íslands í markmiðinu er 29% samdráttur í losun til ársins 2030 miðað við árið 2005, varðandi losun utan viðskiptakerfis ESB.
Hröð bólusetning áhættuhópa fækkar lífshættulega veikum
Hröð bólusetning elstu aldurshópa fólks dregur verulega úr þeim fjölda sem líklegt er að veikist lífshættulega af COVID-19. Mikil útbreiðsla faraldursins hefði miklar afleiðingar fyrir heilbrigðiskerfið, þótt vel tækist til við að verja elstu hópana.
Aðgengi almennings að opinberum skjölum staðfest
Ísland hefur nú staðfest samning Evrópuráðsins um aðgang að opinberum skjölum, kenndan við Tromsö í Noregi. Þeim ríkjum sem staðfesta hann ber að virða samræmdar lágmarksreglur um upplýsingarétt almennings.
Katrín skammar Skattinn fyrir leyndarhyggju
Forsætisráðuneytið setur ofan í við ríkisskattstjóra sem vill breytingar á frumvarpi um aukna upplýsingaskyldu á eignarhaldi jarða. Skatturinn vill að leynd ríki um upplýsingarnar en forsætisráðuneytið segir það ganga gegn markmiði frumvarpsins um aukið gagnsæi um eignarráð lands.
Umfang rannsóknar „gæti orðið gríðarlega mikið“
Umfang rannsóknar á vistheimilinu Arnarholti og öðrum sambærilegum heimilum gæti orðið gríðarlega mikið. Þetta segir í greinargerð forsætisráðuneytisins sem afhent var velferðarnefnd Alþingis í vikunni. Forsætisráðuneytið tekur ekki afstöðu til þess, hvort skipa skuli rannsóknarnefnd á vegum Alþingis eða stjórnsýslunefnd á vegum forsætisráðuneytis, til þess að rannsaka aðbúnað í Arnarholti og á öðrum sambærilegum vistheimilum.
07.02.2021 - 12:45
Kærunefnd jafnréttismála verði einnig stefnt til varnar
Til þess að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt þarf nú ekki aðeins að höfða mál gegn umsækjanda um stöðu, heldur einnig kærunefndinni, samkvæmt nýjum lögum um stjórnsýslu jafnréttismála sem samþykkt voru á Alþingi 17. desember 2020, og tóku gildi 6. janúar.
Skila greinargerð um Arnarholt fyrir mánaðarmót
Forsætisráðuneytið ætlar að skila velferðarnefnd Alþingis greinargerð um væntanlega rannsókn á vistheimilinu Arnarholti og öðrum vistheimilum fyrir 1. febrúar næstkomandi. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu.
Ný matvælastefna mikilvægt leiðarljós inn í framtíðina
Ný matvælastefna er mikilvægt leiðarljós til framtíðar, um hvernig auka megi verðmætasköpun með matvælaframleiðslu hér á landi. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Hún telur að Ísland búi yfir miklum tækifærum sem matvælaframleiðsluland.
Vill svör frá ráðherrum vegna mögulegra njósna
Andrés Ingi Jónsson, óháður þingmaður, hefur lagt fyrirspurnir til forsætis-, utanríkis- og samgönguráðherra varðandi athugun á og viðbrögð við mögulegum njósnum Bandaríkjamanna í gegnum ljósleiðara.
Gestum við embættistöku stórfækkað
Í ljósi hertra sóttvarnaraðgerða þurfti forsætisráðuneytið að fækka mjög á listanum yfir gesti sem fá að vera viðstaddir embættistöku forseta Íslands á laugardag. Almenningur er hvattur til að fylgjast með athöfninni í sjónvarpinu.
Myndskeið
Grípa verði til annarra ráða en að bæta löndum á lista
Sóttvarnarlæknir segir að ef stefni í að fleiri komi til landsins en unnt sé að komast yfir að skima, verði að grípa til annarra ráða en að fjölga ríkjum sem undanþegin séu skimun. Fulltrúi forsætisráðuneytisins segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort skimun á landamærum verði haldið áfram eftir mánaðamótin.
93% aukning á fyrirspurnum til forsætisráðuneytis
Fjöldi þingfyrirspurna sem bárust forsætisráðuneytinu voru 14 árið 2015 en á síðasta ári voru þær 27. Þetta jafngildir um 93% aukningu. Það sem af er ári eru fyrirspurnir til forsætisráðuneytisins tólf talsins.
22.06.2020 - 20:30

Mest lesið