Færslur: Forsætisráðuneytið

Vill svör frá ráðherrum vegna mögulegra njósna
Andrés Ingi Jónsson, óháður þingmaður, hefur lagt fyrirspurnir til forsætis-, utanríkis- og samgönguráðherra varðandi athugun á og viðbrögð við mögulegum njósnum Bandaríkjamanna í gegnum ljósleiðara.
Gestum við embættistöku stórfækkað
Í ljósi hertra sóttvarnaraðgerða þurfti forsætisráðuneytið að fækka mjög á listanum yfir gesti sem fá að vera viðstaddir embættistöku forseta Íslands á laugardag. Almenningur er hvattur til að fylgjast með athöfninni í sjónvarpinu.
Myndskeið
Grípa verði til annarra ráða en að bæta löndum á lista
Sóttvarnarlæknir segir að ef stefni í að fleiri komi til landsins en unnt sé að komast yfir að skima, verði að grípa til annarra ráða en að fjölga ríkjum sem undanþegin séu skimun. Fulltrúi forsætisráðuneytisins segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort skimun á landamærum verði haldið áfram eftir mánaðamótin.
93% aukning á fyrirspurnum til forsætisráðuneytis
Fjöldi þingfyrirspurna sem bárust forsætisráðuneytinu voru 14 árið 2015 en á síðasta ári voru þær 27. Þetta jafngildir um 93% aukningu. Það sem af er ári eru fyrirspurnir til forsætisráðuneytisins tólf talsins.
22.06.2020 - 20:30
„Við sjáum ekki fyrir endann á ferðatakmörkunum“
Íslendingar munu búa við einhverjar ferðatakmarkanir til og frá landinu fram eftir þessu ári. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Hún segir að ekki sé enn hægt að meta hver áhrifin af kórónuveirufaraldrinum verði á efnahagslífið hér á landi. Mikilvægt sé að aflétta ekki samkomuhöftum of hratt.
Boðar auknar hömlur á jarðakaup
Forsætisráðherra ætlar í næstu viku að leggja fram frumvarp sem heimilar stjórnvöldum að setja hömlur á jarðaviðskipti. Samkvæmt frumvarpinu þarf samþykki ráðherra fyrir kaupum á stærri jörðum.
08.02.2020 - 19:13
Rósa Guðrún ráðin upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytis
Rósa Guðrún Erlingsdóttir, stjórnmálafræðingur og sérfræðingur, hefur verið ráðin í nýtt starf upplýsingafulltrúa forsætisráðuneytisins. Hún hefur starfað innan Stjórnarráðsins sem sérfræðingur á sviði jafnréttismála síðan 2013.
07.01.2020 - 17:13
Myndskeið
Kynna undirbúning fyrir fjórðu iðnbyltinguna á nýju ári
Ríkisstjórn Íslands mun kynna aðgerðir á nýju ári til þess að íslensk samfélag verði betur í stakk búið til að takast á við fjórðu iðnbyltinguna. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í áramótaávarpi sínu í Sjónvarpinu í kvöld.
56% vilja seinka klukkunni um klukkutíma
Tæplega 1600 tjáðu skoðun sína á því hvort breyta ætti klukkunni hér á landi. Stjórnvöld settu málið í opið samráð við almenning í samráðsgátt stjórnvalda í janúar. Á vef Stjórnarráðsins segir að þátttaka hafi verið meiri en áður hefur þekkst. Það gefi vísbendingu um mikilvægi málsins fyrir almenning. „Margar umsagnir voru ítarlegar og vel rökstuddar og ljóst að fólk lagði mikla vinnu í vandaðar umsagnir.“
11.12.2019 - 07:05
Myndskeið
Ríkið grípur til fullra varna ef ekki nást sættir
Viðræður um bótagreiðslur vegna sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hefjast að nýju nú í desember, að sögn setts ríkislögmanns. Vonast er til að niðurstöður náist um fullnaðarbætur og að dómsmál verði þá felld niður. Alþingi samþykkti í gærkvöldi lög um bótagreiðslur til hinna sýknuðu og erfingja þeirra sem látnir eru. Þá hefur forsætisráðuneytið gefið út leiðbeiningar um verklag í samskiptum ráðuneyta og stofnana við embætti ríkislögmanns.
Katrín ræddi netógnir og loftslagsvandann á þingi NATO
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fór um víðan völl í umræðum á þingi leiðtoga aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins í Lundúnum í dag. Áskoranir í öryggis- og varnarmálum, netógnir, baráttuna gegn hryðjuverkum, útgjöld bandalagsríkja NATO til varnarmála, samskiptin við Rússland og horfur í afvopnunarmálum voru meðal þess sem Katrín ræddi.
Skilgreinir sig ekki sem stjórnmálamann
Bryndís Hlöðversdóttir telur reynslu sína úr stjórnmálum ekki þvælast fyrir þegar hún tekur við embætti ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins um áramótin. Hún sat á þingi í tíu ár, til ársins 2005, en hætti þá afskiptum af pólitík.
29.11.2019 - 10:13
Spyr hvort samstaða sé á Alþingi um nýtt kvótakerfi
Þingmenn spurðu forsætisráðherra um fyrirhugað auðlindaákvæði og umbætur á kvótakerfinu í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Forsætisráðherra sagði að það væri mikilvægt að sem breiðust samstaða skapaðist um að auðlindir væru eign þjóðarinnar og enginn gæti fengið þær afhentar með varanlegum hætti. „Þá væri kannski hugsanlega hægt að grafa þá þrætu, varanlega í íslenskri pólitík, ef Alþingi gæti komi sér saman um að samþykkja slíkt ákvæði.“
Fréttaskýring
„Ætla að láta okkur sækja málið að fullu“
„Gærdagurinn var ömurlegur,“ segir Kristín Anna Tryggvadóttir, dóttir Tryggva Rúnars Leifssonar, eins sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmáli, og vísar þar í að ríkið hafi hafnað bótum og krafist sýknu í máli Guðjóns Skarphéðinssonar, í gær. Það hafi þó verið jákvætt að raunveruleg viðhorf ríkisstjórnarinnar hafi loks verið opinberuð.
35 milljónir á ári í fimm ár til rannsókna
Ríkisstjórnin veitir 35 milljónum króna á ári næstu fimm ár í rannsóknir á ritmenningu íslenskra miðalda. Viljayfirlýsing þess efnis var undirrituð í Reykholti í Borgarfirði í dag. Undir hana skrifa fulltrúar forsætisráðuneytis, fjármálaráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Snorrastofu, sem leiðir rannsóknirnar. Skrifað er undir yfirlýsinguna í tilefni 75 ára afmælis lýðveldis á Íslandi.
Viljum vera í fremstu röð í sjálfbærri þróun
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti í fyrsta sinn stöðuna á innleiðingu Íslands á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun á árlegum ráðherrafundi í New York í dag. Hún segir að markmiðið sé að Ísland verði í fremstu röð í sjálfbærri þróun.
Gerum margt gott í að ná markmiðum
Sameinuðu þjóðirnar hafa birt skýrslu íslenskra stjórnvalda um stöðu innleiðingar heimsmarkmiða um sjálfbæra þróun. „Ég held að við séum að gera mjög margt gott í að ná þessum markmiðum," segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Fréttaskýring
„Aldrei að vita nema karl klæðist búningnum“
Það þarf að stokka upp hlutverk fjallkonunnar og leyfa henni að velja sér ljóð. Þetta er mat Guðnýjar Gústafsdóttur, kynjafræðings. Hún segir feminískar bylgjur lítið hafa hreyft við ímynd fjallkonunnar í tímans rás. Guðný fagnar því að á þjóðhátíðardaginn fór með hlutverkið lituð kona og myndi vilja sjá fjölbreyttar konur eða karla í hlutverkinu í framtíðinni. Það er forsætisráðherra sem velur fjallkonu úr hópi sem undirbúningsnefnd velur og það er hægt að redda því ef búningurinn passar ekki.